Skessuhorn


Skessuhorn - 18.02.2015, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 18.02.2015, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 2015 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudög- um. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáaug- lýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.573 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.230. Rafræn áskrift kostar 2.023 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 1.867 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Þórhallur Ásmundsson, blaðamaður th@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir, blaðamaður gudny@skessuhorn.is Magnús Þór Hafsteinsson, blaðamaður mth@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Emilía Ottesen, markaðsstjóri emilia@skessuhorn.is Pálína Alfreðsdóttir palina@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Tinna Ósk Grímarsdóttir (vefauglýsingar) tinna@skessuhorn.is Umbrot: Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Einelti - dauðans alvara Elísabet Sóley Stefánsdóttir hét kona sem lést langt fyrir aldur fram síðast- liðinn sunnudag einungis 37 ára gömul. Hafði hún þá barist við krabba- mein í hálft ár. Elísabet Sóley var tómstunda- og félagsmálafræðingur að mennt. Ástæða þess að ég kýs að minnast þessarar mætu, norðlensku konu hér á þessum vettvangi er sú að fyrir rúmlega tveimur árum hlýddi ég á fyrirlestur sem hún hélt um eineltismál. Fyrirlesturinn var á baráttudegi gegn einelti sem farið er að halda í nóvembermánuði. Mér er þessi fyrir- lestur hennar sérlega minnisstæður. Ekki einvörðungu vegna þess að hann var óvenjulega fræðandi og vel fram settur, heldur sat það í mér hvað fáir úr viðkomandi sveitarfélagi kusu að þiggja tækifærið og hlýða á fyrirlest- urinn. Markmiðið með baráttudegi gegn einelti er að vekja athygli á málefninu og um leið er þjóðin hvött til að standa saman gegn þessari samfélagsógn, ekki síst í skólum og á vinnustöðum. Elísabet Sóley starfaði þá sem ráðgjafi í eineltismálum. Hún hafði árið 2010 byrjað MA nám sitt í áhættuhegð- un, forvörnum og lífssýn og starfaði auk þess sem tómstunda- og félags- málafræðingur og umsjónarmaður sjálfsstyrkingarnámskeiðs fyrir börn og ungmenni. Í upphafi erindis síns lýsti Elísabet Sóley því hvernig hún sem barn var sjálf þolandi grimmdarlegs eineltis. Það hófst með því að tveir drengir í þorpinu, þar sem hún ólst upp, byrjuðu að kvelja hana á leið í og úr skóla. Eineltið færðist síðan smám saman einnig inn í skólann þar sem sömu drengir og fleiri að auki gerðu henni margt til miska bæði andlega og líkamlega. Þannig gekk það allt þar til skólagöngu hennar lauk. Lífið verð- ur börnum sem fyrir slíku verða óbærilegt. Lýsti hún því að einungis sú staðreynd að hún átti góða og trausta foreldra og ömmu, sem hún gat alltaf leitað til heima fyrir, hefði orðið henni til happs og hugsanlega til lífs. Sagði hún að þegar þetta var, komin á fertugsaldur og móðir þriggja dætra, hafi hún stöðugt þurft að minna sjálfa sig á að hún væri fullorðin manneskja, svo djúpt greypti ofbeldið sem hún varð fyrir sig í innstu sálarkima. Í raun hafði æskunni verið stolið frá henni. Hún hafi síðar verið heppin hvað það snerti að fjárhagslega átti hún svigrúm til að leita sér sálfræðiaðstoðar um tvítugs- aldurinn og hafi þá fyrst getað unnið í sínum málum með dyggri aðstoð. Á fyrirlestrinum velti Elísabet Sóley því upp af hverju enginn hafi gert neitt til að stöðva eineltið gagnvart henni í barnæsku. Þá hafi umræðan um eineltismál vart verið til og kennarar og starfsfólk skóla kunnu ekki að taka á hlutunum. Sagði hún að fyrst á þessum áratug hafi slík umræða komið upp á yfirborðið hér á landi. Í ljósi þess hversu stutt er síðan farið var að ræða opinskátt um eineltismál er enn eftir að fræða marga; bæði gerendur, þolendur, skólafólk og ekki síst foreldra um þessi alvarlegu mál. Sagði hún foreldra verða að gegna veigamiklu hlutverki eigi að nást að vinna mark- visst á einelti í skólum og frístundum barna. Það sé foreldra að tilkynna umsvifalaust um verði þeir varir við umræðu hjá börnunum þeirra um að þau eða önnur börn séu lögð í einelti eða séu að leggja í einelti. Þögnin sé versti óvinurinn. Elísabet Sóley Stefánsdóttir helgaði líf sitt baráttunni gegn einelti. Ekki endilega vegna þess að hún hefði kosið það hlutskipti, ef hún hefði feng- ið eðlilega æsku. Hún var einfaldlega orðin sérfræðingur í þessum málum áður en hún náði fullorðinsárum. Þessi orð hennar snertu mig sterkt, af því þar talaði jarðbundin og vönduð manneskja. Við ótímabært fráfall hennar kýs ég að rifja þetta upp hér, því einelti er ennþá vandamál. Um leið vil ég heiðra minningu mætrar konu og hvetja til að allir hinir 364 dagar ársins verði helgaðir baráttunni gegn einelti. Magnús Magnússon. Riðuveiki greindist nýverið á bæ á Norðvesturlandi. Þetta er fyrsta til- felli hefðbundinnar riðu sem grein- ist á landinu frá árinu 2010. Mat- vælastofnun vinnur nú að öflun upplýsinga og undirbúningi að- gerða, segir í tilkynningu. Riðan greindist í sýnum úr tveimur kind- um frá bænum Neðra-Vatnshorni í Húnaþingi-vestra, þar sem er hátt í fimm hundruð fjár. Sýnin voru tek- in samkvæmt skimunaráætlun Mat- vælastofnunar við slátrun síðast- liðið haust. Ekki hafði orðið vart neinna sjúkdómseinkenna. Sýn- in voru rannsökuð á Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum. Mikill fjöldi sýna er tekinn við haustslátr- un og er því enn unnið að rannsókn á þeim. Um er að ræða hefðbundna gerð riðusmitefnisins, sem ekki hefur greinst hér á landi síðan árið 2010 og þá í Árneshólfi. Bærinn sem nú um ræðir er í Vatnsneshólfi. Í því varnarhólfi greindist riðuveiki síð- ast árið 2000. Fram til ársins 2010 greindist riða á nokkrum bæjum á landinu á hverju ári en engin til- felli hefðbundinnar riðu greind- ust á árunum 2011, 2012 og 2013. „Riðuveikin er því á undanhaldi en þetta tilfelli sýnir að ekki má sofna á verðinum. Á undanförnum árum hafa sýni verið tekin við slátrun úr u.þ.b. þrjú til fjögur þúsund kind- um á ári. Jafnframt hafa bændur verið hvattir til að senda hausa til Keldna af fé sem drepst eða er lóg- að heima vegna vanþrifa, slysa eða sjúkdóma, eða hafa samband við dýralækni um að taka sýni úr slíku fé. Aukin áhersla er á að fá slík sýni þar sem það eykur líkur á að finna riðuna. Héraðsdýralæknir vinnur nú að öflun faraldsfræðilegra upp- lýsinga og úttektar á búinu til að meta umfang aðgerða við förgun fjár, þrif og sótthreinsun. Því næst fer málið í hefðbundið ferli hvað varðar gerð samnings um niður- skurð,“ segir í tilkynningu frá Mat- vælastofnun. mm Fram kom í bókun á fundi bæjar- stjórnar Stykkishólms nýlega að nokkrir aðilar hafi lýst áhuga á því að byggja leigu- og söluíbúðir í samstarfi við Stykkishólmsbæ. Í til- efni þess samþykkti bæjarstjórnin á umræddum fundi að veita heim- ild til samninga um aðkomu bæj- arins að hlutafélagi sem standi fyr- ir því að byggja og leigja eða selja íbúðir af hóflegri stærð. Framlag bæjarins í formi hlutafjár verði allt að jafnvirði gatnagerðargjalda við- komandi bygginga að viðbættum áætluðum fasteignagjöldum í allt að þrjú ár. Náist samkomulag um slíkt verkefni verði samningur að- ila lagður fyrir bæjarráð til umfjöll- unar og endanlegrar samþykktar af hálfu Stykkishólmsbæjar. Sturla Böðvarsson bæjarstjóri segir að húsnæðisekla hafi ver- ið mikil í bænum í talverðan tíma og sérstaklega hafi vantað minni og meðalstórar íbúðir á fasteigna- markaðinn. „Það var ekki undan því vikist lengur að eiga aðkomu að því að koma fasteigna- og leigu- markaðnum í gang. Með þessu vilj- um við koma til samstarfs við bygg- ingafyrirtækin í bænum og fyrir- tækin sem þurfa húsnæði fyrir sitt starfsfólk. Þetta geti verið leið til þess,“ segir Sturla Böðvarsson bæj- arstjóri í Stykkishólmi. þá Í síðustu viku var skrifað undir samninga um sóknaráætlanir lands- hluta fyrir tímabilið 2015-2019. Nokkur reynsla er á sóknaráætl- unum enda hafa þær verið við líði í þrjú ár í núverandi formi. Nú er verið að sameina í einn samning verkefnin sóknaráætlanir lands- hluta, vaxtarsamninga og menn- ingarsamninga. Heildarfjárhæð samninganna er ríflega 550 millj- ónir króna fyrir þetta ár en til við- bótar mun mennta- og menningar- málaráðuneytið leggja til fjármagn til áframhaldandi reksturs menn- ingarmiðstöðva á Austurlandi og Suðurlandi og einnig munu nokkr- ar sértækar fjárveitingar renna inn í sóknaráætlanir einstakra lands- hluta. „Sóknaráætlanir fela í sér ný- breytni í opinberri stjórnsýslu þar sem verið er að færa aukna ábyrgð á útdeilingu fjármagns til landshluta- samtaka sveitarfélaga. Jafnframt er verið að einfalda framlög til ein- stakra landshluta, gera þau gegn- særri og láta þau í auknum mæli taka mið af hlutlægum mælikvörð- um varðandi stöðu svæðisins,“ seg- ir í tilkynningu frá Sambandi ís- lenskra sveitarfélaga. mm Riða hefur nú komið upp í fé í Vatsneshólfi. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Riða greinist í fé frá bæ í Húnaþingi vestra Skrifað var undir samninginn í Reykjavík. Ýmis opinber verkefni felld undir samning um sóknaráætlanir Svipmynd frá Stykkishólmi. Ljósm. bae. Stykkishólmsbær tilbúinn til þátttöku í leigufélagi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.