Skessuhorn


Skessuhorn - 18.02.2015, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 18.02.2015, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 2015 Sú manneskja sem kemur mest að kórstarfi á Snæfellsnesi þessi miss- erin er Hólmfríður Friðjónsdóttir, söngkennari í Stykkishólmi. Hólm- fríður, sem hefur búið í Hólminum í bráðum tólf ár, stjórnar nokkr- um kórum og sönghópum á svæð- inu. Áður hafði hún fengist við kórstjórn meðal annars í Kvenna- skólanum í Reykjavík þar sem hún starfaði í sex ár áður en hún flutti til Stykkishólms. Röð skemmtilegra tilvika og löngun til að breyta til varð til þess að Hólmfríður ákvað að brjóta upp sitt hefðbundna líf í borginni og flytja út á land. Sam- starfskona hennar í Kvennaskólan- um var þá nýbúin að kaupa jörðina Svelgsá í Helgafellssveit. Hólmfríði var boðið þangað í heimsókn með dætur sínar þrjár. Vatnaleiðin og þegar komið var í Helgafellssveit- ina fannst Hólmfríði hrein dásemd og það sama var uppi á teningnum þegar hún skoðaði sig um í Stykkis- hólmi. Stuttu seinna ákvað hún að fara með kórinn sinn úr Kvenna- skólanum til Stykkishólms í æfinga- búðir. „Gunnar Svanlaugsson skóla- stjóri tók á móti mér, sýndi mér skólabyggingarnar og lóðsaði mig um bæinn og nágrennið, glaðleg- ur og skemmtilegur eins og hans er von og vísa. Í okkar spjalli kom fram að söngkennarinn við tónlistarskól- ann væri að fara í leyfi um haust- ið. Á leiðinni suður sótti sú hugsun að mér að hugsa mér til hreyfings, það var eitthvað þarna fyrir vestan sem togaði í mig. Þessi fallegi bær og yndisleg náttúran, allt þetta lífs- rými. Þegar til kom voru krakkarn- ir í kórnum misvel tilbúin að fara í æfingabúðirnar, sum hver upptek- in í öðru, þannig að ekkert varð af því. Það hélt samt áfram að brjótast í mér að sækja um lausu söngkenn- arastöðuna, sem reyndar var bara afleysingastaða í ár. Ég ákvað fljót- lega að slá til og sé ekki eftir því,“ sagði Hólmfríður þegar blaðamað- ur Skessuhorns hitti hana í Stykkis- hólmi á dögunum. Náttúran og ástin á landinu með sterk ítök Hólmfríður er borinn og barnfædd- ur Reykvíkingur og ólst upp í Voga- hverfinu og seinna í Vesturbænum. Hún segir að ættir sínar liggi víða og landbyggðin, náttúran og ástin á landinu, hafi alltaf átt sterk tök í sér. Sterkar minningar úr bernsk- unni tengjast meðal annars dvöl á slóðum ættfeðranna vestur á Horn- ströndum og sveitadvöl hjá frænd- fólkinu á Syðstu-Fossum í Andakíl í Borgarfirði. „Afi minn var úr Aðal- vík á Hornströndum, önnur amma mín úr Mýrdalnum fyrir austan og Fríða amma mín frá bænum Kistu á Vatnsnesi í Húnaþingi. Skarphéð- inn afi minn var frá Hlíðarenda fyr- ir ofan Sauðárkrók og það er bara stutt síðan ég vissi að golfvöllurinn þar héti eftir bænum. Skarphéðinn var tólf árum yngri en amma Fríða. Þau áttu heima í húsinu Sjávarborg sem stóð rétt þar sem nú er JL hús- ið en Seltjarnarnesmegin skammt frá fjörukambinum. Skarphéð- inn afi var háseti á olíuflutninga- skipinu Þyrli. Hann lést í hörmu- legu slysi í Hvalfirði 1948. Var einn þriggja manna að hreinsa eldsneyt- istank þegar gríðarleg sprenging varð og þeir dóu allir. Afi var með í vasa á vinnufatnaði sínum vasaklút með fangamarkinu sínu sem amma saumaði í. Það sérkennilega gerð- ist að nokkrum dögum seinna fann hún vasaklútinn í fjöruborðinu fyr- ir neðan Sjávarborg, heimili þeirra. Klútinn hafði þá rekið yfir Flóann. Þessi saga er lygileg en dagsönn,“ segir Hólmfríður. Hornstrandaferðir eftirminnilegar Móðir Hólmfríðar, Jónína Garð- arsdóttir, var fjögurra ára þegar hún fór frá Hornströndum ásamt sínu fólki þegar byggðin þar fór í eyði. Fjölskyldan bjó í Þverdal í Aðal- vík, sem er fyrir miðri víkinni und- ir fjallinu Hreggnasa þar sem geng- ið er fram að Stað og Staðarkirkju. Hinum megin við Nasann er Hest- eyri, gamall síldarvinnslustaður og einn þriggja byggðakjarna í Sléttu- hreppi á Hornströndum, hinir voru Látrar og Sæból í Aðalvík. „Með- an ég var barn var nokkrum sinn- um farið vestur í Þverdal. Þeirra ferða var beðið með mikilli eftir- væntingu. Það tók líka talsverð- an tíma að undirbúa þessar ferð- ir. Skipuleggja varð og skrá allt það nauðsynlegasta sem taka þurfti með. Ekki mátti neitt gleymast því ekki var hægt að skreppa út í búð ef eitthvað vantaði. Yfirleitt fórum við keyrandi að Bæjum á Snæfjalla- strönd. Þaðan fórum við á bátn- um Páli Níelssyni sem stórfjöl- skyldan átti. Stundum vorum við systurnar alveg hræðilega sjóveik- ar á leiðinni en spenningurinn var samt mikill þegar við fórum fyr- ir Grænuhlíð og fyrir Ritinn. Það var eins og Riturinn kallaði á okkur „komiði, komiði“ og okkur fannst við aldrei ætla að komast fyrir fjall- ið enda báturinn ekki hraðskreiður. Svo smám saman opnaðist víkin og við blasti bærinn í Þverdal sem var þessi fullkomni, algjöri griðastaður fjölskyldunnar. Þaðan á ég margar ljúfar minningar af ærslaleikjum í guðsgrænni náttúrunni.“ Lærði að vinna á Syðstu-Fossum Tólf ára gömul var Hólmfríður send í sveit til frænda síns Snorra Hjálmarssonar á Syðstu-Foss- um í Borgarfirði, en móðir henn- ar og Snorri eru bræðrabörn. „Ég var þrjú sumur í sveit og þau fannst mér mjög dýrmætur tími. Þetta var alveg nýtt umhverfi fyrir mig og ég var í fyrstu smeyk við dýr- in, sérstaklega kýrnar, þær voru svo stórar. En ég var ákveðin í því að læra og taka þátt í bústörfun- um. Ég lærði meira að segja á Alfa Laval mjaltakerfi og gekk til fjós- verka eins og hver annar. Ég man hvað ég var stolt þegar ég var búin að læra sveitaverkin hvert af öðru. Þetta var mjög þroskandi tími og í raun miklu skemmtilegri vinna en sjoppu- og verslunarstörfin sem ég sinnti aðallega á framhaldsskóla- og háskólaárunum.“ Þýskukennari í 25 ár Hólmfríður nam í MR og varð stúdent þaðan. Í Háskóla Íslands lagði hún stund á almenn málvís- indi og þýsku og bætti uppeldis- og kennslufræðunum strax við. Hún hefur lengst af verið þýskukennari, eða í réttan aldarfjórðung. „Ég var orðinn fullgildur framhaldsskóla- kennari 25 ára. Ég kenndi í sex vet- ur við Fjölbrautaskólann í Garða- bæ. Á þeim tíma eignaðist ég dætur mínar þrjár sem fæddust þétt, það voru tvö ár á milli tveggja fyrstu og síðan 15 mánuðir. Ég kenndi einn vetur í MR og síðan komu önnur sex ár sem ég kenndi við Kvenna- skólann í Reykjavík og stjórnaði kór skólans. Ég var orðinn svo- lítið þreytt á kennslunni og þetta var kannski ekkert sérstaklega létt líf hjá mér síðustu árin áður en ég flutti hingað vestur. Ég var ein með stelpurnar mínar í nokkur ár og kennslan og reyndar kórstjórn- in krefst þess að þú þarft alltaf að koma með ákveðna orku og létt- leika, taka ábyrgð á því að stundin heppnist vel. Mér fannst ég eigin- lega vera búin að þjóna framhals- skólanum nóg þegar ég tók þessa stóru ákvörðun, að tímabært væri að brjóta upp tilveruna og flytja út á land á vit náttúrunnar og landsins sem ég elska.“ Lætur náttúrufegurðina næra andann Það fór þó þannig að Hólmfríður hafði ekki búið lengi í Stykkishólmi þegar Guðbjörg Aðalbergsdóttir, þáverandi skólameistari Fjölbrauta- skóla Snæfellinga, hafði samband og bað hana að taka að sér þýsku- kennsluna við skólann, sem er 50% staða. „Ég sló til og sé ekki eftir því. Þó ég sé að keyra um 440 kílómetra á viku, fjórum sinnum í Grundar- fjörð og einu sinni í Lýsuhól í Stað- arsveitina, þá finnst mér þetta frá- bært. Það er mjög fallegt hérna í Hólminum en það eru líka ákveð- in forréttindi að eiga erindi út fyr- ir bæinn sinn í þetta gríðarlega fal- lega umhverfi sem er á leiðinni til Grundarfjarðar og í Staðarsveitina. Það hefur komið fyrir þegar tím- inn er nægur og þannig stendur á að ég fari gömlu leiðina í gegnum Berserkjahraunið. Fer þá stund- um út úr bílnum og nýt náttúrunn- ar. Einu sinni lagði ég mig í mos- „Fallega umhverfið hérna fyrir vestan togaði í mig“ Spjallað við Hólmfríði Friðjónsdóttur söngkennara í Stykkishólmi Hólmfríður Friðjónsdóttir söngkennari í Stykkishólmi. Dæturnar þrjár. Með karlakórnum Kára þegar hann tók til starfa árið 2008. Ljósm. tfk.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.