Skessuhorn


Skessuhorn - 22.07.2015, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 22.07.2015, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 2015 17 Breyting á deiliskipulagi lóðar Norðuráls hf. á Grundartanga Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti þann 15. júlí 2015 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðar Norðuráls hf. á Grundartanga frá 1997 samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst fyrst og fremst í því að uppfæra upplýsingar á deiliskipulagsuppdrætti í samræmi við þau mannvirki og þá starfsemi sem fram fer á svæðinu en töluverðar breytingar hafa orðið á mannvirkjum frá því sem fram kemur á gildandi deiliskipulagi frá árinu 1997. Samhliða þessari breytingu á deiliskipulagi verður sótt um starfsley fyrir 350.000 tonna ársframleiðslu. Tillaga liggur frammi á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar að Innrimel 3. Tillöguna má einni sjá á heimasíðu sveitar- félagsins, www.hvalfjardarsveit.is, frá 17. júlí til og með 3. september 2015. Athugasemdir við tillögu breytingar deiliskipulags skulu vera skriegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 3. september 2015 á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, Innrimel 3, 301 Akranes eða á netfangið skipulag@hvalfjardarsveit.is. Skipulags- og umhverfisfulltrúi Hvalfjarðarsveitar SK ES SU H O R N 2 01 5 Rúlluþjónusta Mýrum og Dölum. Söxunarbúnaður og búnaður til að setja íblöndunarefni í hey Upplýsingar í síma 898 5257 (Tommi) SK ES SU H O R N 2 01 5 Sigríður Erla ber út muni til brennslu á „heitri helgi.“ Ljósm. eb. á honum. Talið berst að þessu ein- staka hráefni. „Leir finnst víða í jörðu á Íslandi en það er mikið af honum í Dölunum. Margir hafa fullyrt að íslenski leirinn sé ómögu- legur að vinna með. Það hafa verið gerðar á honum ýmsar rannsókn- ir og hann fengið frekar neikvæða dóma. Það er samt einhver karakt- er í þessum leir. Ég hélt því alltaf fram þegar ég las slæmar umsagnir um leirinn eftir prófanir og grein- ingar, að hann hefði aldrei ver- ið spurður að því hvað hann vildi vera. Ég áttaði mig að það þyrfti að nálgast hann á annan hátt. Skoða eiginleika hans sem fullunnið ker- amik. Laða fram kosti hans og gera sem best úr honum. Þegar ég tók þessa afstöðu þá fórum ég og leir- inn að vinna saman. Sú þróunar- vinna hefur tekið mörg ár og er hvergi nærri lokið. Íslenski leirinn er lágbrenndur sem þýðir að hann bráðnar við lágt hitastig. Það opnar möguleika á að nota hann bæði til mótunar og í glerunga.Við eigum ungt land með ungum leir.“ Sterkur við rétta meðhöndlun Sigríður Erla segir að það sem hafi komið sér mest og skemmtilegast á óvart í þessum tilraunum hafi verið að uppgötva að íslenski leirinn er mjög sterkur sé hann meðhöndlað- ur rétt. Hann dugi til dæmis mjög vel í borðbúnað þar sem hlutirn- ir verða að þola mikið álag og tíða notkun. „Hann er ekki brothættur eins og ég óttaðist fyrst. Þetta fann ég út með því að brenna hann við nógu hátt hitastig. Hér áður hafði leirinn oft verið brenndur við of lágan hita. Því fengu íslenskir leir- munir það orð á sig að þeir væru brotgjarnir og það kvarnaðist auð- veldlega úr þeim. Í dag notum við rafmagnsofna og getum stýrt hit- anum nákvæmlega. Þannig get ég brennt leirinn upp að þeim mörk- um þar sem hann nær mestu mögu- legu herslu. Reynslan hefur kennt mér hvaða hitastig það er.“ Hún segist hafa byrjað að kanna notagildi íslenska leirsins um alda- mótin 2000. „Ég byrjaði á því að gera gólfflísar úr honum á 65 fer- metra gólf í Hafnarfirði. Þessar flísar hafa reynst mjög vel síðan og eru alls ekki síðri en erlendar flísar úr samsvarandi jarðleir. Það er vel hægt að framleiða íslenskar flísar úr leir hér á landi. Markaðurinn er hins vegar smár og kannski ótrygg- ur,“ segir Sigríður Erla. Hún kaup- ir allan sinn leir frá Höllu Stein- ólfsdóttur í Ytri-Fagradal. „Þar er hann grafinn úr jörðu með vél- skóflu. Leir sem legið hefur í jörðu í þúsundir ára þarf svolítinn tíma til að jafna sig eftir að hann mæt- ir súefni. Hann er því látinn standa í minnst hálft ár og taka sig. Svo fæ ég hann hingað til mín og vinn úr honum.“ Gengur vel með Leir 7 Þessi vestlenski leirkerasmiður með bækistöð í Stykkishólmi læt- ur vel af sér þar. „Það gengur vel hér, ég vinn mína vöru og sel svo til eingöngu hér á staðnum. Hingað koma margir gestir bæði innlend- ir og erlendir. Svo er ánægjulegt að veitingahús og hótel hér í Stykkis- hólmi hafa keypt af mér borðbúnað sem þau nota í framreiðslu á mat til sinna gesta. Þetta er þá ýmisskon- ar borðbúnaður sem sjá má meðal annars á Narfeyrarstofu, Hótel Eg- ilsen og svo nýjasta veitingastaðn- um hér sem er Skúrinn og stað- settur er í næsta húsi hér við Leir 7. Mér finnst líka mikill akkur í að hitta allt þetta ferðafólk sem kem- ur hingað til mín. Við Íslendingar erum heppin með ferðafólk. Þetta eru yfirleitt manneskjur sem bera virðingu fyrir náttúrunni. Þau hafa oft áhuga á landinu og sögunni, og tengja mjög vel við það sem ég er með og sýni þeim. Það gildir einu hvaðan úr heiminum þau koma. Þetta er elskulegt fólk, áhugasamt og kurteist. Erlendis er litið á leir- munagerð sem fag. Víða er alda- löng hefð fyrir keramikvinnslu en okkar keramikhefð er mjög stutt.“ Eldurinn, hitinn og handverkið Sigríður Erla Guðmundsdóttir seg- ir frá því að til viðbótar við allt ann- að þá hafi ýmsar uppákomur verið haldnar hjá Leir 7. „Þar má nefna „heita helgi“ sem var nú um síð- ustu helgi. Þar komu leirkerasmið- ir og eldsmiðir saman og unnu úr leir og járni. Á sama tíma gat fólk komið og fylgst með, skoðað gripi og verslað. Þetta heppnaðist mjög vel. Það er frábært að fletta svona saman leirbrennslu og eldsmíði. Það er eldurinn, hitinn og hand- verkið. Við höfum allan hug á að endurtaka þetta að ári.“ Bæði sýn- ingin Núningur-Snúningur og við- burðurinn Afl og eldur voru styrkt af Uppbyggingarsjóði Vesturlands. Sigríður Erla vill í lokin koma á framfæri þakklæti fyrir það. Leir 7 er deigla sköpunar þar sem fólk kemur víða að, bæði nær og fjær. Nýjar hugmyndir fæðast stöðugt. mþh Eldsmiðir starfa við Leir 7 um helgina. Ljósm. eb.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.