Skessuhorn


Skessuhorn - 11.03.2015, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 11.03.2015, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 2015 Mikil fjölgun vetrargesta hjá Landnámssetrinu Nú í vetur virðast ætla að verða vatnaskil hjá mörgum sem stunda ferðaþjónustu á Vesturlandi. Ferðaþjónustutíminn sem áður var fyrst og fremst yfir sumarmánuð- ina er farinn að vara allt árið um kring. „Við höfum orðið að fjölga starfsfólki mikið í vetur. Þetta er þá lausráðið fólk í hlutastörfum sem við köllum inn þegar þarf. Hér var venjulega aðeins einn starfs- maður í veitingasölu í matsalnum yfir veturinn en nú eru þau alltaf minnst þrjú þar. Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt,“ segir Ás- laug Þorvaldsdóttir rekstrarstjóri Landnámsseturs Íslands í Borgar- nesi í samtali við Skessuhorn. Rekstrarumsvif nánast eins og um sumar- tímann Stóraukinn straumur ferðamanna yfir vetrartímann skilar sér vel inn í rekstur Landnámssetursins. „Við höfum verið að kaupa inn hrá- efni í matargerð hér á veitinga- staðnum nú í vetur eins og á góðu sumri. Við höfum alltaf dregið úr rekstrinum yfir vetrarmánuðina, skipt úr sumarmatseðli yfir í ein- faldan vetrarmatseðil og þar fram eftir götunum. Nú í vetur höfum við hins vegar haft sumarmatseð- ilinn áfram. Það hefur hvorki gef- ist tími né heldur að sjálfsögðu til- efni til að taka upp vetrarmatseðil. Ferðamannatímabilið er farið að vara allt árið. Hér eru oftast tvær til þrjár rútur fyrir utan í hádeg- inu,“ segir Áslaug. „Vetrarferðamennskan er tví- mælalaust að skila sér hingað til okkar hér í Borgarnesi. Við Íslend- ingarnir erum stundum að vor- kenna ferðafólki þegar það er alltaf svona vont veður en þetta finnst því algert ævintýri að lenda í. Svo ger- ist það líka að ef það er vont veður þá staldra ferðamennirnir lengur við hér í Borgarnesi og hjá okkur heldur en ella. Þau versla og skoða sig um. Síðan er það orðið þann- ig nú að ef vindhraðinn fer upp í 30 metra á sekúndu þá er rútu- bílstjórunum hreinlega bannað að aka vegina svo sem undir Hafnar- fjalli. Þá heldur margt ferðafólk til hér í Borgarnesi á meðan það bíð- ur eftir að það lægi. Svo eru það ferðalangar sem koma hingað á eigin bílum. Við reynum að ráða þeim heilt ef það er tvísýnt um veður og færð. Eiríkur Þór Theó- dórsson sem er í móttökunni hjá okkur er björgunarsveitarmaður og hann lætur sér annt um velferð ferðalanganna sem hingað koma - að þau rati nú ekki vandræði,“ seg- ir Áslaug og brosir. Betur má ef duga skal Ein tegund vetrarferðamennsk- unnar eru norðurljósaferðirnar. Oft má sjá mikil norðurljós yfir Vesturlandi um vetrartímann enda lítið um truflanir frá rafljósum þar. Fararstjórar og ferðaskrifstofur eru meðvitaðir um þetta. „Svokall- aðir norðurljósahópar koma hing- að tvisvar í viku. Þeir koma í tvö skipti hver hópur, fyrri daginn í hádegismat og seinni daginn til að skoða sýningarnar hér. Þetta fólk gistir þá einhvers staðar hér í hér- aðinu en kemur svo í Borgarnes. Svo eru það hópar sem sem fara með mjög skömmum fyrirvara út frá höfuðborgarsvæðinu á kvöld- in ef von er á að norðurljós sjáist. Þá hringja fararstjórarnir kannski í okkur klukkan 18 á kvöldin og vilja fá mat fyrir fólk klukkan 22. Þetta vitum við aldrei um fyrirfram. Þarna eru kannski á bilinu 10 – 40 manns á ferðinni í einu,“ segir Ás- laug. Hún telur að betur megi gera í vetrarferðamennskunni sem sé komin til að vera. „Það sem þarf að gera er að hafa opið á fleiri stöð- um yfir vetrartímann. Ferðafólkið verður að geta komist inn á fleiri stöðum úti á landsbyggðinni. Það skortir svolítið á þetta hér hjá okk- ur ennþá.“ mþh Áslaug Þorvaldsdóttir rekstrarstjóri Landnámsseturs Íslands í Borgarnesi. Stefnt að byggingu kalkþörungaverksmiðju í Stykkishólmi Stykkishólmsbær, írska fyrirtækið Marigot Ltd sem á Íslenska kalk- þörungafélagið á Bíldudal, og Matís hafa undirritað samkomu- lag sem miðar að því að efla at- vinnulíf við Breiðafjörð. Verk- efnið lýtur að aukinni virðissköp- un með frekari nýtingu stórþör- unga við Breiðafjörð í nýju iðn- fyrirtæki, Deltagen Iceland ehf. Því er áætlar að reisa verksmiðju í Stykkishólmi. Gangi þær áætl- anir eftir má gera ráð fyrir að starfsemi Deltagen Iceland muni skapa 15 ný heilsársstörf og hefja starfsemi síðla árs 2016. Marigot hefur keypt 60% hlut í vinnslu- hluta starfsemi nýsköpunarfyrir- tækisins Marinox ehf. sem var al- farið í eigu Matís og tveggja lyk- ilstjórnenda þar. Um er að ræða þann hluta fyrirtækisins sem held- ur utan um rannsóknir og vinnslu verðmætra hráefna úr hafinu, þang og þara. Með samkomu- lagi aðilanna þriggja er ætlunin m.a. að stuðla að nýjum tækifær- um á sviði menntunar, rannsókna og nýsköpunar í sveitarfélaginu á grundvelli vísindastarfs og þarfa iðnaðarins. Gangi allar áætlanir eftir mun Deltagen Iceland reisa og reka nýja verksmiðju í Stykk- ishólmi þar sem unnir verða há- gæða þörungakjarnar til útflutn- ings. Í tilkynningu vegna samkomu- lagsins segir að sjálfbær nýting þangs og stórþörunga við Breiða- fjörð sé grundvöllur samstarfsins. Rannsóknir bendi til að sjálfbær ávöxtun auðlindarinnar sé tals- vert meiri en sem nemur núver- andi nýtingu. Í samkomulaginu er tekið fram að ávallt verði gætt að varúðarsjónarmiðum við sér- hverja framkvæmd sem fyrirhug- uð starfsemi mun krefjast, enda eru þau grundvöllur sjálfbærrar þróunar á nýtingu lífrænna auð- linda. Vilja taka þátt í frekari atvinnuuppbygginu Einar Sveinn Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Íslenska kalkþör- ungafélagsins og fulltrúi Marigot hér á landi, segir að með stofn- un Deltagen Iceland horfi Mari- got til mögulegs framtíðarvaxtar í starfsemi sinni á Íslandi og gangi þessar áætlanir eftir verður verk- smiðjan í Stykkishólmi reist gagn- gert með markmið starfseminn- ar í huga. „Við horfum til Stykk- ishólms vegna fullnægjandi og nauðsynlegra innviða í bæjarfélag- inu, tiltæks vinnuafls og nálægð- ar við hráefnið. Þetta er einnig skýrt merki um áhuga Marigot á því að taka þátt í frekari atvinnu- uppbyggingu á Íslandi,“ segir Ein- ar Sveinn. Fagnar atvinnusköpun Sturla Böðvarsson bæjarstjóri í Stykkishólmi kveðst fagna þessu spennandi samkomulagi sem hef- ur að markmiði að skapa fleiri störf og auka fjölbreytni atvinnu- lífsins á svæðinu. „Miðað við áætl- anir myndi verksmiðjan sjálf skapa 15 ársverk undir fullum afköstum auk starfa við þangslátt og söfnun, þróunar- og tæknivinnu auk ann- arra afleiddra starfa sem eru okk- ur í Stykkishólmi mikilvæg bú- bót í frekari atvinnuuppbyggingu. Bæjaryfirvöld eru núna að vinna í nauðsynlegum skipulagsmálum sem snúa að verkefninu, sem við vonum að gangi eftir. Fyrirhugað- ur iðnaður þyrfti m.a. að hafa bein- an aðgang að góðri hafnaraðstöðu fyrir allstór flutningaskip og til að landa þangi úr flutningaprömm- um og skipum sem flytja þang frá sláttuprömmum á Breiðafirði. Við munum skoða þetta verkefni með stjórnvöldum,“ segir Sturla. Fellur vel að megin- hlutverki Matís „Við fögnum þessu samkomu- lagi og lítum björtum augum til þeirra spennandi tækifæra sem samstarfið mun vonandi leiða af sér. Matís hefur í gegnum tíðina skapað sér öflugt orðspor á vett- vangi rannsókna og nýsköpunar í matvælaframleiðslu og líftækni. Aðkoma okkar að starfsemi Deltagen Iceland verður í gegn- um starf vísindamanna Matís þar sem mikil þekking er til staðar á vannýttum afurðum á borð við þang og þara. Með því að styðja við nýsköpun starfsmanna Mat- ís með þessum hætti erum við að stuðla að nauðsynlegum hvata til að þróa hugmyndirnar áfram og búa til verðmætar vörur og efla þannig íslenskt atvinnulíf. Það er í raun eitt meginhlutverk Matís,“ segir Friðrik Friðriksson, stjórn- arformaður Matís. þá Friðrik Friðriksson frá Matís, Sturla Böðvarsson bæjarstjóri og Einar Sveinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslenska kalkþörungafélagsins og fulltrúi Marigot, handsala samkomulagið. Vetrarstilla í Stykkishólmi. Ljósm. Eyþór Ben

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.