Skessuhorn


Skessuhorn - 15.04.2015, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 15.04.2015, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 2015 Söngleikurinn Grease var frum- sýndur í Bíóhöllinni á Akranesi föstudaginn 10. apríl síðastlið- inn. Nemendafélag Fjölbrauta- skóla Vesturlands stendur fyr- ir uppsetningunni og er þetta í fyrsta sinn sem þessi heimsþekkti söngleikur er settur upp á Skag- anum. Sagan gerist í bandarísk- um menntaskóla á sjötta ára- tug síðustu aldar þar sem rokk- ið var komið fram á sjónarsviðið með öllu sínu lífi og fjöri, tónlist og dansi. Fjöldi nemenda Fjöl- brautaskóla Vesturlands koma að sýningunni sem leikarar, söngvar- ar, dansarar og tónlistarfólk. Hall- grímur Ólafsson (Halli Melló) er leikstjóri. Birgir Þórisson sér um tónlistarstjórnun, Emilía Otte- sen er danshöfundur og Ingþór Bergmann tæknistjóri. Sýnt verð- ur í Bíóhöllinni nú í apríl. Nánari upplýsingar má nálgast á Facebo- ok-síðu uppsetningarinnar; Leik- sýning NFFA Grease. Kaupa má miða á sýninguna á midi.is. Þar eru þeir nú rifnir út og er sýning- in sú vinsælasta í sölu þar þegar þetta er skrifað. Myndirnar sem hér fylgja voru teknar af Alfreð Erni Lilliendahl og Aldísi Rós Hrólfsdóttur á sjálfu frumsýning- arkvöldinu og segja meira en þús- und orð. mþh Þegar áhorfendur ganga í salinn tek- ur sviðsmyndin á móti þeim, tjöldin eru ekki dregin fyrir. Útvarpstæki stendur í miðju leikmyndarinnar og í hljóðkerfinu ómar rokkabillítónlist frá sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. Vel fer á því að taka á móti áhorfendum með þessum hætti. Vel heppnuð sviðsmyndin fær að njóta sín ein og sér í smá stund og skapa eftirvæntingu meðal áhorfenda. Því næst eru ljósin slökkt og ástarsaga þeirra Sandy og Danny hefst á opn- unarlagi sýningarinnar. Mörg eiga góðan leik Með hlutverk aðalpersónanna fara þau Hjördís Tinna Pálmadóttir og Heiðmar Eyjólfsson. Bæði eru þau sterkir söngvarar og lögin virtust ekki vefjast vitund fyrir þeim í upp- runalegu tóntegundunum. Það er í sjálfu sér aðdáunarvert, það er ekki á allra færi að flytja þessi lög svo sómi sé af. Hjördísi Tinnu verður einnig að hrósa fyrir leikinn, und- irrituðum þótti henni takast vel upp. Hún var trúverðug og virk- aði afslöppuð í hlutverki Sandyjar. Heiðmar virtist örlítið óöruggari sem leikari, hann er fyrst og fremst söngvari. Danny var því ekki alveg jafn trúverðugur og Sandy, örlít- ið ýktur á köflum en það skemmdi í sjálfu sér ekkert fyrir honum og hann komst ágætlega frá þessu. Nokkrum aukaleikurum tókst að stíga úr skugga aðalpersónanna og krefjast athygli áhorfenda. Ber þar helst að nefna Björn Inga Bjarna- son sem fór með hlutverk Rogers. Hann var öruggur á sviðinu all- an tímann, fíflagangurinn í pers- ónu hans virkaði mjög eðlilegur og óþvingaður. Margrét Brands- dóttir var einnig góð í hlutverki Rizzo. Flutningur hennar á lag- inu um Söndru Dee var prýðilegur. Hún átti í litlum vandræðum með að gera Rizzo ótuktarlega þeg- ar svo bar undir og svo berskjald- aða og óörugga síðar í sýningunni. Að síðustu má nefna Nikulás Mar- el Ragnarsson í hlutverki Kenicke. Blaðamaður var smá stund að sam- þykkja persónu hans. Það má lík- lega skrifa á stress, enda spennu- stigið hátt á frumsýningarkvöldi. Hann kom hins vegar tvíefldur til leiks eftir hlé og stóð sig mjög vel allt til loka. Sómi af tónlistaratriðum Þar sem Grease er nú einu sinni söngleikur skiptir miklu máli að vel sé að verki staðið þegar kemur að tónlistinni. Fyrir það eiga aðstand- endur hrós skilið. Öll tónlistaratriði voru flutt með miklum sóma. Heið- mar var sérstaklega góður, rödd hans hæfir hlutverkinu mjög vel. Hjördís Tinna stóð sig mjög vel sem og Margrét Brandsdóttir. Einnig má nefna góða frammistöðu Sigurlaug- ar Rúnar Hjartardóttur sem aðeins söng í sýningunni. Það eina sem finna má að söng- atriðunum var í framsetningunni, ekki flutningnum. Allir söngvarar á sviðinu sungu í hljóðnema sem þeir héldu á. Auka bakraddir voru sungn- ar frammi í anddyri þar sem hljóm- sveitin var staðsett. Því fannst blaða- manni dálítið skrýtið að sjá dansara „mæma“ án þess að vera með hljóð- nema, þeir voru augljóslega ekki að syngja bakraddirnar sem áhorfend- ur heyrðu. Þetta er vissulega smáat- riði, en fór örlítið í taugarnar á und- irrituðum. Hljómsveitinni verður að hrósa sérstaklega. Hún var stórgóð, greinilega mjög vel æfð og vart mátti heyra feilnótu slegna. Bassinn var örlítið of hár í salnum miðað við hin hljóðfærin að mati blaðamanns en hljómsveitinni verður ekki kennt um það. Dans leikur nokkuð stóra rullu í söngleikjum sem þessum og dans- atriðin voru heilt yfir góð og spor- in sjálf almennt flott. Þegar margir dönsuðu á sviðinu í einu varð und- irritaður hins vegar var við nokk- urn getumun meðal dansara. Í einu atriðinu fannst blaðamanni hrein- lega of margir dansarar á sviðinu. Það gerðist sem betur fer sjaldan. Dansinn naut sín best í atriðum þar sem færri dönsuðu í einu. Þar ber helst að nefna dansatriðið við lag- ið „Fæddur hand-djæf gæi“. Það var sérstaklega gott, sporin skemmtileg og metnaðarfull og sterkari dansar- ar sýningarinnar fengu að njóta sín. Vel lukkað svið Leikmyndin er heilt yfir vel heppn- uð, eins og áður sagði. Blaðamaður var sérstaklega hrifinn af því hvern- ig „skákborðsgólfinu,“ sem vísar í matsölustaði sjötta og sjöunda ára- tugarins, var komið fyrir. Það var ekki á gólfinu sjálfu heldur voru svörtu og hvítu ferningarnir mál- aðir á veggina í sitt hvorum enda leikmyndarinnar. Það var mjög góð lausn og gerði heilmikið fyrir heild- aryfirbragðið. Eitt er hægt að setja út á við leikmyndina og það er Ýkt elding, bíllinn sem er umfjöllunar- efni samnefnds lags. Hann ber ekki með sér útlit sjötta áratugarins. Auðvitað er ekki hægt að ætlast til þess að nemendafélagið komist yfir „boddí“ af einhverjum fornbíl til að skera í sundur og nota í leikmynd- ina. Það verður að sníða stakk eftir vexti. Þetta fór ekki mikið í taugarn- ar á blaðamanni, í miðju laginu um Ýkta eldingu gleymdi hann þessu, en það verður að viðurkennast að útlit bílsins stingur aðeins í stúf. Prýðileg sýning Heilt yfir er sýningin vel heppn- uð. Tónlistarflutningur er nánast eins góður og hann getur orðið. Hljómsveitin og sterkir söngvarar bera sýninguna uppi. Leikurinn er almennt ágætur, stór hlutverk sem smærri skila sínu, enginn leikaranna var beinlínis lélegur. Krakkarnir eru misgóðir dansarar en það skemmir ekki vitund fyrir sýningunni. Grease er og verður létt og skemmtileg afþreying. Nemendur Fjölbrautaskólans gera söngleikn- um prýðileg skil í Bíóhöllinni. Und- irritaður átti þar ánægjulega kvöld- stund og gæti vel hugsað sér að sjá þessa uppsetningu aftur. Ekki var annað að heyra á gestum eftir sýn- ingu en að þeir væru almennt mjög ánægðir. Kristján Gauti Karlsson Góð sýning og ánægjuleg kvöldstund Frumsýningarkvöld á Grease í Bíóhöllinni Hljómsveitin á sýningunni. Alls skipa hana níu hljóðfæraleikarar af báðum kynjum. Það er mikið fjör á sviðinu: leikur, söngur og dans. Hjördís Tinna Pálmadóttir leikur annað aðalhlutverkið sem er skóla- stúlkan Sandy. Þrír af töffurunum í Rydell-menntaskólaum í Kaliforníu. Félagarnir Björn Ingi og Björn Ólafur í mikilli innlifun. Hluti af hljómsveit og bakraddasöngvarar. Strákarnir syngja um Ýkta eldingu. Leikkkonur, söngvarar og dansarar í sýninguni í búningsklefanum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.