Skessuhorn - 18.02.2015, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 2015
Uppbygging náttúrulauga við Deildar-
tunguhver hefst með vorinu
Meðal spennandi verkefna sem
framundan eru í ferðaþjónustu í
Borgarfirði er uppbygging nátt-
úrulauga við Deildartunguhver.
Þessi vatnsmesti hver í Evrópu
dregur á hverju ári til sín vel á ann-
að hundrað þúsund ferðamenn, en
lítil greiðasala og þjónusta hefur til
þessa verið við þessa gesti. Þessu
ætla þau að breyta sem standa að
félaginu Deildartunga ehf.; bræður
frá Deildartungu II og eiginkonur
þeirra. Það eru þau Sveinn Andrés-
son og Jóna Ester Kristjánsdótt-
ir í Víðigerði og Dagur Andrésson
og Bára Einarsdóttir í Gróf sem
standa að verkefninu. Þau ætla í
vor að hefja uppbyggingu náttúru-
lauga. Um verður að ræða náttúru-
lega útipotta, gufuböð og hvíldar-
herbergi þar sem hægt verður að
slaka á við arineld. Úr veitingasal
og frá náttúrulaugunum geta gestir
notið þess að sjá hverinn og verður
áhersla lögð á stóra glugga í veit-
ingarými og minjagripasölu. Veit-
ingastaður þar sem áhersla verð-
ur lögð á létta rétti verður hluti af
þeirri þjónustu sem boðið verður
upp á og lögð sérstök áhersla á mat
og hráefni úr héraði. Einnig verður
boðið upp á kaup á nestispökkum
fyrir hópa sem þurfa þá að panta
fyrirfram. Gert er ráð fyrir að um
átta til tíu starfsmenn þurfi í senn
til að sinna þeirri þjónustu sem í
boði verður. Það þýðir að starfs-
mannafjöldi verður allt að tuttugu
enda verður staðurinn opinn allt
árið.
Vitundarvakning
að eiga sér stað
Áætlanir gera ráð fyrir að þessi nýi
afþreyingarkostur í ferðaþjónust-
unni í Borgarfirði verði að mestu
tilbúinn áður en aðal ferðamanna-
tíminn hefst vorið 2016. Hjónin
segja að gríðarlega aukinn straum-
ur ferðamanna að hvernum hafi ýtt
þeim af stað en þau hafa velt fyrir
sér uppbyggingu ferðaþjónustu við
Deildartunguhver síðustu fimm-
tán árin eða svo. Þannig er verk-
efnið búið að eiga langan aðdrag-
anda. „Það er eins og að nú sé að
verða verulega vitundarvakning
í huga Borgfirðinga um að ferða-
þjónusta sé lífvænleg atvinnugrein.
Auk náttúrulauganna hjá okkur má
nefna að gististöðum hefur verið
að fjölga, í gangi eru framkvæmd-
ir við ísgöng í Langjökli, Hót -
el á Húsafelli og margt fleira. Allt
þetta mun auka fjölbreytni og bæta
þjónustu í héraðinu. Ferðaskrif-
stofur og stærstu fyrirtækin í ferða-
þjónustu eru enda farin að horfa til
Borgarfjarðar í vaxandi mæli við
skipulagningu ferða. Við Háskól-
ann á Bifröst var í fyrra unnið mjög
metnaðarfullt verkefni þar sem
kortlagðar voru þær hugmynd-
ir sem uppi eru um ferðaþjónustu
í Borgarfirði sem og verkefni sem
komin eru á framkvæmdastig. Þar
á meðal voru okkar hugmyndir og
í framhaldi af þessari vinnu er í far-
vatninu enn frekara samstarf við
háskólann,“ segja þau hjón þegar
sest var niður með þeim í síðustu
viku til að fræðast um náttúrulaug-
arnar við Deildartunguhver.
Unnið að gerð
vörumerkis
Aðspurð hvað þessi hugmynd um
náttúrulaugarnar eigi sér lang-
an aðdraganda, segja þau að það
séu orðin ein 15 ár því þau fóru
að leiða hugann að því að byggja
upp aðstöðu við hverinn. Þegar
farið var að vinna að deiliskipu-
lagi fyrir rúmu ári var veitingasal-
an enn þungamiðjan. „Það breytt-
ist þó fljótlega og ákváðum við
að náttúrulaugar yrðu í aðalhlut-
verki, enda sé það aðallega fjöl-
breytni í afþreyingu sem talið er að
skorti fyrir ferðamanninn á Vestur-
landi.“ Það eru Leifur Welding og
Brynhildur Guðlaugsdóttir arki-
tekt sem hafa unnið að verkefninu
með þeim. „Nú er staðan þannig
að arkitektateikningar eru tilbúnar
og framundan er gerð burðarþols-
hönnunar áður en framkvæmda-
leyfi fæst. Eftir það tekur við inn-
anhússhönnun og framkvæmd-
ir. „Byggingar og mannvirki öll
verða látin falla vel að landslaginu
við hverinn. Baðsvæðið verður gert
sem mest úr náttúrulegu efni, svo
sem grjóti og öðru hráefni úr nátt-
úrunni. Til dæmis verður notað
lerki í hluta utanhússklæðningar og
torf á þökum bygginga. Þyrluflug
er í ört vaxandi mæli notað í ferða-
þjónustu og aðilar í þeim geira hafa
sýnt verkefninu okkar áhuga. Að-
staða til lendinga þeirra verður því
útbúin í hæfilegri fjarlægð frá laug-
unum.“
Byggingar náttúrulauganna
verða um 550 fermetrar að flat-
armáli. Áætlað er að framkvæmd-
ir hefjist með vorinu og að bygg-
ingartíminn verði um eitt ár þann-
ig að mannvirki og lóð verði að
mestu fullkláruð vorið 2016. Fjór-
menningarnir segja að enn sé ekki
komið nafn á náttúrulaugarnar og
vörumerki fyrir fyrirtækið, en sú
vinna sé í fullum gangi. Þau segja
að vandað verði mjög til þess enda
þurfi nafnið og merkið að verða al-
þjóðlegt og öflugt í allri markaðs-
setningu.
Upplifun að sjá
nýtingu orkunnar
Meðal þess sem væntanlegir gest-
ir í náttúrulaugunum koma til með
að sjá er saga Deildartunguhvers á
veggjum. Þar verður meðal annars
minnst Sigurbjargar Björnsdóttur,
ömmu bræðranna Sveins og Dags,
en hún átti hverinn þegar íslenska
ríkið tók Deildartunguhver eignar-
námi með lögum árið 1979 ásamt
jarðhitaréttindum. Hjónin hafa
undanfarin ár starfrækt tvær gróðr-
arstöðvar í Reykholtsdal. Sveinn og
Jóna Ester stunda grænmetisrækt-
un á hinu gamla nýbýli Víðigerði
sem byggð var úr landi Deildar-
tungu á fjórða áratug síðustu ald-
ar, en Dagur og Bára rækta papri-
ku í garðyrkjustöðinni Reit sem er
í Kleppjárnsreykjahverfinu. „Við
sjáum jafnvel fyrir okkur að ná-
lægð garðyrkjustöðvarinnar Víði-
gerðis við náttúrlaugarnar styrki
fræðsluhlutverkið þar sem nýting
jarðhitans er óvíða jafn áþreifan-
leg. Ferðafólki finnst stórmerkilegt
að sjá vatnið úr hvernum leitt beint
inn í gróðurhúsin og út úr þeim
komi svo ferskt grænmeti. Þetta er
meiri upplifun fyrir ferðamenn en
við Íslendingar gerum okkur grein
fyrir. Ferðamenn hafa á ferðalög-
um sínum mikinn áhuga á að kynn-
ast atvinnulífinu á hverjum stað og
þar með talið virkjun auðlinda. Þá
er einnig hægt að sýna ferðamann-
inum hvernig jarðhitinn er nýttur
t.d. með því að baka hverabrauð
sem selt verður á veitingastaðn-
um.“
Fylgst með fjölda að
hvernum
Þau Jóna, Sveinn, Bára og Dag-
ur segjast verða vör við áhuga hjá
heimafólki að vinna með þeim að
þessu verkefni. „Við erum fullviss
um að í héraðinu bjóði sig fram gott
starfsfólk og þannig munum við í
senn efla okkur og styrkja atvinnu
í héraðinu,“ segja þau í Deildar-
tungu ehf. Áætlaður kostnaður við
uppbygginguna er ekki gefinn upp
en búið er að tryggja fjármögnun.
„Þetta verður dýrt verkefni enda
verður lagt upp úr því að vanda
vel til mannvirkja og verka,“ segja
þau. Til gamans má geta að Kol-
brún Árnadóttir í Deildartungu II,
móðir bræðranna, hefur tekið sinn
þátt í verkefninu eftir að það komst
á umræðustig. Hún hefur þann-
ig fylgst með umferð að hvernum
í rúmt ár, skráð samviskusamlega
hjá sér rútur, komutíma þeirra og
stærð og þar með búið til mikil-
vægan gagnagrunn um komufjölda
og -tíma ferðamanna að hvernum.
Auk fyrri kannana liggja því fyr-
ir upplýsingar um fjölda gesta að
Deildartunguhver og aðsókn eftir
árstímum. „Lauslega er áætlað að
vel á annað hundrað þúsund gesta
komi að hvernum á ári hverju,“
segja eigendur Deildartungu ehf.
að endingu. þá
Við Deildartunguhver. F.v. Bára, Dagur, Sveinn og Jóna Ester. Í baksýn sést heim að íbúðarhúsinu í Deildartungu II en í slakk-
anum neðan við húsið munu náttúrulaugarnar rísa.
Grunnmynd sem sýnir skipulag mannvirkjanna; hússins og staðsetningu lauganna við það. Teikning: Brynhildur Guðlaugs-
dóttir arkitekt.
Þegar þér hentar á:
www.skessuhorn.is
Ólína á Arnarstapa.
Háskólinn á Bifröst.
Vélbáturinn Kári.
Samfés á Vesturlandi.
Landbúnaðarháskóli Íslands.
Skipavík í Stykkishólmi.