Skessuhorn


Skessuhorn - 22.07.2015, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 22.07.2015, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 2015 15 Sveitamarkaður Í gömlu hlödunni í Nesi Reykholtsdal Kaf f iveitingar í Byrgishól Handverk & matvara úr héradi Farmers Market in the Old Barn in Nes, Reykholtsdalur. Local Produce. LAUGARDAGINN 25.07.2015 SATURDAY KL 13-17 Fréttaveita Vesturlands Blaðið okkar kemur ekki út miðvikudaginn 5. ágúst vegna sumarleyfa starfsfólks. Bestu kveðjur, Sumarfrí ekkert blað 5. ágúst Kæri lesandi Um helgina halda Grundfirðingar bæjarhátíð sína sem heitir „Á góðri stund í Grundarfirði.“ Kristín Lilja Friðriksdóttir framkvæmdastjóri há- tíðarinnar segir að þar verði hverf- um bæjarins skipt í mismunandi liti. „Þetta er hefð sem hefur ver- ið frá 2005. Hverfin fá litina gulan, rauðan, grænan og bláan. Þau kepp- ast um að skreyta sem mest og best. Síðan keppa hverfin einnig sín á milli í pílukasti og körfubolta. Einn- ig verður valið um best skreytta hús- ið,“ segir hún. Sjálf bæjarhátíðin hefst með svo- kölluðu þjófstarti á fimmtudags- kvöld. Þá verður haldin grillveisla í boði Samkaupa. Söngkonurn- ar Regína Ósk og Sigga Beinteins mæta og flytja lög sem Tina Turner hefur gert fræg í gegnum tíðina. Síð- an kemur Kári Viðarsson Frystiklef- astjóri úr Rifi og spilar sem trúba- dor. Allt þetta verður í veislutjaldi sem reist er á hafnarsvæðinu. „Á föstudag fáum við svo Íþróttaálfinn og Sollu Stirðu úr Latabæ í heim- sókn. Síðan er hin svokallaða Froð- ugáma sem slökkviliðið sér um í boði Saltkaupa. Þar er froðu spraut- að á dúk og síðan geta allir ver- ið með í partíi og hlustað á tónlist. Óli Siggi og Sjöfn, hjón sem búa hér að Gröf I, ákváðu að bjóða upp á tónleika í garðinum hjá sér. Þar munu grundfirskir tónlistarmenn koma fram. Um kvöldið er svo ball í veislutjaldinu á hafnarsvæðinu.“ Á laugardaginn verður svo ým- islegt til skemmtunar. „Það er dorgveiði á bryggjunni klukk- an 10, fjölskylduskemmtun í boði Soffaníasar Cesilssonar klukkan 13, Lionsklúbburinn selur fiski- súpu, það verða hoppukastalar og ýmislegt fleira í boði fyrir börn- in. Um kvöldið eru skrúðganga og bryggjuball með Sálinni hans Jóns míns. Hátíðinni lýkur með því. Það er engin dagskrá á sunnudeg- inum,“ segir Kristín Lilja. „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduhá- tíð. Hér verður fíkniefnahundur sem vonandi skemmtir sér jafn vel og aðrir og þarf ekkert að vinna,“ hlær hún við að lokum. Spáð er góðu veðri í Grundar- firði um helgina, að vísu skýjuðu en úrkomulausu og þokkalega hlýju veðri. Fræðast má nánar um dagskrá og gang hátíðarinnar á Fa- cebook-síðu hennar. mþh Kristín Lilja Friðriksdóttir er framkvæmdastjóri bæjarhátíðarinnar „Á góðri stund í Grundarfirði.“ Hér er hún í liðinni viku heima í Grundarfirði með Sólveigu Björt Einarsdóttur, tíu mánaða dóttur sinni. Bæjarhátíðin Á góðri stund haldin í Grundarfirði um helgina

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.