Skessuhorn


Skessuhorn - 18.02.2015, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 18.02.2015, Blaðsíða 19
19MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 2015 Guðmundur Ólafsson, lektor við Háskólann á Bifröst: „Ég er sennilega með einna lengstan starfsaldur hér í dag. Það er nú löng saga að segja frá því. Jónas Jónsson frá Hriflu er eiginlega minn men- tor eða eins konar lærifaðir. Það var hann sem á sínum tíma réði því að ég fór í menntaskóla og fór norð- ur á Akureyri. Annars hefði ég lík- lega endað sem ljóðskáld í Reykja- vík! Þegar Jónas Guðmundsson þá- verandi skólameistari hér á Bifröst (1995-1999) leitaði til mín til að fá mig til að kenna tölfræði og upplýs- ingatækni hér, þá fannst mér eins og blóðið rynni mér til skyldunnar. Ég skuldaði Jónasi fyrir hans afskipti af mínu lífi. Það átti allavega hluta af þessu að ég fór hingað. Ég er hins vegar líka uppalinn í Reykholtsdaln- um. Það gerði það að verkum að þetta er mitt svæði þó ég sé fædd- ur í Reykjavík. Ég hef reyndar meira og minna allt mitt líf verið á þvæl- ingi um landsbyggðina,“ segir Guð- mundur Ólafsson, lektor í viðskipta- fræðum við Háskólann á Bifröst. Innleiðir nýjar kennsluaðferðir Guðmundur segir ákaflega gott að starfa við Háskólann á Bifröst. „Ég kom hingað fyrst 1998 til að kenna mönnum á Excel-reikni- forritið. Það var gerður samning- ur milli viðskiptadeildar Háskóla Íslands og Háskólans á Bifröst. Ég hafði unnið í því að innleiða notkun á Excel í viðskiptadeildinni og kom hingað uppeftir að kenna mönnum á Excel. Ég er hérna ennþá, en hætt- ur í Háskóla Íslands. Ég nú orðinn það gamall að ég fer bráðum að láta af störfum.“ Þrátt fyrir að það hilli undir eftir- launaaldur og starfslok þá er Guð- mundur hvergi af baki dottinn. Áður en hann hættir ætlar hann að kenna nemendum sínum að nota stærðfræði án þess að þeir þurfi að kunna mikið um þá merku fræði- grein sem mörgum reynist torveld. Lektorinn útskýrir þetta. „Ég er nú að vinna að því að kenna fólki að nota tölvuforrit sem geta það sem Excel getur ekki. Það eru komin fram stærðfræðiforrit sem eru svo fullkomin að það er ekki ástæða lengur til að kenna fólki stærðfræði með hefðbundnum hætti. Ég ákvað í haust að stíga skrefið til fulls með því að byrja bara strax á fyrsta ári að kenna fólki að leysa stærðfræði- verkefni með forritum. Þetta hent- ar mjög vel fyrir fólk sem ætlar sér að nota stærðfræði. Að sjálfsögðu dugar þetta ekki fyrir verkfræðinga eða stærðfræðinga. Þar þurfa menn að fara ofan í hlutina með blað og blýant að vopni, en fyrir viðskipta- fræðinga þá er þetta alveg sjálfsagð- ur hlutur að nota svona forrit.“ Eins og að læra á saumavél Eftir því sem Guðmundur segir þá eru þessi stærðfræðiforrit góð við- bót við það sem viðskiptafræðing- ar hafa verið að tileinka sér þegar kemur að tölvunotkun og útreikn- ingum. „Excel-forritið er náttúr- lega gjörbylting í lífi allra þeirra sem eru að fást við tölur og við- skipti. Þessi stærðfræðiforrit sem eru núna orðin svona góð, þau eru næsta skref,“ slær hann föstu. Guð- mundur vill þó ekki eigna sér heið- urinn að innleiðingu stærðfræðifor- ritanna í viðskiptafræði og kennslu á hinum ýmsu skólastigum. „Það eru fleiri sem eru að vinna að þessu. Ellert Ólafsson verkfræðingur er búinn að skrifa tvö þúsund blað- síðna kennslubók fyrir eitt forrit- ið sem heitir Wolfram Alpha. Pró- fessor Freyja Hreinsdóttir í Kenn- araháskólanum kennir væntanleg- um grunnskólakennurum á Geo- gebra sem er rúmfræðiforrit.“ Guðmundur segist telja að það sé að renna upp alveg ný tíð í stærð- fræðikennslu. „Þetta gerir það að verkum að fólk á miklu auðveld- ara með að tileinka sér stærðfræði- kennsluna. Nú verður ekki lengur þessi mikli munur á þeim sem kall- ast „stærðfræðinördar“ og hinum sem finnst þeim ekki kunna neitt. Þetta jafnast út. Verður bara svona eins og að læra á saumavél.“ Aðalatriðið að kunna að nota stærðfræði „Þessi aðferð sem ég er að nota er fyrst og fremst þannig að maður kennir fólki að nýta sér stærðfræði en það er ekki farið ofan í saum- ana á því að sanna reglur og slíkt. Menn geta reiknað allt út sem þeir vilja en hugsanlega ekki sannað eitt né neitt. Ég hef stundum sagt að þú þurfir ekki að skilja neitt í þessu, aðal atriðið sé að þú kunnir að nota þetta.“ Eins og margir vita þá er stutt í kímnina hjá Guðmundi Ólafssyni. Hann segir að lokum eina sögu tengda því sem hann talar um. „Einu sinni var ég að kenna hópi uppi í Háskóla Íslands, var að segja þeim frá því að nútíminn væri einfaldlega þannig að maður notaði helling af hlutum sem maður botnaði ekk- ert í. Sjónvarp, tölvur, síma og þess háttar. Þá rétti einn upp höndina og sagði: „Þetta er alveg eins með kon- una mína. Ég botna ekkert í henni en samt gengur þetta ágætlega.““ Hægt verður að njóta kennslu Guðmundar Ólafssonar bæði í skól- anum á Bifröst og í fjarkennslu sam- kvæmt nýjustu tækni. Í gegnum tölvur, að sjálfsögðu. mþh Guðmundur Ólafsson við hliðina á portrettmálverki af Jónasi Jónssyni frá Hriflu. Guðmundur þakkar Jónasi að hann gekk menntaveginn og forðaði honum þannig frá þeim örlögum að enda sem ljóðskáld í Reykjavík. Innleiðir kennslu í að nota stærðfræði án þess að fólk þurfi að skilja hana til hlítar Kynningardagur í FVA fyrir tíundu bekkinga Um hundrað og þrjátíu nemendur úr tíundu bekkjum á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit heimsóttu Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akra- nesi síðastliðinn miðvikudags- morgun. Nemendurnir komu sam- an á sal skólans þar sem flutt voru stutt ávörp. Að því loknu var gest- unum skipt í litla hópa sem fengu fylgd um skólann með leiðsögu- mönnum sem voru úr hópi nem- enda FVA. Kennarar, ráðgjafar og fleiri starfsmenn fjölbrautaskólans stilltu sér upp víða um skólann, kynntu fög sín og svöruðu spurn- ingum. Þá upplýsti stjórn nem- endafélagsins gestina um félags- starfið í skólanum. Heimsókninni lauk með því að nemendum og starfsfólki grunnskólanna var boð- ið í hádegisverð í mötuneyti FVA. grþ / Ljósm. Linda Dröfn Jó- hannesdóttir. Tíunda bekkjar nemendum var skipt í minni hópa sem fengu leiðsögn um skólann. Gestirnir voru áhugasamir á kynningu skólans. Boðið var upp á hollan hádegisverð í mötuneyti FVA. Kennarar og aðrir starfsmenn kynntu fög sín, jafnvel með fylgihlutum. Nemendafélagið brá á leik og kynnti félagslífið fyrir gestunum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.