Skessuhorn


Skessuhorn - 18.02.2015, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 18.02.2015, Blaðsíða 21
21MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 2015 Viskukýrin 2015, spurningakeppni nemendafélags Landbúnaðarhá- skóla Íslands, fór fram í Ásgarði á Hvanneyri síðastliðinn fimmtudag. Þetta er í ellefta sinn sem keppnin er haldin en hún hefur ætíð verið vel sótt af nemendum, starfsfólki og íbúum á svæðinu. Í ár skráðu átta lið sig til keppni; Búfræði 1 og 2, Búvísindi, Umhverfisskipu- lagsnemar, starfsfólk LbhÍ, starfs- menn í Hvannahúsi, frjótækninem- ar og íbúar Hvanneyrar. Að venju var það Logi Bergmann sem spurði en spurningarnar voru nú sem fyrr fjölbreyttar og mikið lagt upp úr því að keppnin sé hin skemmti- legasta fyrir alla aldurshópa. Í hléi stigu Ásta Marý Stefánsdóttir bú- fræðinemi og Jóhann Ingi Þor- steinsson búfræðingur á stokk og fluttu nokkur lög. Í ár var það lið starfsfólks Land- búnaðarskólans sem bar sigur úr býtum. Liðið skipuðu Eyjólfur Kristinn Örnólfsson sérfræðingur, Helena Guttormsdóttir lektor við umhverfisskipulagsbraut og Bára Sif Sigurjónsdóttir upplýsinga- og kynningarstjóri. Ýmsar hefði hafa skapast í gegn- um árin á Viskukúnni. Til dæm- is er kálfur úr Hvanneyrarfjósinu valinn sem sérlegt lukkudýr keppn- innar og í ár var það Viska 11 sem hlaut þann heiður. Hún er undan Visku 8. Jafnframt er forláta drátt- arvél stillt upp í anddyri Ásgarðs sem fengin er að láni frá heima- mönnum. Í ár varð Massey Fergu- son 135 multi power fyrir valinu. Dráttarvélin er árgerð 1966. Vél- ar sem þessi voru fyrst kynntar á Smithfield sýningunni árið 1964 og framleiddar allt til ársins 1979. Þær þóttu í hópi best heppnuðu land- búnaðarvéla sögunnar. Fyrstu vél- arnar komu til Íslands vorið 1965 og seldust gríðarlega vel, talið er að allt að 3000 vélar hafi verið seldar á árabilinu 1965-1979. Vélin sem sýnd var í anddyri Ásgarðs kom ný í Melkot í Stafholtstunum. Starfs- menn Jörfa gerðu hana upp og er hún í eigu Hauks Júlíussonar. mm/lbhi.is Í Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit hefur skapast sú hefð að vigta nokkrum sinnum yfir veturinn matarleifar í hádegismatnum. Að sögn Helenu Bergström, kennara við Heiðarskóla, datt henni verk- efnið í hug eftir að hafa heyrt að svipað hafði verið gert í grunn- skóla sem maðurinn hennar gekk í fyrir allmörgum árum. „Mér fannst þetta svo sniðug hugmynd og hafði þetta á bakvið eyrað eft- ir að hafa heyrt reynsluna frá manninum mínum. Við gerum þetta svona tvisvar til þrisvar yfir veturinn og vigtum þá eina viku í senn,“ segir Helena sem hefur haldið utan um verkefnið frá upp- hafi. Verkefnið er sett upp sem keppni á milli bekkja og er vigtað það sem hver og einn bekkur leif- ir. Nemendur sjálfir vigta afgang- ana og skrá niður hversu mik- ið fer í ruslið. „Yngstu börnin fá auðvitað aðstoð en þau eldri gera þetta sjálf. Þau fylla svo út á blað hversu mörg grömm bekkurinn er að henda og þá læra þau ým- islegt í leiðinni. Þau þurfa meðal annars að læra að núllstilla vigt- ina áður og vigta ekki skálina,“ útskýrir Helena. Fá óvæntan glaðning Með þessu verkefni eru börn- in vakin til umhugsunar um þá sóun sem felst í því að leifa mat. „Þetta hefur leitt af sér umræðu um sóun og sparnað. Við getum líka sett upp ýmis stærðfræði- dæmi í kringum þetta. Við gæt- um til dæmis sett upp dæmi sem sýna hversu mikið þrjár kartöflur kosta og spurt hversu mikið það kostar ef allir hentu einni kart- öflu. Ef við fáum okkur minna á diskinn og klárum matinn þá sparast peningur sem hægt er að nýta í eitthvað annað.“ Helena segir að fyrirkomulagið hafi ver- ið þannig að sá bekkur sem leif- ir minnstu fái að velja hvað er í matinn að launum. Það hafi þó breyst undanfarið, því flestir séu hættir að leifa mat. „Núna geng- ur þetta svo vel að flestir bekk- irnir leifa engu. Þá fá börnin al- mennan glaðning í staðinn. Fyrir sparnaðinn er þá hægt að kaupa ís eða baka köku.“ Hún bætir því við að þetta hafi bein áhrif á börnin og þau sjái þarna hvernig hægt er að nýta peninginn í ann- að þegar búið er að spara. „En þetta er stundum svolítið erfitt því þau fara í svo mikið keppnis- skap. Það má enginn henda neinu og eru farin að hjálpast að við að klára af diskunum hjá hvort öðru. Keppnisskapið er alveg að fara með þau, þannig að við þurfum að fylgjast vel með,“ segir Hel- ena. grþ Söngleikurinn Úlfur, úlfur verð- ur frumsýndur í Bíóhöllinni á Akranesi laugardaginn 28. febrú- ar. Sýningin er hluti af söngleikja- verkefni Grundaskóla en það hef- ur verið fastur liður í skólastarfinu frá árinu 2003. Þá má geta þess að söngleikjaverkefnið hlaut foreldra- verðlaun Heimilis og skóla fyr- ir sýninguna Nornaveiðar sem var sett upp árið 2012. Með leikstjórn Úlfs, úlfs fara þeir Einar Viðars- son og Gunnar Sturla Hervarsson sem jafnframt eru höfundar verks- ins ásamt Flosa Einarssyni, tónlist- arstjóra verkefnisins. Danshöfund- ur er Sandra Ómarsdóttir og Eygló Gunnarsdóttir er búningahönnuð- ur. Blaðamaður Skessuhorns leit inn á æfingu í Bíóhöllinni í síðustu viku og spjallaði við Einar Viðars- son og Gunnar Sturlu Hervarsson. „Úlfur, Úlfur fjallar um þekktar ævintýrapersónur sem allar búa á gömlu bókasafni. Ævintýrapersón- ur þessar mega muna fífil sinn feg- urri, frægð þeirra og máttur hefur dvínað vegna þess að enginn tekur lengur út bækur sem innihalda sög- urnar um þær. Enn fremur eiga þær sér óvildarmann sem gerir hvað sem í hans valdi stendur til að eyða þeim endanlega úr huga fólks. Einn daginn birtist Elsa nokkur á bóka- safninu, en hún er persóna úr nýrri ævintýramynd. Hún hvetur gömlu ævintýrapersónurnar til að taka málin í sínar hendur svo þær megi aftur öðlast fyrri frægð. Atburða- rásin tekur síðan óvænta stefnu þar sem ást, afbrýði, gaman og mik- il spenna taka völdin,“ útskýra þeir Einar og Gunnar. Sýningin stór í sniðum Grundaskóli leggur mikinn metnað í undirbúning og æfingar, en undir- búningur sýningarinnar hófst form- lega í desember þegar haldin voru leiklistar,- söng- og dansnámskeið. „Námskeiðin fyrir jól voru vel sótt og það mættu um 70 manns í leik,- dans- og söngprufur núna eftir ára- mót þegar valið var í hlutverk. Það er því mikill áhugi fyrir þessu verk- efni meðal nemenda Grundaskóla, eins og alltaf,“ segir Gunnar Sturla. „Þessir söngleikir hafa alltaf feng- ið frábærar viðtökur og við teljum að yfir 2000 manns hafi séð hverja uppfærslu,“ segir Einar. Þess má geta að geisladiskur með frumsam- inni tónlist úr verkinu kemur út um það leyti sem sýningar hefjast og einnig verður söngleikurinn gefinn út á DVD mynddiski að sýningum loknum. Sýningin er nokkuð stór í snið- um að þessu sinni. 37 nemendur stíga á svið og þegar allt er talið koma um 80 nemendur að henni með einum eða öðrum hætti. „Nemendurnir keyra sýninguna áfram, vinnan við að halda sýn- ingunni gangandi hvílir fyrst og fremst á þeim,“ segir Einar. „Svo sækjum við aðstoð til foreldra varðandi smíði á leikmynd og annað slíkt,“ bætir hann við. Leikstjórarnir kveðast ánægðir með hvernig æfingar undangeng- inna vikna hafa gengið og bíða frumsýningarinnar með nokk- urri eftirvæntingu. „Þetta er allt- af jafn gaman en aldrei alveg eins. Við höfum t.d. aldrei verið með jafn mörg stór dansatriði og nú,“ segir Gunnar Sturla og Einar tek- ur undir með honum, en þetta er í sjötta skiptið sem þeir félagar leikstýra söngleik í Grundaskóla. „Svo þykir mér nú einna skemmti- legast við þetta allt saman að sjá hvað krakkarnir í hópnum kynn- ast vel innbyrðis. Þetta hefur mik- ið félagslegt gildi,“ segir Ein- ar. „Þetta verður frábær sýning, mjög skemmtileg og við hvetjum alla til að koma og sjá hana,“ segir Gunnar Sturla að lokum. kgk Nemendur Heiðarskóla við vigtina. Brimrún, Jóhanna og Cisa voru í 7. bekk þegar myndin var tekin en eru nú nemendur í 8. bekk. Ljósm. Helena Bergström. Matarleifar vigtaðar í Heiðarskóla Söngleikurinn Úlfur, úlfur frumsýndur í lok mánaðar Frá æfingu söngleiksins í síðustu viku. Ljósm. Gunnar Viðarsson. Sigurliðið ásamt Loga Bergmann. Fjölmenni á Visku- kúnni á Hvanneyri

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.