Skessuhorn - 22.07.2015, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 20156
Teknir með dóp
VESTURLAND: Lögreglan
á Vesturlandi handtók í vik-
unni tvo ökumenn fyrir akst-
ur undir áhrifum fíkniefna.
Var annar þeirra með 175 gr.
af ætluðu kannabisefni sem
hann hafði falið í bílnum. Þá
var einn ökumaður tekin fyrir
ölvun við akstur, að sögn lög-
reglu. Alls gekk hraðamynda-
véladeild LVL frá um 600
sektum á ökumenn sem höfðu
ekið of greitt fram hjá hraða-
myndavélum bæði í umdæm-
inu sem og annars staðar á
landinu.
-mm
Týndist á
hálendinu
LANDSBJÖRG: Björgunar-
sveitarmenn frá Landsbjörgu
höfðu frá því á miðnætti að-
fararnótt síðasta þriðjudags
leitað göngumanns við Hofs-
jökul. Maðurinn fannst svo
heill á húfi morguninn eftir.
Þá var m.a. búið að kalla út
björgunarsveitarmenn af Vest-
urlandi til að koma félögum
sínum af Norðurlandi til að-
stoðar. Áttu þeir að leita á Kili.
Í tilkynningu frá Landsbjörgu
segir að maðurinn hafi verið á
göngu alla nóttina.
-mm
Hvalveiðar
ganga vel
HVALFJ: Veiðar á langreyð-
um ganga afar vel og mikill er-
ill búinn að vera í hvalstöðinni
í Hvalfirði að undanförnu.
Þrátt fyrir að vertíðin hafi haf-
ist nokkru seinna en undanfar-
in ár þá er búið að veiða fleiri
hvali en á sama tíma í fyrra.
Þegar Skessuhorn fór í prent-
un í gær höfðu veiðst 42 lang-
reyðar. Langflestir hvalanna
hafa veiðst djúpt vestur af
Faxaflóa.
-mþh
Undirbúa laga-
breytingar um
nytjastofna
MIÐIN: Atvinnuvega- og ný-
sköpunarráðuneytið hefur lagt
fram drög til breytinga á lög-
um um umgengni um nytja-
stofna sjávar. Í þeim felst m.a.
að heimild til endurvigtun-
ar afla fellur niður. Í drögun-
um er gert ráð fyrir veruleg-
um breytingum á framkvæmd
vigtunar sjávarafla. Heimild
til endurvigtunar fellur niður,
dagróðrabátar landi afla á 4%
fastri ísprósentu, útilegubát-
ar geri samning við Fiskistofu
um nettóþyngd í kari, ákvæði
eru hitastigsmælingar, álagn-
ingu stjórnsýslusekta, regl-
ur hertar um afladagbækur
og fleira má telja. Ráðuneytið
hefur óskað að umsagnir ber-
ist því eigi síðar en 15. septem-
ber nk. Unnt er að senda þær á
netfangið postur@anr.is.
-mþh
Dauft yfir
makrílveiðum
smábáta
VESTURLAND: Samkvæmt
yfirliti Fiskistofu hafa aðeins
þrír smábátar frá Vesturlandi
sótt makrílafla í greipar Ægis
það sem af er sumri. Þetta eru
Brynja II SH sem hefur afl-
að 8.358 kílóa, Sæhamar SH
með 3.172 kíló og Andri SH
með 642 kíló. Gefin hefur
verið út reglugerð um ráðstöf-
un tvö þúsund tonna viðbót-
araflaheimilda á markíl á árinu
2015. Samkvæmt henni er hún
eyrnamerkt til smábáta; báta
styttri en 15 metrar að mestu
lengd og minni en 30 brúttó-
tonn að stærð. Alls hafa smá-
bátar landað rétt rúmum 16
tonnum á landsvísu það sem
af er júlímánuði. Stóru skip-
in hafa aflað betur. Heildarafli
þeirra um 30 þúsund tonn það
sem af er. Enn virðist mikil
óvissa ríkja um sölu- og mark-
aðsmál á makríl. Fiskifrétt-
ir greina frá því að talsverðar
verðlækkanir hafi orðið á al-
þjóðlegum mörkuðum á mak-
ríl. Enn er lokað fyrir innflutn-
ing til Nígeríu vegna gjaldeyr-
ishafta þar í landi sem er einn
mikilvægasti makrílmarkaður-
inn. Þykir margt benda til að
verðfall verið á makríl í ár.
-mþh
Skaffa 73 sumar-
störf í fiskvinnslu
AKRANES: Hjá útgerðar-
fyrirtækinu HB Granda voru
í sumar ráðnir 192 til sumar-
afleysinga hjá fyrirtækinu og
dótturfélögum þess í Reykja-
vík, á Akranesi og á Vopna-
firði. Þetta er að uppistöðu
til námsmenn sem fylla skörð
þeirra fastráðnu starfsmanna
sem fara í sumarleyfi. Kon-
ur eru í nokkrum meirihluta
sumarafleysingafólks og um
30 manns reyna nú í fyrsta
skipti fyrir sér á þessum vett-
vangi. Samkvæmt upplýsing-
um Kristínar Helgu Waage
Knútsdóttur hjá starfsþró-
unardeild HB Granda eru
flestir ráðnir til sumarafleys-
inga á fjórum starfsstöðvum
HB Granda og dótturfélaga á
Akranesi, eða alls 73. Næst á
eftir kemur Vopnafjörður með
64 starfsmenn og í Reykjavík
hafa 52 verið ráðnir til starfa.
–mm
Í síðasta tölublaði var sagt frá afar
slæmri umgengni fólks helgina þar
áður við gámasvæðið við Gufuá í
Borgarhreppi. Þar hafði fólk skil-
ið eftir húsgögn, garðaúrgang og
heimilissorp sem fuglar dreifðu
síðan út um allt. Var eftir því tekið
hversu sóðalegt var umhverfis gám-
ana. Starfsmenn Íslenska gáma-
félagsins brugðust hins vegar skjótt
við, fóru á svæðið og tíndu upp allt
lauslegt rusl og tóku til eftir um-
hverfissóðana sem þarna höfðu átt
viðkomu. Skorað er á almenning að
ganga sómasamlega um svæði sem
þessi.
mm
Síðastliðinn föstudag var opnaður
nýr veitingastaður í Stykkishólmi
við Aðalgötu, en tilheyrir reyndar
Þvervegi 2. Staðurinn ber nafnið
Skúrinn og eru eigendur hans Arn-
þór Pálsson, Þóra Margrét Birgis-
dóttir, Rósa Kristín Indriðadóttir
og Sveinn Arnar Davíðsson. Mat-
seðillinn samanstendur af samlok-
um og hamborgurum sem bera
nöfn manna úr bæjarfélaginu. Má
þar nefna Björn Ásgeir svínabónda
og Sigga leirloku og fiskur dags-
ins einfaldlega heitir Ísleifur. Einn-
ig er hægt að fá salat og kökur og
hristing eða „shake“ ásamt kaffi og
drykkjum. Ljósmyndari Skessu-
horns var með fyrstu viðskipavin-
um og líkt og aðrir gestir sem tal-
að var við var gerður mjög góður
rómur að matnum. Eigendurnir
eru bjartsýnir á reksturinn og ætla
að vera með opið í vetur og munu
bjóða upp á rétt dagsins ásamt rétt-
um af matseðli.
Rætt verður við unga fólkið í
Skúrnum í Skessuhorni í næstu
viku. sá
Tóku til hendinni á
gámasvæðinu við Gufuá
Horft inn í Skúrinn.
Veitingastaðurinn Skúrinn
opnaður í Stykkishólmi
Réttir á matseðli bera nöfn þekktra Hólmara.