Skessuhorn - 18.02.2015, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 2015
Líflegar umræður á íbúafundi um skipulagsmál í Borgarbyggð
Fjölmenni var á íbúafundi um að-
alskipulag Borgarbyggðar og kynn-
ingu á ísgangaverkefninu í Lang-
jökli, sem haldinn var í Hjálmakletti
í Borgarnesi síðastliðið miðviku-
dagskvöld. Jónína Erna Arnardótt-
ir, formaður umhverfis-, skipulags-
og landbúnaðarnefndar, stjórnaði
fundinum. Auk þess sem fram fór
kynning á aðalskipulaginu, greindi
Jökull Helgason, forstöðumaður
umhverfis- og skipulagssviðs Borg-
arbyggðar, frá helstu framkvæmd-
um í sveitarfélaginu á þessu ári.
Þar kom fram að ýmislegt spenn-
andi er í farvatninu. Í kjölfar yfir-
lits Jökuls var kynnt ísgangaverk-
efnið í Langjökli. Sigurður Skarp-
héðinsson, framkvæmdastjóri Ice-
Cave, félagsins um uppbyggingu
ganganna, stóð fyrir þeirri kynn-
ingu er vakti mikla athygli fundar-
manna. Einnig skýrði Brynja Dögg
Ingólfsdóttir frá verkfræðistofunni
Eflu skipulagið í Langjökli og við
Geitland vegna verkefnisins.
Á seinni hluta fundarins voru
fyrirspurnir og pallborðsumræð-
ur. Líflegar fyrirspurnir og umræð-
ur áttu sér stað. Var þar vikið að
mörgum málum, svo sem áform-
um um Kljáfossvirkjun og virkjanir
í Hvítá sem virtust ekki eiga mikinn
hljómgrunn meðal fundarmanna.
Vega- og samgöngumál voru mikið
rædd, um sveitavegina sem þarfn-
ast orðið stórkostlegs viðhalds og
Uxahryggjaveg. Fundarmönn-
um kom saman um að leggja yrði
mikla áherslu á að bæta sveitaveg-
ina sem og Uxahryggjaveg. Einn-
ig var rætt um að laga þyrfti Kalda-
dalsveg þannig að hann verði fær
lengri tíma ársins er nú er. Miðbæj-
arskipulag í Borgarnesi fékk nokkra
umræðu sem og þjóðvegur eitt, nú-
verandi leið eða hjáleið. Fram komu
skiptar skoðanir en fundarmenn
voru sammála því að vert væri að
fylgjast vel með hvernig álíka mál
þróast á Selfossi þar sem aðstæður
eru ótrúlega svipaðar.
Kolfinna Jóhannesdóttir sveit-
arstjóri var meðal þeirra síðustu
sem tók til máls á íbúafundinum og
þakkaði hún fundarmönnum fyr-
ir góða fundarsókn. Hún sagði að
sú mikla uppbygging sem greini-
lega væri framundan í spennandi
verkefnum tengdum ferðaþjón-
ustu myndi ýta á eftir ýmsum öðr-
um framfaramálum, svo sem brýn-
um framkvæmdum í samgöngum.
Kolfinna kvaðst vera mjög bjartsýn
varðandi næstu ár og full ástæða
væri til þess. Jónína Erna fundar-
stjóri átti lokaorðin á fundinum þar
sem hún sagði að hvað sem liði um-
ræðunni um framtíðarleið þjóðveg-
ar 1 í gegnum Borgarnes, þá yrði
að leggja áherslu á að fá göng und-
ir veginn inni í bænum. Ekki síst til
þess að tryggja öryggi barnanna í
umferðinni. þá
Fundurinn var vel sóttur. Pétur Geirsson og Gísli Karel Halldórsson ræða málin. Jökull Helgason á spjalli við Jón Heiðarsson og Stefán Ólafsson.
Margt var rætt í kaffihléinu.
Þeir sem svöruðu fyrirspurnum í pallborði: Jónína Erna Arnardóttir, Jökull Helgason, Sigurður Skarphéðinsson og Brynja
Dögg Ingólfsdóttir.
„Við erum jafnvel að vonast til að
geta tekið á móti fyrstu gestun-
um þegar líður á maí en það verð-
ur alla vega byrjað 1. júní eins og
við ætluðum. Við höfum verið allr-
úmir í okkar tímaáætlunum. Eft-
irspurnin fyrir þessari afþreyingu
virðist vera gríðarleg og fjölmiðlar
mjög áhugasamir að fjalla um verk-
efnið. Ég býst við að í gegnum um-
fjallanir í fjölmiðlum séum við búin
að fá kynningu sem jafngildir aug-
lýsingum fyrir tugi milljóna króna.
Breskir fjölmiðlar hafa til dæmis ver-
ið mjög áhugasamir og nú er þýskt
blað að fjalla um okkur. Það er líka
mikilvægt að fá svona heimskynn-
ingu eins og hjá Lonely Planet sem
valdi verkefnið eitt af níu áhuga-
verðustu ferðamöguleikum í heimi á
þessu ári,“ segir Sigurður Skarphéð-
insson, framkvæmdastjóri Ice Cave
Iceland, fyrirtækisins um ísgöngin í
Langjökli. Kynning á verkefninu fór
fram á íbúafundi um skipulagsmál í
Hjálmakletti í Borgarnesi síðastliðið
miðvikudagskvöld.
Átta til tíu góðir
rekstrarmánuðir
Sigurður segir að áætlanir við gang-
agerðina hafi staðist í meginatriðum.
Framkvæmdir hófust í Langjökli
fyrir tæpu ár. Að sögn Sigurðar urðu
ýmsar útfærslur eins og til dæmis lýs-
ing í göngunum minna mál en reikn-
að var með og núna sé lýsingin nán-
ast í höfn. Gert er ráð fyrir að dag-
legar ferðir verði með hópa á Lang-
jökul í sumar, frá Reykjavík bæði
með rútum og þyrlum, og einnig frá
Húsafelli. Farið verður með hópana
upp að gangamunnanum á jöklin-
um með tveimur átta hjóla trukkum
sem hvor um sig tekur 40 í sæti. Þeir
munu upplifa klukkustundar ferða-
lag inni í jöklinum þar sem meðal
annars verður að sjá mjög sérstæð-
ar sprungur. Upplifun verður líka
að fara inn í næst-stærsta jökul Evr-
ópu, skyggnst verður inn í íslögin og
fræðst um jökla. Ferðalagið til og frá
jökulröndinni, frá húsinu Jaka, þar
sem rúturnar koma er áætlað að taki
tvo til tvo og hálfan tíma.
Ísgöngin sjálf eru um 500 metra
löng en þau eru í 1.260 metra hæð.
Mannvirkið er sambland af göng-
um og hellum. Áætlanir gera ráð fyr-
ir 20 til 30 þúsund gestum á ári, þar
af verði átta til tíu góðir mánuðir í
rekstrinum, en veðurfar mun hafa
töluverð eða mikil áhrif á það hversu
stóran hluta ársins hægt verður að
fara með fólk á jökulinn. Gert er þó
ráð fyrir heilsársopnun fyrir hópa í
ísgöngin. Auk ferðamannamarkað-
arins gera rekstaraðilar ísganganna
ráð fyrir að þau nýtist við brúðkaup,
sem tökustaðir fyrir gerð kvikmynda
og sjónvarpsþátta og fyrir fundi, ráð-
stefnur og rannsóknir.
Miklar væntingar um
fjölgun ferðamanna
Fundarmenn á íbúafundinum í Borg-
arnesi sýndu verkefninu um ísgöng-
in mikinn áhuga enda eru væntingar
um að þau verði helsta aðdráttaraflið
í stóraukningu ferðamanna á Vestur-
landi næstu árin. Á fundinum var ein-
mitt spurst fyrir um hvernig sveitar-
félagið Borgarbyggð ætli að bregðast
við stórauknum ferðamannastraumi
á næstu árum. Fram kom að ýmislegt
væri hægt að gera til að bregðast við.
Meðal annars með því að stýra um-
ferðinni um vegi í héraðinu og ná-
grenni. Geta má þess að hugmynd-
in um ísgöng í núverandi mynd kom
fram 2008, en áður hafði Kristleif-
ur Þorsteinsson á Húsafelli borað
út göng árið 1995. Verkfræðistof-
an Efla þróaði hugmyndina til 2013.
Það var Brynja Dögg Ingólfsdóttir
sérfræðingur hjá Eflu sem kynnti á
fundinum deiliskipulag vegna verk-
efnisins á Langjökli og einnig svæð-
ið við Geitland. Þar er áætlað að
móttakan fyrir ferðafólk á Langjök-
ul verði. Í Geitlandi er gert ráð fyrir
tveimur lóðum, 600 fermetra bygg-
ingu fyrir ferðamenn og einnig lóð
undir vélageymslu. Bílastæðin fyr-
ir rúturnar eru skipulögð þannig að
þeim er ekið í hringi og þurfa aldrei
að bakka. Það er gert til að auka ör-
yggi þegar veður gerast válind og út-
sýni og athafnarými minnkar. þá
Gríðarlegur áhugi og eftirvænting fyrir ísgöngunum í Langjökli
Sigurður Skarphéðinsson,
framkvæmdastjóri Ice Cave Iceland,
fyrirtækisins um ísgöngin.
Gerð ganganna er langt komin. Útfærslur eru komnar varðandi lýsinguna í göngunum.
Gestirnir koma til með að setjast í göngunum og virða dýrðina fyrir sér.