Skessuhorn


Skessuhorn - 22.07.2015, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 22.07.2015, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 20158 Landaður fisk- afli í júní jókst á milli ára LANDIÐ: Heildarafli ís- lenskra fiskiskipa var tæp- lega 73 þúsund tonn í júní 2015, sem er 16.400 tonn- um meira en barst á land í júní 2014. Þorskafli stóð í stað, en löndun á öðrum botnfiski jókst um tæplega 2.900 tonn, eða 9% sam- anborið við júní 2014. Flat- fiskafli jókst um 842 tonn eða 40% og uppsjávarafli um tæp 13.000 tonn, eða 63%. Metið á föstu verði jókst aflinn í júní 2015 um 14,3% miðað við júní 2014. Á síðustu 12 mánuðum hef- ur heildaraflamagn aukist um tæp 236 þúsund tonn, sem er 21,6% meira magn en á sama tímabili árið áður. Mest aukning varð í lönd- un á uppsjávarafla, sem var rúmum 266 þúsund tonn- um meira á tímabilinu júlí 2014 - júní 2015 en á fyrra 12 mánaða tímabili. –mm Aflatölur fyrir Vesturland 11. - 17. júlí. Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes 18 bátar. Heildarlöndun: 185.104 kg. Mestur afli: Ásbjörn RE: 144.851 kg í tveimur lönd- unum. Arnarstapi 23 bátar. Heildarlöndun: 35.346 kg. Mestur afli: Bárður SH: 11.186 kg í þremur löndun- um. Grundarfjörður 23 bátar. Heildarlöndun: 829.133 kg. Mestur afli: Vilhelm Þor- steinsson EA: 495.145 kg í einni löndun. Ólafsvík 23 bátar. Heildarlöndun: 44.858 kg. Mestur afli: Egill SH: 16.211 kg í einni löndun. Rif 38 bátar. Heildarlöndun: 98.865 kg. Mestur afli: Magnús SH: 31.780 kg í þremur löndun- um. Stykkishólmur 25 bátar. Heildarlöndun: 87.326 kg. Mestur afli: Glaður SH: 7.263 kg í þremur löndun- um. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Vilhelm Þorsteinsson EA – GRU: 495.145 kg. 17. júlí 2. Baldvin NC – GRU: 199.370 kg. 14. júlí 3. Ásbjörn RE – AKR: 79.685 kg. 14. júlí 4. Hringur SH – GRU: 67.386 kg. 15. júlí 5. Ásbjörn SH – AKR: 65.166 kg. 17. júlí mþh Viðbótar pen- ingar vegna riðu NV-LAND: Eins og kunnugt er kom upp riða á þremur bæj- um á Norðurlandi vestra fyrr á þessu ári. Bændur og dýra- læknar voru uggandi yfir því að riða kynni að breiðast út frá því svæði, einkum vegna lélegs ástands sauðfjárveikivarna- girðinga, yfir á svæði sem hafa verið hrein eða þar sem ekki hefur greinst riða undanfarin ár. Á þessu ári hefur Matvæla- stofnun ellefu milljónir króna til viðhalds og niðurrifs eldri girðinga. Ljóst er að þeir fjár- munir duga ekki til að upp- fylla lágmarks viðhald þeirra, eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns. Nú hefur Sigurður Ingi Jóhanns- son atvinnuvegaráðherra tryggt meira fé, eða allt að tíu milljónir króna, til viðhalds á sauðfjárveikivarnagirðingum á þessu sumri til þess að bæta úr brýnustu þörfinni. Verður þessum fjármunum varið til bráðaviðgerða á þeim svæð- um sem mest hætta er tal- in vera á um útbreiðslu veik- innar, segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. –mm Von á nýjum Víkingi í des- ember LANDIÐ: Í síðustu viku var Ingunn AK afhent nýjum eig- endum, sem eru Vinnslustöð- in í Vestmannaeyjum. Ingunn hefur nú fengið nafnið Ísleif- ur VE og ber auk þess nýja liti. Salan á Ingunni er liður í endurnýjun á fiskiskipaflota HB Granda. Hið nýja og glæ- islega skip, Venus NS, kom í stað Ingunnar og í desemb- er næstkomandi verður Faxi RE einnig afhentur Vinnslu- stöðinni. Um svipað leyti er von á til landsins nýjum Vík- ingi AK, annarri nýsmíði HB Granda í Tyrklandi. Framtíð- aráform HB Granda eru að gera tvö skip út til uppsjávar- veiða og verður Lundey NS lagt þegar Víkingur kemur til landsins. –mm Aukning í öllum flokkum virðis- aukaskatts LANDIÐ: Velta í virðis- aukaskattskyldri starfsemi í mars og apríl 2015 nam tæp- um 603 milljörðum króna sem er 14,4% aukning miðað við sama tímabili árið 2014. Á síðustu 12 mánuðum er aukningin 8,0% samanborið við 12 mánuði þar áður. Velt- an hefur aukist mest í flokkn- um námugröftur og vinnsla hráefna úr jörðu. Mikil veltu- aukning er einnig í eftirtöld- um flokkum: Framleiðsla önnur en fiskvinnsla, leig- ustarfsemi og ýmis sérhæfð þjónusta, byggingastarfsemi og í rekstri gisti- og veit- ingastaða. Einhver vöxtur varð í öllum atvinnugreina- flokkum sem Hagstofan skrá- ir. Minnstur varð vöxtur- inn í landbúnaði, fiskveiðum og vinnslu og flutningastarf- semi. -mm Út er kominn sextándi árgangur Borgfirð- ingabókar sem er ársrit Sögufélags Borgarfjarð- ar. Í bókinni kennir sem fyrr ýmissa grasa en rit- nefnd hafði nú sem jafn- an endranær fjölbreytn- ina að leiðarljósi í efnis- vali. Eins og fram kemur í formála munar rúmlega 80 árum á elsta og yngsta höfundi efnis í bókinni. Af einstökum efnistökum má nefna efni frá grunnskól- um í héraðinu, samantekt um innflutning bíla í gegn- um Bifreiðaeinkasölu rík- isins á árunum 1942-1960, smíði smábáta við Hvítá er rifjuð upp og boðið upp á hrollvekju úr Landmanna- laugum svo fátt eitt sé nefnt. Þá má segja að vatnsafl og orka séu nokkurs konar undirþema í bókinni í ár. Fastir þættir svo sem ljósmyndaþáttur, Úr bóka- skápnum og Hljómfregnir eru á sínum stað. Bókin er 256 síður og ríku- lega myndskreytt. „Rit- nefnd vill koma á fram- færi bestu þökkum til allra þeirra sem lögðu höndu á plóg, bæði höf- unda efnis og þeirra sem aðstoðuðu á einhvern hátt. Ekki er ofsög- um sagt að velvild fólks í hvívetna geri það mögulegt að gefa bók- ina út árlega af svip- aðri stærðargráðu og raun ber vitni,“ segir í tilkynningu frá rit- nefnd. Pantanir og nánari upplýsingar um ritið má fá hjá ritnefndarfulltrú- um. Þeir eru Ingi- björg Daníelsdóttir s. 894-8108 (ingi- bjorgd15@bifrost. is), Guðmund- ur Brynjúlfsson s. 617-7330 og Sæv- ar Ingi Jónsson s. 897-5187. mm Sigríður Hjálmarsdóttir hef- ur verið ráðin sem menningar- og markaðsfulltrúi hjá Grund- arfjarðarbæ. Sigríður starfaði sem ráðgjafi hjá KOM almanna- tengslum ehf. og sá þar m.a. um kynningarmál og viðburðastjór- nun. Hún hefur verið stunda- kennari við Háskóla Íslands og hefur jafnframt víðtæka reynslu af blaðamennsku og öðrum ritstörf- um. Hún hefur jafnframt starfað að æskulýðsmálum, knattspyrnu- þjálfun og löggæslu. Sigríður er með MS próf í mannauðsstjór- nun og BA próf í guðfræði, hvort tveggja frá Háskóla Íslands. Sig- ríður mun hefja störf í ágúst. mm Unnur Steinsson verður fram- kvæmdastjóri Fransiskus hótelsins sem nú er verið að opna í Stykk- ishólmi. Það mun hafa 25 her- bergi og rúm fyrir 50 manns. Auk þess verður þar veitingaaðstaða og tveir fundasalir. Síðustu mán- uði hafa staðið yfir umfangsmiklar breytingar á húsnæði sem kaþólska kirkjan í Stykkishólmi notaði áður fyrir dagvistun barna og vistarverur presta og nunna. Fransiskus hótelið verður í eigu kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, mjög vel útbúið, staðsett á besta stað í bænum með fögru út- sýni yfir Stykkishólmshöfn og ná- grenni. Stykkishólmur hefur und- anfarið verið í mikilli sókn sem við- komustaður ferðamanna. „Þó að hótelið sé í eigu kaþólsku kirkj- unnar þá verður það að sjálfsögðu opið öllum. Fólk þarf alls ekki að vera kaþólikkar til að búa hér. Þetta verður á allan hátt eins og önnur hótel,“ segir Unnur sem þessa dag- ana er önnum kafin við að koma rekstrinum af stað. Unnur og fjölskylda hennar eiga gamalt hús í Stykkishólmi sem þau gerðu upp og hafa hingað til not- að í frístundum. Undanfarin ár hef- ur hún starfað sem innkaupa- og vörustjóri hjá Lyfju. Hún hefur nú hætt störfum þar og flyst búferlum í haust ásamt eiginmanni og dótt- ur í Hólminn. „Þetta leggst mjög vel í okkur. Við erum mjög spennt að byrja nýtt líf hér í Stykkishólmi. Undanfarin ár höfum við verið hér með annan fótinn í mörg ár, haft hrossin okkar hérna og eigum stór- an vinahóp á staðnum,“ segir Unn- ur. mþh Ráðið í stöðu menningar- og markaðsfulltrúa Nýja hótelið í Stykkishólmi. Unnur Steinsson verður hótelstjóri í Hólminum Unnur Steinsson flytur nú með fjöl- skyldu sinni í Stykkishólm. Ljósm. mbl.is/Styrmir Kári. Borgfirðingabók 2015 er komin út

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.