Skessuhorn


Skessuhorn - 18.02.2015, Blaðsíða 29

Skessuhorn - 18.02.2015, Blaðsíða 29
29MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 2015 Grundarfjörður - miðvikudagur 18. febrúar Myndasýning fyrir eldri borgara í Sögumiðstöðinni milli kl. 10 - 12. Grundarfjörður - miðvikudagur 18. febrúar Hreystivika - Lærðu að vega mann og annan. Víkingafélagið Glæsir kennir grunnatriði í bardagaaðferðum víkinganna í Samkomuhúsinu kl. 20. Frítt inn og allir velkomnir. Mætið með hanska. Dalabyggð - fimmtudagur 19. febrúar Eldri borgarar -bingó í Tjarnar- lundi frá kl. 13:30 - 16. Akranes - fimmtudagur 19. febrúar Viltu taka þátt í leshring á Bóka- safni Akraness? Fyrsti fundur- inn verður kl. 16.15 - 17.15 og síðan þriðja fimmtudag í mán- uði fram í maí. Umsjón Halldóra Jónsdóttir forstöðumaður. Nán- ari upplýsingar á bokasafn@ akranes.is. Allir velkomnir. Grundarfjörður - fimmtudagur 19. febrúar Íslandsmót kvenna í blaki, 1. deild. UMFG mætir Fylki í íþróttahúsinu í Grundarfirði kl. 19:30. Dalabyggð - föstudagur 20. febrúar Félagsvist Fjólunnar í Árbliki kl. 20. Annað af þremur spila- kvöldum. Þriðja og síðasta verður síðan föstudaginn 13. mars kl. 20. Aðgangseyrir er 800 kr. og frítt fyrir 14 ára og yngri. Kaffiveitingar að lokinni spilamennsku. Grundarfjörður - föstudagur 20. febrúar Hreystivika - Lærðu að vega mann og annan. Lærðu að vega mann og annan. Víkingafélagið Glæsir kennir grunnatriði í bardagaaðferðum víkinganna í Samkomuhúsinu kl. 20. Frítt inn og allir velkomnir. Mætið með hanska. Borgarbyggð - föstudagur 20. febrúar Félagsvist í félagsheimilinu Brúarási kl. 20:30. Kaffiveitingar og verðlaun. Kvenfélag Hvítár- síðu. Borgarbyggð - sunnudagur 22. febrúar Messa í Borgarneskirkju kl. 11. Messa í Borgarkirkju kl. 14. Dalabyggð - sunnudagur 22. febrúar Sögustund á Laugum í Sælings- dal kl. 15. Úr mold í stein. Bogi Kristinsson byggingafulltrúi segir frá 19. aldar byggingatækni. Allir eru velkomnir og aðgangseyrir er 500 kr. fyrir fullorðna. Þeir sem hafa áhuga á að fara í sund sam- hliða sögustund hafi samband við Gunnar Má með góðum fyrir- vara á netfangið gunnarmar@ umfi.is eða síma 777-0295 / 434-1465. Akranes - sunnudagur 22. febrúar Blakfélagið Bresi fær Aftureldingu í heimsókn á Jaðarsbakka kl. 20. Stykkishólmur - mánudagur 23. febrúar Tónfundur í sal Tónlistarskóla Stykkishólms kl. 18. Nemendur Anette spila fyrir foreldra, systkin og aðra gesti á hin ýmsu tréblást- urshljóðfæri. Allir hjartanlega velkomnir. Stykkishólmur - þriðjudagur 24. febrúar Tónfundur í sal Tónlistarskóla Stykkishólms kl. 18. Nemendur Hólmgeirs spila á píanó fyrir for- eldra, systkin og aðra gesti. Allir hjartanlega velkomnir. Á döfinni Markaðstorg Vesturlands Nýfæddir Vestlendingar 10. febrúar. Stúlka. Þyngd 3.960 gr. Lengd 52 sm. Foreldrar: Lilja Ósk Alexandersdóttir og Hjalti Þórhallsson, Borgarfirði. Ljósmóðir: Lóa Kristinsdóttir / Sigríður Birgisdóttir nemi. 16. febrúar. Drengur. Þyngd 3.920 gr. Lengd 53 sm. Foreldrar: Sigurborg Knarran Ólafsdóttir og Þorgrímur Kolbeinsson, Grundarfirði. Ljósmóðir: Jóhanna Ólafsdóttir / Sigríður Birgisdóttir nemi. ATVINNA ÓSKAST 10. febrúar. Stúlka. Þyngd 4.425 gr. Lengd 54 sm. Foreldrar: Sara Eir Þorleifsdóttir og Birgir Þór Þorbjörnsson, Hvammstanga. Ljósmóðir: Erla Björk Ólafsdóttir. 11. febrúar. Drengur. Þyngd 3.270 gr. Lengd 48 sm. Foreldrar: Angelika Ewa Filimonow og Hannes Auðunsson, Hafnarfirði. Ljósmóðir: Elísabet Harles. Bókhald og almenn skrif- stofustörf Óska eftir 100% starfi við bók- hald, launaútreikning eða önnur skrifstofustörf. Er með margra ára reynslu og menntun. Upp- lýsingar í síma 778-0254. Bónus óskar eftir íbúðarhús- næði í langtímaleigu Bónus óskar eftir 3-4 herbergja íbúðarhúsnæði í Borgarnesi með langtímaleigu í huga. Vinsam- lega hafið samband við Árna í síma 665-9010. Húsnæði til leigu Snyrtilegt húsnæði til leigu, u.þ.b. 100 fm. Herbergi,stofa og eldhús. Nánari upplýsingar í síma 896-0551. Gistiíbúð í Eyjafirði Tveggja herbergja íbúð til leigu. Uppábúin rúm fyrir 4. Íbúðin leigist eftir samkomulagi frá einni nóttu. Stutt í sund og jólahúsið. Velkomin í Eyja- fjörðinn. Upplýsingar í síma 894-1303/463-1336 eða edda@ krummi.is Stúdíóíbúð óskast Óska eftir stúdíóíbúð á Akranesi. Uppl. hjá Evu Maríu í síma 847-0908. Óska eftir leiguhúsnæði í Borgarnesi Par með lítið barn óskar eftir húsnæði í Borgarnesi til lang- tímaleigu. Þurfum að hafa tvö svefnherbergi og þetta verður að vera gefið upp því við erum bæði námsmenn. Greiðslugeta er ekki meiri en 90 þúsund á mánuði. Eva, sími: 661-2622. eva- margret@vesturland.is Til leigu í Ólafsvík Til leigu Grundarbraut 14 í Ólafs- vík. Sími 893-2217. Parhús til leigu í Reykholti, Borgarfirði Nýlegt parhús til leigu til lengri tíma. Húsið skiptist í 3 herbergi, 90 fm. íbúð ásamt 30 fm. bílskúr. Kjörið fyrir einstakling eða litla fjölskyldu. Reglusemi/reykleysi skilyrði. Áhugasamir sendi um- sóknir ásamt uppl. um persónu- hagi í reykholt@outlook.com Óska eftir stól með setu úr snæri Ég er að leita að stólum með ofinni setu úr snæri úr pappír. Hér er mynd af svipuðum stól. Stólarnir sem ég leita að mega vera úr ljósum eða dökkum við. Uppl. í síma 696-2334 eða is- postur@yahoo.com ÓSKA eftir að kaupa Daihatsu Ferozu Óska eftir að kaupa Daihatsu Ferozu. Má þarfnast lagfæringar en þarf að vera heillegur.Upp- lýsingar í síma 696-2334 eða ispostur@yahoo.com Viltu losna við bjúg, sykurþörf og léttast líka? Þá er Oolong- og Pu-erh teið eitt það albesta. Pakki með 100 te- pokum er á 4.300. Ef keyptir eru 2 pk. er verðið 7.800. Sykurþörfin minnkar og hverfur oftast eftir stuttan tíma og bjúgurinn fer mjög fljótt. Gott fyrir líkamlega og andlega heilsu. S: 845-5715, Nína. Herbalife, hröð og góð þjón- usta Afgreiði pantanir samdægurs. Engin bið. Er oftast með allar næringarvörurnar á lager. Gott verð og þjónusta. Sendi um allt land. Greiði burðargjaldið ef pantað er fyrir 12 þús. kr. eða meira í einu. S: 845-5715. Nína. Hásing Til sölu hásing undan 700 kílóa fellihýsi á góðum dekkjum. Fæst á 20-25 þús. Uppl. í síma 661-8079. Handrið Til sölu Pílóra handrið. Tilvalið fyrir laghentan að smíða úr gerði eða bara eitthvað annað. 16m x 115m. Uppl. í síma 661-8079. LEIGUMARKAÐUR ÓSKAST KEYPT TIL SÖLU Getir þú barn þá birtist það hér, þ.e.a.s. barnið! www.skessuhorn.is Stærðir 38-52 Bæjarlind 1-3 201 Kópavogur s: 571-5464 Vertu einstök – eins og þú ert stærðir 38-52 my style Kíktu við í netverslun tiskuhus.is 54 54 300 SMIÐJUVEGUR 7 KÓPAVOGUR Eina glerverksmiðjan á landinu með vottaða framleiðslu GLER RENNIHURÐIR Á FRÁBÆRU VERÐI Sparar pláss Öruggt og traust Einfalt í uppsetningu Eigum tilbúnar til afgreiðslu strax vegghengdar agila 50 rennihurðabrautir með hertu 8mm sýruþveignu gleri og verði 99.500 kr

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.