Skessuhorn


Skessuhorn - 01.07.2015, Qupperneq 4

Skessuhorn - 01.07.2015, Qupperneq 4
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 20154 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smáaug- lýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.573 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.230. Rafræn áskrift kostar 2.023 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 1.867 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir gudny@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Magnús Þór Hafsteinsson mth@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Emilía Ottesen, markaðsstjóri emilia@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Vakna þú nú Þyrnirós! Um miðja síðustu viku lagði ég malbik undir hjól og var förinni heitið norður heiðar. Stefnan tekin á að leika ferðamann í nokkra daga. Af tjald- stæði skátanna við Hamra var síðan ekið um útnes við Eyjafjörð og um Þingeyjarsýslur. Við reyndum að stoppa helst þar sem fáir aðrir voru á ferð, þrátt fyrir að þeim stöðum fari ört fækkandi. Til dæmis var afar notalegt að skoða gömlu síldarverksmiðjuna á Hjalteyri og upplifa þann ógnarkraft sem var við vinnslu síldar þarna við vestanverðan Eyjafjörð eftir að verk- smiðjan var byggð á mettíma 1937. Á Ólafsfirði komst ég að því að hægt er að kaupa góð íbúðarhús fyrir á að giska fjórðung byggingakostnaðar, þrátt fyrir útgerð og göng í tvær áttir. Á Húsavík áttum við viðkomu á veit- ingastað sem rekinn er í elsta höfuðvígi kaupfélaganna. Það var undarlegt að hugsa til þess að þar sem fyrsti kaupfélagsstjórinn réði ríkjum, nánast í heimasveit Jónasar frá Hriflu, eru nú steiktar franskar kartöflur. En svona breytast hlutirnir og við verðum að fylgja þróuninni. Um hafnir fara nú ferðamenn í stað fisks og í kaupfélögum er fátt lagt inn, nema ef vera kynni á Sauðárkróki. Þangað fórum við hins vegar ekki. En farandi um ýmsa misjafnlega fjölfarna vegi fór ég að hugsa til þeirr- ar aukningar sem er að verða í komu ferðamanna hingað til lands og hvort stoðkerfi okkar stendur undir henni. Þetta tuttugu til þrjátíu prósenta fjölgun milli ára. Svipuð fjölgun þýðir að 1,3 milljón ferðamanna eru vænt- anlegir á þessu ári og samkvæmt því líða ekki nema þrjú ár þangað til þeir verða tvær milljónir. Ég er sannfærður um að óbreyttu yrði það slæmt. Landið, innviðir þess og ekki síst samgöngumannvirki, munu ekki bera þá auknu umferð sem slíkri fjölgun fylgir. Nema að það kosti stórslys. Nú er ferðaþjónusta orðin stærsta atvinnugrein Íslendinga. Hún hefur siglt hrað- byri framúr stjóriðju og sjávarútvegi. Af þessum nýja atvinnuvegi hefur rík- ið miklar tekjur. Vandamálið er að ríkissjóður er ekki að leggja til nauð- synlegra framkvæmda eðlilegt hlutfall af þessum vaxandi skatttekjum sem greinin leggur til. Með öðrum orðum þá á sér stað arðrán einhversstaðar í ríkissjóði. Þaðan eru ekki að skila sér tekjur til viðhalds og endurbygging- ar vega auk framkvæmda á fjölförnum ferðamannastöðum. Hræddur er ég um að hljóð væri farið að heyrast úr horni útgerðarmanna ef sambærilegur vöxtur hefði átt sér stað í þeirri grein og ekki kæmi hlutfalleg framlög til uppbyggingar hafna. Í tilfelli útgerðar eru hafnamannvirki nefnilega ná- kvæmlega jafn mikilvæg og nothæfir vegir eru vaxandi ferðaþjónustu. Hér á landi hafa ráðamenn hins vegar eytt nokkrum árum í að þrúkka um til- gangslausan náttúrupassa, eins og að það leysi einhvern vanda að koma upp enn einu opinbera afætukerfinu til að fóðra eftirlitsiðnaðinn. Ég hef ekkert á móti ferðamönnum, enda finnst mér fínt að leika ferða- mann, hvort heldur er hér heima eða í útlöndum. Kannski þess vegna ber ég virðingu fyrir ferðamönnum og ætlast um leið til að þeir beri virðingu fyrir okkur í staðinn. Það vilja þeir að sjálfsögðu gera. Ég get hins vegar ekki ætlast til að ferðamenn beri virðingu fyrir þjóð þar sem innviðirnir eru í engu samræmi við umfangið. Slíkt kallast vörusvik. Mér finnst til dæmis svæðið við Mývatn vera ofsetið, svo ég tali nú ekki um Þingvelli eða Geysi í Haukadal. Mér finnst þjóðvegir landsins vera ofsetnir miðað við stærð og fjölda ökutækja. Mér finnst of fáar nothæfar vegasjoppur vera við þjóðveg- ina. Það er óþolandi að verða að flýja út úr slíkum sjoppum vegna hland- fýlu og þess að rekstraraðilar og eigendur leggja ekkert upp úr því að þrífa salernin í takti við gestafjöldann. Vegasjoppur þær sem ég á við eru í eigu einhverra olíufélaga sem er sama um aðbúnað og þrif, bara að nógu mik- ið komi í kassann. Því segi ég hiklaust; ef ekki á að verða stórslys í íslenskri ferðaþjónustu, þá verða fyrirtækin að bæta rekstur sinn, ný og betri að veita þeim samkeppni, en ekki síst verður ríkisvaldið að vakna af Þyrnirósar- svefni sínum. Annars verður stórslys. Magnús Magnússon. Um hundrað íbúar Hvanneyrar og nágrennis stóðu vörð um Hvann- eyrardeild Grunnskóla Borgar- fjarðar þegar Kolfinna Jóhannes- dóttir sveitarstjóri Borgarbyggð- ar og Gunnar Gíslason ráðgjafi frá Starfsgæðum ehf. um fræðslumál, mættu til fundar á Hvanneyri síð- astliðið mánudagskvöld. Fundur- inn var boðaður af skólastjórnend- um Grunnskóla Borgarfjarðar og var hann haldinn í húsakynnum grunnskólans á Hvanneyri. Tilefni fundarins var að ræða við foreldra barna Hvanneyrardeildar GBF um framtíð nemenda deildarinnar eftir lokun skólans vorið 2016. Þar átti að ræða þá valkosti sem foreldr- um stendur til boða eftir að ákveð- ið var að loka deildinni; hvort 1. og 2. bekkur ættu að flytjast yfir í leikskólann Andabæ eða hvort eng- inn grunnskóli yrði á Hvanneyri og öll börn yrðu keyrð annað hvort á Kleppjárnsreyki eða í Borgar- nes. Í fundarboðinu kom fram að Guðveig Eyglóardóttir, formaður fræðslunefndar og oddviti Fram- sóknarflokksins, myndi mæta á fundinn en hún sá sér ekki fært að mæta. Því sat enginn sem hefur at- kvæðisrétt um málið þennan fund en fundarmenn voru afar ósáttir við það. Áður en gengið var inn í skól- ann gagnrýndu íbúar það harðlega að einungis foreldrar væru boðað- ir til fundar, málið varðaði samfé- lagið allt og því ættu allir íbúar er- indi á fundinn. Íbúar kröfðust þess að allir sem vildu fengju að ganga inn í húsið, annars myndu allir halda heim á leið og ekkert verða af fundinum. Kolfinna sveitarstjóri varð við þeirri bón og opnaði fund- inn öllum. Á fundinum var ljóst að foreldrar núverandi barna skólans munu ekki taka upp samtalið sem um var beð- ið varðandi þá valkosti sem sveitar- stjórn ætlar að bjóða upp á fyrr en sveitarstjórn kemur með gild rök fyrir ákvörðunartöku sinni. Algjör samstaða var meðal íbúa um það að grunnskóli væri Hvanneyri nauð- synlegur til áframhaldandi vaxtar og íbúafjölgunar. Fjölmörg rök voru sett fram því til stuðnings. Skýrsla hagræðinganefndar fræðslumála, sem að hluta til er byggð á gögnum frá Gunnari Gíslasyni, var m.a. um- ræðuefni á fundinum. Íbúum fannst það ótækt að ákvörðun í málinu hefði verið tekin út frá skýrslu sem innihéldi mikið af rangfærslum um grundvallaratriði málsins, eins og t.d. nemendafjölda Hvanneyrar- deildar GBF og niðurstöðu íbúa- fundar í Hjálmakletti. Skólaráð og skólastjórnendur GBF hefðu að auki skilað inn áliti um niðurstöðu skýrslunnar en ekki væri tekið til- lit til þeirra sjónarmiða. Að auki var minnst á það að sveitarstjóri og oddviti Framsóknarflokksins hefðu lofað því fyrir tæpum mánuði að skýrslan yrði lagfærð en það hef- ur enn ekki verið gert, að sögn for- svarsmanna Íbúasamtaka Hvann- eyrar. Sveitarstjóra og ráðgjafa var ekki unnt að svara öllum spurningum fundarmanna og því fóru fund- armenn fram á það að nú myndi sveitarstjórn boða til löngu tíma- bærs íbúafundar um málið, fundar sem hefði átti að boða til áður en ákvörðunin var tekin. Slíkur fund- ur væri nauðsynlegur til að varpa ljósi á það hvers vegna sveitarstjórn ákvað á fundi sínum þann 11. júní síðastliðinn að loka Hvanneyrar- deild Grunnskóla Borgarfjarðar þegar aðrar leiðir, sem mundu ná fram jafn mikilli ef ekki meiri hag- ræðingu, væru augljóslega færar. Kolfinna sveitarstjóri tók vel í þá kröfu og sagðist beita sér fyrir því að íbúafundur yrði nú boðaður. mm/ Byggt á fréttatilkynningu frá Íbúasamtökum Hvanneyrar. Hiti í Hvanneyringum vegna grunnskólamála Íbúar lokuðu aðkomu að skólahúsinu þar til samþykkt hafði verið að allir íbúar hefðu seturétt á fundinum, ekki eingöngu foreldrar núverandi grunnskólabarna. Ljósm. Kristín Jónsdóttir. TAX FREE DAGAR Afnemum virðisaukaskatt* af öllum vörum á Írskum dögum 2.-4. júlí SK ES SU H O R N 2 01 5 *Jafngildir 20% afsláttar Að auki önnur frábær tilboð þessa daga. Snyrtifræðingar verða með kynningu á okkar frábæru snyrtivörumerkjum fimmtudag og föstudag. Ýmis tilboð og nýjungar í ilm og snyrtivörum fyrir dömur og herra. OPIÐ FIMMTUDAGSKVÖLD KL. 20-23 Fylgist með okkur á Facebook og á versluninbjarg.is

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.