Skessuhorn


Skessuhorn - 22.07.2015, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 22.07.2015, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 201530 Hvaða íslenska blóm heldur þú mest uppá? Spurning vikunnar (Spurt á Akranesi) Árný Eir Kristjánsdóttir „Bláklukku.“ Anna Rut Jónsdóttir „Gleym mér ei.“ Sigurbjörg Kristjánsdóttir „Sólboða.“ Þórður Ólafsson „Njóla.“ Dóra Marín Karvelsdóttir „Lilju.“ Leikmenn ÍA í þriðja flokki kvenna tóku sameiginlegt lið Gróttu/KR í kennslustund þegar liðin mættust í B1-deild Íslandsmótsins á Akranes- velli á mánudagskvöld. Markaregn Skagastúlkna hófst þegar á tíundu mínútu leiksins. Skoruðu þær hvert markið á fætur öðru þar til staðan var orðin 10-0 og dómarinn flaut- aði leikinn af. Atkvæðamest í liði ÍA var Kar- en Þórisdóttir sem skoraði fimm mörk. Bergdís Fanney Einarsdótt- ir skoraði þrjú og þær Eva María Jónsdóttir og Svandís Guðbjörg Karlsdóttir gerðu sitt markið hvor. Liðið er í harðri baráttu á toppi deildarinnar með 19 stig eftir 7 leiki, markatöluna 34-4 og á leik til góða á Þrótt sem er í öðru sæti, þremur stigum á eftir ÍA. Næst mætir liðið Stjörnunni á Bessastaðavelli mið- vikudaginn 29. júlí næstkomandi. kgk/ Ljósm. KFÍA á Facebook. Risasigur ÍA á Gróttu/KR Leikmenn fengu fleiri en eitt, fleiri en tvö og fleiri en níu tækifæri til að fagna marki í leiknum á móti Gróttu/KR. Skagastúlkur höfðu skorað 10 mörk þegar flautað var til leiksloka á Akranesvelli á mánudagskvöld. Líkt og síðustu ár verður fjöl- skylduhátíðin Sæludagar haldin í Vatnaskógi um Verslunarmanna- helgina. Síðustu ár hefur fjöldi fólks sótt hátíðina en þar skemmta kyn- slóðirnar sér saman á kvöldvökum, úti á vatni og á íþróttavellinum. Há- tíðin hefst fimmtudaginn 30. júlí og er hún vímuefnalaus. „Dagskráin í ár er fjölbreytt og spennandi að venju. Í Vatnaskógi er frábær aðstaða fyrir unga sem aldna og er hún nýtt á skemmtilegan og fjölskylduvænan máta á Sæludög- um,“ segir Gylfi Bragi Guðlaugsson, einn af forsvarsmönnum hátíðarinn- ar. Boðið verður upp tónleika þar sem þau Pétur Ben, Friðrik Ómar og Regína Ósk stíga á stokk. Varð- eldur verður í boði, íþróttir, fræðslu- stundir, kvöldvökur, hoppukastala- þorp, báta- og vatnafjör, fjölskyldu- guðsþjónustu, spennandi unglinga- dagskrá og fleira. Söng- og hæfi- leikasýning barnanna er fastur liður í dagskrá Sæludaga en þar hafa mörg börn stigið sín fyrstu skref á svið- inu með hljóðnema í hönd. Leiksýn- ingin Hafdís og Klemmi og leynd- ardómar háaloftsins verður sýnd. Á laugardagskvöldinu verða tónleikar, þau Regína Ósk, Friðrík Ómar og Pétur Ben munu skemmta gest- um Sæludaga. Á svæðinu eru frábær tjaldstæði og möguleiki að tengjast rafmagni á flestum flötunum. Forsala og nánari upplýsingar á skrifstofu KFUM og KFUK í síma 588-8899, frá kl. 9.00 til 17.00 og á kfum.is mm Kynslóðirnar saman á Sæludögum í Vatnaskógi Dagana 16. til 19. júlí síðastliðna var Símamótið í knattspyrnu haldið í Kópavogi. Mótið er fyrir stúlkur í 5., 6. og 7. flokki og er stærsta knatt- spyrnumót stúlkna á landinu í dag. Knattspyrnufélag ÍA sendi samtals tíu lið til keppni í ár og fór svo að stúlkurnar í B-liði 5. flokks sneru heim með gullverðlaun eftir æsi- spennandi úrslitaleik gegn Stjörn- unni. Staðan var markalaus eftir venjulegan leiktíma og því varð að grípa til framlengingar. Skagastúlk- um tókst að skora snemma í fram- lengingunni og sneru því heim með bikarinn í farteskinu. Glæsilegur árangur hjá þessum knattspyrnu- hetjum framtíðarinnar. kgk ÍA stúlkur unnu til gullverðlauna á Símamótinu Knattspyrnuhetjurnar sem unnu til gullverðlauna í 5. flokki B-liða á Símamótinu um síðustu helgi fagna ákaft með bikarinn. F.v. Friðmey Ásgrímsdóttir, Brynhildur Helga Viktorsdóttir, Dagbjört Líf Guðmundsdóttir, Marey Edda Helgadóttir, Evlalía Lind Þórðardóttir, María Rún Ellertsdóttir, Rúna Björk Guðmundsdóttir og fyrir framan situr Amber Ýr Taroni. Heimsmeistaramótið í hesta íþróttum verður haldið í Herning í Danmörku dagana 3.-9. ágúst. Ís- lenska landsliðið var kynnt í versl- un Líflands á miðvikudaginn í síð- ustu viku. Í hópi ungmenna var Konráð Axel Gylfason úr Borgar- firði valinn ásamt hryssunni Von frá Sturlureykjum II. „Ég vissi að hún gæti skeiðað en vissi ekki að hún gæti skeiðað svona fyrr en í vor. Hún tók þátt í meistaradeild- inni í vetur en ég tók svo við og er búin að vera að þjálfa hana í sumar,“ segir Konráð í samtali við Skessuhorn. Ánægjulegt er að segja frá því að það verða þrír hestar frá Sturlu- reykjum í Reykholtsdal sem keppa á mótinu. Bróðir Vonar, Vörður frá Sturlureykjum II verður vara- hestur fyrir Þýskaland og Smellur frá Leysingjastöðum keppir fyrir Belgíu. arg Konráð Axel í landsliðið í hestaíþróttum Konráð á Verði bróður Vonar. Vörður verður einnig á heimsmeistaramótinu í Danmörku. Ljósm. Fengin af facebook síðu Hrafnhildar Guðmundsdóttur. Kokkurinn Mathieu Zevenhuizen hefur um tíma búið til og reitt fram heimagert pasta fyrir matargesti í Hreðavatnsskála. Síðustu tvær vik- ur hefur hann, með tilkomu nýrrar vélar, aukið afköst pastagerðarinn- ar og hafist handa við að framleiða mismunandi tegundir. Þar má nefna Norðurárdalsskeljar, Grábrókar- skrúfur, Glannapelle og Paradísarn- úðlur. Að sögn Mathieu er stefnt að því í að auka framleiðslu og hefja sölu á pastanu í Hreðavatnsskála í náinni framtíð, auk þess sem réttirnir verða áfram á matseðlinum. Ef vel tekst til er áætlað að markaðssetja pastað enn frekar fyrir almennan markað. Til að kynna pastagerð sína hyggst Mathieu gera tilraun til að elda lengstu núðlur á Íslandi á morgun, fimmtudaginn 23. júlí klukkan 16. Nýja pastagerðarvélin verður fyllt af deigi og núðlur búnar til. Því næst verða þær mældar og að lokum eld- aðar. Gestum og gangandi verður svo boðið að smakka, endurgjalds- laust. kgk Ætlar að elda lengstu núðlur á Íslandi Hreðavatnsskáli í Borgarfirði. Paradísarnúðlur úr Hreðavatnsskála. Verður ein slík lengsta núðla landsins?

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.