Skessuhorn


Skessuhorn - 11.03.2015, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 11.03.2015, Blaðsíða 21
21MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 2015 AUGLÝSING UM BREYTINGU Á AÐAL- SKIPULAGI BORGARBYGGÐAR 2010-2022 OG NÝS DEILISKIPULAGS, ÍSGÖNG Í LANGJÖKLI OG MÓTTAKA Á GEITLANDI Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti á fundi sínum þann 12.2.2015 að auglýsa til- lögu að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 ásamt umhverfisskýrslu vegna ísganga í Langjökli, þ.e. nýtt afþreyingar- og ferðamannasvæði. Jafnframt er auglýst tillaga að deiliskipulagi ísganga í Langjökli ásamt umhverfisskýrslu. Auglýs- ingin er á grundvelli greina 36. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Skipulagstillögurnar ásamt greinargerðum og umhverfisskýrslum voru kynntar á opnum íbúa- fundi 11. febrúar 2015 í Borgarnesi. Gögnin munu liggja frammi í Ráðhúsi Borgarbyggðar Borgarbraut 14, 310 Borgarbyggð frá og með 16. mars til og með 27. apríl 2015. Enn fremur er hægt að skoða skipulagstillöguna á heimasíðu Borgarbyggðar, www.borgarbyggd.is. Þeir sem hagsmuna eiga að gæta eru hvattir til að kynna sér tillöguna. Athugasemdir við til- löguna skulu vera skriflegar og þurfa að berast eigi síðar en 27. apríl 2015 til skipulags- og byggingarfulltrúa Borgarbyggðar annað hvort í Ráðhús Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi eða á netfangið: lulu@borgarbyggd.is. Þeir sem ekki gera athugasemdir við skipu- lagstillöguna teljast henni samþykkir. Vakin er athygli á að Skipulagsstofnun kynnir tillögu að breytingu á Svæðisskipulagi Miðhá- lendis Íslands 2015 frá 2. mars til 13. apríl vegna ofangreindrar breytingar, sbr. www.skipu- lagsstofnun.is og www.borgarbyggd.is. Lulu Munk Andersen, Skipulags- og byggingarfulltrúi Borgarbyggðar. SK ES SU H O R N 2 01 5 NT 35/1 Tact Ryksugar blautt og þurrt Fylgihlutir NT 45/1 Tact Te Ryksugar blautt og þurrt Fylgihlutir NT 55/1 Tact Ryksugar blautt og þurrt Fylgihlutir NT 25/1 Ap Ryksugar blautt og þurrt Fylgihlutir Sjálfvirk hreinsun á síu Tengill K Ä R C H E R S Ö L U M E N N V E R T U Á Ö R U G G U M S T A Ð Snorrastofa í Reykholti Fyrirlestrar í héraði Snorrastofa, menningar- og miðaldasetur í Reykholti Sími 433 8000 www.snorrastofa.is snorrastofa@snorrastofa.is Þriðjudagurinn 17. mars 2015 kl. 20:30 í Bókhlöðu Snorrastofu Smalað og veitt á Arnarvatnsheiði Bjarni Árnason frá Brennistöðum og Snorri Jóhannesson á Augastöðum gefa gaum að slóðum og örnefnum heiðarinnar og segja sögur. Umræður og kaffiveitingar Aðgangur kr. 500 Fjallað verður um göngur á heið- inni fyrir tíma mæðiveiki girð- inga, mann virki og tóftir, sem til heyra þeim og sagðar sögur af erindum, sem Borgfirðingar hafa átt til matar kistu sinnar og drauma lands. Atvinna Búsetuþjónusta fatlaðra Búsetuþjónusta fatlaðra í Borgarnesi auglýsir eftir hressu og jákvæðu fólki sem er tilbúið til að aðstoða fólk með fötlun í daglegu lífi, inni á heimilum og úti í samfélaginu. Starfið er vaktavinna. Unnið er á morgun-, kvöld- og helgarvöktum. Um er að ræða hlutastarf frá og með 1. apríl og út sumarið, möguleiki á áframhaldandi vinnu næsta vetur. Einnig vantar afleysingar í sumar bæði á morgun, -kvöld- og helgarvaktir, einnig á næturvaktir. Laun samkvæmt kjara- samningum. Nánari upplýsingar gefur Hulda Birgisdóttir í síma 893 9280, kl. 8.00-16.00 virka daga. S K E S S U H O R N 2 01 5 Síðastliðinn sunnudag tóku Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra, Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands og Kristín Ingólfs- dóttir rektor Háskóla Íslands, fyrstu skóflustunguna að nýbyggingu fyr- ir Stofnun Vigdísar Finnbogadótt- ur í erlendum tungumálum við HÍ. Byggingin mun rísa á horni Suður- götu og Brynjólfsgötu í Reykjavík, næst gömlu Loftskeytastöðinni, og á að verða tilbúin í október 2016. „Húsið á að rúma ýmsa starfsemi sem miðar að því að auka þekkingu á erlendum tungumálum og menn- ingu og miðla henni sem víðast. Þar verður til húsa Vigdísarstofnun – alþjóðleg miðstöð tungumála og menningar sem mun starfa undir merkjum UNESCO. Hún er fyrsta tungumálamiðstöð sinnar tegundar í heiminum sem hlýtur slíkan sess. Í byggingunni verður einnig aðstaða til kennslu og rannsókna í þeim er- lendu tungumálum sem kennd eru við Háskóla Íslands og þekking- armiðstöð þar sem leikir og lærð- ir geta fræðst um erlend tungumál og menningu á lifandi og skapandi hátt,“ segir m.a. í tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu. mm Veður var gott í Reykhólasveit á sunnudaginn. Einn af fáum dög- um sem vel hefur viðrað í um- hleypingasamri tíð síðustu vik- urnar. Fólk í sveitinni var samtaka og sammæltist á feisbók um að skreppa áleiðis upp á Þorskafjarð- arheiði til að njóta blíðunnar, ný- fallins snævarins og útiverunnar í hægri sunnanátt og hita rétt und- ir frostmarki. Margar fjölskyld- ur komu saman uppi í Töglunum með skíði og sleða og fleira til að renna sér á. Sumir voru með vél- sleða eða fjórhjól og allir skemmtu sér vel. Að sjálfsögðu var kakó og kaffi með í för og naut fólk hollr- ar hreyfingar og útiveru. Her- dís Erna Matthíasdóttir og Gústaf Jökull Ólafsson á Reykhólum létu Skessuhorni í té myndirnar sem hér birtast en Reykhólavefurinn greinir frá. þá Hefja byggingu húss erlendra tungumála Leikið sér í snjónum uppi í Töglum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.