Skessuhorn


Skessuhorn - 15.04.2015, Qupperneq 16

Skessuhorn - 15.04.2015, Qupperneq 16
16 MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 2015 Stykkishólmur þykir ekki aðeins með fallegri kaupstöðum landsins heldur hefur bærinn vakið athygli fyrir mörg gömul hús sem gerð hafa verið upp og haldið vel við. Þau eru því sannkölluð bæjarprýði. Sá mað- ur sem komið hefur mikið að endur- gerð húsanna er Baldur Þorleifsson byggingameistari. Baldur hefur frá 1998 starfrækt trésmiðjuna Narfeyri og byrjaði þar einn ásamt aðstoð- armanni. Síðustu árin hefur Baldur að jafnaði verið með fjóra til fimm menn í vinnu og fleiri að sumr- inu. Þá segist hann bæta laghentum strákum í hópinn. Baldur segir að uppistaðan í verkefnunum sé end- urgerð gamalla húsa og síðan hef- ur hann líka byggt ný hús og búið þau í gamlan búning ef svo má segja, þau hús eru með gamaldags utan- hússklæðingu og gluggum. Það er ekki bara í Stykkishólmi sem Baldur á mörg handtökin í gömlum húsum, heldur einnig í Flatey og í Reykja- vík. Þegar blaðamaður Skessuhorns hitti hann að spjalli í Stykkishólmi á dögunum kvaðst hann ekki hafa tölu á hversu mörg gömlu húsin væru sem hann hefur endurgert eða end- urbætt. Hann giskar á að þau séu milli þrjátíu og fjörutíu á tæplega tuttugu ára tímabili. Uppalinn í Dölunum Baldur fæddist í Reykjavík árið 1966 en tveggja ára gamall fluttist hann ásamt móður sinni og tveim- ur systkinum á bæinn Harastaði á Fellsströnd í Dölum. Þar ólst hann upp en fór sautján ára gamall til vinnu í Stykkishólm og hefur búið þar síðan. „Ég ólst upp við öll venju- leg sveitastörf. Skólanám stundaði ég á Laugum í Sælingsdal og var í heimavist. Þar var skemmtilegur skóli og íþróttum kynntist ég þar flestum nema körfuboltanum. Þá var ekki búið að byggja íþróttahús- ið. Íþróttakennarinn var Jökull Sig- urðsson frá Vatni, mjög skemmti- legur maður. Hann vildi helst að all- ir boltaleikir hjá okkur enduðu með jafntefli og Jökull kenndi okkur líka leikfimiæfingar, líklega Möllersæf- ingarnar og ýmsar teygjuæfingar. Ég býst við að það sé kannski það sem vantar í dag hjá íþróttaliðunum að teygja vel á eftir æfingar, svo sem til að fyrirbyggja meiðsli. Það verð- ur ábyggilega misbrestur á því þeg- ar tímafjöldinn er takmakaður í hús- unum og tímarnir nýttir sem mest fyrir tækniæfingar og að spila, eins og til dæmis í körfuboltanum,“ seg- ir Baldur. Íþróttirnar hafa líka verið stór þáttur í hans lífi og í dag er hann aðstoðarþjálfari Inga Þór Steinþórs- sonar með kvennalið Snæfells. Labbaði inn í næstu trésmiðju Baldur fór að vinna í sláturhúsi kaup- félagsins í Stykkishólmi þegar hann fór þangað haustið 1985. „Þetta var held ég síðasta haustið sem slátur- húsið var starfandi. Ómar bróðir minn var þá háseti á báti frá Stykk- ishólmi og hann hafði bent mér á að ég gæti áreiðanlega fengið vinnu í smíðum þegar vinnan væri búin í sláturhúsinu, til dæmis væri gott að vinna í Trésmiðjunni Ösp. Ég var búinn að vinna talsvert við smíðar í mótaflokki í sveitinni, byrjaði þar um fermingaraldurinn. Ég labb- aði inn í næstu trésmiðju og spurð- ist fyrir með vinnu. Það var reyndar ekki Ösp, heldur Trésmiðja Stykk- ishólms. Ég var strax ráðinn í vinnu og eftir þrjá mánuði var mér boðið að koma á samning sem ég þáði. Ég fann mig ágætlega í smíðunum.“ Byrjaði með kaupum á Narfeyrarstofunni Þegar Baldur er spurður hvern- ig áhugi hans hafi kviknað að ráði fyrir gömlu húsunum, segir hann að það hafi verið þegar hann keypti Narfeyrarstofu, þar sem lengi hefur verið rekið veitingahús. „Ég keypti Narfeyrarstofu 1996 ásamt Þorkeli Þorkelssyni málarameistara, gerði hana upp og seldi síðan Ingibjörgu sem rak þar veitingahús mörg fyrstu árin. Um þetta leyti var Trésmiðj- an Nes, arftaki Trésmiðju Stykk- ishólms og Aspar, farin að riða til falls. Það fyrirtæki var að gera upp gömlu kirkjuna hér í Stykkishólmi og ég vann að því verkefni. Það var komið vel á veg þegar Skipa- vík tók við verkefnum Trésmiðj- unnar Ness og flestir starfsmenn fylgdu með. Rakel Ólsen athafna- kona hérna í Hólminum hafði beitt sér fyrir endurgerð gömlu kirkjunn- ar. Hún hafði á prjónunum að gera upp gamla Prestshúsið og bauð mér tveggja ára samning við að gera það upp. Ég sagðist varla treysta mér til þess meðfram vinnu hjá Skipavík. „Nei, þú ættir bara að vera í því að gera upp gamla Prestshúsið,“ sagði hún og það varð til þess að ég hætti hjá Skipavík og upp frá því stofn- aði ég Narfeyri og fór út í sjálfstæð- an rekstur. Það má því segja að Rak- el Ólsen hafi átt stóran þátt í því að ég fór inn á þessa braut. Síðan hefur verið nóg að gera. Mest við endur- gerð gamalla húsa eða að byggja ný hús í gömlum stíl. Þetta hefur ver- ið skemmtilegt að glíma við og mun skemmtilegra en hefðbundin smíða- vinna. Sum gömlu húsanna hef ég nánast byggt aftur upp frá grunni, lítið verið hægt að nýta úr þeim. Ég er til dæmis með eitt hús núna við Skúlagötuna á lokametrunum.“ Hvað er bak við næsta vegg? Baldur segir að sér finnist mikil áskor- un felast í því að gera upp gömul hús. „Á köflum er þetta virkilega spenn- andi. Maður veit svo sem ekkert hvað er á bak við næsta vegg. Þar getur allt verið ónýtt enda er mjög erfitt að gera tilboð í endurgerð gamalla húsa og ég geri það ekki,“ segir Baldur. Þeir sem þekkja til smíða vita að end- urnýjun og endurbætur á húsum er nær tvöföld vinna á við nýsmíði. Að endurnýja á fjórða tug gamalla húsa á tuttugu árum er mikil vinna og hlýtur að þýða bæði gott skipulag og verklag. „Já, þetta kallar á skipulögð vinnubrögð sem síðan þjálfast með hverju verkefni. Ég er búinn að koma mér upp kerfi alveg frá A til Ö sem unnið er eftir og það er ekkert leng- ur sem kemur á óvart eða getur talist flókið að vinna úr,“ segir Baldur. Við tökum bæjarrúnt í Hólminum og skoðum nokkur af þeim húsum sem Baldur og starfsmenn fyrirtækis hans Narfeyrar hafa gert upp. Baldur seg- ir að mörg húsanna hafi verið stækk- uð frá upprunalegri mynd. Þá sé til dæmis galdurinn til að fá sem mesta nýtingu í húsunum að færa plássfrek rými eins og til dæmis snyrtingar og eldhús í viðbyggingarhlutann. Þessar viðbyggingar setja gjarnan skemmti- legan svip á húsin, eins og til dæmis sú sem er við gamla Prestshúsið en í henni er eldhúsið.“ Byggði sér sjálfur hús í Flatey Baldur hefur unnið talvert að end- urgerð húsa í Flatey meðal annars í samvinnu við Þorstein Bergsson hjá Minjavernd. „Ég vann mikið við að gera upp hótelið og stóru bygging- arnar þar. Byggði síðan eftirlíkingu af gamla skólahúsinu. Í leiðinni byggði ég mér sjálfur hús í Flatey og er þar oftast í sumarfríum. Yfir sumarið er ég stundum að gamni mínu að vinna í endurbótum á gömlum húsum í eynni. Það er á döfinni næsta sumar að gera upp stórt hús þar.“ Íþróttirnar og fjölskyldan Eins og fyrr segir hafa íþróttirn- ar jafnan skipað stóran sess hjá Baldri. Strax og hann kom í Stykk- ishólm fór hann að æfa og keppa með meistaraflokki Snæfells í knatt- spyrnu. Það lið var öflugt í allmörg Hefur endurbyggt og lagfært á fjórða tug gamalla húsa Spjallað við Baldur Þorleifsson hjá trésmiðjunni Narfeyri í Stykkishólmi Baldur Þorleifsson húsasmíðameistari. Hús í Hafnargötunni sem Baldur og Narfeyri hafa gert upp, nær Knútshúsið og fjær Sæmundarpakkhús. Nokkur hús eru við Silfurgötuna sem Baldur og hans menn hafa gert upp, meðal annars þetta við Silfurgötu 3. Gamla Prestshúsið við Silfurgötu. Viðbyggingin í dökkum lit setur mikinn svip á húsið en í því er eldhúsið. Hús sem nú stendur við Þvergötu í Stykkishólmi en var áður Lindargata 42 í Reykjavík.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.