Skessuhorn


Skessuhorn - 15.04.2015, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 15.04.2015, Blaðsíða 7
7MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 2015 Byggingafræðingur, byggingaiðn- fræðingur eða byggingatæknifræðingur bmvalla.is Umsóknarfrestur er til 24. apríl 2015. Umsóknir skal senda á netfangið: radning@bmvalla.is. Vegna aukinna umsvifa hjá BM Vallá óskum við eftir að ráða starfsmenn til framtíðarstarfa í hönnunardeild á starfsstöð okkar á Akranesi. Veittur verður ferðastyrkur ef starfsmaður býr ekki á Akranesi. PI PA R \ TB W A • S ÍA • 1 51 70 7 Starfssvið: Vinna í tæknideild fyrirtækisins. Vinna við hönnun forsteyptra eininga og burðarvirkis. Gerð verkteikninga fyrir framleiðslu- deild ásamt öðrum störfum sem til falla. Samskipti við viðskiptavini vegna verkefna o.fl. Menntun og hæfniskröfur: Byggingatæknifræðingur, byggingafræðingur eða bygginga- iðnfræðingur. Reynsla af tölvuteikningum nauðsynleg. Góð tölvukunnátta og reynsla í notkun Autocad, Revit, Excel og Word. Áhugi á byggingariðnaði og tengdum sviðum. Metnaður, stundvísi, samviskusemi og reglusemi. Góð mannleg samskipti og þjónustulipurð. Háskólinn á Hólum Hólaskóli - Háskólinn á Hólum Hólum í Hjaltadal 551 Sauðárkrókur Sími 455 6300 holaskoli@holar.is www.holar.is Hagnýtt háskólanám • Ferðamálafræði • Viðburðastjórnun • Fiskeldisfræði • Reiðmennska og reiðkennsla Tækifærin eru í okkar greinum w w w .h ol ar .i s n ýp re n t 0 3 /2 0 15 Háskólasamfélag með langa sögu Hólar í Hjaltadal er í senn mikill sögustaður og útivistarparadís. Háskólinn á Hólum er lítill en öflugur háskóli sem sinnir kennslu og rannsóknum á sviði ört vaxandi atvinnugreina. Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Tómstund, Borgarnesdeild íþrótta- og tómstundaskóla Borgarbyggð- ar, var flutt í dymbilviku á nýjan stað. Héðan í frá verður starfsem- in á yngsta stigi í Grunnskólanum í Borgarnesi. „Allt verður þó með óbreyttu sniði er viðkemur þjón- ustu við börnin. Nema að rýmra er um alla starfsemi og foreldrar sækja börnin sín í grunnskólann, en ekki við Skallagrímsvöll líkt og áður,“ segir Sigurður Guðmundsson tóm- stundafulltrúi Ungmennasambands Borgarfjarðar í samtali við Skessu- horn. „Reyndar er tilvalið fyrir for- eldra að leggja fyrir neðan og skot- tast upp stigann hjá gamla Skjólinu upp í Grunnskóla, eða himnastig- ann hjá Tónlistarskólanum,“ bætir hann við. Töluverðar breytingar voru gerðar á eftirskólavistun í Borgar- byggð í janúar á þessu ári. Helst má nefna samþættingu íþróttaiðkun- ar ungmenna yngri en tíu ára. Nú eiga foreldrar kost á því að skipu- leggja dag barna sinna með þeim hætti að vinnudegi þeirra ljúki fyr- ir klukkan fimm. „Allt hefur gengið að óskum og fyrsti dagurinn lofar góðu,“ segir Jónína Heiðarsdóttir, forstöðukona Tómstundar í sam- tali við blaðamann sem fékk að líta við og smella myndum af krökkun- um í leik á nýjum stað. eha Tómstund rúmast betur í grunnskólanum Mun rýmra er um krakkana í kaffitímanum á nýja staðnum. Það má segja að margt geti gerst, hér sullast smávegis niður á sama augnabliki og myndin var tekin. Þessir krakkar voru afar einbeittir að teikna og skrifa. Það er að mörgu að hyggja þegar fjöldi barna stundar margar íþróttagreinar og annað tómstundastarf.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.