Skessuhorn


Skessuhorn - 11.03.2015, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 11.03.2015, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 2015 Hestamannafélagið Glaður í Döl- um hélt sitt árlega töltmót 28. febrúar sl. í Nesoddareiðhöllinni. Er þetta annað mót Glaðs í vet- ur en 13. febrúar fór fram keppni í Smala. Töltmótið er eina mót- ið hjá Glað sem fullorðnir skiptast í kvenna- og karlaflokk og hefur það mælst ágætlega fyrir að brjóta keppnishaldið upp með þessum hætti. Heilmikil dagskrá er fram- undan hjá félaginu en reiðnám- skeið eru í fullum gangi og hvert mótið á fætur öðru. Randi Holaker frá Skáney er búin að koma tvær helgar og kenna og á eftir að koma tvisvar enn. Á námskeiðin kem- ur fólk á öllum aldri og alltaf troð- fullt sem er gleðilegt. Næsta mót Glaðs er þrígangur í Nesoddareið- höllinn sem fer fram 21. mars og þá eru líka Hestadagar og mun félagið bjóða alla velkomna á félagssvæðið og vera með dagskrá í tilefni Hesta- daga, nánar kynnt síðar. Eins og síðustu ár er liðakeppni haldin sem spannar fimm mót félagsins og eftir tvö mót hefur lið- ið norðan Fáskrúðar tekið tölu- verða forystu með 84 stig en Búð- ardalsliðið er með 64 stig og sveit- in sunnan Fáskrúðar með 10 stig. Glaður heldur úti öflugum vef sem er mjög virkur, gladur.is og eru þar allar upplýsingar um dagskrá, nið- urstöður móta og starfsemi félags- ins. ss Helstu úrslit í töltmótinu voru: Kvennaflokkur 1 Sjöfn Sæmundsdóttir, Lukka frá Lindarholti, 5,33 2 Svanhvít Gísladóttir, Þorri frá Lindarholti, 5,00 H 3 Svala Svavarsdóttir, Frami frá Hvítadal, 5,00 H 4 Heiðrún Sandra Grettisdóttir, Blævar frá Svalbarða, 4,83 5 Margrét Guðbjartsdóttir, Þór frá Miklagarði, 4,67 Karlaflokkur 1 Skjöldur Orri Skjaldarson, Fjöl frá Búðardal, 5,83 2 Þórarinn Birgir Þórarinsson, Ár- vakur frá Litlu-Tungu II, 5,17 H 3 Valberg Sigfússon, Rán frá Stóra- Vatnshorni, 5,17 H 4 Eyþór Jón Gíslason, Werner frá Vatni, 5,00 5 Gilbert Hrappur Elísson, Búbót frá Norður-Hvammi, 4,83. Ungmennaflokkur Hrönn Jónsdóttir, Næk frá Mikla- garði, 4,50. Unglingaflokkur 1 Laufey Fríða Þórarinsdóttir, Skutla frá Hvítadal, 5,50 2 Einar Hólm Friðjónsson, Glói frá Króki, 4,33. Barnaflokkur 1 Birta Magnúsdóttir, Baldur Bald- urss frá Búðardal, 4,00 2 Brynja Hólm Gísladóttir, Þrymur frá Melabergi, 2,50 Pollar: Aron Mimir Einarsson, Sleipnir frá Hróðnýjarstöðum Björn Kalman Þorgils Inguson, Fönix frá Breiðabólsstað Þórarinn Páll Þórarinsson, Skjól- bakur frá Hvítadal. Samkomulag hefur náðst milli stjórn- valda og heildarsamtaka vinnumark- aðarins um hvernig framlög úr rík- issjóði til starfsendurhæfingarsjóða skuli háttað. Þetta samkomulag mun því binda enda á þá óvissu sem hópar sem standa utan vinnumarkaðar hafa þurft að sæta um þjónustu hjá VIRK- starfsendurhæfingarsjóði. Samkomu- lagið tryggir að öllum sem á þurfa að halda er nú tryggð atvinnutengd starfsendurhæfing til að verða virk- ir á vinnumarkaði. Félags- og hús- næðismálaráðherra mun fá fulltrúa í stjórn VIRK. Hannes G. Sigurðsson, formað- ur stjórnar VIRK segir það mjög ánægjulegt að aðilar vinnumarkað- arins og ríkisstjórnin taki höndum saman um að tryggja öllum starfs- endurhæfingu því það sé ávísun á betri vinnumarkað. Fólk sem hafi lokið starfsendurhæfingu sé dýrmætt fyrir atvinnulífið því kraftar þess geti nýst vel. Óvænt áföll vegna veikinda eða slysa setji oft strik í reikninginn en VIRK hjálpi fólki að bæta líf sitt, nýta styrkleika sína og komast út á vinnumarkaðinn á ný. mm Fyrir hönd Grunnskólans í Borgar- nesi þakka ég öllum þeim sem tóku þátt í að gera Gleðileikana 2015 að veruleika. Það er ómetanlegt fyr- ir skólann okkar að vinna með for- eldrum og öllu þessu frábæra fólki sem tók á móti unglingunum okk- ar í síðustu viku. Hér í skólanum eru brosandi unglingar og ég veit að hrósboxin eru verðmæti. Mörg fyrirtæki styrktu Gleðileikana með framlögum eða lánuðu starfsmenn sem tóku að sér hópstjórn. Það er ekki annað hægt að segja en að mál- tækið „Það þarf heilt þorp til að ala upp barn“ sé hafið til vegs og virð- ingar í samfélaginu okkar með Gleðileikunum. Grunnskólinn í Borgarnesi er samfélag og vinnustaður rúm- lega 370 einstaklinga sem deila lífi og leik á hverjum skóladegi. Gildi skólans sjálfstæði – ábyrgð – virðing og samhugur eiga að endurspeglast í daglegum athöfnum okkar. Það er mikilvægt að sýna umhverfi, sam- ferðafólki og ekki síst sjálfum sér virðingu og taka ábyrgð á gjörðum sínum og vali. Þannig getur maður bæði treyst á eigið sjálfstæði og sýnt öðrum samhug í verki. Einkunnar- orð Gleðileikana eru einmitt sjálf- stæði, samvinna og gleði. Það er mikilvægt að allir sem tengjast skólanum upplifi sig vel- komna inn í það samfélag sem skól- inn er. Skólinn okkar er ekki eyland heldur lifandi, virkur og skapandi vettvangur innan Borgarbyggðar og allir eru velkomnir að taka þátt og móta starfið. Það er því mikils virði þegar foreldrar koma inn í skóla- starfið með Gleðileikana nú annað árið í röð og brjóta upp skólastarfið í samvinnu við kennara, starfsfólk og ekki síst nemendur. Virkt og skapandi samfélag er samfélag sem fóstrar virka og skap- andi hugsun og bíður upp á um- hverfi sem hvetur til þátttöku og félagslegrar virkni á milli ein- staklinga og hópa. Það er einmitt þannig sem ég sé fyrir mér skóla- samfélagið í Borgarbyggð þróast. Gleðileikarnir eru sannarlega einn af þeim sprotum sem við þurfum að vökva á þeirri vegferð. Kærar þakkir til foreldrafélags Grunnskólans í Borgarnesi og allra þeirra sem tóku þátt í samfélags- verkefninu Gleiðileikarnir 2015. Signý Óskarsdóttir Skólastjóri Grunnskólans í Borgarnesi. Opnuð hefur verið ný vefsíða um franska lækninn, leiðangursstjórann og heimskautafarann Jean-Baptiste Charcot (1867 – 1936) sem endaði ævi sína úti af Mýrum þegar leiðang- ursskipið Pourquoi pas? fórst. Ferðir vísindamannsins voru hágæða rann- sóknaleiðangrar í Suður- og Norð- urhöfum á fyrri hluta síðustu aldar, þar sem fjölda sýna var aflað. Niður- stöður þeirra rannsókna birtust í fjöl- mörgum tímaritsgreinum og bókum. Charcot og áhöfn hans á rannsókna- skipinu Pourquoi-pas? voru því nán- ast í samskonar rannsóknum eins og kennarar og nemendur við Háskóla Ísland eru í dag. „Það er því við hæfi að minnast þessa merkilega manns, áhafnar hans og rannsóknaskipsins Pourquoi pas?, sem fórst við Íslands- strendur, með fjölbreytilegum hætti, m.a. með þessari heimasíðu,“ segir í tilkynningu vegna opnunar nýju vef- síðunnar. Vefsíðan, sem er á íslensku og frönsku, er hluti af hinu svokallaða Charcot-verkefni sem var hleypt af stokkunum árið 2005, en þá hófst undirbúningur viðburða í tilefni að árið 2006 voru sjötíu ár liðin frá því franska rannsóknarskipið Pourquoi- Pas? fórst. Þá var haldin ráðstefna um Charcot í Háskóla Íslands. Í árs- byrjun 2007 var viðamikil sýning um hann og leiðangra hans opnuð í Þekkingarsetri Suðurnesja í Sand- gerði og síðan hafa fyrirlestrar um Charcot og vísindalega arfleifð verið haldnir árlega í samstarfi Háskóla Ís- lands og Alliance française í Reykja- vík. Meðal fyrirlesara má nefna Jean-Christophe Victor, frá frönsku Heimskautastofnuninni og Anne- Marie Vallin-Charcot, dótturdóttur Charcots. Sjá nánar á http://charcot.is/ mm Dag ur í lífi... Háskólanema Nafn: Birkir Guðmundarson Starfsheiti/fyrirtæki: Nemi við Háskóla Íslands. Fjölskylduhagir/búseta: Ein- hleypur með tímabundna búsetu í foreldrahúsum. Áhugamál: Allt milli himins og jarðar. Alls kyns íþróttir (jafnt iðk- un sem áhorf) og þjóðmálin eru þó líklega efst á baugi. Vinnudagurinn: Fimmtudagur- inn 5. mars. Klukkan hvað vaknaðirðu og hvað var það fyrsta sem þú gerðir? Ég vaknaði kl. 6:40 þegar vekjaraklukkan glumdi og við tók erfiða barátta við snooze-takkann. Þegar þeirri baráttu loksins lauk um kortéri síðar, skellti ég mér í sturtu. Hvað borðaðirðu í morgunmat? Ég drakk eitt Hámark áður en ég fór af stað og fékk mér svo skál af hafragraut í fyrsta hléi í skólan- um. Hvenær fórstu til vinnu og hvernig? Ég ók af stað kl. 7:20 og var mættur rétt áður en fyrsti tími hófst kl. 8:20. Hvað varstu að gera klukkan 10? Þá var hlé og fékk ég mér einn kaffibolla af því tilefni. Hvað gerðirðu í hádeginu? Ég var búinn snemma í skólanum þennan daginn og fór í hádegis- verð á Galito með félögunum. Hvað varstu að gera klukkan 14? Þá var ég mættur á Bókasafn Akraness að læra. Hvenær hættirðu og hvað var það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? Ég tók mér kvöldmat- arpásu en hætti svo ekki að læra fyrr en um 22:30 – nóg að gera þessa dagana. Hvað var í kvöldmat og hver eldaði? Mamma, sem er frábær kokkur, bauð upp á dýrindis kjúk- lingarétt. Hvernig var kvöldið? Kvöldinu var eytt í Svöfusal á bókasafninu. Þegar ég svo stóð upp frá bókun- um og fór heim tók við smá sjón- varpsgláp þar til svefninn loks kall- aði um miðnætti. Hvað stendur upp úr eftir dag- inn? Heilt yfir frekar tíðindalítill dagur og satt að segja ekkert sem upp úr stóð í þetta skiptið. Hannes G. Sigurðsson formaður stjórnar VIRK, Eygló Harðardóttir félags- og hús- næðismálaráðherra og Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra. Öllum tryggð atvinnutengd starfsendurhæfing Takk fyrir að vera með í virku og skapandi samfélagi! Pennagrein Vefsíða opnuð um franska vísindamanninn Charcot Fjölbreytt starf Glaðs í Dölum Efstu konur fengu verðlaunapeninga. Verðlaunaafhending í karlaflokki.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.