Skessuhorn


Skessuhorn - 15.04.2015, Side 12

Skessuhorn - 15.04.2015, Side 12
12 MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 2015 Að óska eftir aðildarviðræðum við ESB og leggja kosti og galla aðildar undir dóm þjóðarinnar. Að auka aaheimildir í þorski um 30 til 40 þúsund tonn og leigja þær á frjálsum markaði. Að stöðva útutning á óunnum gámaski, en slíkt myndi skapa ölmörg störf hér á landi. Að auðlindum hafsins verði komið aftur í eigu þjóðarinnar. Að afnema verðtrygginguna við fyrsta tækifæri. Að koma með skýra aðgerðaáætlun um hvernig á að hjálpa skuldsettum heimilum. Þessar vikurnar er þeim að blæða út. Að koma með skýra aðgerðaáætlun um hvernig á að örva og ea atvinnulíð. Að atvinnuleitendum verði heimilt að stunda nám á meðan þeir eru á atvinnuleysisbótum. Að koma okkar sjónarmiðum vegna deilna við Breta vel á framfæri við alþjóðasamfélagið. Að misbjóða ekki þjóðinni með því fá Breta til að sinna hér loftrýmisvörnum á sama tíma og þeir telja okkur vera hryðjuverkamenn. Að skipt verði út stjórnendum í Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu enda virðast þeir aðilar ekki njóta trausts og trúnaðar íslensku þjóðarinnar. Að stórea upplýsingaæði til almennings. Íslenska þjóðin vill vita, hvað er verið að gera - hvað er búið að gera og hvað hyggist þið gera. Að fenginn verði óháður erlendur aðili til að rannsaka hrun bankakersins og þar verði hverjum steini velt við. Að leitað verði allra leiða til að frysta eigur þeirra útrásarvíkinga sem stóðu að útrás bankanna á meðan rannsókn fer fram á hruni bankakersins. Að allir þeir aðilar sem skuldsettu íslenska alþýðu uppí rjáfur á erlendri grundu verði látnir sæta ábyrgð og einnig þeir eftirlitsaðilar sem brugðust sínu hlutverki. Stjórn Verkalýðsfélags Akraness skorar á ríkisstjórn Íslands Stjórn Verkalýðsfélags Akraness www.vlfa.is                Verkalýðsfélag Akraness Sunnubraut 13 | 300 Akranes | Sími 430 9900 | Fax 430 9901 | skrifstofa@vlfa.is Ve kalýðsfélag Akrane s A alfu d r S K E S S U H O R N 2 01 5 www.vlfa.is Að óska eftir aðildarviðræðum við ESB og leggja kosti og galla aðildar undir dóm þjóðarinnar. Að auka aaheimildir í þorski um 30 til 40 þúsund tonn og leigja þær á frjálsum markaði. Að stöðva útutning á óunnum gámaski, en slíkt myndi skapa ölmörg störf hér á landi. Að auðlindum hafsins verði komið aftur í eigu þjóðarinn r. Að afnema verðtrygginguna við fyrsta tækifæri. Að koma með skýra aðgerðaáætlun um hvernig á að hjálpa skuldsettum heimilum. Þessar vikurnar er þeim að blæða út. Að koma með skýra aðgerðaáætlun um hvernig á að örva og ea atvinnulíð. Að atvinnuleitendum verði eimilt að stunda nám á meðan þeir eru á atvinnuleysisbótum. Að koma okkar sjónarmiðum vegna deilna við Breta vel á framfæri við alþjóðasamfélagið. Að misbjóða ekki þjóðinni með því fá Breta til að sinna hér loftrýmisvörnum á sama tíma og þeir telja okkur vera hryðjuverkamenn. Að skipt verði út stjórnendum í Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu enda virðast þeir aðilar ekki njóta trausts og trúnaðar íslensku þjóðarinnar. Að stórea upplýsingaæði til almennings. Íslenska þjóðin vill vita, hvað er verið að gera - hvað er búið að gera og hvað hyggist þið gera. Að fenginn verði óháður erlendur aðili til að rannsaka hrun bankakersins og þar verði hverjum steini velt við. Að leitað verði allra leiða til að frysta eigur þeirra útrásarvíkinga sem stóðu að útrás bankanna á meðan rannsókn fer fram á hruni bankakersins. Að allir þeir aðilar sem skuldsettu íslenska alþýðu uppí rjáfur á erlendri grundu verði látnir sæta ábyrgð og einnig þeir eftirlitsaðilar sem brugðust sínu hlutverki. Stjórn Verkalýðsfélags Akraness skorar á ríkisstjórn Íslands Stjórn Verkalýðsfélags Akraness www.vlfa.is                Verkalýðsfélag Akraness Sunnubraut 13 | 300 Akranes | Sími 430 9900 | Fax 430 9901 | skrifstofa@vlfa.is Dagskrá: Skýrsla stjórnar fyrir liði starfsár.1. End rskoðaðir reikni g r fél gsins lagðir fr m til 2. afgreiðslu. Kosningar sem þurfa að fara fr m á a lfundi 3. samkvæmt 28. grein laga félag ins. Tillaga um breytingu á reglugerð vinnudeilusjóðs.4. Önnur mál.5. Á aðalfundi verða ekki afgreiddar með tkvæðagreiðslu aðrar tillögur og ályktanir en þær sem borist h fa ti krifstofu félagsins 5 dögum fyrir aðalfund eins og 28. grein laga félagsins kveður á um. Ársreikningur félagsins mun liggja frammi á skrifstofu félagsins 10 dögum fyrir aðalfund. Komi tillögur eða ályktanir fram þá munu þær liggja frammi á skrifstofu félagsins og verða einnig kynntar á heimasíðu félagsins. Félagsmenn eru eindregið hvattir til að mæta. Boðið verður upp á kvöldverð eftir fundinn. Aðalfundur Verkalýðsfélags Akraness verður haldinn miðvikudagin 29. apríl kl. 18:00 í Gamla Kaupfélaginu, Kirkjubraut 11 Snorrastofa í Reykholti Fyrirlestrar í héraði Snorrastofa, menningar- og miðaldasetur í Reykholti Sími 433 8000 www.snorrastofa.is snorrastofa@snorrastofa.is Þriðjudagurinn 21. apríl 2015 kl. 20:30 á listasetrinu Kolsstöðum, Hvítársíðu Fyrirlestur á Kolstöðum í Hvítársíðu Húsafell málaranna Jón Proppé listheimspekingur flytur Umræður og kaffiveitingar Aðgangur kr. 500 Fjallað verður um Ásgrím Jónsson og fleiri listamenn, sem dvöldu í Húsafelli við listsköpun Aðalfundur HB Granda var hald- inn föstudaginn 10. apríl. Þar var samþykkt að félagið greiddi alls tvo milljarða og 720 milljónir króna í arð til hluthafa. Í stjórn voru kos- in þau Kristján Loftsson, Hall- dór Teitsson, Hanna Ásgeirsdótt- ir, Rannveig Rist og Þórður Sverr- isson. Samþykkt var ný starfskjara- stefna fyrir fyrirtækið. Markmið hennar er „að gera starf hjá HB Granda hf. að eftirsóknarverðum kosti fyrir fyrsta flokks starfsfólk og þar með tryggja félaginu stöðu í fremstu röð á alþjóðavettvangi. Til að svo megi verða er nauðsyn- legt að stjórn félagsins sé kleift að bjóða samkeppnishæf laun og aðr- ar greiðslur, svo sem kaupauka og kauprétti á alþjóðamælikvarða.“ Hlynntur frumvarpi um veiðigjald Kristjá Loftsson stjórnarformaður flutti ræðu á aðalfundinum og kom þar víða við. Meðal annars sagðist hann vona að Alþingi muni sam- þykkja fyrirliggjandi frumvarp um veiðigjald. „Nú bregður svo við að í frumvarpi því er lagt hefur ver- ið fram á Alþingi um veiðigjöld og er til þ iggja ára, frá 1. september 2015, að þar er gert ráð fyrir stað- greiðslu miðað við landaðan afla. Vona ég að Alþingi samþykki þessa tilhögun nú í vor. Leyfi ég mér að segja að stjórnvöld hafa tekið veru- legt tillit til sjónarmiða þeirra er ég hef reifað á aðalfundum HB Granda hf. tvö síðustu ár, og ber að þakka það,“ sagði Kristján. Veiðigjöldin voru honum hug- leikin í ræðunni. „Á fiskveiðiárinu 2013/2014 innheimti Fiskistofa veiðigjöld (auðlindarentu) upp á 9,2 milljarða íslenskra króna og af þeirri upphæð greiddi HB Grandi 1,3 milljarða króna eða um 14,6% af innheimtum gjöldum Fiski- stofu.“ Fá fyrirtæki greiða meiri skatta en HB Grandi Kristján bætti við: „Skattmann er ekki alveg hættur hér því þessu til viðbótar greiddi félagið opinber gjöld í formi tekjuskatts og trygg- ingagjalds, rúma 1,7 milljarða ís- lenskra króna. Samtals eru þetta gjöld sem nema um 3 milljörð- um íslenskra króna. Ef við skoð- um þessar upphæðir aðeins nán- ar og finnum okkur einhverja til að bera okkur saman við, sem inn- heimtumenn ríkissjóðs eru að berja á, þá kemur í ljós að HB Grandi er ellefti hæsti gjaldandi tekju- skatts og tryggingagjalds á landinu. Ef við leggjum síðan veiðigjöld- in við tekjuskattinn og trygginga- gjaldið, sem er eins og áður sagði um þrír milljarðar íslenskra króna, þá eru það eingöngu Ríkissjóður, Reykjavíkurborg og fjármálastofn- anir sem slá HB Granda út með hærri greiðslum til Ríkissjóðs Ís- lands. Ýmsar heimildir eru til stað- ar, sem heimila lækkun eða niður- fellingu veiðigjalda til útgerðarfyr- irtækja. Nam þessi heildarlækkun/ afsláttur fiskveiðiárið 2013/2014 samtals um 1,4 milljörðum króna, en HB Grandi hf. naut engra slíkra fríðinda.“ Vill miða við fasta þorskígildisstuðla Í ræðu sinni vék Kristján Loftsson einnig að því að HB Grandi hefði samkvæmt mælingum Fiskistofu í ársbyrjun 2015 farið yfir leyfileg mörk heildaraflahlutdeildar, eða í 12,2%. Lögum samkvæmt má eitt fyrirtæki ekki eiga meira en 12%. Kristján sagði þetta skakkar mæl- ingar á aflahlutdeild. Hann benti á að þegar félagið var myndað í nú- verandi mynd hefði aflahlutdeild HB Granda verið 10,6%. „Síðan höfum við hvorki keypt né selt aflahlutdeild,“ sagði Kristján. Hann benti á að skýringin á nið- urstöðum Fiskistofu sé sú að afla- hlutdeild er reiknuð eftir þorskí- gildisstuðlum sem aftur sveiflast með verðmæti fisks. „Ein leið til að auðvelda bæði eftirlit og eftirfylgni hámarkshlutdeildar er að miða há- markið við ákveðna fasta þorskí- gildisstuðla, sem ekki breytast við flökt á verði eða löndunarmynstri einstakra tegunda. Í dag hefur ekk- ert gerst af hálfu stjórnvalda til að auðvelda fyrirtækjum eins og HB Granda lífið hvað þetta varð- ar. Það sama má segja um stjórn- sýsluna, hennar eftirlit verður mun auðveldara. Þannig yrði hér um að ræða „win win,“ fyrir alla. Munum við masa um þetta mál er tækifæri bjóðast, svo því verði komið í betra horf fyrir alla aðila.“ Kristján Loftsson snerti á fleiri þáttum í ræðu sinni. Hann nefndi væntanleg ný skip, fjárfestingar í dótturfélagi í Chile, sölur á eignar- hlutum og skráningu HB Granda á aðallista Kauphallarinnar svo sitt- hvað sé nefnd. Ræðu hans í heild má lesa á vef HB Granda. mþh Síðastliðinn föstudag var í höfuð- stöðvum Landgræðslu ríkisins í Gunnarsholti haldin ráðstefna um tjón af völdum gæsa og álfta. Sam- fara örum vexti í stofnum álfta og gæsa undanfarin ár hafa bænd- ur orðið fyrir tjóni á ræktarlönd- um sínum. Það á bæði við um tún á vorin og akra að hausti. Harald- ur Magnússon bóndi í Belgsholti í Melasveit hefur stundað umtals- verða kornrækt á undanförnum árum. Síðastliðið haust varð hann fyrir verulegu tjóni á byggökrum sínum af völdum gæsa. „Gæsinni hefur fjölgað alveg rosalega á undanförnum árum. Það hefur aldrei verið eins mikið af gæs hér og í fyrra. Hér voru skotnar yfir 300 gæsir í fyrrahaust og sá ekki högg á vatni. Kannski er hún farin að venja komur sínar hingað svona mikið vegna þess að það eru líka akrar á jörðinni Melum hér í ná- grenninu. Það er því nóg pláss fyr- ir hana. Svo hefur hún náttstaði hér í nágrenninu til dæmis í Grunna- firði. Það er því stutt fyrir hana að fara og mjög þægilegt líf í alla staði. Gæsin er þegar mætt í tún- in hérna núna en ástandið er verst á haustin,“ segir Haraldur Magn- ússon. Að hans sögn er eina ráð- ið til að sleppa við fuglinn að geta byrjað að þreskja nógu snemma á haustin áður en megnið af fuglin- um snýr aftur frá varpstöðvum sín- um til heiða. „Undanfarin ár hefur þetta að miklu leyti sloppið ef mað- ur hefur getað byrjað að þreskja í endaðan ágúst. Þá kemur hún í akr- ana sem maður er búinn að þreskja. Ef tíðarfarið er þannig að mað- ur nái að þreskja stöðugt þá hefur þetta ekki verið mikið vandamál.“ Umtalsvert tjón í fyrra Haustið í fyrra varð þó mjög slæmt fyrir bóndann í Belgsholti, bæði vegna rigninga og slagviðris en sömuleiðis út af gæsinni. „Vegna veðurs geta komið tímabil þar sem ekki er hægt að þreskja korn. Ef það koma viku til tíu dagar að hausti þar sem þresking stöðvast þá klárar gæsin að tína af þeim ökr- um sem búið er að þreskja og leggst þá í annað. Í fyrra keyrði þetta um þverbak. Þá var svo votviðrasamt að það var ekkert hægt að þreskja fyrr en í október. Við urðum fyrir mjög miklu tjóni. Gæsin hafði bara frítt spil. Hún er ótrúlega fljót að ná til sín því sem hún ætlar. Þegar upp var staðið þurfti ég ekki að fara yfir nema um helminginn af ökrunum til að þreskja. Rigningarnar brutu allt niður og gæsin át allt hitt,“ seg- ir Haraldur. Að hans sögn er mjög erfitt að eiga við fuglinn. „Þetta er stöðug- ur eltingaleikur. Þú setur ekki upp girðingar gegn þessu. Ef hún stygg- ist þá flýgur hún bara upp og færir sig um set. Svo kemur hún aftur.“ Vorið er seint á ferð í ár Haraldur segir að fátt sé til ráða nema þá það að geta byrjað að þreskja nógu snemma. „Það er eina ráðið að byrja í ágúst og september og þannig verða á undan fuglinum áður en hann kemur. Svo er reynd- ar hægt að prófa ýmis ráð. Gæsin tekur byggið en fer síður eða ekki í hveitið og hafrana. Menn hafa ver- ið að sá höfrum yst í akrana einmitt til þess að hindra að fuglinn gangi inn á akrana. Gæsin sest ekki ofan í akur sem stendur vel. Hún lend- ir við hliðina og arkar svo inn ef henni líst vel á aðstæður og finn- ur bygg. Mæti hún höfrum yst þá missir hún áhugann. Ef akurinn er hins vegar lagstur að einhverju leyti til dæmis eftir rigningar þá getur hún sest inn í hann á þeim stöð- um. Álftin er miklu frekar þannig að hún lætur vaða í að lenda inni í akrinum. Hún er þó þannig að hún kemur ekki fyrr en seint á haustin, allavega hingað í Melasveitina, og hefur því ekki verið til neinna stór- vandræða eins og gæsin. Þó veit ég hún hefur verið meira uppi í Borg- arfirði, á Mýrum og austur í Land- eyjum til að nefna dæmi. Álftin er alfriðuð en gæsaveiðar eru heimil- ar á haustin.“ Haraldur í Belgsholti hyggur á sáningu í vor. Hann á þó von á því að hún hefjist mun seinna en mörg undanfarin ár. „Vorið gæti verið eitthvað seinna á ferðinni í ár. Ég hef oft verið byrjaður að sá um þetta leyti en mér sýnist að ég sái ekkert nú fyrr en í seinni hluta aprílmánaðar. Það er reyndar eng- inn klaki í jörðu núna þannig að hlutirnir gerast hratt ef það fer bara að hlýna. Þó er dálítil bleyta í jörð- inni,“ segir hann. mþh HB Grandi aflar vel fyrir Ríkissjóð Íslands Kristján Loftsson stjórnarformaður HB Granda. Gæsirnar eru þegar mættar á akra og tún í Melasveitinni. Mikil fjölgun gæsa veldur kornbændum áhyggjum Haraldur Magnússon bóndi í Belgs- holti í Melasveit við akra sína sem nú bíða sáningar.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.