Skessuhorn


Skessuhorn - 01.07.2015, Side 32

Skessuhorn - 01.07.2015, Side 32
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 201532 Bæjarlistamaður Akraness var út- nefndur við hátíðlega athöfn 17. júní síðastliðinn. Líkt og fram kom í síðasta tölublaði Skessuhorns var það Gyða L Jónsdóttir Wells sem hlaut titilinn fyrir árið 2015. Gyða er fædd undir Eyjafjöllum en flutt- ist þriggja ára gömul á Skagann og ólst þar upp. Eftir gagnfræði- próf fluttist hún til Reykjavíkur og lærði við Handíða- og myndlist- arskólann. Þaðan fór hún til Suð- ur Karólínu í Bandaríkjunum þar sem hún lærði auglýsingateiknun. Gyða segist hafa verið síteiknandi sem barn og að hún hafi ung áttað sig á því hvað hún vildi verða þeg- ar hún yrði stór. „Það var einhvern tíma í barnaskóla sem ég ákvað mig. Þá kom alls konar fólk og setti upp bása þar sem við gátum feng- ið ráðleggingar um hvað við vild- um starfa við. Ég skoðaði bara einn bás, þurfti ekki að skoða fleiri,“ seg- ir Gyða og brosir. Það kemur ekki á óvart að básinn sem Gyða heillaðist af var tileinkaður list. Ætlaði að verða besti málari Íslands Gyða segist aðeins hafa starfað við auglýsingateiknun en fljótlega fundið að það væri ekki fyrir hana. „Ég gerði eitthvað af myndum fyr- ir bækur og svona. En þetta hent- aði mér ekki. Ef maður starfar við auglýsingateiknun þarf maður að teikna það sem aðrir segja manni að teikna, það var ekki fyrir mig.“ 24 ára gömul færði Gyða sig aft- ur um set og settist á skólabekk í London. „Ég ætlaði að verða besti málari Íslands. En þegar ég mætti í tíma sá ég að það myndi aldrei ger- ast,“ segir hún og hlær. Hún skráði sig í kvöldskóla þar sem hún lærði höggmyndalist. „Um leið og ég setti puttana í leirinn í fyrsta sinn, þá vissi ég hvar ég átti heima,“ seg- ir Gyða sem í dag er fyrst og fremst myndhöggvari. Áður en Gyða fór til London hafði hún kynnst ensk- um manni í stofunni á Kirkjuhvoli. Sá maður var David Wells og starf- aði sem bankastjóri hjá Americ- an Express á Keflavíkurflugvelli og varð síðar eiginmaður Gyðu. „Ég var búin að ákveða að fara út að læra þegar ég kynntist honum og fór því út á undan honum. Ég hafði val um að fara annað hvort til Eng- lands eða Ítalíu en ég valdi Eng- land. Bæði út af honum og tungu- málinu. Við giftum okkur svo löngu seinna.“ Keypti verksmiðju Eftir brúðkaupið 1970 tók Gyða sér hlé frá námi. Það var svo fjór- um árum seinna sem hjónin fluttu til Danmerkur og þá sótti hún um og fékk inngöngu í Konunglegu listaakademíuna í Kaupmanna- höfn. „Þar var ég til ársins 1977 en þá tók vinna mannsins míns okkur aftur til Englands. En í Englandi hafði ég enga aðstöðu til að vinna í leirnum. Þá fór ég að mála á flís- ar og keypti mér lítinn ofn. Þetta gerði ég í eldhúsinu heima,“ út- skýrir Gyða. Umfang flísavinnsl- unnar jókst jafnt og þétt og á end- anum fékk Gyða sér vinnustofu og annan ofn. Enn stækkaði fram- leiðslan og vatt upp á sig. „Á end- anum keypti ég verksmiðju og réði fólk í vinnu. Þetta óx og dafnaði og þegar mest var voru sautján starfs- menn hjá mér. Ég keypti stærri og stærri ofna og gat brennt tvö þús- und flísar á dag,“ segir Gyða. Verk- smiðjuna rak Gyða í tæpa tvo ára- tugi, frá 1980 - 1997. Þar fram- leiddi hún veggflísar sem hún hafði skreytt og gerði Gyða meðal annars flísar fyrir hótel, veitingahús, sund- laugar og auðugt fólk. Einn af þeim var einn ríkasti maður heims, Sol- dáninn af Brunei. Hannaði fyrir London Transport „Svo var hringt í mig. Manneskjan í símanum sagðist vera arkitekt fyr- ir London Transport, neðanjarð- arlestakerfið í London. Ég hér um bil svaraði því að ég væri Englands- drottning! Ég hélt að þetta væri eitt- hvað grín en svo var ekki. Mér var boðið að gera tilboð í King‘s Cross stöðina, stórt verk með hundrað þúsund flísum.“ Gyða sagði arki- tektinum að það yrði ekkert mál. Því næst keypti hún sér flónels- dragt og bindi og fór á fund með tíu manns. „Ég sagði alltaf við þau að þetta yrði ekkert mál. En innst inni vissi ég ekkert hvernig ég átti að fara að þessu,“ segir Gyða og hlær. Hún ákvað þó að láta slag standa og útbjó tilboðið en var ekki vongóð. Svo kom símtalið örlagaríka. Henni var tilkynnt um að pallettur af flís- um væru væntanlegar til hennar. „Ég sagði þá við manninn minn að ég héldi að við hefðum fengið verk- efnið. Við keyptum hálfa kampa- vínsflösku til að halda upp á þetta, en hún var aldrei opnuð. Við feng- um þetta nefnilega aldrei skriflegt,“ segir hún. Þetta gríðarstóra verk- efni varð viðbót við daglega fram- leiðslu í verksmiðjunni. Ekki kom annað til greina en að halda þeirri framleiðslu gangandi. „Ég var að hanna flísar fyrir heildsölumark- að. Það var hægt að fá flísar frá Ít- alíu og Spáni en myndirnar á þeim hentuðu ekki smekk Englendinga. Ég teiknaði því á flísar og setti inn liti sem hentuðu enskum baðher- bergjum. Ég fór svo með prufur í búðirnar og þeir pöntuðu svo af okkur.“ Karl og Díana opnuðu sýninguna Verkefnið stóra tók þrjú ár í vinnslu. Að endingu var farið með hluta af því til Vínarborgar á listsýninguna „Best of Brittain“. „Þar var sýnt allt það besta í list og hönnun í Bret- landi. Karl Bretaprins og Díana prinsessa opnuðu sýninguna sem stóð í tíu daga.“ Gyða hreppti fleiri stór verkefni fyrir London Tran- sport, þar sem hún hannaði flís- ar fyrir Mansion House, Elep- hant og Castle stöðvarnar. Verkið sem Gyðu þykir vænst um er und- ir Blackfriars brú, sem liggur yfir ána Thames. Göngin eru flísalögð og sýna flísarnar svart-hvítar æting- ar af svæðinu eins og það leit út á 18. og 19. öld. Uppsetningin þyk- ir bæði skemmtileg og óvenjuleg og er hönnuð og unnin af Gyðu. Eft- ir 17 ár í flísunum ákvað Gyða að hætta. Hún hefur ekki brennt flísar í mörg ár og segir það liðna tíð. „Ég var orðin þreytt. Það var kreppa og ég hafði ekki tíma fyrir neitt ann- að en vinnuna. Ég þreif húsið eina helgina og tók garðinn þá næstu. Þess á milli vann ég. Ég tók á end- anum þá ákvörðun að loka verk- smiðjunni, ég gat þetta ekki leng- ur.“ Steypti Harald í bílskúrnum Verkið sem Gyða er hvað þekktust fyrir á Akranesi er styttan af hjón- unum Haraldi Sturlaugssyni og Ingunni Sveinsdóttur sem stendur fyrir framan Haraldarhús við Vest- urgötu. „Þá styttu gerði ég úti. Hún var steypt í gifs í bílskúrnum okkar og svo flutt til Íslands.“ Gyða gerði einnig tvær aðrar höggmyndir af Akurnesingum, af Pétri Ottesen og Halldóri Sveinssyni og eru þær geymdar í Byggðasafninu. Gyða segir að enn þyki henni skemmti- legast að móta í leir en hún hefur einnig gaman af því að vinna með vatnsliti. „Ég hafði nú aldrei prófað það. Það var svo fyrir einhverjum árum sem ég var með sýnikennslu í Gallerí Fold á Menningarnótt sem ég gerði skyssur sem ég ákvað að mála með vatnslitum. Þær urðu svo vinsælar að ég fór bara að mála,“ útskýrir Gyða sem málar eingöngu myndir af konum. Erfiðast að móta Jesú Árið 1999 fluttist Gyða heim til Íslands í fyrsta sinn í langan tíma. Þá hafði hún lengi vel ekki mótað neitt í leir. „Ég mótaði sjö styttur og fór til Sossu systurdóttur minn- ar og spurði hana álits. Henni leist vel á og bauð mér að vera með sér á sýningu í Kirkjuhvoli í apríl 2000. Yfirskrift sýningarinnar var „Síð- asta kvöldmáltíðin“ og ég gerði alla postulana í kjólum og hún málaði alla sína líka í kjólum.“ Gyða segir að erfiðast hafi henni þótt að móta Jesú Krist. „Ég gat eiginlega ekki hugsað mér það. Ég er náttúrulega alin upp á prestsheimili. Ég ætlaði fyrst að hafa stallinn bara tóman, eins og hann væri ókominn eða far- inn,“ segir hún og hlær. Hún gerði þó tvær styttur af Kristi og valdi aðra þeirra til að hafa á stallinum. Sýningin gekk vel og hafði Gyða gaman af því að sýna á sínu gamla bernskuheimili, en faðir hennar var séra Jón M. Guðjónsson sem lengi var sóknarprestur á Akranesi. Gyða opnaði vinnustofu og gallerí í Brautarholti í Reykjavík og starf- aði sem verkefnastjóri hjá Útflutn- ingsráði. En hugurinn og hjartað voru enn úti í Englandi, þar sem sonur Gyðu bjó. Hún flutti því aftur út og keypti sér lítið hús. Þar var hún í viðskiptasambandi við ýmis lítil fyr- irtæki frá Íslandi, sem hún hjálpaði á enskum markaði. Gyða minnist tímans í Englandi með hlýju. Hún segir lífið hafa verið yndislegt og hún eignaðist litla sonardóttur. Það var svo eftir sviplegt fráfall sonar hennar sem hún flutti aftur til Ís- lands. Henni þykir þó enn vænt um Listin heillaði strax á barnsaldri - spjallað við Gyðu L Jónsdóttur Wells bæjarlistamann Akraness Gyða L Jónsdóttir Wells er bæjarlistamaður Akraness 2015. Verkið sem Gyða er hvað þekktust fyrir á Akranesi er þessi höggmynd, af hjón- unum Haraldi Sturlaugssyni og Ingunni Sveinsdóttur. Styttan stendur fyrir framan Haraldarhús við Vesturgötu á Akranesi. Þetta flísaverk eftir Gyðu má finna í neðanjarðarlestarstöð í Lundúnum.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.