Skessuhorn


Skessuhorn - 22.07.2015, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 22.07.2015, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 30. tbl. 18. árg. 22. júlí 2015 - kr. 750 í lausasölu Næstu blöð Skessuhorns: Miðvikudaginn 29. júlí, hefðbundin útgáfa. Miðvikudaginn 5. ágúst kemur ekkert blað út vegna sumarleyfis starfsfólks. Miðvikudaginn 12. ágúst, hefðbundin útgáfa. Miðvikudaginn 19. ágúst, hefðbundin útgáfa. Fluconazol ratiopharm Fæst án lyfseðils Er þér annt um hjartað? Eru bólgur og verkir að hrjá þig? Arion hraðþjónusta – hafðu það eins og þú vilt Arion appið • Netbanki • Hraðbankar Restaurant Munaðarnes Borgarfirði 525 8441 / 898 1779 Njótið veitinga í fallegu umhverfi SK ES SU H O R N 2 01 5 OPIÐ 12.00 – 21.00 Í HJARTA BÆJARINS VIÐ AKRATORG Matar- og antikmarkaður á Akranesi í sumar - Ekta markaðsstemning! Opið alla laugardaga kl. 13 - 17 Þessar vikurnar líður ekki sú helgi að einhvers staðar séu haldnar bæjar- og menningarhátíðir af einhverju tagi á Vesturlandi. Um síðustu helgi var þjóðbú ingahátíðin Skotthúfan haldin ellefta sinni í Stykkishólmi. Hún þótti takast afburða vel og ljóst að Skotthúfan hefur fest sig í sessi til frambúar þar í bæ. Þessi föngulegi hópur á Skotthúfunni 2015 var myndaður í garði Norska hússins í Stykkishólmi á laugardag. Sjá nánari umfjöllun á bls. 27. Ljósm. Eyþór Ben. Fyrsta laxveiðiáin rauf þúsund fiska múr- inn í síðustu viku en samkvæmt vikulegu yfirliti Landssambands veiðifélaga 15. júlí síðastliðinn voru 1.068 fiskar þá komn- ir á land úr Norðurá. Blanda fylgdi nokk- uð fast á eftir með 993 laxa og í þriðja sæti er Þverá í Borgarfirði. „Af gagnagrunns- ánum okkar 25 er það að frétta að heildar veiðitölur úr þeim eru nú 7.094 laxar, eft- ir 3.526 landaða fiska í liðinni viku. Veiðin er greinilega að ná sér á strik,“ skrifar Þor- steinn Þorsteinsson á Skálpastöðum á vef LV; angling.is Sjá nánar bls. 18 Unnur í hótelbransann Unnur Steins- son verður fram- kvæmdastjóri Frans- iskus hótelsins sem nú er verið að opna í Stykkishólmi. Það mun hafa 25 her- bergi og rúm fyrir 50 manns. Auk þess verður þar veitinga- aðstaða og tveir fundasalir. Síðustu mánuði hafa staðið yfir umfangsmiklar breytingar á húsnæði sem kaþólska kirkjan í Stykkishólmi notaði áður fyrir dagvistun barna og vistarverur presta og nunna. Fransiskus hótelið verður í eigu kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, mjög vel útbúið, staðsett á besta stað í bænum með fögru útsýni yfir Stykkishólmshöfn og nágrenni. Sjá nánar bls. 8 Nýstárleg virkjun í Svelgsá Nú standa yfir framkvæmdir við nýja vatnsaflsvirkjun í Svelgsá í Helgafells- sveit. Hún á að heita Mosvallavirkjun „Við höfum verið að störfum hér síðan í byrj- un júní. Þá var gerður vegslóði hingað upp með ánni. Nú erum við að leggja að- fallspípuna niður að túrbínunni. Pípan er 1.780 metra löng og 600 millimetrar í þvermál. Hún verður öll í jörðu og því ekki sýnileg. Fallhæðin á vatninu verð- ur 150 metrar. Skipavík í Stykkishólmi er svo að smíða 100 fermetra stöðvarhús og við reynum að skipta sem allra mest við heimamenn hér í Stykkishólmi og ná- grenni á meðan framkvæmdum stendur,“ segir Ásgeir Mikkaelsson framkvæmda- stjóri með verkinu. Sjá nánar bls. 12 Veiðin í meðallagi Byrjar framleiðslu ilmkjarnaolíu Hraundís Guð- mundsdóttir ilm- olíufræðingur er að hefja fram- leiðslu á ilmkjarna- olíum. Hún er fyrst hér á landi til að hefj a slíka fram- leiðslu. Hún út- skrifaðist sem ilm- olíufræðingur árið 2008 og hefur síðan átt þann draum að framleiða olíur heima hjá sér á Rauðsgili í Borgarfirði. Áður en hún gat hafið fram- leiðslu þurfti hún að læra meira um verk- ferlið og þar sem ekki er mikil þekking um framleiðslu ilmkjarnaolía hér á landi varð hún að leita erlendis. Sjá nánar bls. 22

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.