Skessuhorn - 11.03.2015, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 2015
Krossgáta Skessuhorns
Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að spreyta sig á að
leysa. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/
in á netfangið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan
15 á mánudögum. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvu-
pósti sendi lausnir á Kirkjubraut 56, 300 Akranesi (at-
hugið að póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstu-
degi). Dregið verður úr réttum innsendum lausnum
og fær vinningshafinn bókagjöf frá Skessuhorni.
38 lausnir bárust við krossgátu í blaðinu í síðustu
viku. Lausnarorðin voru: „Siðirnir sæma manninn.“
Vinningshafi er: Árni Jónsson, Skúlagötu 5 Borgar-
nesi. mm
Drykkja
Berja
Uggar
Lík
Kusk
Fas
Fólk
Upphr.
Eimur
Erindi
Á fæti
For
Gjald
Sleit Getur
Ódeigur
Gríp
Glundur
Rekald
Vor-
hret
Lesa Snemma
Bolta
Skop
Skánin
Tvíhlj.
Daprast
And-
stæður
Þeyr
15 4 10
Rimla-
kassi
Starfa
Haf
Nægu
Brögð
Flenna
Þykkni
Hópur
8 Vafi
Rugga
Veltust
Læsa
Nabbi
2
Upphaf
Óreiða
Berg-
mál
Ískur
Kyn
Espað
Snuð
Slurkur
Dallur
5 Sér-
hljóðar
Féll
Hættan
Læti
Samhlj.
Étandi
Gleði
13
Svif
Samhlj.
Nálægt
Móðan
Hljóð-
færi
Spurn
14 500
Frí-
stund
17 Slota
Vandar
sig
Finna
leið
Ikt
Vesæll
Riða
Lögur
3 9
Söngl Harmar
Lúga
Ánægð
Missa
Vargur
Gróður
Stunur
Bura
Laggott
Amstur
12
Hyggja
7 Núna
Hress
16 Ein
Áa
Áhald
1
50
Á reikn-
ingi
Tæja
Óska
Suddi
Reykur
Tvenna
Gæði
Svar
Óvana
11
Ella
Van-
rækti
6
1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17
Ásbjörn Egilsson frá Mávavatni í
Reykhólasveit vinnur nú að meist-
araverkefni sínu í byggingaverk-
fræði við Háskóla Íslands. Hann
hlaut á dögunum styrk úr Orku-
rannsóknasjóði Landsvirkjunar
að verðmæti 600 þúsund krónur,
en styrkir eru meðal annars veitt-
ir efnilegum nemum sem stunda
meistaranám á sviði orku- eða
umhverfismála. Við styrkumsókn
þurfti Ásbjörn að gera grein fyr-
ir lokaverkefni sínu sem fjallar um
virkjun Múlaár í Gilsfirði í Reyk-
hólasveit.
„Mitt verkefni er frumathugun á
virkjunarmöguleikanum, sem felst
m.a. í að finna hagkvæmustu út-
færslu virkjunar út frá mögulegum
stíflustæðum, miðlun og rennsli til
virkjunar. Einnig mun ég rannsaka
tengingu við raforkuflutningskerf-
ið á Vestfjörðum, gera arðsemis-
útreikninga fyrir líftíma virkjun-
arinnar og meta umhverfisáhrif,“
segir Ásbjörn.
Aðspurður um ástæður þess að
virkjun Múlaár varð fyrir valinu
sem umfjöllunarefni kveðst hann
hafa haft spurnir af því að virkj-
unarmöguleiki þar hafi áður verið
skoðaður. „Athuganir voru gerðar á
virkjun árinnar í kringum 1950 og
rennsli mælt á 25 ára tímabili, frá
1954 - 1979. Þetta er vel afmarkað
viðfangsefni auk þess sem gögn um
rennsli og fleira eru til, það er mik-
ill kostur. Svo skemmir ekki fyrir að
þetta er í minni heimasveit. Þar er
engin virkjun og það nú einu sinni
þannig að á Vestfjörðum er lægsta
afendingaröryggi raforku á land-
inu og framleiðsla í landshlutanum
annar ekki eftirspurn,“ segir Ás-
björn.
Múlaá er blanda af dragá og lindá
sem þýðir að vatnsrennsli er nokk-
uð stöðugt allt árið um kring, minni
munur á vetri og sumri en tíðkast
í hreinum dragám, sem myndast
þegar lækjarsytrur sækja í sameig-
inlegan farveg. Ásbjörn segir það
mikinn kost að rennsli sé stöðugt,
það minnki þörf á miðlunarlónum.
Virkjunin yrði á hálft til eitt mega-
watt að stærð og ætti að geta fram-
leitt á bilinu tvær til fjórar mega-
wattstundir á ári. „Ég á reyndar eft-
ir að vinna betur í útreikningum á
framleiðslugetunni, þess vegna eru
tölurnar ekki nákvæmari en þetta,“
segir Ásbjörn.
Þó verkefnið sé vel á veg komið
segist hann enn eiga fyrir höndum
töluverða rannsóknar- og gagna-
vinnu og þar mun styrkurinn koma
að góðum notum. Ásbjörn vill þó
taka fram að styrkurinn sé í ekki
bundinn beinlínis við verkefnið.
„Þetta er í raun bara námsstyrkur,
ég lýsti verkefninu í umsókninni
en þurfti ekki að gera grein fyr-
ir kostnaðaráætlun. Engu að síð-
ur verður styrknum að hluta varið
í lokaverkefnið. Ég þurfti til dæmis
að greiða fyrir vinnu við kortagerð
af svæðinu og svo kosta öll ferða-
lögin bæði tíma og peninga. Ég er
búinn að fara einu sinni á staðinn
og þyrfti fara þangað fljótlega aftur
og svo að minnsta kosti einu sinni
til viðbótar þegar það er orðið snjó-
laust,“ segir hann að lokum.
kgk
Föstudagskvöldið 13. mars kl.
20:30 heimsækja Heimismenn úr
Skagafirði, Akurnesinga. Verð-
ur boðið upp á fjölbreytta söng-
og skemmtidagskrá eins og þeim
er einum lagið. Einsöngvarar með
kórnum eru kórfélagarnir Ari Jó-
hann Sigurðsson og Einar Hall-
dórsson. Sérstakur gestur verður
söngvarinn Þór Breiðfjörð. Efnis-
skráin samanstendur af þekktum
karlakórslögum, sjómannalögum
og dægurlögum. M.a. á hinn ný átt-
ræði Elvis Presley tvo eðal “stand-
arda” á dagskránni. Möguleiki er
á því að fleiri óvæntir gestir stígi á
stokk. Stjórnandi kórsins er Sveinn
Arnar Sæmundsson og undirleikari
er Thomas R. Higgerson. Forsala
aðgöngumiða er í verslunni Bjargi,
við Stillholt á Akranesi.
Daginn eftir syngja Heimismenn
tvenna tónleika í Langholtskirkju
þar sem heiðursgestur verður hinn
frábæri stúlknakór Graduale No-
bili undir stjórn Jóns Stefánsson-
ar. Stúlkurnar héldu glæsilega tón-
leika í Miðgarði s.l. sumar, þar sem
uppistaða söngskrárinnar voru lög
sem karlakórar hafa til þessa þóst
eiga „einkarétt“ á. Fengu Heimis-
menn að syngja með þeim nokkr-
um lögum og endurgjölda nú heið-
urinn. Miðasala á þessa tónleika er
á midi.is.
-fréttatilkynning
Áfengisfrumvarpið svokallaða var
afgreitt út úr allsherjar- og mennta-
málanefnd Alþingis um síðustu
mánaðamót og mun það því koma
til umræðu í þinginu. Styrr hefur
staðið um málið í áraraðir og var
þess vænst að málið yrði „svæft“ á
þessu þingi, en það hefur verið fast
í nefndinni um nokkurt skeið. At-
hygli vekur að undir nefndarálitið
sem fylgdi málinu skrifuðu einung-
is tveir aðalmenn af níu í nefndinni.
Guðbjartur Hannesson, þingmaður
Samfylkingarinnar í Norðvestur-
kjördæmi og nefndarmaður í alls-
herjar- og menntamálanefnd vakti
athygli á málinu á þingi undir liðn-
um fundar-
stjórn for-
seta, þegar
ljóst var að
málið yrði
afgreitt úr
nefndinni.
Guðbjart-
ur sagði að
setið hefði
verið um
það í nefnd-
inni að taka
málið á
dagskrá og
a f g r e i ð a
það það-
an út þeg-
ar ákveðnir
aða lmenn
væru ekki
til staðar.
Þar var fjar-
vera Elsu
Láru Arnardóttur alþingismanns
Framsóknar í Norðvesturkjördæmi
tilgreind, en Elsa Lára hefur verið
á móti sölu áfengis í matvöruversl-
unum.
Foreldrasamtök gegn áfengisaug-
lýsingum eru í hópi fjölmargra sem
lýst hafa einarðri afstöðu gegn sölu
áfengis í matvöruverslunum. Þau
lýsa yfir furðu sinni á þessum fram-
gangi málsins á Alþingi. Foreldra-
samtökin skora á alla þingmenn,
sem láta sig málefni barna og ung-
menna varða, að fella þetta frum-
varp. Í því felist raunverulegir hags-
munir barna og ungmenna í land-
inu en ekki ítrustu viðskiptahags-
munir eins frumvarpið um „Bón-
usvæðingu“ áfengis gerir ráð fyrir.
Miskunnarlaust
frumvarp
Meðal þeirra sem tjáð hafa sig um
málið er Kári Stefánsson, læknir og
forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Hann segir áfengisfrumvarpið mis-
kunnarlaust og verði það samþykkt
verði það á kostnað angistar þeirra
sem eigi erfitt með að halda sig frá
því. Það sé
mjög ljótt.
Þetta kom
fram í við-
tali við Kára
í Morgun-
b l a ð i n u .
Kári lýsir
sig alfarið
andsnúinn
á f e n g i s -
frumvarp-
inu og seg-
ir að í því
sé reynt að
halda því
fram að
áfengi sé
ekki hættu-
legt en
staðreynd-
in sé engu
að síður sú
að 12,5%
þjóðarinnar búi við verri hag en ella
vegna þess, séu ýmist alkahólist-
ar eða skyldmenni alkahólista. „Þá
á sama tíma og öllum er þetta ljóst
þá leggur hópur þingmanna til að
við seljum alkóhól í matvörubúð,
vitandi það að löngunin í alkóhól
tengist oft lönguninni í mat. Alkó-
hólistinn sem hefur tilhneigingu til
að falla þarf ekki annað en að rétta
út höndina til að ná í brennivín þeg-
ar hann verslar í matinn,“ segir Kári
Stefánsson. mm
Taka afstöðu gegn sölu
áfengis í matvöruverslunum
Karlakórinn Heimir
í Tónbergi
Ásbjörn Egilsson, meistaranemi í bygg-
ingaverkfræði.
Hlaut styrk til að kanna hag-
kvæmni virkjunar í Múlaá