Skessuhorn - 01.07.2015, Side 31
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 2015 31
„Það gekk mjög vel í fyrrasum-
ar þrátt fyrir leiðindaveður, þoku
og rigningu nánast allan júlí,“ seg-
ir Helga Magnea Birkisdóttir veit-
ingakona á Prímus kaffi á Helln-
um. Hún tók við rekstri þess ásamt
Ólafi Sólmundssyni eiginmanni
sínum um páskana í fyrra. Prímus
kaffi er til húsa í sömu byggingu og
gestastofa þjóðgarðsins á Snæfells-
nesi. Nú í vetur, eftir fyrsta rekstr-
artímabil þeirra í fyrra, var húsnæði
Prímus kaffis endurnýjað og stækk-
að um helming. Það rúmar nú 120
gesti í sæti.
Hyggst lengja
opnunartíma í haust
Helga Magnea segist himinlifandi
með kaffihúsið. Þau hjón eru nú að
flytjast búferlum frá Reykjanesbæ
til Snæfellsbæjar þar sem þau hafa
fest kaup á húsnæði á Arnarstapa.
„Núna get ég komist heim til mín
eftir vinnu hér á Prímus kaffi. Það
munar öllu. Mér finnst yndislegt að
búa hér undir Jökli.“
Í fyrra opnaði Prímus kaffi
með formlegum hætti á skírdag
17. apríl. „Við lokuðum svo fyr-
ir veturinn um miðjan septem-
ber. Í haust ætlum við hins veg-
ar að hafa opið lengur og vonandi
sem lengst inn í veturinn. Það er
augljóst að ferðamannatímabil-
ið er alltaf að lengjast auk þess
sem ferðamönnum fjölgar. Bara
það sem af er sumri þá hafa verið
miklu fleiri ferðamenn hér sam-
anborið við á sama tíma í fyrra.
Mér finnst líka fleiri Íslendingar,“
segir Helga.
Stólar fyrir 120 gesti
Útsýnið frá Prímus kaffi er bæði
fagurt og sólríkt á góðviðrisdög-
um. Þaðan má sjá vítt til suðurs
út yfir Faxaflóann. Norðanmegin
eru svo Stapafell og Snæfellsjök-
ull. Nú hafa útsýnismöguleikarn-
ir verið bættir verulega. „Það er
bæði búið að stækka veitingarým-
ið hjá okkur um helming nú í vet-
ur og síðan gera nýja stóra glugga
mót suðaustri með palli fyrir fram-
an þar sem fólk getur setið undir
beru lofti. Nú sést þannig úr veit-
ingasalnum meira til suðausturs
yfir Faxaflóann. Það er líka búið
að útbúa setustofu á upphækkuð-
um palli í enda húsnæðisins. Við
getum nú tekið á móti allt að 120
manns. Hingað koma bæði hóp-
ar og einstaklingar, þetta er best
í bland.“
Helga segir að frá síðasta ári
hafi einnig verið bætt við það sem
á boðstólum er hjá Prímus kaffi.
„Í fyrra vorum við bara með súp-
ur, kökur og kalda og heita drykki.
Nú höfum við bætt við plokkfiski,
kjötbollum og þess háttar. Það er
allt eldað hér á staðnum. Hugsun-
in er sú að fólk geti komið hing-
að og fengið góðan og venjulegan
mat á ferðum sínum um svæðið.“
Prímus kaffi hefur opið alla daga
vikunnar frá klukkan tíu á morgn-
ana til níu á kvöldin. „Ef það er
umferð þá höfum við jafnvel opið
lengur,“ segir Helga Magnea.
mþh
Prímus kaffi á Hellnum
stækkað um helming
Prímus kaffi á Hellnum.
Stykkishólmsbær
Hafnargötu 3, 340 Stykkishólmur - Sími: 433-8100
Auglýst er laust til umsóknar starf ritara bæjarstjóra Stykkishólmsbæjar.
Starf ritara bæjarstjóra fellur undir stjórnsýslu, fjármál- og fjölskyldumál
Stykkishólmsbæjar og heyrir undir bæjarstjóra og faglega stjórn og leiðsögn
bæjarritara.
Helstu verkefni
Ritarastörf, umsjón með fundargerðum í stjórnsýslu, bréfaskriftir eftir bæjarráðs- og •
bæjarstjórnarfundi auk annarra bréfaskrifta, innskráning mála í skjalavistunarkerfi,
umsjón með fundarboðum, almenn ritaraverkefni og umsjón með verkefnaskráningu
fyrir bæjarstjóra, reikningagerð fyrir alla starfsemi bæjarins samkvæmt nánara
verkskipulagi hverju sinni, ýmiss bókhaldsvinna, umsjón með samþykkt reikninga og
færsla þeirra yfir í gjaldkerakerfi.
Umsjón með vefsíðu Stykkishólmsbæjar og samskipti við þá sem sinna •
kynningarmálum.
Önnur almenn störf samkvæmt nánari fyrirmælum bæjarstjóra.•
Menntunar- og hæfniskröfur
Framhaldsskólamenntun og/eða sérhæfð skrifstofu- eða viðskiptamenntun, •
kunnátta og reynsla á sviði bókhalds og skjalagerðar er mikilvæg.
Haldgóð þekking á Word og Excel er nauðsynleg.•
Þjónustulund, þolinmæði, rík ábyrgðarkennd og hæfni í mannlegum samskiptum.•
Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.•
Starfið er veitt frá 1. ágúst n.k. Launakjör eru samkvæmt samningum sveitarfélaga við
Starfsmannafélag Dala og Snæfellsness.
Allar upplýsingar um starfið veita bæjarstjóri Sturla Böðvarsson sturla@stykkisholmur.is
og bæjarritari Þór Örn Jónsson thor@stykkisholmus.is í síma 433-8100.
Umsóknir skal senda til Bæjarstjórans í Stykkishólmi, Hafnargötu 3, 340 Stykkishólmi eða
í netfangið sturla@stykkisholmur.is fyrir 15. júlí 2015.
Stykkishólmi, 25.júní 2015
Sturla Böðvarsson bæjarstjóri Stykkishólmsbæjar
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
5
Sýslumaðurinn á Vesturlandi
Starf í Borgarnesi
Laust er til umsóknar 100 % starf á skrifstofu Sýslumannsins
á Vesturlandi með starfsstöð í Borgarnesi.
Starfið felst í vinnu við gjaldkerastörf og umboðsstörf
fyrir Tryggingastofnun ríkisins og Sjúkratryggingar Íslands,
svo og almenn skrifstofustörf.
Hæfniskröfur: Almenn tölvukunnátta er nauðsynleg svo og
jákvæðni, þolinmæði og þjónustulund.
Tungumálakunnátta er æskileg.
Laun skv. gildandi samkomulagi viðkomandi stéttarfélags og
fjármálaráðherra.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Eva Eðvarsdóttir
starfsmannastjóri í síma 458-2300 á skrifstofutíma milli
kl. 10:00 og 15:00.
Umsóknarfrestur er til 13.júlí 2015. Umsóknir ásamt
starfsferilskrá berist skrifstofu sýslumanns að Bjarnarbraut 2,
310 Borgarnesi eða á netfangið eva@syslumenn.is
Athygli er vakin á því að umsóknin mun gilda í 6 mánuði frá
því að umsóknarfrestur rennur út, með vísan til 3.tl.2.mgr.2.gr.
reglna um auglýsingar á lausum störfum, með síðari
breytingum nr.464/1996 , sem settar eru skv. heimild í
2.mgr.7.gr.laga nr.70/1996 um réttindi og skyldur opinberra
starfsmanna.
Öllum umsóknum verður svarað, þegar ákvörðun
um ráðningu hefur verið tekin.
Sýslumaðurinn á Vesturlandi
Ólafur K. Ólafsson
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
5
Ólafur Sólmundsson og Helga Magnea Birkisdóttir reka nú Prímus kaffi annað árið í röð og hafa heldur betur stækkað við
sig. Veggi veitingastaðarins prýða gamlar ljósmyndir af svæðinu, ljósmyndir úr Vatnshelli, ljósmyndir eftir Árna Guðjón Aðal-
steinsson úr Ólafsvík og myndir af verkum þýsk-íslenska listamannsins Wilhelms Beckmann.
Menntaskóli Borgarfjarðar leitar að
mögulegum einstaklingsherbergjum fyrir
nemendur skólans næsta skólaár.
Vinsamlegast hafið samband við skólameistara í síma
894-1076 eða á netfangið gudrunbjorg@menntaborg.is
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
5