Skessuhorn


Skessuhorn - 18.02.2015, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 18.02.2015, Blaðsíða 11
11MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 2015 Menningarsjóður Borgarbyggðar Stjórn Menningarsjóðs Borgarbyggðar auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Tilgangur hans er að efla menningu í Borgarbyggð og er sérstök rækt lögð við grasrót í menningarlífi. Lögð er áhersla á að styrkja einstaklinga og félagasamtök. Styrkir eru verkefnatengdir. Umsókninni fylgi sundurliðuð kostnaðarætlun fyrir verkefnið ásamt greinargerð. Fyrir árslok afhendist sjóðsstjórn skýrsla um nýtingu styrksins. Hægt er að sækja um rafrænt, úthlutunarreglur og umsóknareyðublað má finna á vef Borgarbyggðar, www.borgarbyggd.is Umsóknir skulu berast til Emblu Guðmundsdóttur þjónustufulltrúa, Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, í síðasta lagi laugardaginn 1. mars 2014. Ef umsækjandi óskar eftir að fá gögn endursend skal hann taka það sérstaklega fram. S K E S S U H O R N 2 01 5 Búið er að endurnýja loftræsti- kerfið í meginbyggingu sjúkra- húss Heilbrigðisstofnunar Vestur- lands við Merkigerði á Akranesi. Vinna hefur staðið yfir við þetta síðan í fyrrasumar. Í gær afhenti verktakinn Blikksmiðja Guð- mundar á Akranesi verkið í hend- ur verkkaupa sem er Fasteignir ríkisins sem á húsnæði sjúkrahúss- ins. Alls kostaði verkið 30 millj- ónir króna. Í því fólst meðal ann- ars að innrétta hluta af risi húss- ins fyrir loftræstingabúnaðinn. „Þetta er einfaldlega alger endur- nýjun í staðinn fyrir gamla loft- ræstikerfið fyrir bygginguna sem var staðsett í kjallara hennar. Það var löngu orðið úrelt. Nýja kerf- ið er mjög fullkomið, dregur inn loft um þak hússins og dreifir um þennan hluta sjúkrahússins,“ segir Sævar Jónsson, framkvæmdastjóri Blikksmiðju Guðmundar, í samtali við Skessuhorn. Fjöldi undirverk- taka komu að verkinu, nær allt fyr- irtæki á Akranesi. „Við hjá Blikk- smiðju Guðmundar erum aðal- verktakar. Síðan voru það Tré- smiðjan Akur, Rafþjónusta Sigur- dórs, Hermann Hermannson mál- arameistari og Viðar Svavarsson múrarameistari sem sáu um ýmsa verkþætti sem heyrðu til þeirra iðngreina.“ Nýja loftræstikerfið er aðeins eitt af mörgum stærri verkefn- um sem nú standa yfir eða eru á döfinni í endurbótum við sjúkra- húsið á Akranesi. Meðal annars er búið að rífa og fjarlægja gamla sneiðmyndatækið sem lauk hlut- verki sínu síðla á liðnu ári. Ver- ið er að gera endurbætur á her- berginu þar sem það stóð áður en nýtt sneiðmyndatæki verður sett upp á næstu vikum. Vonir standa til að það komist í gagnið á vor- dögum. „Það á líka að endurnýja anddyri og móttöku sjúkrahússins. Vinna við það hefst nú í mars. Það verður sett upp nýtt aðgangsstýri- kerfi fyrir starfsmenn, læknabú- staðurinn svokallaði hér á sjúkra- hússlóðinni verður tekinn vand- lega í gegn og endurnýjaður að innan næsta sumar og síðan verða hæðirnar hér í aðalhluta sjúkra- húsbyggingarinnar endurhannað- ar. Nýja loftræstikerfið er eitt af fyrstu skrefunum í þessum endur- bótum,“ segir Halldór Hallgríms- son, verkefnastjóri tækni- og bún- aðarmála hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands. mþh Heilsugæsla Heilbrigðisstofnun- ar Vesturlands á Akranesi býður nú upp á nýja þjónustu fyrir nýbakaða foreldra. Um er að ræða stuðnings- hópa fyrir foreldra með fæðingar- þunglyndi eða breytta andlega líðan. Fundirnir eru haldnir á heilsugæsl- unni á HVE á Akranesi á miðviku- dögum frá klukkan 13-14. Hulda Gestsdóttir heilsugæslu-hjúkrun- arfræðingur hefur mikla reynslu af og þekkingu á umönnun foreldra með fæðingarþunglyndi og heldur hún utan um hópinn. „Fæðingar- þunglyndi er því miður ótrúlega al- gengt. Það er allt gert til að greina konur með fæðingarþunglyndi og veita viðeigandi meðferð og stuðn- ing. Skimað er fyrir fæðingarþung- lyndi með því að leggja spurninga- lista fyrir konur níu vikum eftir fæð- ingu barns en það virðist sem marg- ar konur sleppi í gegn án þess að fá greiningu. Að minnsta kosti tí- unda hver kona greinist með fæð- ingarþunglyndi eftir fæðingu barns og það eru bara þær konur sem fá greiningu og viðeigandi meðferð. Fæðingarþunglyndi er því mun al- gengara því þær sem ekki hafa feng- ið greiningu eru ekki með inni í þessari tölu,“ segir Hulda í samtali við Skessuhorn. Getur komið fyrir alla Að sögn Huldu er fæðingarþung- lyndi alvarlegt heilsufarsvandamál sem getur ágerst með tímanum. „Það getur meðal annars haft áhrif á tengslamyndun við börn og á para- sambönd. Þá getur móðurinni stafað ógn af þunglyndinu sjálfu. Ómeð- höndlað fæðingarþunglyndi get- ur versnað með tímanum og hægt er að enda með langvarandi þung- lyndi.“ Hulda segir fæðingarþung- lyndi hafa áhrif á stóran hóp fólks. Ytri aðstæður skipti litlu máli og því geti allir lent í þessu. Hún bætir því við að þó sé eðlilegt að konur finni fyrir depurð og skapsveiflum fyrstu vikurnar eftir fæðingu. „En ef þetta svokallaða „baby blues“ eða sængur- kvennagrátur lagast ekki, þá getur það þróast út í að verða fæðingar- þunglyndi. Einkenni fæðingarþung- lyndis eru m.a. depurð, skapstyggð, þreyta, svefnleysi, kvíði, skortur á gleði og sú tilfinning að finnast maður ekki geta gert neitt rétt. Það er hægt að finna mjög góðar upplýs- ingar um fæðingarþunglyndi inni á vefsíðunni heilsugaeslan.is,“ útskýr- ir Hulda. Hún segir þær konur sem leitað hafi til sín á heilsugæsluna vegna fæðingarþunglyndis vera með börn allt upp undir tveggja ára göm- ul, þannig að ekki sé eingöngu um konur með nýfædd börn að ræða. Feður greinast líka Stuðningshópurinn er bæði fyr- ir konur og karla. Þvert á það sem margir halda þá geta karlmenn líka fengið fæðingarþunglyndi, þó það sé vissulega algengara meðal kvenna. Ekki er skimað eftir fæð- ingarþunglyndi hjá feðrum og því má leggja líkur að því að einhverj- ir feður séu með ógreint fæðingar- þunglyndi. „Þeir geta upplifað sömu tilfinningar og konurnar, fyrir utan sængurkvennagrátinn. Þeir verða fyrir sömu áhrifum og konurnar og geta því fengið þunglyndi líka,“ seg- ir Hulda. Stuðningshópurinn er því bæði ætlaður mæðrum og feðrum sem finna fyrir breytingu á andlegri líðan eftir fæðingu barns. Hulda seg- ir að mikilvægt sé að báðir foreldr- ar mæti til að takast á við vandann, sýna maka sínum stuðning og komi til að efla þekkingu og skilning á því sem makinn er að ganga í gegnum. „Vanþekking, skilningsleysi og jafn- vel fordómar er því miður allt of al- gengt þar sem fæðingarþunglyndi ber að dyrum og það er eitthvað sem verður að breyta strax.“ Kostar ekki neitt Að sögn Huldu er þetta líklega í fyrsta sinn sem sett er á laggirn- ar hópastarf við fæðingarþunglyndi hér á landi. Hún segist ekki þekkja til þess að slíkir hópar hafi verið myndaðir á hennar starfsferli á veg- um heilsugæslunnar en segir sam- bærilega stuðningshópa vel þekkta erlendis. „Úti í heimi hefur svona hópastarf gefið góða reynslu. Allar rannsóknir styðja það að þetta virki mjög vel, svo lengi sem þetta er gert á faglegan hátt og byggt á gagnrýnni þekkingu.“ Hulda segir að hópur foreldra á Akranesi sé með ógreint fæðingarþunglyndi eða kvíða og því hafi verið ákveðið að stofna stuðn- ingshópinn. „Þetta er meðal annars tilraun til að ná til þessa hóps. Ég hvet alla sem líður eitthvað illa til að koma, þó ekki væri nema til að athuga hvort þetta sé eitthvað sem þeir geti nýtt sér.“ Til að byrja með er lagt upp með að halda tíu fundi þar sem veitt er fræðsla, utanum- hald og stuðningur fyrir foreldrana í hvert sinn. „Foreldrarnir eru ekki alltaf þunglyndir en eru kannski uppfullir af vonleysi og kvíða. Þeir vita kannski ekki hvert á að leita, við hvern á að tala eða hafa jafnvel ekki myndað traust við neinn heil- brigðisstarfsmann einhverra hluta vegna,“ segir Hulda. Hún bætir því við að allir nýbakaðir foreldrar séu velkomnir að mæta í stuðningshóp- inn, hægt sé að koma hvenær sem er inn í hópinn. „Eins þarf ekki að mæta í öll þessi skipti. Ég er að von- ast til þess að mæður og feður sjái hag sinn í að mæta,“ segir Hulda að endingu og leggur áherslu á að þjónustan er foreldrum að kostnað- arlausu. grþ Nýtt og öflugt loftræstikerfi sett upp á sjúkrahúsi HVE á Akranesi Halldór Hallgrímsson, verkefnastjóri tækni- og búnaðarmála hjá Heilbrigðis- stofnun Vesturlands og Sævar Jónsson, framkvæmdastjóri Blikksmiðju Guð- mundar, við meginhluta nýja loftræstikerfisins. Nýja loftræstikerfið sem búið er að koma fyrir efst undir þaki þjónar þessum hluta sjúkrahússins á Akranesi þar sem sjúkrastofurnar eru meðal annars til húsa. Hann sinnir þó ekki skurðstofunum. Þær hafa eigið loftræstikerfi. Stuðningshópur fyrir foreldra með fæðingarþunglyndi Hulda Gestsdóttir hjúkrunarfræðingur á heilsugæslu HVE á Akranesi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.