Skessuhorn


Skessuhorn - 11.03.2015, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 11.03.2015, Blaðsíða 9
9MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 2015 Máttur kvenna í útrás til Tansaníu Háskólinn á Bifröst vinnur nú að því viðamikla mennta- og þró- unarverkefni að flytja námskeið- ið „Máttur kvenna“ út til Afríku. Í fyrsta fasa verður efnalitlum kon- um í þorpinu Bashay í Norður- Tansaníu veitt ókeypis menntun. Markmiðið er að búa þær tækjum til að koma auga á viðskiptatæki- færi í nærumhverfi sínu og færni til að koma þeim í framkvæmd. Verk- efnið var kynnt síðastliðinn föstu- dag á opnum fundi í húsakynn- um Háskólans á Bifröst í Reykja- vík. Um leið var félagið Women Power stofnað en það mun í sam- starfi við Háskólann á Bifröst reka verkefnið. Nærri þúsund íslenskar konur hafa numið í námskeiðinu Mátt- ur kvenna sem Háskólinn á Bifröst hefur haldið úti í áratug en því er ætlað að skóla konur til aukinnar þátttöku í nýsköpun og atvinnu- uppbyggingu. „Háskólinn á Bif- röst telur sig ekki aðeins bera sam- félagslega ábyrgð í heimabyggð heldur einnig í heimsbyggð. Nú þegar áratugar reynsla er komin á þessa aðferð viljum við veita fleir- um álíka tækifæri og aðlaga verk- efnið að háttum heimamanna í Afríku,“ segir í tilkynningu. Samkvæmt nýrri skýrslu Ox- fam á eitt prósent jarðarbúa nálega helming auðs veraldar og tuttug- asti hluti á 95% eignanna. Því mið- ur er fátækt enn útbreidd eins og raunin er víða í Afríku. En rann- sóknir sýna að í baráttunni gegn fátækt bítur menntunin best – með menntun fær fólk tæki til að berj- ast úr örbirgð til bjargálna. mm Þau komu fram á kynningarfundi sem haldinn var á vegum Háskólans á Bifröstu um verkefnið í síðustu viku. F.v. Eiríkur Bergmann, Restituta Joseph, Elísabet Ólafsdóttir og Magnús Árni Magnússon. Hraðþjónustu- námskeið Í Arion banka Borgarnesi ��. mars Á námskeiðinu fer starfsfólk okkar yfir möguleika Arion appsins, netbankans og hraðbankanna og hvernig hægt er að nýta þessar þjónustuleiðir sem best til að bæta yfirsýn, spara tíma og sækja þá þjónustu sem hentar. Námskeiðið fer fram í útibúi bankans og stendur yfir milli kl. �� og ��. Gott er að koma með sína eigin tölvu og síma en á staðnum verða einnig í boði nokkrar tölvur sem hægt verður að nota. Ekki þarf að skrá sig á námskeiðið – allir viðskiptavinir velkomnir. RARIK ohf • Dvergshöfða 2 • 110 Reykjavík • Sími 528 9000 • www.rarik.is Rafvirki í Borgarnesi Starfssvið Almenn störf við dreifikerfi fyrirtækisins Nánari upplýsingar veita Sturla Rafn Guðmundsson, deildarstjóri framkvæmdadeildar á Vesturlandi og starfsmannastjóri RARIK í síma 528 9000. Umsóknarfrestur er til 23. mars n.k. og skal skila umsóknum með ferilskrá á netfangið atvinnuumsokn@rarik.is. RARIK ohf. er rekið sem opinbert hlutafélag í eigu ríkisins. Hlutverk RARIK er að dreifa raforku auk þess að afla, dreifa og annast sölu á heitu vatni. Starfsmenn RARIK eru um 200, aðalskrifstofa er í Reykjavík og um 20 starfsstöðvar eru dreifðar vítt og breytt um landið. Hæfniskröfur Sveinspróf í rafvirkjun Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af rafveitustörfum. RARIK óskar eftir að ráða rafvirkja til starfa á starfsstöð fyrirtækisins í Borgarnesi. Hér er um ölbreytt starf að ræða við nýbyggingar, breytingar og viðhald á dreifikerfi RARIK á Vesturlandi. Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.