Skessuhorn - 11.03.2015, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 2015
Foreldrafélag Grunnskólans í Borg-
arnesi í samvinnu við fjölmarga
sjálfboðaliða, skólann, Björgunar-
sveitina Brák, Hugheima, Skátafé-
lag Borgarness og fleiri stóðu í
síðustu viku fyrir Gleðileikunum
2015. Þeir voru haldnir í skólan-
um og víðar á þriðjudegi og mið-
vikudegi og þóttu allvel heppnað-
ir. „Hugmyndin að baki Gleðileik-
anna er að unglingarnir takist á við
krefjandi verkefni sem er ekki hluti
af þeirra daglega skólalífi í hópum
sem skiptast þvert á skólastigin, 7.
-10. bekk. Gleðileikarnir sjálfir eru
þrautaleikur fyrir elsta skólastig-
ið í Grunnskólanum í Borgarnesi
en þar eru alls 117 krakkar. Unga
fólkinu var skipt í átta hópa og hver
fékk sinn einkennislit og tvo hóp-
stjóra. Hópstjórarnir komu úr röð-
um sjálfboðaliða sem höfðu svarað
kalli og jafnvel fengið vinnuveit-
endur til að styrkja verkefnið með
þeim hætti að „lána“ starfsfólk á
vinnutíma svo það gæti sinnt sam-
félagsverkefninu,“ segir Eva Hlín
Alfreðsdóttir sem var verkefnis-
stjóri Gleðileikanna. Fjölmarg-
ir komu að þessu verkefni og lét
meðal annars sveitarstjórinn Kol-
finna Jóhannsdóttir ekki sitt eft-
ir liggja og aðstoðaði sem stöðvar-
stjóri á hrósboxastöðinni í Stjórn-
sýsluhúsinu.
Unnið að mörgum
þrautum og verkefnum
Sjálfstæði og samvinna eru aðals-
merki leikanna og miðast af því að
efla samheldni og samstöðu í borg-
firsku samfélagi. Einnig að gefa
nemendum á efsta skólastigi tæki-
færi til að spreyta sig á skemmti-
legum verkefnum sem tengjast ekki
beint aðalnámsskrá grunnskólanna
en er samt gott að hafa kynnst þeg-
ar komið er út í lífið. Dæmi um
þrautir var að krakkarnir skiptu
um rúðuþurrkur sem og ljósaper-
ur á bíl undir leiðsögn sjálfboðaliða
frá Björgunarsveitinni Brák. Annað
verkefni var að dekka borð og gera
fínt servéttubrot, sem og blóma-
skreytingu. Hugheimar, nýsköp-
unar- og frumkvöðlasetur í Borg-
arnesi, stóðu svo að þremur þraut-
um, forritunarverkefni, skipulags-
verkefni og einnig áttu krakkarn-
ir að púsla saman líkani af dreka-
flugu. Partarnir af drekaflugunni
höfðu verið prentaðir út úr þrí-
víddarprentara sem er í eigu Hug-
heima og höfðu krakkarnir aðeins
ljósmynd af samsettum drekaflug-
um til að styðjast við. Þó þótti tak-
ast vel að leysa þessa þraut sem og
allar aðrar sem voru lagðar fyrir.
Höfðað til
nærsamfélagsins
Einkunnarorð Gleðileikanna voru:
„Það þarf heilt þorp til að ala upp
barn“. Í anda samfélagsábyrgð-
ar og samvinnu var óskað eftir að-
stoð nærsamfélagsins til að taka
þátt í þessum leikum og setja upp
verkefni víðs vegar um neðri bæ-
inn í Borgarnesi. Um 50 manns
komu að leikunum sem sjálfboða-
liðar með einum eða öðrum hætti.
Sumir voru hópstjórar sem fylgdu
sínum hópi, 10-15 krakkar saman,
aðrir voru stöðvastjórar og komu
að því að kynna verkefni á þeirri
stöð og að gefa hópunum stig fyr-
ir frammistöðu sína. Mælikvarðinn
var þó ekki hefðbundinn. 1-5 stig
gátu áunnist fyrir samstöðu hóps-
ins, sjálfstæði og gleði en eitt ef
verki var lokið. Samhliða stigum á
stöðvum í þrautabrautinni var hægt
að vinna inn aukastig- svokölluð
rokkstig. Rokkstigin voru af ýms-
um toga, RKÍ appið kom við sögu
og allskonar hópeflisleikir. Allt til
að efla liðsandann og fá unga fólk-
ið til að kynnast betur. Markmiðið
er að hver og einn unglingur fari
frá þessum leikum með jákvæð og
falleg orð í farteskinu og nýja sýn á
eigin styrk og getu, segir Eva Hlín.
þá
„Nýja verslunin á að heita „Allra
manna hagur,“ skammstafað AMH.
Ég kaupi inn vörur í verslunina frá
ýmsum birgjum. Það verður smá
kaupfélagsbragur á þessu þannig
séð að við verðum með breitt úrval
af vörum á boðstólnum. Við mun-
um selja byggingavörur, verðum
með málningardeild og svo verðum
við með mikla breidd af hreinlæt-
isvörum frá Senia. Við ætlum líka
með tímanum að prufa að taka inn
fóður og aðrar vörur fyrir skepn-
ur; sauðfé og nautgripi. Sömuleiðis
einnig aðrar dýravörur. Síðan bjóð-
um við einnig stangveiði- og skot-
veiðivörur. Í sumar mun ég svo
selja veiðibyssur. Fyrirtækið Still-
ing verður hér einnig með bíla-
vörur,“ segir Björn Fálki Valsson í
samtali við Skessuhorn.
Úr ferðaþjónustu
í verslun
Verslunin Allra manna hagur verð-
ur opnuð laugardaginn 14. mars.
Hún verður til húsa þar sem N1
var áður með verslun sína á Akra-
nesi. N1 versluninni var lokað fyr-
ir nokkrum misserum síðan. Sjálf-
ur er Björn Fálki á ákveðnum tíma-
mótum í sínum atvinnumálum.
Hann hefur um nokkurra ára skeið
rekið ásamt fjölskyldu sinni ferða-
þjónustu á Þórisstöðum í Svínadal
í Hvalfjarðarsveit. Nú er þeim kafla
lokið hjá honum. „Þórisstaðir eru í
eigu starfsmannafélagsins á Grund-
artanga en jörðin er á söluskrá.
Við höfum séð um reksturinn þar.
Við hættum endanlega með Þóris-
staði 1. apríl næstkomandi. Það má
því segja að ég sé að draga mig úr
ferðaþjónustunni og fara í versl-
unarrekstur í staðinn,“ segir Björn
Fálki.
Í kjúklingum í Hvalfirði
Auk þess að reka nýju verslunina á
Akranesi ætlar Björn Fálki að halda
áfram í starfi sem hann hefur gegnt
samhliða ferðabúskapnum á Þóris-
stöðum. Það er að sinna kjúklinga-
rækt í húsakynnum Reykjagarðs við
Ferstiklu á Hvalfjarðarströnd. „Ég
er bústjóri þar og eini fasti starfs-
maðurinn á þessu búi sem telur milli
50 og 60 þúsund fugla. Ég hef unn-
ið þar um hríð. Það er skemmtileg
vinna og allt öðruvísi en ég hafði
ímyndað mér. Ég var ekki með
neinn bakgrunn frá kjúklingarækt
þegar ég hóf störf þarna. Við fjöl-
skyldan ætlum að búa áfram í Hlíð-
arbæ á Hvalfjarðarströnd þar sem
við höfum reyndar búið síðan 2013.
Ég held áfram í kjúklingunum og
verð svo með starfsfólk í versluninni
á Akranesi, það er verslunarstjóra og
líklega einn starfsmann til viðbótar.
Ég verð svo líka í búðinni,“ segir
Björn Fálki Valsson. mþh
Gleðileikar tókust vel í Grunnskólanum í Borgarnesi
Grænir vinna að borgarskipulagi. Fjólubláir vinna inn rokkstig og kynnast RKÍ appinu. Rauðir skipta um peru í bíl.
Bleikir læra blómaskreytingar. Bláir læra að splæsa kaðal. Appelsínugulir vinna í hrósboxum.
Allra manna hagur verður þar sem N1 var áður með verslun sína. Í öðrum hluta
hússins er bílasala og verkstæði Bílvers.
Verslunin Allra manna hagur brátt opnuð á Akranesi
Björn Fálki var önnum kafinn við að koma upp innréttingum í nýju versluninni
þegar Skessuhorn leit við hjá honum í síðustu viku. Hún er rúmgóð og vel staðsett
á Akranesi.