Skessuhorn


Skessuhorn - 22.07.2015, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 22.07.2015, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 201514 Slökkvilið Borgarbyggðar glímdi á föstudagsmorguninn síðasta við eld sem kraumaði í mosa í Grábrók- arhrauni um þrjá kílómetra sunn- an við Bifröst. Ástæða þess að eld- urinn kviknaði var hins vegar harla óvenjuleg. Ferðamanni á reiðhjóli hafði orðið brátt í brók og fór út í úfið hraunið og gekk þar örna sinna. Eftir að hafa þrifið rassbor- una samviskusamlega með pappír hugðist maðurinn fara að ábend- ingum sem honum höfðu verið gefnar við aðstæður sem þessar og kveikti í salernispappírnum ofan í holunni. Dágóður eldur bloss- aði upp og kveikti í skraufaþurrum mosa í hrauninu. Maðurinn reyndi að slökkva með innihaldi vatns- brúsa sem hann hafði við höndina, en það dugði ekki til og kallaði ann- ar vegfarandi til slökkvilið. En sagan var ekki öll, því hópur erlendra ferðamanna sem kom að vettvagni hélt að byrjað væri eld- gos í Grábrókarhrauni. Flykktust ferðamennirnir út með myndavél- ar og búnað til að ná hamförunum á mynd. Þurfti að rýma svæðið til að slökkviliðsmenn gætu athafnað sig. Að sögn Bjarna K Þorsteinssonar slökkviliðsstjóra gekk slökkvistarf vel miðað við aðstæður. Brunnu á að giska 200 fermetrar af mosa og gróðri. Slökkviliðsmenn vörðu drykklangri stund við að rennbleyta svæðið til að fyrirbyggja að glóð leyndist í mosanum. Bjarni slökkvi- liðsstjóri segir einsýnt að stórauka verði upplýsingagjöf til ferðafólks um ýmislegt sem snýr að umgengni við náttúruna. Þá er jafnvel grunur um að ferðafólki sé einmitt ráðlagt af einhverjum að kveikja í salernis- pappír. „Þá er nú betra af tvennu illu að hafa fjúkandi salernispapp- ír en hálft landið logandi,“ sagði Bjarni slökkviliðsstjóri. Rétt er að árétta að jörð í Borg- arfirði og víðar um vestanvert land- ið er afar þurr eftir þurrka undanar- inna vikna. Öll meðferð elds er því bönnuð og ekki síður verða reyk- ingamenn að drepa kyrfilega í vind- lingum sínum áður en þeir losa sig við stubbana í þar til gerð ílát. mm Um hálf níuleytið að morgni síð- astliðins miðvikudags, að íslensk- um tíma, varð alvarlegt slys í Nor- egi þegar tengivagn slitnaði aftan úr olíubíl á leið uppúr Skatestraum- jarðgöngunum sem eru neðansjáv- ar í Bremanger í Sogn og Firðafylki í Vestur-Noregi. Tengivagn með 16.500 lítrum af bensíni slitnaði aftan úr olíubílnum og rakst í vegg ganganna. Leki kom að tanki tengi- vagnsins, það kviknaði í bensíninu, sprenging varð og gríðarmikill eld- ur. Bílstjóri olíubílsins náði að gera viðvart í neyðarsíma í göngunum svo þeim yrði lokað og forðaði sér síðan en lét alla snúa við sem hann mætti á leiðinni upp úr þeim. Alls voru 19 manns í göngunum þegar slysið varð en allir komust út. Sex voru sendir á sjúkrahús eftir að hafa andað að sér reyk en ástand þeirra reyndist ekki alvarlegt. Mikill eld- ur logaði í göngunum. Lögreglan í Sogn og Firðafylki skrifaði á Twit- ter-síðu sína um morguninn að um hádegisbil hafi allir björgunar- og slökkviliðsmenn verið kallaðir út úr þeim þar sem sjór var farinn að leka inn í göngin, líklega af völdum sprenginga. Óttast var að göngin hryndu. Þessar fregnir vöktu athygli á Ís- landi og leitaði hugur margra að Hvalfjarðargögnum. „Það eru regl- ur í gildi um Hvalfjarðargöng. Þær byggja á ákveðnu áhættumati sem hefur verið unnið fyrir Hvalfjarðar- göng í tvígang. Vegagerðin og lög- reglan ákveða svo takmarkanir og undanþágur á þeim. Í það heila þá er akstur olíu og bensíns takmark- aður og það er bannað að flytja gas. Það má sjá nánari reglur um þetta á heimasíðu Spalar,“ segir Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar, í samtali við Skessuhorn. Afmarkaðir tímar í Hvalfjarðargöng Á vef Spalar er tilgreint að bann- að sé að flytja hættulega farma um Hvalfjarðargöng frá kl. 10:00 á föstudögum til kl. 01:00 á laug- ardögum. Einnig frá kl. 07:00 á laugardögum til kl. 01:00 á sunnu- dögum. Sömuleiðis frá kl. 07:00 á sunnudögum til kl. 01:00 á mánu- dögum. Um verslunarmannahelgi er flutningur hættulegra efna einn- ig bannaður frá kl. 10:00 fimmtu- daginn fyrir verslunarmannahelgi til kl. 24 að kvöldi þriðjudags eftir verslunarmannahelgi. Svipað er um páska og hvítasunnu. Bann gild- ir frá kl. 10:00 miðvikudaginn fyr- ir páska til kl. 24 að kvöldi þriðju- dags eftir páska, og frá kl. 10:00 föstudaginn fyrir hvítasunnu til kl. 24 að kvöldi þriðjudags eftir hvíta- sunnu. Það sem telst til hættulegra farma er eftirfarandi: sprengifim efni, lofttegundir, eldfimir vökvar, eldfim föst efni, efni með hættu á sjálftendrun, efni sem mynda eld- fimar lofttegundir við snertingu við vatn, eldnærandi efni, lífræn perox- íð, eitruð efni, smitefni, geislavirk efni, ætandi efni og önnur hættu- leg efni. Gísli segir að flutningar á elds- neyti og öðrum álíka förmum í gegnum Hvalfjarðargöng hafi geng- ið vel á þeim 16 árum sem göngin hafa verið í opin. Hann segir að þó sé ekki vitað hve mikið af hættuleg- um förmum fari um Hvalfjarðar- göng árlega. „Svona óhöpp eins og urðu í Noregi setja hins vegar allt- af hnút í magann. Við höfum alltaf lagt áherslu á öryggismálin í Hval- fjarðargöngum, meðal annars með því að halda niðri umferðarhraða. Olíubílarnir eru líka undir meira og betra eftirliti en margir aðrir bílar af sambærilegri stærð. Á endanum er þetta þó alltaf spurning um að- gæslu ökumanna. Atvikið í Noregi er áminning um að þurfi að hafa vakandi auga með þessum málum,“ segir Gísli Gíslason. mþh Reglur eru í gildi um flutning hættulegra efna um Hvalfjarðargöng Skjáskot af myndbandi sem tekið var á vettvangi óhappsins í Noregi að morgni síðasta miðvikudags. Slökkvilið Akraness og Hvalfjarð- arsveitar var kallað út á tólfta tím- anum síðastliðinn miðvikudags- morgun vegna elds sem logaði í viðgerðaefnum ofan í holræsum í Skagabraut á Akranesi. Vinnu- flokkur starfaði við að fóðra rörin og er talið að hitalampi hafi kveikt í eldfimum plastefnum. Mildi var að enginn var ofan í holræsabrunn- inum þegar eldurinn kom upp því talsverð sprenging varð og eldur stóð nokkra metra upp úr yfirborði götunnar. Slökkvistarf gekk fljótt og vel fyrir sig. mm/ Ljósm. mm & mþh Kviknaði í fóðringar- efni í holræsi Síðastliðinn sunnudag var Nor- ræna sagnaþingið sett í Grundar- firði, en alls eru um fjörutíu sagna- meistarar víðsvegar af Norðurlönd- unum mættir á svæðið. Sagnaþingið stendur yfir í fimm daga og er brott- farardagur fimmtudagurinn 23. júlí. Það var kátt á hjalla í Sögustofunni að Læk á sunnudaginn, en þennan menningarstað eiga og reka hjón- in Ingi Hans Jónsson og Sigurborg Kr. Hannesdóttir. Þá voru sagna- meistararnir í góðum gír og sögðu léttar gamansögur. Að minnsta kosti var hlegið dátt þegar ljósmynd- ari Skessuhorns rak inn nefið til að smella af myndum. tfk Norrænt sagnaþing stendur yfir í Grundarfirði Kúkaði í hraunið og kveikti svo gróðureld Þessi mynd var tekin þegar slökkvistarf var að hefjast. Hér er slökkvistarfi að ljúka. Ljósm. Lögreglan á Vesturlandi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.