Skessuhorn


Skessuhorn - 18.02.2015, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 18.02.2015, Blaðsíða 13
13MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 2015 112 dagurinn haldinn hátíðlegur Haldið var með áberandi hætti upp á 112 daginn víðsvegar um Vestur- land miðvikudaginn 11. febrúar. Viðbragsaðilar á Akranesi heim- sóttu leikskóla í bænum og var börnum boðið að skoða sjúkrabíl og bíl Björgunarfélagsins. Þá var opið hús hjá Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar við Kalmans- velli síðar um daginn. Þar voru einnig saman komnir sjúkraflutn- ingamenn HVE, félagar í Björg- unarfélagi Akraness og lögreglu- menn. Nokkuð af fólki lagði leið sína á staðinn í tilefni dagsins og stóð til boða að prófa tæki og tól viðbragðsaðila, sem vakti mikla lukku yngri kynslóðarinnar. Einn- ig var til sýnis nýjasti bíll flotans, sem er glæsileg sjúkrabifreið. Í til- efni dagsins afhenti Þráinn Ólafs- son slökkviliðsstjóri SAH einum heppnum grunnskólanemanda við- urkenningu fyrir þátttöku í eld- varnagetraun sem fór nýverið fram. Sá heppni var Júlíus Alexander Þór Rúnarsson, nemandi í 3. bekk í Brekkubæjarskóla og hlaut hann tíu þúsund krónur, reykskynjara og viðurkenningarskjal að launum. Þá var haldið með áberandi hætti upp á daginn við verslunarmið- stöðina Hyrnutorg í Borgarnesi. Þar safnaðist saman fjöldi fólks frá viðbragðsaðilum í Borgarnesi og Borgarfirði til að kynna starfsemi sína fyrir gestum og gangandi. Útkall í miðjum hátíðarhöldum Í Snæfellsbæ var mikið líf í tuskun- um þegar viðbragðsaðilar óku um bæjarfélagið með kveikt á bláum blikkljósum og sírenum. Að akstr- inum loknum var farið í björgun- arstöðina Von þar sem gestum var boðið upp á að kynnast tækjum og tólum sem viðbragsaðilar hafa í sínum fórum. Þá hafði björgunar- sveitin Lífsbjörg byggt klifurvegg sem börnin voru dugleg að nota. Einnig var haldið upp á daginn í Grundarfirði. Þar héldu viðbrags- aðilar kynningu í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í tilefni dagsins og var vel mætt. Þar voru einnig fulltrúar frá Lions og kvenfélaginu sem tóku á móti framlögum í söfnun fyrir hjartahnoðtækinu Lúkasi. Starfs- mannafélag Slökkviliðs Grundar- fjarðar gaf 112 þúsund krónur í til- efni dagsins en það var megnið af ágóðanum fyrir sölu dagatals sem félagið gaf út fyrir jólin. Þá gerðist það að viðbragðsaðilar fengu útkall á meðan á kynningunni stóð. Ung- ur drengur varð fyrir bíl á plan- inu fyrir utan skólann, en betur fór en á horfðist. Drengurinn slapp nánast ómeiddur frá óhappinu og voru viðbragðsaðilar óvenju fljót- ir á vettvang. Allir voru til taks á svæðinu; læknir, sjúkrabíll, björg- unarsveit og hjúkrunarfræðingur og fékk drengurinn því skjóta og góða þjónustu. grþ „Hvað ungur nemur gamall temur.“ Hér ræða Þorgerður Erla Bjarnadóttir, björgunarsveitar- og sjúkraflutningamaður og Elín B Kristinsdóttir, formaður Borgarfjarðardeildar RKÍ, við grunnskólabörn um hlutverk Neyðarlínunnar 112. Hvenær þau eigi að hringja í 112 og við hvaða aðstæður. Einnig var með í för Þór Þorsteinsson björgunarsveitarmaður sem tók meðfylgjandi mynd. Tæki og tól björgunarsveita voru höfð til sýnis utan við Hyrnutorg í Borgarnesi. Þarna voru allar björgunarsveitir í Borgarbyggð auk Elliða af Snæfellsnesi. Ljósm. þþ. Það vakti mikla lukku hjá yngstu kynslóðinni að fá að prófa bílaflota viðbragðsaðila á Akranesi. Ljósm. ki. Þráinn Ólafsson slökkviliðsstjóri SAH ásamt Júlíusi Alexander Þór Rúnarssyni sem var að vonum ánægður með viðurkenningu sína. Ljósm. ki. Rebekka Hjörvar sjúkraliði, Guðbjörg Jónsdóttir sjúkraflutninga- maður, Þórarinn Steingrímsson neyðarflutningamaður og Andri Heyde læknir í Snæfellsbæ. Ljósm. af. Ungur drengur að prófa klifurvegginn á 112 deginum í Snæfellsbæ. Ljósm. af. Tæki og tól prófuð í Grundarfirði. Ljósm. tfk. Margir áhugasamir litu inn á kynningu viðbragðsaðila í FSN. Ljósm. tfk. Vegna mikilla verkefna framundan óskar Límtré Vírnet í Borgarnesi eftir að ráða í eftirfarandi framtíðarstörf: Vélvirki og blikksmiður Menntun í vélvirkjun/stálsmíði, blikksmíði eða öðrum sambærilegum greinum æskileg. Einnig kemur til greina að ráða menn vana járnsmíðavinnu eða blikksmíði. Verkefni í járnsmiðju og blikksmiðju eru fjölbreytt, bæði í nýsmíði og viðhalds- vinnu, hvort heldur sem er innan fyrirtækisins eða úti hjá viðskiptavinum. Völsunardeild Okkur vantar til starfa laghent fólk í völsunardeild fyrirtækisins. Störfin eru fjölbreytt en nauðsynlegt er að umsækjendur séu vanir að vinna við vélar og tæki og hafi þekkingu eða reynslu af vélaviðhaldi. Nánari upplýsingar gefur Aðalsteinn Símonarson á staðnum, í síma 412 5302 eða tölvupósti alli@limtrevirnet.is. Umsóknarfrestur er til 25. febrúar. Atvinna í Borgarnesi S K E S S U H O R N 2 01 5

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.