Skessuhorn


Skessuhorn - 01.07.2015, Side 33

Skessuhorn - 01.07.2015, Side 33
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 2015 33 Skipulags- og byggingarfulltrúinn í Eyja- og Miklaholtshreppi og Helgafellssveit Auglýsing um deiliskipulagstillögu Deiliskipulagstillaga vegna jarðarinnar Selja í Helgafellssveit. Með vísan til 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 hefur Hreppsnefnd Helgafellssveitar samþykkt á fundi sínum þann 11. mars 2015 að auglýsa eftir athugasemdum vegna fyrirhugaðs deiliskipulags í landi Selja í Helgafellssveit í mynni Hraunsfjarðar norðanvert, inn af Kolgrafafirði, þar sem markmið deiliskipulagsins er að reisa sumarhús ofarlega á Seljaodda ásamt því að byggja upp möguleika til útivistar fyrir landeigendur m.a. með gerð lítillar flotbryggju í voginum innanvert á oddanum. Gert er ráð fyrir að lengja núverandi heimreið frá þjóðveginum að Seljaodda sem er vestast á skipulags- svæðinu. Ekki er lengur búið á Seljum og engin hús eru uppistandandi á jörðinni en jörðin fór í eyði árið 1959. Skipulagssvæðið sem tillagan tekur til er tæpir 119 ha að stærð og afmarkast af sjó í suðri og vestri, Bjarnarhafnarfjalli í norðri og þjóðvegi í suðaustri. Skipulagssvæðið liggur fjarri landamerkjum, en næst eru landamerki Bjarnarhafnar, um 750 m norðan þess. Aðliggjandi í suðaustri er jörðin Hraunsfjörður. Fyrirhugað deiliskipulag er í samræmi við auglýsta tillögu að Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024, en svæðið er skilgreint sem landbúnaðarsvæði í tillögu að aðalskipulagi Helgafells- sveitar. Deiliskipulagið er ekki háð lögum nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Deiliskipulagið verður til sýnis hjá oddvita að Hrísakoti í Helgafellssveit og hjá skipulags- og byggingarfulltrúa að Sæunnargötu 3, efri hæð, Borgarnesi frá 6. júlí til 17. ágúst 2015. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við deiliskipu- lagstillöguna. Athugasemdir ef einhverjar eru, skulu vera skriflegar og berast til oddvita að Hrísakoti í Helgafellssveit eða til skipulags- og byggingarfulltrúa að Sæunnargötu 3, efri hæð, Borgarnesi, eigi síðar en 17. ágúst 2015. Borgarnesi í júní 2015 Skipulags- og byggingarfulltrúi Helgafellssveitar SK ES SU H O R N 2 01 5 SK ES SU H O R N 2 01 5 Laus staða deildarstjóra við Grunnskólann í Borgarnesi 1. ágúst 2015 Grunnskólinn í Borgarnesi auglýsir lausa stöðu deildarstjóra frá 1. ágúst 2015, um er að ræða fullt starf. Skólinn er heildstæður grunnskóli með um 300 nemendur í 1.–10. bekk. Mikil þróun á sér stað innan skólans og einstakt tækifæri fólgið í því að vera hluti af þeirri sterku heild sem kennarar og starfsfólk skólans mynda. Óskað er eftir einstaklingi sem er tilbúinn að taka þátt í virku og skapandi skólastarfi og stýra faglegri þróun náms og kennslu í sterku teymi stjórnenda. Menntun, reynsla og hæfni: Kennsluréttindi í grunnskóla og kennslureynsla.• Meistarapróf eða framhaldsmenntun sem nýtist í starfi • æskileg. Góð þekking á náms- og kennsluaðferðum og hæfni til að • miðla þeim. Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af mannaforráðum • og verkefnastjórnun. Ríkir samstarfs- og samskiptahæfileikar.• Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.• Jákvæðni, ábyrgðarkennd og skipulagshæfileikar.• Umsóknarfrestur er til 10. júlí. Umsóknir skal senda til Signýjar Óskarsdóttur skólastjóra, signy@grunnborg.is einnig er hægt að fá nánari upplýsingar hjá henni í síma 698-9772. Umhverfisviðurkenningar 2015 Akraneskaupstaður óskar eftir tilnefningum frá íbúum fyrir umhverfisviðurkenningar 2015 í eftirtöldum flokkum: Falleg einbýlishúsalóð1. Falleg fjölbýlishúsalóð2. Snyrtileg fyrirtækja- eða stofnanalóð3. Hvatningarverðlaun4. Falleg götumynd5. Samfélagsverðlaun til einstaklinga, hópa og/eða 6. félagasamtaka sem vinna óeigingjarnt starf í þágu umhverfisins Hægt er að senda tilnefningar rafrænt á heimasíðu Akraneskaupstaðar á þar til gerðu eyðublaði eða með því að senda tölvupóst á akranes@akranes.is. Frestur til að tilnefna er til og með 15. júlí n.k. SKE SS U H O R N 2 01 5 Menntaskóli Borgarfjarðar óskar eftir að ráða stuðningsfulltrúa í 70% starf inn á starfsbraut skólaárið 2015 til 2016. Starfið felst í að aðstoða nemanda með fötlun við nám og athafnir daglegs lífs. Viðkomandi þarf að vera karlkyns og geta hafið störf 18. ágúst nk. Hæfniskröfur: Hæfni í mannlegum samskiptum, jákvæðni og sveigjanleiki. Nánari upplýsingar gefur Guðrún Björg Aðalsteinsdóttir skólameistari, gudrunbjorg@menntaborg.is eða í síma 894-1076. Umsóknarfrestur er til 15. júlí og skal senda umsóknir ásamt ferilskrá á netfangið gudrunbjorg@menntaborg.is SK ES SU H O R N 2 01 5 England og fer þangað reglulega til að verja tíma með barnabarninu. Eftir að heim var komið tók Gyða sér hlé frá störfum sínum í listinni. Hún kom sér fyrir á Akranesi, í sín- um gamla heimabæ. „Ég byrjaði svo aftur í leirnum, fékk aðstöðu í Fróðá á Safnasvæðinu ásamt Dýr- finnu Torfadóttur gullsmiði. Eftir það fékk ég svo aðstöðu í kjallaran- um á Kirkjuhvoli,“ segir hún. Tvær sýningar framundan Í dag vinnur Gyða bæði skúlp- túra og málverk á vinnustofu sinni í Sementsverksmiðjunni á Akra- nesi. Þar starfar hún ásamt fleiri listamönnum og kallar hópur- inn sig Samsteypuna. „Við höfum verið hér síðan í byrjun febrúar. Hér höfum við allt sem við þurf- um. Við erum níu saman og hér er unnið í leir, rennt, málað og gerð grafík verk. Samningurinn er til tveggja ára en vonandi verð- ur honum framlengt,“ segir Gyða. Á vinnustofu hennar stendur falleg stytta af konu. Það er Ellen, verk- ið sem er Gyðu hvað kærast. „Þeg- ar það var ljóst að ég var að fara til Englands um haustið fékk ég fría aðstöðu, módel og allt í lista- akademíunni. Ellen var módelið og við urðum mjög góðar vinkon- ur,“ segir Gyða. Styttan hefur fylgt henni allar götur síðan. Framundan hjá myndhöggvar- anum er sumarfrí og ætlar hún að bregða undir sig betri fætinum og ferðast svolítið. „Ég ætla að fara út til Englands og svo til Portú- gal, þar sem ég ætla að heimsækja Eddu systur mína. Ég ætla að fá smá spýtingu í heilann frá Eddu,“ segir hún og brosir. Þegar heim verður komið hefst hún handa við að undirbúa sýningu sem haldin verður á Vökudögum í haust. „Við Drífa Gústavs fengum styrk til að halda sýningu saman og erum að leita að húsnæði undir hana. Við ætlum að kynna okkur sem þrí- víddar listamenn og verkin verða standandi á búkkum.“ Næsta vor heldur Gyða aðra sýningu, líkt og venjan er að bæjarlistamaður Akra- ness geri. grþ Verkið sem Gyðu er kærast, styttan Ellen. Gyða við störf í flísaverksmiðju sinni.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.