Skessuhorn


Skessuhorn - 18.02.2015, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 18.02.2015, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 2015 Síðastliðinn mánudag fór fram á Bifröst í Borgarfirði vinnufund- ur vegna tilraunaverkefnisins „Menntun núna“ í Norðvestur- kjördæmi og í Breiðholti. Þetta eru tvíburaverkefni sem hrundið var af stað fyrir nokkrum árum samtímis á þessum tveimur svæðum. Mark- mið verkefnisins um aukna mennt- un í Norðvesturkjördæmi var að efla ráðgjöf til fyrirtækja um nám á vinnustað, auka samstarf atvinnulífs og fræðsluaðila um starfstengt nám, fjölga einstaklingum sem ljúka iðn- námi og efla íslenskukunnáttu inn- flytjenda. Nú er talið að markmið- um hafi verið náð með mælanleg- um árangri, sumt hafi jafnvel tek- ist betur en áætlað var. Skólameist- arar framhaldsskólanna í Norð- vesturkjördæmi, forstöðumenn sí- menntunarmiðstöðvanna og starfs- fólk sem unnið hefur að verkefninu hittist á mánudaginn á Bifröst í til- efni þess að verkefninu í kjördæm- inu lýkur 1. mars næstkomandi. Nú í vor verður svo málstofa með hags- munaðilum þar sem kynntur verð- ur með formlegum hætti afrakstur verkefnanna og sá lærdómur sem draga má af þeim. Geirlaug Jóhannsdóttir hefur verið verkefnisstjóri með Menntun núna í Norðvesturkjördæmi. Hún segir að 112 einstaklingar hafi nú þegar lokið raunfærnimati í ýms- um greinum í tengslum við verk- efnið og útlit sé fyrir að allt að 165 einstaklingar muni ljúka mati áður en verkefninu lýkur. „Flestir þess- ara einstaklinga halda áfram námi í kjölfar raunfærnimats. Markmiðið okkar var að koma 60 einstakling- um í gegnum raunfærnimat en ár- angurinn varð um tvöfalt betri, sem er afar ánægjulegt,“ segir Geirlaug. Um sextíu fjölbreytt námskeið Haldin hafa verið um 60 starfs- tengd námskeið af ýmsum toga hjá fyrirtækjum og stofnunum í Norð- vesturkjördæmi frá því verkefnið hófst en vonir stóðu til að koma á 120 námskeiðum á tímabilinu. „Í ljós hefur komið að ákvörðunar- og undirbúningsferli fyrir námskeið er tímafrekt og í sumum tilfellum er þrautin þyngri að finna tíma fyr- ir námskeiðahald hjá fyrirtækjum vegna anna. Ýmsar leiðir hafa ver- ið þróaðar til að koma á námi, svo sem fjarnám í íslenskukennslu fyr- ir fólk af erlendum uppruna í fisk- vinnslu, nám á vinnustað meðan á vinnu stendur, svo sem öryggis- fræðsla, fræðsla um líkamsbeitingu, skyndihjálparnámskeið, leiðsheild- arnámskeið og ótal margt fleira. „Flest námskeið hafa verið haldin hjá opinberum stofnunum, svo sem í heilbrigðis- og öldrunarþjónustu, leik- og grunnskólum og félags- þjónustu. Sjávarútvegsfyrirtæki og fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa einn- ig sýnt mikinn vilja í verki með því að koma á námi fyrir sitt starfsfólk. Áfram verður unnið hörðum hönd- um að því að bjóða fyrirtækjum og stofnunum upp á fræðslu en svo- kallaður fræðsluerindrekstur verð- ur áfram á höndum starfsfólks sí- menntunarmiðstöðva þó tilrauna- verkefninu ljúki í mars,“ segir Geir- laug. Fræðslustjórar að láni Hún segir að mikil aukning hafi orðið í aðsókn að „fræðslustjóra að láni“ sem starfsmenntasjóð- ir styrkja myndarlega. „Hlutverk fræðslustjóra er að greina þörf fyr- ir fræðslu og þjálfun hjá starfs- fólki og leggja fram hugmynd- ir um áherslur í starfsþróunarmál- um. Nú eru a.m.k fimm fjölmenn- ir vinnustaðir með fræðslustjóra að láni í Norðvesturkjördæmi og má þar nefna Dalabyggð, Sveitar- félagið Skagafjörð og Heilbrigð- isstofnun Norðurlands á Blöndu- ósi og Sauðárkróki. Loftorka fékk fræðslustjóra að láni sem greindi þarfir starfsfólks fyrir fræðslu og nú þegar er búið að halda nokk- ur starfstengd námskeið á vinnu- staðnum. Starfsfólk símenntunar- miðstöðva hefur m.a. sérhæft sig í greiningu á fræðsluþörf og aðstoð- ar fyrirtæki við að sækja um styrk til starfsmenntasjóða til að kosta ráð- gjafavinnuna.“ Íslenskukennsla ný- búum nauðsynleg Níu íslenskunámskeið hafa verið haldin með breyttu sniði í tengslum við tilraunaverkefnið Menntun núna, en eitt af markmiðum til- raunaverkefnsins var að efla ís- lenskukunnáttu innflytjenda í kjör- dæminu. Góður árangur hefur náðst með þeirri nýbreytni að hafa túlk á námskeiðunum sem auðveldar nemendum að tileinka sér íslenska málfræði og orðaforða með því að setja námsefnið í skýrara samhengi við þeirra móðurmál. Einnig hef- ur gefist vel að vera með íslensku- kennslu í fjarnámi fyrir starfsfólk fiskvinnslufyrirtækja sem gjarn- an vinnur langan vinnudag. Geir- laug segir að gerð hafi verið tilraun hjá G.Run í Grundarfirði með fjar- kennslu og nýverið hófst fjarnám í íslenskukennslu fyrir starfsfólk hjá Eðalfiski í Borgarnesi. Á Suð- ureyri við Súgandafjörð var samið við kvenfélagið Ársól um íslensku- kennslu og var mikil ánægja á með- al nemenda með þá tilraun. Fólk af erlendum uppruna hafði einangr- ast svolítið í samfélaginu og var ákveðið að gera tilraun hjá kvenfé- laginu með kennslu í íslensku fyrir innflytjendur. Kvenfélagið saman- stendur af konum með ólíkan bak- grunn. Sumar hafa t.d. lokið kenn- aranámi og gátu þannig ábyrgst gæði námskeiðsins. Enn mikilvæg- ara var að þátttakendur kynntust ís- lenskum konum í þorpinu með nýj- um hætti og efldu þannig tengsl- anetið sitt. Verkefninu lauk í janú- ar og tókst svo vel að eftir er tek- ið á vinnustöðum fólksins og í leik- og grunnskólum þar sem mæð- ur eru farnar að ræða við kennara um börnin sín, sem þær gerðu ekki áður. 135 einstaklingar í formlegt nám Geirlaug segir að aðsókn að starfs- menntanámi hafi aukist umtals- vert á síðastliðnu ári. „Sem dæmi má nefna að þá hófu 40 nemend- ur skipstjórnarnám við Mennta- skólann á Ísafirði. Bróðurpartur þeirra hafði áður lokið raunfærni- mati og þannig fengið tækifæri til að fá reynslu sína metna til stytt- Í sumar var undirritaður samn- ingur um „Fræðslustjóra að láni“ á milli Loftorku í Borgarnesi, Landsmenntar og Símenntunar- miðstöðvarinnar á Vesturlandi. Sí- menntunarmiðstöðin hafði umsjón með verkefninu sem fjármagn- að var af Landsmennt. Að sögn Helgu Bjarkar Bjarnadóttur verk- efnisstjóra byggist verkefnið á því að lána mannauðsráðgjafa til fyr- irtækja samkvæmt samningi við þá fræðslusjóði sem hlut eiga að. Í verkefnum sem þessum er tek- ist á við þau verkefni sem lúta að skipulagningu menntunar, þjálfun- ar og öðru sem tengist uppbygg- ingu fyrirtækja og eflingu starfs- manna. Unnin er fræðsluáætlun til lengri tíma og hefur Símenntunar- miðstöðin meðal annars unnið slík verkefni fyrir Loftorku og nokkur sveitarfélög og stofnanir á Vestur- landi. Jákvætt fyrir starfsmenn Helga Björk segir fleiri aðila hafa sýnt verkefninu áhuga. „Fyrirtæki hafa svolítið svelt starfsmenn sína af starfstengdri fræðslu frá hruni og fræðslumál hafa jafnvel verið handahófskennd. Þau eru að vakna upp við það að betra væri að koma þessu í skipulagt horf. Allt er þetta svo jákvætt fyrir starfsmenn og starfsþróun,“ segir Helga Björk í samtali við Skessuhorn. Hún bætir því við að hagur sé að því að gera áætlun til lengri tíma, bæði fyr- ir fyrirtæki og fyrir Símenntun- armiðstöðina, sem sé til þjónustu reiðubúin. „Við leggjum metnað okkar í að skipuleggja þá fræðslu sem þörf er á og fylgja fræðsluáætl- unum eftir. Við erum með hús- næði á okkar vegum og getum séð um þetta frá A-Ö ef svo má segja.“ Hún segir að samstarfið við Loft- orku hafi verið lærdómsríkt og skemmtilegt. „Þarna unnum við með lausnarmiðuðum og jákvæð- um starfsmönnum sem voru opn- ir fyrir breytingum. Svona verkefni takast best þegar starfsmenn og stjórnendur vinna saman og starfs- menn virkilega finna að það sé ver- ið að vinna í þeirra þágu.“ Gæfuspor fyrir Loftorku Að sögn Bergþórs Ólasonar, fram- kvæmdastjóra Loftorku Borgar- nesi, var markmiðið með samn- ingnum að greina stöðu starfs- manna og fræðslumála hjá fyrir- tækinu og vinna í kjölfarið fræðslu- áætlun til næstu missera. „Það var meðal annars gert með umfangs- mikilli könnun, þar sem starfs- mönnum opnaðist leið til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri, hvort heldur sem það varðaði að- búnað, skipulag vinnu, vænting- ar um endurmenntun eða hvað annað sem þeim lá á hjarta,“ segir Bergþór. Forsvarsmönnum Loft- orku leist strax vel á verkefnið. „Enda mikilvægt fyrir fyrirtæki eins og okkar að ná vel utan um þá miklu þekkingu sem í starfsmönn- um okkar býr, fylla í eyður - ef svo má segja - þegar þær koma í ljós og síðan almennt að hækka þekking- arstigið innan fyrirtækisins.“ Bergþór segir innleiðingu verk- efnisins hafa gengið mjög vel. Sett- ur hafi verið saman stýrihópur inn- an fyrirtækisins sem Helga Björk starfaði með. „Það er skemmst frá því að segja að sú vinna gekk mjög vel og eiga þeir sem tóku þátt í vinnunni þakkir skyld- ar. Starfsmenn hafa nú þegar far- ið á ýmis námskeið, allt frá skyndi- hjálp yfir í tungumálanámskeið og strax var gengið í ákveðin verk- efni sem sneru að starfsmannaað- stöðu. Hvað næstu skref varðar, þá munum við fylgja fræðsluáætlun- inni eftir, í kjölfar þeirrar greining- arvinnu sem unnin var. Sú vinna nær yfir næstu átján mánuði,“ seg- ir Bergþór. Hann bætir því við að svona vinna breyti nálgun á ákveðna þætti rekstursins. Hann hefur trú á því að starfsmönnum og stjórnendum Loftorku komi fjölbreytt verkefni til hugar sem geri starfsemina betri og fyrirtækið um leið öflugra, um leið og breyt- ingarnar hafa gengið í gegn. „Að endingu vil ég lýsa ánægju minni varðandi þetta samstarf allt. Ég tel það hafa verið gæfuspor fyrir Loft- orku að taka þátt í verkefninu og ég mæli með því sem Símenntun- armiðstöðin og Landsmennt eru að gera í þessum efnum.“ Ánægja meðal starfsmanna Ragnar Andrésson trésmiður er verkstjóri í trésmiðjunni hjá Loft- orku. Hann segist finna jákvæðan mun á fyrirtækinu eftir að fræðslu- stjóri var fenginn að láni og að al- menn ánægja með verkefnið sé meðal starfsmanna. „Mín reynsla er sú að þetta hafi komið mjög vel út. Ég finn mun, menn eru jákvæð- ari og starfsmannaaðstaðan hefur verið bætt. Gerð var skoðanakönn- un meðal starfsmanna þar sem við svöruðum fullt af spurningum og það var reynt að hlusta á þær ábendingar sem fram komu þar. Maður bæði finnur og sér að þetta er að skila árangri,“ segir Ragnar. grþ Meðfylgjandi mynd tekin af stýrihópi við lok verkefnisins. F.v. Anna Halldórs- dóttir, Bergþór Ólason, Helga Björk Bjarnadóttir, Birgir H. Andrésson, Júlíus Á. Rafnsson, Gunnar V. Gunnarsson og Guðmundur Smári Valsson. Lærdómsríkt samstarf um Fræðslustjóra að láni Hillir undir lok tilraunaverkefnisins Menntun núna ingar á námi. Við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra hóf 21 einstak- lingur nám í fisktækni að undan- gengnu raunfærnimati. Aðsókn að dreifnámi í trésmíði og vélvirkj- un við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi hefur aukist umtalsvert en eitt af markmiðum tilraunaverk- efnisins var að fjölga einstakling- um sem ljúka iðnnámi. Við erum afar stolt af þeim árangri að hafa náð að fjölga einstaklingum í form- legu námi um a.m.k 135 og von- um að þetta sé aðeins upphafið að auknum áhuga fólks og fyrirtækja í Norðvesturkjördæmi á námi,“ seg- ir Geirlaug Jóhannsdóttir verkefn- isstjóri að endingu. mm Þátttakendur á málstofunni sl. mánudag. Ljósm. James Einar Becker. Geirlaug Jóhannsdóttir verkefnisstjóri.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.