Skessuhorn


Skessuhorn - 01.07.2015, Side 12

Skessuhorn - 01.07.2015, Side 12
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 201512 Nýjar tölur sem Hagstofan hefur birt sýna að ótrúlegur vöxtur hefur verið í þjónustu við erlenda ferða- menn á Íslandi á síðustu árum. Þeir kaupa mikið af vörum og þjónustu. Neysla erlendra ferðamanna jókst þannig úr rúmlega 92 milljörðum króna árið 2009 í rúmlega 165 millj- arða árið 2013, eða um 79% á nafn- virði. Vafalítið hefur hún svo farið vaxandi síðan enda virðist straumur ferðamanna til landsins bara færast í aukana frekar en hitt. Neysla íslenskra ferðamanna innanlands hefur einnig aukist. Þeir eru þó ekki jafn duglegir að eyða og hinir erlendur. Innlendir ferðalang- ar eyddu fyrir tæplega 60 milljarða árið 2009 en voru komnir í tæp- lega 88 milljarða fjórum árum síð- ar. Þetta er þó rúmlega 47% aukn- ing á nafnvirði sem hlýtur að teljast þokkalegt séð með augum þeirra sem lifa af því að selja vörur og þjónustu til ferðafólks. Hlutur erlendra ferðamanna sem fjölda af ferðalöngum jókst úr 52% árið 2010 í 60% 2013. Nánari upp- lýsingar má skoða á vef Hagstofu Íslands (hagstofa.is). mþh „Það er eiginlega alveg óþolandi sú vanvirðing sem okkur íbúum sumra sveita er sýnd, af hálfu Vegagerðar- innar og þeirra sem útdeila pening- um hins opinbera. Hér eru gaml- ir og illa farnir vegir án viðhalds. Þeir eru kannski heflaðir einu sinni að vori og einu sinni að hausti og þá er verkið jafnvel unnið svo illa að vegirnir verða enn verri yfir- ferðar en fyrir heflun,“ segir Þór- arinn Skúlason bóndi á Steindórs- stöðum í Reykholtsdal. Hann rek- ur ferðaþjónustu á Steindórsstöð- um og segir það beinlínis vera stór- hættulegt að útlendingar og þeir sem óvanir eru akstri við þessar að- stæður fari um þessa vegi. „Dæm- in hafa nýlega sannað að fólk hef- ur farið sér að voða á vegum eins og þessum. Við þurfum ekki að fara lengra en í næstu sveit til að finna sorglegt dæmi um hvernig fór fyrir ökumanni bifhjóls sem þekkti ekki til aðstæða sem þessara. Nú eru vegirnir hérna allir eins og þvotta- bretti á eftir heflun sem gerð var fyrir hálfum mánuði og ekki líklegt að undir stýri hafi kunnáttumaður setið. Ef verktaki hefði unnið þetta verk með þessum hætti fyrir Vega- gerðina, þá er ég handviss um að hann hefði ekki fengið greitt fyrir. Þessir vegir eru ekki rykbundnir og því bætist við ástandið að fína efn- ið fýkur strax úr þeim í þurrkum.“ Þarna er Þórarinn að lýsa veginum frá Reykholti og að Úlfsstöðum í Hálsasveit, veginum í sunnanverð- um Reykholtsdal og veginum inn Flókadal. Hann bendir á að þeir sem reki ferðaþjónustu til sveita eigi allt sitt undir nothæfum vegum. Bílaleigur eru til dæmis farnar að banna þeim sem leigja bíla að fara um vegi sem þessa. Aðspurður segist Þórarinn fá þau svör frá Vegagerðinni að allir peningar séu búnir í þennan mála- flokk. „Það er engu líkara en lit- ið sé á suma íbúa hér sem þriðja flokks þegna. Ekki eru svo stjórn- málamenn að bæta ástandið. Hér lofuðu til dæmis allir flokkar fyr- ir sveitarstjórnarkosningarnar fyr- ir tveimur árum að þeir myndu láta beina meiri fjármunum í við- hald og endurbætur héraðsvega. Að þeirra fyrsta verk yrði að þrýsta á Vegagerðina og fjárveitingavald- ið að bæta ástandið. En nei, þeir voru náttúrlega allir að taka þátt í Stóru lygakeppninni, eins og þeir hafa sannað í skólamálunum hér í okkar sveitarfélagi,“ segir Þórarinn á Steindórsstöðum. mm „Þetta var mjög skrítinn morgunn. Ég er vön að fara út úr húsi klukk- an ellefu og fara í göngutúr þar sem ég enda í félagsstarfi og hádegismat í félagsstarfinu. Þennan morgun- inn kom ég mér samt ekki af stað og ég veit ekki alveg af hverju, það var í raun engin góð ástæða fyr- ir því,“ segir Ólöf Guðmunds- dóttir í Borgarnesi þegar blaða- maður spurði hana út í morgun- inn sem hún hjálpaði frændsystkin- um sem lentu undir steini í garð- inum hjá henni við Ánahlíð í Borg- arnesi. Þessi morgunn var eitthvað öðruvísi en venjulegir morgnar hjá Ólöfu og hún var, aldrei þessu vant, heima hjá sér þegar börnin hringdu bjöllunni klukkan korter yfir ellefu. Ólöf spjallaði smá við börnin og þar sem hún var nú komin út með þeim ætlaði hún að koma sér af stað í göngutúrinn sinn. „Ég spurði hvort þau vildu labba smá með mér og sýna mér hvar þau ættu heima og svona, ég vissi ekki hvaða börn þetta voru svo ég ætlaði aðeins að fylgja þeim svona áleiðis heim. Strákurinn stökk þá strax af stað upp brekkuna hér við húsið og stelpan fylgdi á eftir. Þau voru svo snögg að ég náði ekki að átta mig og segja þeim að passa sig á þess- um steini. Steinninn fer svo af stað niður brekkuna og tekur börnin með sér og lendir svo ofan á þeim, steinninn lá yfir öllu brjóstbakinu og vinstri hönd og öxl á stelpunni. Steinninn lá ekki jafn mikið ofan á stráknum svo ég náði honum und- an, ég reyndi að ná steininum af stelpunni líka en gat það ekki. Ég hringdi strax í 112 og það tók svona um 10 mínútur fyrir sjúkrabílinn, lækna og alla að mæta á staðinn. Þessar mínútur voru þó rosalega lengi að líða, tíminn líður svo hægt á svona stundu,“ sagði Ólöf sem er fegin að það var eitthvað sem stoppaði það að hún fór í göngu- túrinn sinn þennan morguninn. Ef Ólöf hefði ekki verið heima þegar slysið átti sér stað er ekki hægt að vita hvað börnin hefðu legið lengi undir steininum. Slysið gerðist innst inni í botn- langa, bakvið hús þar sem lítil um- ferð er, það er því ólíklegt að ein- hver hefði heyrt í börnunum. Bið- in eftir sjúkrabílnum var erfið en Þorgerður Bjarnadóttir sjúkra- flutningamaður var fyrst á stað- inn og náði hún, með aðstoð Ólaf- ar, litlu stúlkunni undan steininum. Bæði börnin voru flutt á sjúkrahús þar sem kom í ljós að þau voru ekki alvarlega slösuð. Drengurinn er handleggsbrotinn en fyrir utan það eru meiðslin minniháttar, mar og rispur hér og þar. Hann fékk að fara heim að kvöldi sama dags. Stúlkan fótbrotnaði og hlaut skurð á höfði sem þurfti að sauma en þar fyr- ir utan minniháttar meiðsli. Henni var haldið á sjúkrahúsinu yfir nótt og fór heim í hádeginu daginn eft- ir. Það þykir mildi að ekki hafi farið verr því grjótið sem valt yfir börnin er mjög stórt og þungt. Ólöf fór með blaðamanni út og sýndi hvernig svona grjót eru þarna allt í klettunum í kring og það var, að mati Ólafar, í raun bara tíma- spursmál hvenær þau færu að velta af stað. „Það er búið að rigna svo mikið og moldin búin að renna til svo það heldur ekkert þessum steinum lengur. Það átti auðvitað bara að fjarlægja þetta grjót strax. Það er mest laust þarna og svona lítil börn gera sér enga grein fyrir þeim hættum sem finnast á svona stöðum,“ segir Ólöf sem skilur ekk- ert í því að frágangurinn hafi verið svona á þessum stað. „Það er von- andi að eitthvað verði gert í þessu núna,“ bætir hún við að lokum. arg Reykkafarar frá Slökkviliði Akra- ness og Hvalfjarðarsveitar unnu að því síðdegis á mánudaginn og fram á kvöld að komast að upptök- um reyks í rafmagnsrými á annarri hæð í járnblendiverksmiðju Elkem Ísland á Grundartanga. Útkallið barst klukkan 16:50. Að sögn Gests Péturssonar forstjóra fyrirtækis- ins var ekki um opinn eld að ræða heldur lagði reykinn frá búnaði sem sviðnað hafði í rafmagnsrými. Eng- in slys urðu á fólki, að sögn Gests, en fyllsta öryggis er ætíð gætt í að- gerðum af þessum toga og fram- leiðslan stöðvuð meðan komist er að rót vandans. Í ljós kom að þétt- ir hafði ofhitnað. Við það skapast ójafnvægi á rafmagni og verksmiðj- an leysir út. Gestur segir mest um vert að enginn hafi skaðast við þetta óhapp. Rekstrartap hafi einkum orðið meðan framleiðsla lá niðri og þá verður einn ofn verksmiðjunn- ar í takmörkuðum rekstri í nokkra daga. „Þegar kerfið yfirhitnar fer af stað sjálfvirkt slökkvikerfi sem dregur úr úr umfangi skaðans. Allt gekk eins og best verður á kosið enda fengu við starfsmenn góða að- stoð frá slökkviliðinu,“ sagði Gest- ur. mm Sími er hér lagður ofan í eina dæld þvottabrettisins sem myndaðist eftir að heflað var um miðjan júní. Kvartað undan slæmum vegum eftir heflun Horft inn Hálsaveit þar sem ekið er frá Reykholti. Í rykmekkinum til vinstri glittir í íbúaðarhúsið á Úlfsstöðum II. Þó átti þessi vegur að vera rykbundinn um miðjan júní. Slökkvilið kallað út að Elkem eftir að þéttir gaf sig Ferjan Særún siglir með ferðamenn í útsýnis- og skemmtiferðir frá Stykkishólmi. Hér er skipið að leggja í ferð í síðustu viku. Ferðaþjónustan skiptir stöðugt meira máli Tilviljun réði því að Ólöf Guðmunds- dóttir var á staðnum þegar grjótið féll á börnin. Tvö börn hætt komin þegar stór steinn valt yfir þau í Borgarnesi Steinninn sem valt yfir börnin. Brekkan sem steinninn valt niður með börnin með sér.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.