Skessuhorn


Skessuhorn - 01.07.2015, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 01.07.2015, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 201510 Starfsmenn verktaka- fyrirtækisins Þróttar unnu að því í síðustu viku að færa á brott nokkrar aspir sem staðið hafa við Stillholt á Akranesi á móts við hús tón- listarskólans. Þarna á að gera útskot fyrir strætisvagna en bið- skýli er skammt frá. Aspirnar voru fluttar í skógrækt Akraness og gróðursettar þar að nýju. mþh Lögfræðisvið Háskólans á Bif- röst hefur hlotið styrk að fjárhæð 167.193 evrur, eða um 25 milljón- ir íslenskra króna, í gegnum evr- ópsku Erasmus+ áætlunina. Styrk- urinn er út á verkefnið „Develop- ment of a Blended Learning App- roach to a Joint Degree in Business and Law,“ sem útleggst á íslensku: „Þróun blandaðra kennsluhátta fyr- ir sameiginlega gráðu í viðskipta- lögfræði“. Um er að ræða tveggja ára sam- starfsverkefni milli lögfræðisviðs Háskólans á Bifröst, lagadeildar Háskólans í Árósum og lagadeildar Dyflinarháskóla (University Col- lege Dublin). Markmið verkefnis- ins er að þróa blandaðar kennslu- aðferðir í lögfræði, þar sem stað- námi og fjarnámi er beitt jöfnum höndum. Skólarnir stefna að því að bjóða uppá sameiginlega meist- aragráðu á sviði viðskiptalögfræði og auka samstarf skólanna. Sam- starfið miðar að þróun aðferða- fræði við kennslu lögfræði í blönd- uðu námi. Byggt verður á reynslu Háskólans á Bifröst af nýrri tegund lagakennslu, en lögfræðisvið skól- ans tók upp vendikennslu á nýliðnu skólaári og mun kenna lögfræði í blönduðu námi frá og með haust- inu 2015. Starfsfólk þessara þriggja lagadeilda mun starfa náið saman á meðan verkefninu stendur. Háskólinn á Bifröst hafði frum- kvæði að umsókn rannsóknar- styrksins og mun sviðsstjóri lög- fræðisviðs, Helga Kristín Auðuns- dóttir, stýra verkefninu. „Það er mikill styrkur fyrir lítinn og fram- sækinn háskóla eins og Bifröst að starfa með Háskólanum í Árósum og UCD Dublin, enda um mjög sterkar og rótgrónar lagadeildir að ræða. Í samstarfinu felast einnig tækifæri bæði fyrir fyrir nemendur og kennara. Við erum einnig mjög stolt af því að fá þetta tækifæri til að útfæra nánar þá aðferðafræði í laga- kennslu sem við innleitt á lögfræði- sviði Háskólans á Bifröst,“ segir Helga Kristín Auðunsdóttir. -fréttatilkynning Hnúfubakur damlaði í rólegheitum rétt utan við höfnina í Rifi á Snæ- fellsnesi á mánudagskvöld í síðustu viku. Hvalurinn virtist vera þar í einhverju æti þegar Alfons Finns- son fréttaritari Skessuhorns mynd- aði hann í kvöldsólinni. Hnúfubak- ar eru ekki mjög algengir svo ná- lægt landi. Undanfarið virðist sem hvalagengd hafi aukist við Snæ- fellsnes. Um helgina synti lang- reyður upp í fjöru við Stykkishólm og gaf þar upp öndina. Langreyð- ur er úthafstegund og afar sjaldgæft að þær komi að landi. Einnig hef- ur frést af stórhvelum við Hellnar og nú sást þessi hnúfubakur við Rif. Hnúfubökum hefur fjölgað mjög á hafsvæðunum við Ísland. Tegundin hefur verið alfriðuð í nálega hálfa öld. mþh Öryggismyndavélar hafa verið sett- ar upp á vegum Hvalfjarðarsveitar á nokkrum húsa sveitarfélagsins. Vél- arnar eru alls ellefu talsins. Upp- tökur úr þeim eru geymdar í þrjár vikur og verða afhentar lögreglu ef tilefni gefast til. Þrjár vélar eru staðsettar utan á stjórnsýsluhúsinu að Innrimel 3. Þær hafa 360 gráðu sjónarhorn hver og geta þannig séð allt í kringum sig. Tvær vélar eru staðsettar utan á leikskólanum Skýjaborg, sem sömuleiðis hafa 360 gráðu sjónarhorn hvor. Ein vél er staðsett utan á íþróttamiðstöðinni Heiðarborg. Hún er stefnuvirk og sýnir aðkeyrsluna að húsnæðinu og sparkvöllinn. Fimm vélar eru svo festar á Heiðarskólahúsið. Fjór- ar þeirra eru með 360 gráðu sjón- arhorn. Sú fimmta er stefnuvirk og sýnir afleggjarann upp að skólanum auk þess að gefa mynd yfir sveitina ásamt Esju og Akrafjalli. Á heimasíðu Hvalfjarðarsveit- ar segir að tilgangurinn með upp- setningu myndavélanna sé fyrst og fremst sá að hafa eftirlit með eign- um. „Það hafa verið unnin minni- háttar skemmdarverk. Bílar hafa verið rispaðir og ljós eyðilögð. Hins vegar hefur ekki verið brotist inn í þessi hús. Nú er verið að ljúka við að setja þennan búnað upp,“ segir Björgvin Helgason oddviti Hval- fjarðarsveitar í samtali við Skessu- horn. Sett verða upp áberandi spjöld til að upplýsa vegfarendur um að staðirnir séu vaktaðir með mynda- vélum. Mun það vera samkvæmt ákvæðum í reglugerð Persónu- verndar um notkun eftirlitsbúnað- ar af þessu tagi. Vélarnar taka að- eins upp ef hreyfing á sér stað. Upptakan er geymd á tölvutæku formi á netþjóni sem staðsettur er í stjórnsýsluhúsi Hvalfjarðarsveit- ar í Melahverfi. Öryggisvörður og tæknimaður hafa aðgang að þess- um gögnum. Lögregla mun svo fá þau til skoðunar reynist ástæða til þess. Allar upptökur eru geymdar í 21 dag. Eftir það byrjar netþjónn- inn að taka yfir þær og þannig eyð- ast þær sjálfkrafa. mþh Bjarni Valtýr Guðjónsson frá Svarfhóli á Mýrum er látinn, 86 ára að aldri. Hann giftist aldrei og varð ekki barna auðið. Lengst bjó hann og starfaði í Borgarnesi en búsetu var hætt á Svarfhóli 1977. Bjarni Valtýr var dálítið sérstak- ur í háttum en mikið náttúrubarn. Hann var afar litríkur og áhuga- verður karakter og því minnis- stæður mörgum. Hann var stál- minnugur enda fluggreindur sem birtist í ofurgáfum hans á ákveðn- um sviðum. Þannig þekktu t.d. margir viðskiptavinir Kaupfélags Borgfirðinga á sinni tíð að hægt var að fletta upp í minni hans þegar finna þurfti út vörunúm- er í byggingavörudeild KB þar sem hann starfaði lengi. Þær tölur kunni hann. Bjarni Valtýr hafði mikla tón- listargáfu og varð organisti á Stað- arhrauni á unglingsaldri og org- anisti var hann í Akrakirkju, Álft- ártungukirkju og Staðarhrauns- kirkju á Mýrum frá 1952 og allt til dauðadags. Ást hans á Íslandi og öllu því sem íslenskt er var einstök. Hann safnaði þjóðleg- um fróðleik og ýmsum þjóðlegum smámunum auk allra handanna bókum og ritum. Þá tók Bjarni virkan þátt í kvæðamannafélaginu Iðunni, samdi allt frá barnsaldri ljóð og gaf í seinni tíð út nokkrar ljóðabækur og önnur frumsamin verk. Ófáar söngvökur hélt hann í Borgarnesi og tók virkan þátt í ýmsu félagsstarfi. Um tíma var hann ritstjóri héraðsfréttablaðsins Borgfirðings. mm And lát: Bjarni Valtýr Guðjónsson Guðríður Guðbrandsdóttir lést í síðustu viku, 109 ára og 33ja daga gömul. Ljósm. Morgunblaðið/Eggert. Guðríður Guðbrandsdóttir frá Spágilsstöðum í Dölum lést fimmtudaginn 25. júní síðastlið- inn. Þá var hún 109 ára og 33ja daga gömul og hafði verið elst Íslendinga síðan í ágúst 2011. Guðríður var fjórði Íslendingur- inn sem náði 109 ára aldri. Guðríður var fædd 23. maí 1906 á Spákelsstöðum í Laxár- dal í Dalasýslu, sem síðar hlutu nafnið Spágilsstaðir. Foreldrar hennar voru hjónin Guðbrand- ur Jónsson bóndi og Sigríður Margrét Sigurbjörnsdóttir hús- freyja. Guðríður var sjötta í röð ellefu systkina, sem öll eru látin. Hún ólst upp hjá ömmu sinni og nöfnu, Guðríði Jónsdóttur. Guð- ríður bjó framan af ævinni í Búð- ardal ásamt eiginmanni sínum Þorsteini Jóhannssyni, verslun- armanni í Búðardal og Reykja- vík, en þau fluttust til Reykjavík- ur árið 1952. Hjónin eignuðust ekki barn en ættleiddu dótturina Gyðu og ólu upp tvö fósturbörn, Sigurð Markússon og Halldóru Kristjánsdóttur. Þau eru öll látin. Guðríður bjó síðustu fjóra ára- tugina í þjónustuíbúðum aldr- aðra í Furugerði í Reykjavík. grþ And lát: Guðríður Guðbrandsdóttir Aspir á Akranesi fluttar á nýjan stað Hvalurinn virtist í einhverju æti. Hér galopnar hann kjaftinn móti geislum kvöld- sólarinnar rétt utan við hafnargarðinn í Rifi. Hnúfubakur við Rifshöfn Helga Kristín Auðunsdóttir er sviðs- stjóri lögfræðisviðs á Bifröst og stýrir verkefninu. Bifröst hlýtur vænan styrk til þróunar blandaðra kennsluhátta Fimm öflugar öryggismyndavélar munu hér eftir fylgjast með umferð við Heiðar- skóla en alls setur Hvalfjarðarsveit upp ellefu slíkar á húsakynnum sínum. Hvalfjarðarsveit setur upp öryggismyndavélar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.