Skessuhorn


Skessuhorn - 22.07.2015, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 22.07.2015, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 20154 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smáaug- lýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.573 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.230. Rafræn áskrift kostar 2.023 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 1.867 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir gudny@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Magnús Þór Hafsteinsson mth@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Emilía Ottesen, markaðsstjóri emilia@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Skipulagt kaos Ofbeit, mengun, ofveiði, átroðningur. Allt eru þetta orð sem hafa neikvæða merkingu í huga okkar og lýsa aðstæðum sem við viljum koma í veg fyrir að komi upp vegna atvinnu okkar. Meðan sauðfé var mun fleira en það er í dag heyrðist oft talað um ofbeit. Bændur og eigendur afrétta voru harð- lega gagnrýndir fyrir að hleypa of mörgu fé og hrossum á afrétti þannig að gróðurinn léti undan. Farið var að nota beitarstjórnun og hætt að hleypa fleiri skepnum á afrétti en þeir þoldu. Mengun er að sama skapi neikvætt orð. Hún getur lýst olíu í umhverfinu, útblæstri bíla eða að eitruðum loft- tegundum frá stóriðju. Til að koma í veg fyrir mengun var beitt viðurlög- um eða skattheimtu. Stóriðjufyrirtæki urðu til dæmis að koma í veg fyrir mengun umfram ákveðin mörk til að halda starfsleyfinu. Til að koma í veg fyrir ofveiði úr nytjastofnum var komið á kvóta, þannig að nýtingin yrði í hóflegu hlutfalli við þann stofn sem talinn var í hættu. Það dylst engum að ferðaþjónustan er að ganga á þolmörk vistkerfisins og þolinmæði íbúa. Við heyrum fréttir af því að íbúar í Reykjavík séu farn- ir að hrækja á hópferðabíla sem flytja ferðamenn milli staða af því gamli bærinn var ekki byggður sem hótel í öllum skúmaskotum né gert ráð fyrir umferð svona stórra ökutækja. Ferðamaður gengur örna sinna úti í hrauni og kveikir í gróðri þegar hann hyggst, sennilega í góðri trú, brenna skeini- pappírinn. Svæðið umhverfis Geysi í Haukadal er sem flakandi sár og sömuleiðis eru Þingvellir að verða okkur til háborinnar skammar. Vegirn- ir okkar bera ekki þessa umferð, heilbrigðiskerfið og löggæslan eru vanbú- in, fjarskipti eru í ólagi, þjónusta í vegasjoppum leggur almennt áherslu á magn umfram gæði og hreinlætisaðstaða við fjölfarna staði er einfaldlega ekki til staðar! Landið er skipulagt ferðamannakaos. Stjórnlaus fjölgun ferðamanna til landsins okkar kallar á að orðin átroðsla og ánýðsla heyrast sífellt oftar, þar sem innviðirnir sem bera eiga fjölgunina eru ekki búnir undir þessi ósköp. En hvað getum við nú gert þegar stefnir í að ferðamenn verði 30% fleiri en þeir voru á síðasta ári? Hvað getum við gert til að koma í veg fyrir enn meiri skaða á landinu okkar og fram til þessa á lítið spilltri náttúru? Jú, við þurfum að bregðast við og það getum við enn gert, þótt tíminn sé naumur. Það verður að koma í veg fyrir fleiri slys í náttúrunni og að orðspor okkar verði á þá leið að við séum ekkert annað en gráðug þjóð sem innheimti hátt gjald fyrir lélega þjónustu. Skattkerfið sem við búum við er þannig uppbyggt að það er einkum ríkissjóður sem tekur til sín tekjur af ferðaþjónustu. Sveitarfélög fá einungis smávægilega upp- hæð af hverjum ferðamanni í beinum skatttekjum. Ríkið hefur hins vegar marga milljarða í tekjur af ferðamönnum og tengdri starfsemi og það eru því kjörnir stjórnendur hans sem hafa sofið á verðinum. Í viðtali í Skessu- horni í síðustu viku viðurkenndi utanríkisráðherra og fyrsti þingmaður NV kjördæmis að hið opinbera hafi gleymt sér við uppbyggingu innviða. Ég minnist þess þegar akstur með fatlaða í Reykjavík var kominn í mikl- ar ógöngur, að þá var settur í gang vinnuhópur til að koma með ábending- ar um tafarlausar úrbætur. Vinnuhópur þessi undir forystu Stefáns Eiríks- sonar fyrrum lögreglustjóra fékk einn mánuð til að skila skýrslu. Afrakstur þeirrar vinnu er sá að undanfarið hef ég ekki séð eina frétt um ólag í ferli- málum fatlaðra! Nú geri ég það að tillögu minni að ríkisstjórn Íslands skipi vinnuhóp undir forystu Stefáns Eiríkssonar, af því hann hefur sýnt að geta látið verkin tala. Hópnum skuli ætlað að gera aðgerðaáætlun um allt það brýnasta sem við Íslendingar verðum að gera til að koma megi í veg fyr- ir enn stærra slys samhliða stjórnlausri fjölgun ferðamanna. Vinnuhópur- inn fái ekki degi lengri tíma en þrjá mánuði til að skila lokaskýrslu og má nota alla þá peninga sem hann þarf til að það megi takast. Í framhaldi af þessu gæti ríkisstjórnin látið fjárlög næsta árs taka mið af þeim aðgerðum sem brýnast er að ráðast í. Magnús Magnússon. Fyrsta makrílnum á þessari vertíð var landað í Rifi síðastliðið mið- vikudagskvöld. Það var Brynja SH sem kom með sex tonn að landi, sem fara öll í beitu, en það er Mel- nes hf í Rifi sem sér um að frysta fyrir Brynjumenn. Að söng Heið- ars Magnússsonar útgerðarmanns á Brynju SH á að frysta 40 tonn af makríl til beitu. Kjartan Haralds- son var skipstjóri á Brynju í þess- um róðri og sagði hann í samtali við fréttaritara Skessuhorns að hann hafi verið á veiðum úti af Malarrifi og hafi hann þurft að leita víða á svæðinu til þess að finna makrílinn, en hann hafi svo gefið sig ágætlega að endingu. af Ísfisktogarinn Ásbjörn RE sem er í eigu HB Granda kom til hafnar á Akranesi síðastliðið þriðjudags- kvöld með um 70 tonn af mar- kíl. Aflinn fékkst í fjórum togum í flotvörpu suður af Grindavík að kvöldi mánudags og aðfararnótt þriðjudags. Makríllinn var ísaður í kör um borð. Um það bil helm- ingur af afla Ásbjarnar var seldur á Fiskmarkaði Íslands á Akranesi en hitt fór til vinnslu hjá Vigni G. Jónssyni á Akranesi en það fyr- irtæki er í eigu HB Granda. Ás- björn hélt til baka á makrílmið- in nóttina á eftir. Togarinn hef- ur 135 tonna makrílkvóta og mun veiða hann upp. Síðan taka hin- ir ísfisktogarar HB Granda við og veiða upp í sína kvóta sem eru jafn stórir. Það eru togararnir Jón Baldvinsson og Sturlaugur H. Böðvarsson. mþh Hlauparar í Sri Chimnoy friðar- hlaupinu eru nú staddir á Vest- urlandi. Friðarhlaupið er alþjóð- legt kyndilboðhlaup, eingöngu skipulagt af sjálfboðaliðum. Fyrsta hlaupið var farið árið 1987 og hefur Ísland tekið þátt frá upphafi. Fram að aldamótum var hlaupið haldið annað hvert ár en undanfarin skipti hefur það verið haldið árlega. Til- gangur þess er að efla frið, vináttu og skilning manna á milli. Sem tákn um það bera hlaupararnir friðar- kyndil sem er borinn manna á milli í fjölmörgum byggðarlögum í yfir hundrað löndum. Hlaupið hófst formlega hér á landi 29. júní þegar kveikt var á kyndlinum í ísgöngunum í Lang- jökli. Í gær voru hlaupararnir staddir vestur á Reykhólum og höfðu þeg- ar lagt um 2300 km að baki. Þaðan lá leið þeirra í Búðardal og svo var haldið í Stykkishólm. Í dag fara þeir að Hellissandi, yfir Fróðárheiði og að Búðum á sunnanverðu Snæfells- nesi. Þaðan liggur leiðin á Akranes, með viðkomu í Borgarnesi á morg- un. Á föstudag hyggjast þátttakend- ur synda yfir Hvalfjörð frá Katanesi að Eyrarkoti og hlaupa þaðan sem leið liggur til Reykjavíkur þar sem lokaathöfn hlaupsins verður haldin fyrir framan Alþingishúsið. kgk Friðarhlaupari með kyndilinn. Kyndilberar friðar hlaupa um Vesturland Kveikt á friðarkyndlinum í ísgöngunum í Langjökli. Fyrsti makríllinn til Akraness Ágúst Örn Long er hér ofan í lest á Brynju. Fyrsta makrílnum landað í Rifi Kjartan Haraldsson skipstjóri við löndun.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.