Skessuhorn - 11.03.2015, Blaðsíða 13
13MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 2015
Stefnumótun og framtíðarsýn í
íslenskri ferðaþjónustu
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
5
Markaðsstofa Vesturlands, í samvinnu við atvinnuvega - og nýsköpunarráðuneytið og
Samtök ferðaþjónustunnar, boðar til opins fundar um mótun stefnu og framtíðarsýnar
í íslenskri ferðaþjónustu.
Fundurinn verður haldinn 17. mars kl. 10:00 í Menntaskóla Borgarfjarðar
Fundurinn verður haldinn 17. mars kl. 13:00 í Samkomuhúsinu Grundarfirði
Fundurinn er öllum opinn og er einstakt tækifæri fyrir íbúa til að taka þátt í mótun
stefnu og framtíðarsýnar íslenskrar ferðaþjónustu. Markmiðið er að byggja góðan
grunn fyrir framtíð ferðaþjónustunnar og stuðla þannig að bættum lífskjörum í landinu.
Miklar væntingar eru um víðtækt samstarf við mótun stefnunnar.
Hlökkum til að hitta ykkur.
Atvinnuvega - og nýsköpunarráðuneytið Samtök ferðaþjónustunnar
Stjórn Öldrunarráðs Íslands (ÖRÍ)
afhenti í síðustu viku fjóra rann-
sóknastyrki úr styrktarsjóði vegna
verkefna í öldrunarmálum. Meðal
styrkþega var Hallveig Skúladóttir á
Akranesi fyrir skýrslu um heilsufar,
færni og þjónustuþörf einstaklinga
sem njóta þjónustu heimahjúkrun-
ar. Hallveig er meistaranemi við
heilbrigðisdeild Háskólans á Ak-
ureyri. Meðal annars skoðar Hall-
veig heilsufar og færni einstaklinga
sem njóta þjónustu heimahjúkr-
unar, annars vegar á Heilbrigðis-
stofnun Vesturlands á Akranesi og
hins vegar á Heilbrigðisstofnuninni
Sauðárkróki, auk þess að skoða vís-
bendingar um þjónustuþörf. Hall-
veig fékk 150 þúsund króna styrk til
að vinna verkefnið. mm
Lionsklúbbur Grundarfjarðar stóð
fyrir árlegu kútmagakvöldi laugar-
daginn 7. mars. Þá voru ýmsar kræs-
ingar á borðum ásamt hinum hefð-
bundnu kútmögum. Hver gómsæti
fiskrétturinn á fætur öðrum og þar
á meðal hin fræga hau-
sastappa sem engan svík-
ur. Það var þétt setið í sal
Fjölbrautaskóla Snæfell-
inga þar sem gestir tóku
hraustlega til matar síns.
Tilefni kvöldsins var söfn-
un fyrir hjartahnoðtækinu
Lúkasi fyrir sjúkrabílinn
í Grundarfirði en Lions-
klúbbur Grundarfjarðar
heldur utan um söfnunina.
Gríðarlega vel var mætt
og er mætingin alltaf að aukast ár
frá ári. Einnig var Lionsklúbburinn
með happdrætti þar sem veislugest-
ir gátu freistað gæfunnar en vegleg-
ir vinningar voru í boði eins og svo
oft áður. tfk
Gunnar Njálsson formaður Skóg-
ræktarfélags Eyrarsveitar rakst á
þetta göngutjald í skógræktinni ofan
við byggðina í Grundarfirði síð-
astliðinn fimmtudag. Í því dvöldu
tveir ungir ferðamenn sem höfðu
reynt að brjótast vestur á Snæfells-
nes gangandi í suðvestan byl deg-
inum áður, en snúið við og leitað
skjóls í skóginum. „Þeir voru eitt
sólskinsbros og fannst þetta mik-
ið ævintýri að kynnast þessu stór-
brotna landslagi og óútreiknanlegu
veðurfari,“ segir Gunnar, sem jafn-
framt tók meðfylgjandi mynd.
mm
Nægjusamir ferðamenn
Hallveig Skúladóttir og Pétur Magnússon, formaður ÖRÍ.
Fékk styrk vegna
rannsóknar um heilsufar
Kútmagar og hausastappa
fyrir hjartahnoðtæki