Skessuhorn


Skessuhorn - 18.02.2015, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 18.02.2015, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 2015 Hvert er eftirlætis sjón- varpsefnið þitt? Spurning vikunnar (Spurt í Borgarnesi) Stefán Sveinsson: Ég horfi lítið á sjónvarp, helst á fréttirnar. Svava Kristjánsdóttir: Íslenskir þættir og framhalds- þættir. Hulda Þorsteinsdóttir: Under the Dome. Gylfi Jónsson: Fréttirnar náttúrlega og svo er hann alveg frábær danski fram- haldsþátturinn Erfingjarnir. Guðmundur Magnússon: Fréttirnar. Nú stendur Grundarfjarðarbær, í samvinnu við Ungmennafélag Grundarfjarðar, fyrir svokallaðri hreystiviku annað árið í röð. Þá eru bæjarbúar hvattir til að stunda holla hreyfingu, sama í hvað formi hún er. Allir íþróttaviðburðir á vegum ungmennafélagsins eru opnir auk þess sem margt annað er í boði fyrir þá sem þyrstir í hreyfingu. Á meðal dagskrárliða er fyrirlestur hjá Þor- grími Þráinssyni, kynning á skákí- þróttinni, skokkhópur, opnir tímar í ketilbjöllum, opnir íþróttatímar í íþróttahúsinu, jóga, dans og svo mætti lengi telja. Ljóst er að fólk á öllum aldri ætti að geta fundið eitt- hvað við sitt hæfi. tk Á 69. ársþingi Knattspyrnusam- bands Íslands sem haldið var í Reykjavík um síðustu helgi voru eins og jafnan á þingunum veitt- ar viðurkenningar og fólk heiðr- að. Íþróttabandalag Akraness hlaut tvær viðurkenningar. Það var Dragó styttan sem veitt er prúðasta knatt- spyrnuliði á Íslandsmóti í meist- araflokki, sem að þessu sinni kom í hlut karlaliðs ÍA í 1. deildinni síð- asta sumar. Hin viðurkenningin var fyrir öflugt starf að dómaramálum, sem ÍA hlaut nú þriðja árið í röð. Tvö félög fengu þá viðurkenningu, ÍA og FH. Sem fyrr þurfti að upp- fylla tíu skilyrði til þess að teljast fyrirmyndarfélag í þeim efnum. FH og ÍA stóðust skilyrðin og teljast því vera fyrirmyndarfélög í dóm- aramálum 2014. Öflugt starf er í Knattspyrnudómarafélagi Akraness og á félagið fimm dómara sem eru að dæma í efstu deild í fótboltan- um. þá Ölfugt starf í Knattspyrnudóm- arafélagi Akraness hefur hlotið at- hygli á landsvísu en félagið hlaut núna þriðja árið í röð viðurkenn- ingu KSÍ fyrir öflugt starf að dóm- aramálum. KDA er elsta starfandi knattspyrnudómarafélag í land- inu. Var stofnað árið 1970 og hefur starfað af krafti allar götur síðan að sögn Halldórs Breiðfjörð Jóhanns- sonar, eins stjórnarmanna. „Starf- ið hjá okkur er mjög öflugt og skemmtilegt. Ég hef komið talsvert að félagsmálum en mér finnst starf- ið í þessu félagi það skemmtilegasta sem ég hef komið nálægt,“ segir Halldór. Aðspurður sagði hann að félagar séu í dag um 15 og til standi að fjölga þeim á næstunni, meðal annars með því að halda námskeið fyrir verðandi knattspyrnudómara á Akranesi. „Ég vil hvetja bæði karla og kon- ur að koma á námskeiðið og hjálpa okkur til að efla starfið og styrkja mótahaldið í knattspyrnunni. Við tökum vel á móti nýjum meðlim- um. Á síðasta ári vorum við með alls um 570 störf sem er mjög mik- ið hjá ekki fjölmennari félagi. Við státum af því að eiga fimm dóm- ara sem eru að dæma í Pepsídeild karla. Nýjasta rósin í hnappagatið var að núna nýlega var einn úr okk- ar hópi, Björn Valdimarsson, valinn til starfa sem alþjóðadómari,“ sagði Halldór Breiðfjörð Jóhannsson. Hann segir að ýmis fríðindi fylgi því að vera dómari og í KDA. Svo sem frímiðar á alla deildarleiki á vegum KSÍ, alla leiki í bikarkeppni KSÍ, alla Evrópuleiki á Íslandi, frí- miðar á alla landsleiki Íslands sem spilaðir eru hér á landi, frítt í sund, frítt í tækjasalinn á Jaðarsbökkum, frímiði á lokahóf ÍA og fleira. þá ÍA mætti síðastliðinn sunnudag botnliði Þórs í fyrstu deild karla í körfubolta. Leikurinn fór fram fyrir norðan og leik með 72:61 sigri Skagamanna. Það var aðeins í byrjun sem Þórsar- ar höfðu í fullu tré við gestina. Þeir leiddu með tveimur stigum eftir fyrsta leikhluta en ÍA var komið yfir í hálfleik í stöðunni 35:30. Mun- urinn var ekki mikill á liðunum í seinni hálfleiknum en Skagamenn ávallt skrefinu á undan og sigruðu í leiknum nokkuð örugglega. Jam- arco Warren skoraði 26 stig í leikn- um, Fannar Freyr Helgason kom næstur með 18 stig, Erlendur Þór Ottesen 9, Birkir Guðjónsson 8, Áskell Jónsson 6 og aðrir minna. ÍA er nú í fjórða sæti deildarinnar með 18 stig, jafnmörg Val sem er í fimmta sætinu. Í næstu umferð fær ÍA Breiðblik í heimsókn og fer leik- urinn fram annað kvöld, fimmtu- dagskvöld, í íþróttahúsinu við Vest- urgötu á Akranesi. þá Keppni í Lengjubikarn- um í knattspyrnu, deild- arbikarkeppninni, byrjaði um helgina. Skagamenn sigruðu Hauka 4:3 í Akranes- höllinni á laugardagsmorguninn. Skagamenn voru mun betri fyrsta hálftímann og óðu í færum. Jón Vil- helm Ákason náði forystunni fyrir Skagamenn á 23. mínútu. Í kjölfar- ið opnaðist vörn ÍA illa og Haukar skoruðu tvívegis með stuttu millibili. Jón Vilhelm var aftur á ferðinni á 42. mínútu þegar hann skoraði og jafn- aði í 2:2 og þannig var staðan í hálf- leik. Skagamenn fengu draumabyrj- un í síðari hálfleik og náðu forystunni strax á 49. mínútu með sjálfsmarki gestanna. Arnar Már Guðjónsson kom Skagamönnum í 4:2 á 67. mín- útu. Aðeins níu mínútum síðar opn- aðist vörn ÍA illilega og minnkuðu Haukar muninn. Þar við sat og því sigur hjá Skagamönnum í fyrsta leik. Bestu menn ÍA voru Jón Vilhelm og Þórður Þorsteinn Þórðarson í stöðu hægri bakvarðar. Varnarleikur ÍA var ekki góður í leiknum en spilið fram á við mjög gott. Í næstu umferð mætir ÍA Stjörn- unni og fer leikurinn fram í Akranes- höllinni nk. laugardag. þá Freisting vikunnar Segja má að fiskur sé þjóðarrétt- ur okkar Íslendinga. Enda erum við svo lánsamir að hafa aðgang að þessu frábæra og ferska hrá- efni, sem hægt er að elda á ýms- an máta. Fiskurinn okkar er góð- ur hversdags, hvort sem hann er soðinn, steiktur eða ofn- bakaður en hann getur líka verið veislumatur. Við birtum hér góða uppskrift af ofnbökuðum fiski með miðjarðarhafsgrænmeti og jógúrtsósu, sem sæmir sér vel á hvaða borði sem er - hvort sem það er til- efni til veislu eða ekki. Uppskriftin kemur upp- runalega frá matreiðslu- bókahöfundinum Nönnu Rögnvaldsdóttir en hefur birst víða í netheimum. Ofnbakaður fiskur með jóg- úrtsósu 700 g roðflett og beinhreinsuð fiskflök – ýsa, þorskur eða annar hvítur fiskur (700-800 gr.) 2 msk. olía 1 laukur, saxaður 1 kúrbítur, skorinn í bita 1 rauð paprika, skorin í bita 200 gr. kirsuberjatómatar 12 ólífur 150 gr. gratínostur salt og pipar Aðferð: Hitið ofninn í 200°C. Skerið fiskinn í bita og kryddið þá með pipar og salti. Penslið eldfast mót með dálitlu af olíunni og rað- ið fiskinum í það. Hitið afgang- inn af olíunni á pönnu og látið laukinn krauma í henni í nokkrar mínútur. Bætið þá kúrbít, papr- iku, tómötum og ólífum á pönn- una og látið krauma við meðal- hita í nokkrar mínútur, eða þar til grænmetið er farið að mýkj- ast dálítið. Kryddið með pipar og salti og hellið grænmetinu yfir fiskinn. Stráið ostin- um yfir og bakið í ofni í 15-20 mínútur, eða þar til fiskurinn er rétt steiktur í gegn. Berið fram t.d. með salati og jógúrtsósu. Jógúrtsósa 250 ml. jógúrt án ávaxta eða grísk jógúrt 1 msk. ólífuolía 1 tsk. hunang 2 hvítlauksgeirar, pressaðir salt og pipar Aðferð: Blandið öllu vel saman, smakk- ið og bragðbætið eftir þörfum. Ef óskað er eftir þynnri sósu má hræra soði úr fiskfatinu saman við. Ofnbakaður fiskur með miðjarðarhafsgrænmeti Elín Hróðný Ottósdóttir og Olga Sædís Aðalsteinsdóttir að taka á því í ræktinni. Hreystivika í Grundarfirði Skagasigur í marka- leik gegn Haukum Skagamenn sigruðu fyrir norðan Knattspyrnudómarar á Akranesi á æfingu síðasta mánudag. Öflugt starf í elsta knattspyrnu- dómarafélagi landsins Magnús Guðmundsson formaður Knattspyrnufélags ÍA tekur við viðurkenningu til félagsins úr hendi Geirs Þorsteinssonar formanns KSÍ. ÍA fékk viðurkenningar á KSÍ þingi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.