Skessuhorn


Skessuhorn - 22.07.2015, Qupperneq 18

Skessuhorn - 22.07.2015, Qupperneq 18
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 201518 Síðastliðinn föstudag opnaði Vegagerðin fyrir umferð ökutækja yfir Arnarvatnsheiði, norður í Húnavatnssýslu. Nú er því hægt að aka sem leið liggur úr Húsa- felli, um Hallmundarhraun, yfir Helluvað og þaðan hina gömlu leið norður yfir heiðina í Arnar- vatn stóra og í Miðfjörð. Eins og fram hefur komið í Skessuhorni var snjór óvenjulega lengi að taka upp á heiðinni enda kalt vor og talsverður snjór á hálendinu. Veiðimenn gátu þó ekið í Úlfs- vatn á venjulegum tíma um miðj- an júní, en þá hafði veiðifélagið beitt sér fyrir því að snjór hafði verið hreinsaður af vegarslóðan- um þangað til að vegurinn þorn- aði fyrr. Að sögn Snorra Jóhann- essonar veiðivarðar á Arnarvatns- heiði hefur verið ágæt umferð fólks á heiðina í sumar og flestir virt lok- anir á vegum. Þó hefur hann þurft að koma fólki til aðstoðar, ekki síst erlendum ferðamönnum sem fest hafa bíla sína og komið sér í ógöng- ur. Rétt er að benda á að sem fyrr þarf að aka varlega yfir vöðin á Norðlingafljóti. Eftir heita daga hefur talsvert vatn verið í fljótinu og sérstakrar aðgæslu þörf. Veiði hefur verið ágæt í vötnun- um á sunnanverðri Arnarvatnsheiði í sumar. Núpatjörn hefur að sögn Snorra verið að koma skemmtilega á óvart og gefur nú stóran og falleg- an silung. Þá hefur ágæt veiði verið í Stóralóni. Veiðileyfi eru sem fyrr seld í söluskálanum við Hraunfossa í Hálsasveit. mm Greiðfært orðið um Arnarvatnsheiði og fín veiði í vötnunum Olgeir Helgi Ragnarsson úr Borgar- nesi er meðal þeirra veiðimanna sem reynt hafa fyrir sér á heiðinni í sumar með góðum árangri. Hér er hann með fallegan 60 cm urriða úr Stóralóni. Fyrsta áin rauf þúsund laxa múrinn í síðustu viku en samkvæmt viku- legu yfirliti Landssambands veiði- félaga 15. júlí síðastliðinn voru 1.068 fiskar þá komnir á land úr Norðurá. Blanda fylgdi nokkuð fast á eftir með 993 laxa. „Af gagna- grunnsánum okkar 25 er það að frétta að heildar veiðitölur úr þeim eru nú 7.094 laxar, eftir 3.526 land- aða fiska í liðinni viku. Veiðin er greinilega að ná sér á strik,“ skrif- ar Þorsteinn Þorsteinsson á Skálpa- stöðum á vef LV, angling.is „Ef við berum þetta saman við undanfar- in ár þá er meðalveiðin úr ánum 25 nálægt 7.175 löxum síðan 2006. Því má segja að veiðin núna sé ótrúlega nærri pari. Vonandi heldur veiðin áfram að batna þannig að tölurn- ar komist fljótlega upp fyrir með- altalið.“ Þorsteinn segir að víða kvarti menn undan því að laxinn gangi hægt upp árnar, jafnvel þótt bæði vatnshæð og hitastig virðist í góðu lagi. „Þetta er svo almennt að menn telja að einhver sameiginleg orsök hljóti að liggja að baki. En eins og vanalega er fátt um öruggar skýr- ingar. Sú trúlegasta sem ég hef heyrt hingað til er að snjórinn frá í vetur sé mengaður af brennisteins- samböndum úr Holuhraunsgosinu frá í haust og vetur. Það líki lax- inum illa við. Víða um land hef- ur veðurfar verið þurrt upp á síð- kastið, þannig að mikill hluti ár- vatnsins nú er snjóbráð. Því verði þetta svona uns fer að rigna næst. Ekki veit ég hvað fiskifræðing- ar segja um svona alþýðuskýringu, og kannske luma þeir á einhverri sennilegri kenningu. Sé svo, þá birta þeir hana vonandi sem fyrst,“ skrifar Þorsteinn. Gengur vel „Veiðin gengur rosalega vel og við erum komnir vel yfir þúsund laxa, nálægt ellefu hundruð fiskum,“ sagði Elvar Örn Friðriksson við Norðurá í Borgarfirði þegar tíð- Veiðin það sem af er sumri á pari við meðalár indamaður Skessuhorns hitti hann á bökkum árinnar síðastliðinn föstu- dagsmorgun. Veiðin í ánni hefur verið mjög góð í sumar og ekkert lát virðist vera á göngu laxa í hana. „Besti dagurinn gaf 120 laxa og það eru fiskar að koma á hverju flóði,“ sagði Elvar Örn. Norðurá hefur nú gefið flesta laxa íslensku ánna. Í öðru sæti er Blanda en því næst Þverá í Borgarfirði. Dalirnir í rólegri kantinum „Við vorum að koma úr Fáskrúð í Dölum og fengum einn lax. Það var ekki mikið af fiski þarna,“ sagði Steinþór Laxdal sem var á veiðislóð í Dölunum en veiðin hefur verið frekar róleg þar enn sem komið er. Haukadalsá og Laxá í Dölum hafa þó verið að gefa. Haukadalsá var næstum komin í 100 laxa og Laxá í Dölum 65 laxa um síðustu helgi. „Hvolsá og Staðarhólsá hafa gefið yfir 20 laxa og eitthvað af bleikju,“ sagði Kristjón Sigurðsson er við spurðum um stöðuna í ánum. Lítið hefur frést af Hörðudalsá og Miðá en bændur selja sjálfir í þessar ár í sumar. Búðardalsá hafði fyrir helgi gefið 66 laxa og fyrstu laxarnir eru komnir á land í Fáskrúð í Dölum. Torfur af laxi í Brennunni Smálaxinn er að hellast inn í árn- ar í Borgarfirði, svo sem í Norðurá, Straumana og í Brennuna. Fiskur- inn hefur verið að koma á síðustu flóðum. Mikið er af fiski í Brenn- unni. „Heilu torfurnar,“ sagði veiði- maður sem var þar við veiðar fyrir helgina. En vatnið hafði þá minnkað verulega vegna þurrka. „Síðasta holl sem hætti í gær var með 143 laxa í Þverá og Kjarará, þar af 85 í Þverá,“ sagði okkar maður á staðnum. Áin hafði þá gefið 680 laxa en vatnið hafði minnkað mjög mikið. Langáin er öll að koma til. ,,Langá hefur gefið 340-350 laxa sem er miklu betra en á sama tíma í fyrra,“ sagði Ari Hermóður Jafets- son, framkvæmdastjóri Stangaveiði- félags Reykjavíkur, í samtali við tíð- indamann fyrir helgina. mm/gb Á veiðum í Norðurá. Veitt í Haukadalsá í Dölum fyrir fáum dögum. Með einn vænan úr Norðurá. Veiðimenn með lax úr Þverá í síðustu viku. Fallegur fiskur þetta. Ljósm. Aðalsteinn. „Þveráin er skemmtileg laxveiðiá,“ sagði Gunnar Helgason leikari sem var að koma úr Þverá í Haukadal, en veiðin er nú byrjuð þar fyrir alvöru og einnig í Haukadalsá. „Þetta var fín ferð og við fengum allavega í soðið,“ sagði Gunnar. Hér kíkir hann eftir fiski við Blóta, hvar Þverá kemur út í Haukuna.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.