Skessuhorn - 11.03.2015, Blaðsíða 29
29MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 2015
Smiður á verkstæði á Akranesi
Óskum eftir því að ráða smið
eða mann vanan tölvustýrðum
trésmíðavélum. Þarf að hafa
brennandi áhuga á framleiðslu
innréttinga. Um framtíðarstarf er
að ræða. Algjört skilyrði að tala
íslensku. Upplýsingar veitir Elli í
síma 660-2470 eða á elli@verktaki.
is.
Vespa til sölu
CNEN bensínknúin
gangstéttarvespa til sölu. Er
rauð á lit og vel með farin. Engar
tryggingar eða próf. Upplýsingar
hjá Pétri í síma 899-7416.
Íbúð óskast á Akranesi
Gamall Skagamaður sem er að
koma heim óskar eftir lítilli íbúð
til leigu á Akranesi. Upplýsingar í
síma 663-7413.
Óska eftir leiguhúsnæði
Reglusamt par óskar eftir
leiguhúsnæði i Borgarnesi. Við
erum með gæludýr; hund og kött.
Við skoðum allt. Þið getið hafið
samband í síma 776-4151 eða
netfang: skindbjerg_13@hotmail.
com
27 ára einstæður faðir óska
eftir íbúð
Ég er 27 ára einstæður faðir sem
vantar íbúð sem fyrst á Akranesi.
Er með 10 mánaða gamlan strák.
Íbúðin þarf helst að vera þriggja
herbergja en tveggja eða fjögurra
herbergja koma líka alveg til
greina. Er í 100% starfi með
öruggar greiðslur. Góð meðmæli,
snyrtilegur og reyklaus! Endilega
hafið samband í síma 774-7123 ef
þið vitið eitthvað. Get flutt strax
núna í mars.
Leiguhúsnæði óskast
Fjögurra manna fjölskylda óskar
eftir fjögurra herbergja húsnæði
í Borgarnesi frá og með júní eða
júlí næstkomandi. Reglusöm og
reyklaus. Upplýsingar í síma 868-
4278, Sævar
Íbúð til leigu í Borgarnesi
Fjögurra herbergja, 130
fermetra íbúð til leigu frá 1. apríl.
Upplýsingar í síma 899-1574.
Akranes - íbúð óskast
Óska eftir að leigja eins til þriggja
herbergja íbúð á Akranesi. Er 35
ára, rólegur, reglusamur og með
góða greiðslugetu. Sími 659-9375.
Húsnæði óskast í Borgarnesi
Fjölskylda óskar eftir leiguhúsnæði
í Borgarnesi. Erum reglusöm og
skilvís. Upplýsingar sendist á
netfangið: majahrund@simnet.is.
Fjögurra manna fjölskylda óskar
eftir íbúð
Par með 2 börn og labradorhund
óskar eftir íbúð til leigu frá maí/
júní. Erum reglusöm og skilvísum
greiðslum er heitið. Hafdís, s:862-
0645.
Leiguhúsnæði óskast
Erum að leita eftir þriggja til
fjögurra herbergja íbúð á Akranesi
eða í Borgarnesi frá og með 1.júlí.
Reglusemi, snyrtimennsku og
skilvísum greiðslum heitið. Eydís,
8470-744.
Óska eftir stól með setu ofna úr
snæri
Er að leita að stól, dönskum. Setan
er ofin með úr snæri, sjá mynd.
Upplýsingar í síma 696-2334 eða á
ispostur@yahoo.com.
Hásing
Til sölu Hásing undan 700 kílóa
fellihýsi á góðum dekkjum. Fæst
á 20-25 þús. Upplýsingar í síma
661-8079.
Handrið
Til sölu Pílóra handrið. Tilvalið fyrir
laghentan að smíða úr gerði eða
bara eitthvað annað. 16 x 115 m.
Upplýsingar í síma 661-8079.
Mynd af Búðakirkju eftir
Gunnlaug Blöndal
Falleg vatnslitamynd eftir
Gunnlaug Blöndal til sölu.
Myndin er af Búðakirkju og
Snæfellsjökli. Myndin er 53 x 72
sm. Með rammanum er hún 95 x
77 sm. Grétar, sími 6985115 eða
gretarsigurdss@gmail.com.
Ítölsk harmonikka
Glæsileg ítölsk harmonikka til sölu.
Kassi fylgir. Upplýsingar í síma
844-6665
Spádómar - Draumaráðningar
Spái í gegnum síma alla daga eftir
hádegi. Sími 555-2927/847-7596,
Hanna.
Stykkishólmur -
miðvikudagur 11. mars
Tónfundir á sal Tónlistarskóla
Stykkishólms. Frá 18:00
leika nemendur Martins á
málmblásturshljóðfæri, rafgítar
og bassa og frá klukkan 19
leika nemendur Hafþórs á
slagverkshljóðfæri. Allir velkomnir.
Stykkishólmur -
miðvikudagur 11. mars
Snæfell mætir Val í úrvalsdeild kvenna
í körfuknattleik í íþróttamiðstöðinni í
Stykkishólmi kl. 19:15.
Grundarfjörður -
fimmtudagur 12. mars
Opið hús í Fjölbrautaskóla
Snæfellinga, Grundarfirði kl.
17 - 18:30. Kynning á nýjum
námsbrautum, inntökuskilyrðu m,
kennsluumsjónarkerfi, mötuneyti,
nemendafélaginu og fleira.
Nemendur sem ljúka grunnskólanámi
í vor og forráðamenn þeirra
sérstaklega velkomnir.
Borgarnes - fimmtudagur 12. mars
Skallagrímsmenn taka á móti
Tindastóli í síðasta leik deildarkeppni
úrvalsdeildar karla í körfuknattleik
í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi kl.
19:15.
Stykkishólmur - fimmtudagur 12.
mars
Snæfell mætir Grindavík í síðasta leik
deildarkeppni úrvalsdeildar karla
í körfuknattleik. Íþróttamiðstöðin
Stykkishólmi kl. 19:15.
Akranes - föstudagur 13. mars
Karlakórinn Heimir úr Skagafirði
heldur tónleika undir stjórn Sveins
Arnars Sæmundssonar organista
í Tónbergi kl. 20:30. Miðasala við
inngang. Aðgangseyrir er kr. 3.500.
Dalabyggð - föstudagur 13. mars
Félagsvist kvenfélagsins Fjólunnar
í Árbliki kl. 20:00. Aðgangseyrir er
kr. 800, frítt fyrir 14 ára og yngri.
Kaffiveitingar að spilamennsku
lokinni.
Stykkishólmur -
laugardagur 14. mars
Stelpurnar okkar, ný dagsetning!
Leikur Snæfells og Hauka í úrvalsdeild
kvenna sem átti að fara fram þann 25.
febrúar en var frestað vegna veðurs
verður leikinn í íþróttamiðstöðinni í
Stykkishólmi kl. 15.
Borgarbyggð -
laugardagur 14. mars
Skálmöld á Sögulofti í
Landnámssetrinu í Borgarnesi Einar
Kárason og dóttir hans Júlía Margrét
flytja saman söguna í formi eintala kl.
20 og aftur daginn eftir, sunnudaginn
15. mars klukkan 16.
Dalabyggð - sunnudagur 15. mars
Laxdæla fyrir börn. Barnvæn
sögustund á Laugum í Sælingsdal
klukkan 15. Einkum verður fjallað um
Laxdælinga í Laxdælu. Aðgangseyrir
er 500 kr. fyrir fullorðna en frítt fyrir
börn í fylgd með fullorðnum. Allir
velkomnir.
Akranes - mánudagur 16. mars
Skógarspjall á vegum
Skógræktarfélags Akraness í
Fjölbrautaskóla Vesturlands kl.
20. Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,
skógfræðingur og framkvæmdastjóri
Vesturlandsskóga, fjallar um skógrækt
og gefur góð ráð. Allir hjartanlega
velkomnir.
Borgarbyggð -þriðjudagur 17. mars
Fyrirlestrar í héraði: Smalað og veitt
á Arnarvatnsheiði. Bjarni Árnason frá
Brennistöðum og Snorri Jóhannesson
á Augastöðum gefa gaum að slóðum
og örnefnum heiðarinnar og segja
sögur í Bókhlöðu Snorrastofu í
Reykholti kl. 20:30. Umræður og
kaffiveitingar að fyrirlestri loknum.
Aðgangseyrir er kr. 500.
Á döfinni
Markaðstorg Vesturlands Nýfæddir Vestlendingar
ÝMISLEGT
2. mars. Stúlka. Þyngd 3.465 gr. Lengd
50 sm. Foreldrar: Björg Ragnarsdóttir
og Guðlaugur Hrafnsson, Akranesi.
Ljósmóðir: Soffía G. Þórðardóttir.
ÓSKAST KEYPT
TIL SÖLU
HÚSBÚNAÐUR / HEIMILISTÆKI
LEIGUMARKAÐUR
BÍLAR/VAGNAR/KERRUR
Garðaþjónustan Sigur-Garðar
Tökum að okkur alla almenna skrúðgarðavinnu
Sindri Arnfjörð garðyrkjumaður - Laufskálum 311 Borgarbyggð
Netfang: sindri@vesturland.is - Vinnusími: 892-7663
Hellulagnir - Hleðsla - Þökulagnir - Jarðvegsskipti
Trjáklippingar - Gróðursetningar - Garðsláttur - Plöntusala
Þjónusta í 25 ár
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
5
GRUNDARGÖTU 30, 350 GRUNDARFIRÐI
SÍMI: 430 8500, FAX: 430 8501
Grundarfjarðarbær
Kynningarfundur
Samkvæmt 2.mgr. 30 gr. og 3.mgr. 40.gr. skipulagslaga nr.123/2010 er hér auglýstur
kynningarfundur á eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulagstillögu.
Aðveitustöð – aðalskipulagsbreyting
Aðveitustöð – deiliskipulagstillaga
Meginmarkmið aðalskipulagsbreytingarinnar og deiliskipulagstillögunnar er að
bæta afhendingaröryggi raforku á svæðinu með færslu tengivirkis í aðveitu-
stöð og lagningu jarðstrengja, auk þess að færa tengivirki fjær íbúðarbyggð.
Markmiðið er einnig að breytingin valdi sem minnstri röskun á umhverfinu til
lengri og skemmri tíma.
Kynningarfundurinn verður í Ráðhúsi Grundarfjarðar, Borgarbraut 16,
föstudaginn 13. mars 2015 milli klukkan 16:00 og 16:30.
Skipulags- og byggingarfulltrúinn í Grundarfirði.
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
5
Ástkær unnusti, sonur, bróðir,
mágur og frændi,
Magnús Kristján Magnússon
sem lést af slysförum í Noregi þann
24. febrúar verður jarðsunginn frá
Reykholtskirkju laugardaginn
14. mars klukkan 13:00.
Marlen Lillevik
Magnús Magnússon Björg Ólafsdóttir
Inger Oddfríður Traustadóttir Magnús Þór Þórisson
Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir Páll Vignir Þorbergsson
Þorvarður Trausti Magnússon Sigurlaug Kjartansdóttir
Eyjólfur Magnússon Auður Margrét Ármannsdóttir
Andrea Magnúsdóttir Stefán Teitsson
Sigurlaug Magnúsdóttir
uppeldis- og frændsystkini.
5. mars. Drengur. Þyngd 3.410 gr.
Lengd 50 sm. Foreldrar: Eva Björk
Sigurðardóttir og Rene Jenke,
Búðardal. Ljósmóðir: Lára Dóra
Oddsdóttir.
9. mars. Drengur. Þyngd 3.590 gr.
Lengd 50 sm. Foreldrar: Soffía Sóley
Þráinsdóttir og Ragnar Ólason,
Kjalarnesi. Ljósmóðir: Elísabet Harles/
Jóhanna Rut Hafsteinsdóttir.
Getir þú barn þá
birtist það hér,
þ.e.a.s. barnið!
www.skessuhorn.is