Skessuhorn


Skessuhorn - 22.07.2015, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 22.07.2015, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 20152 Útgáfan næstu vikurnar SKESSUHORN: Skessuhorn kemur út í næstu viku, mið- vikudaginn 29. júlí, samkvæmt venju. Líkt og frá upphafi út- gáfunnar verða starfsmenn í sumarleyfi vikuna sem nær yfir verslunarmannahelgi og kem- ur því EKKI út blað miðviku- daginn 5. ágúst. Þann dag koma starfsmenn úr fríi og kemur út blað 12. ágúst. -mm Leiðrétt vegna fréttar um makrílúthlutun Í síðasta tölublaði Skessuhorns var rætt við Guðmund Smára Guðmundsson framkvæmda- stjóra G.Run í Grundarfirði um úthlutun makrílkvóta til ísfisk- skipa. Þar var nefnt að smábát- urinn Tryggvi Eðvarðs SH fengi 131 tonna úthlutun og skrifað að báturinn hefði aðeins veitt 54 tonn af makríl að meðaltali á sumri síðan báturinn hóf veiðar. Þessi tala er röng. Tryggvi Eð- varðs SH hefur verið á makríl sumrin 2013 og 2014 og sam- tals veitt 273,4 tonn. Meðal- talið er því 136,7 tonn en ekki 54 tonn. Báturinn fær úthlutað 130 tonna kvóta sem er þann- ig aðeins minna en hann veiddi að meðaltali sumrin 2013 0g 2014. Mistökin skrifast á blaða- mann sem tók hina röngu tölu 54 tonn upp úr töflu sem birtist í 24. tölublaði Fiskifrétta. Beð- ist er velvirðingar á þeim. –mþh Á flæðiskeri staddir SNÆF: Tveir erlendir ferða- menn lentu í vandræðum er þá flæddi á skeri skammt utan við Ytri Tungu á sunnanverðu Snæ- fellsnesi síðdegis á fimmtudag- inn í liðinni viku. Kallað var eft- ir þyrlu Landhelgisgæslunnar sem var á flugi undan Reykjavík og kom hún og hífði mennina af skerinu og slakaði þeim niður í fjöruna. Þeir voru orðnir nokk- uð kaldir og blautir en varð ekki meint af. Eftir að lögreglumenn höfðu gert þeim grein fyrir gangi fljóðs og fjöru héldu þeir skoðunarför sinni um landið áfram. -mm „Stofna til áfengishátíða“ LANDIÐ: Eins og komið hef- ur fram í fréttum ákvað Olís að bjóða upp á sölu áfengra drykkja í bensínstöðvum sín- um í aðdraganda Verslunar- mannahelgar. Þetta tiltæki fer illa í forvarvarnafulltrúa, líkt og lesa má í tilkynningu frá For- eldrasamtökum gegn áfengis- auglýsingum sem þau óska birta í fjölmiðlum. Þau segja: „Í stað þess að styðja með ráðum og dáð bætta umferðarmenningu, stuðla að umferðaröryggi, ekki síst hvað varðar okkar yngstu ökumenn, sem margir hverj- ir verða á ferðinni um Versl- unarmannahelgina, þá efnir Olís til sérstakra áfengishátíða á bensínstöðvum sínum fyrir þennan sama hóp þessa mestu ferðahelgi ársins! Einstaklega ósmekklegt og óábyrgt.“ –mm Þrjár hátíðir verða haldnar á Vesturlandi um komandi helgi. Þær eru Reykhóladag- ar, Á góðri stund í Grundarfirði og Reyk- holtshátíð. Auk þess verða sumarmarkaðir í Nesi í Reykholtsdal og á Akranesi. Frá þess- um hátíðum er sagt í Skessuhorni dags- ins. Þeir sem hyggjast leggja leið sína á eina eða fleiri af þessum hátíðum eru minnt- ir á að taka góða skapið með sér, gleðjast á mannamótum og skemmta sér fallega með heimamönnum. Norðlæg eða breytileg átt er í kortunum, 3-10 m/s og bjartviðri um landið sunnan- og vestanvert. Líkur á skúrum síðdegis á fimmtudag en skýjað og rigning með köfl- um annars staðar á landinu. Hiti 5-15 stig, svalast á Austurlandi. Hæg breytileg átt, skýjað með köflum og skúrir um allt land frá föstudegi til mánudags, síst á norðvestur horninu. Hiti 6-16 stig, hlýjast sunnanlands. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Hver slær garðinn þinn?“ Rétt rúmlega helmingur þeirra sem svöruðu, 50,13%, kváðust slá garðinn sinn sjálfur. Næstflestir, 20,16%, láta börn sín eða maka sjá um slátt- inn. 13, 79% fá verktaka í verkið og 11,41% kváðust ekki eiga garð. Fæstir, eða 4,77%, sögðust bara láta hina og þessa sjá um að slá garðinn fyrir sig. Ekki fylgir sögunni hverjir „hinir og þessir“ eru. Í þessari viku er spurt: Hversu oft á dag talar þú í síma? Eldur kraumaði við Grábrókarhraun eftir að ferðamaður hafði þar gengið örna sinna og síðan kveikt í pappírnum. Um 200 fermetrar af mosa og gróðri brunnu. Slökkviliðsmenn- irnir sem slökktu eldinn eru Vestlendingar vikunnar. Að missa stærra svæði í gin eldsins hefði verið heldur skítt! Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Aðfararnótt síðastliðins sunnudags voru unnin skemmdarverk á hús- næði Björgunarfélags Akraness við Smiðjuvelli. Brotnar voru rúður í innkeyrsludyrum fyrir neyðarbíla. Að sögn Guðna Haraldssonar fé- laga í björgunarfélaginu er ekki vit- að hver eða hverjir voru á ferðinni né heldur hvenær næturinnar tjón- ið var unnið. Tjón björgunarfélags- ins sé hins vegar verulegt. Þeir sem mögulega geta gefið upplýsing- ar um skemmdarverkin er bent á að hafa samband við Lögregluna á Vesturlandi. mm Mölvuðu rúður í húsi Björgunarfélags Akraness Einhverjir óprúttnir aðilar fengu nýverið útrás fyrir skemmdarfýsn sína með því að mölva rúður í bíl- um við KB Bílaverkstæði í Grund- arfirði. Búið var að mölva rúður í fjölmörgum bifreiðum sem voru fyrir utan verkstæðið. Það stóð til að laga nokkrar af þessum bifreið- um og koma á götuna en þær voru í misjöfnu ásigkomulagi. Ekki er vit- að hverjir voru að verki eða hvað þeim gekk til, en ljóst að mikið hreinsunarstarf er framundan því glerbrot voru út um allt á svæðinu. tfk Skemmdarverk unnin á bílum í Grundarfirði KM þjónustan í Búðardal fékk út- kallsbeiðni á sunnudaginn á þjóð- veg 66, en á Kollafjarðarheiði sat einsdrifs fólksbíll fastur í stórgrýti. Tveir útlendingar voru í bílnum og höfðu ætlað sér að fara á Ísafjörð og valið þessa leið sem þó er skráð ófær hjá Vegagerðinni. Ferða- mennirnir voru sóttir upp á heiðina aðfararnótt sunnudags af björgun- arsveitinni Heimamönnum á Reyk- hólum en KM þjónustan sótti bíl- inn daginn eftir. mm KM menn koma ferðafólkinu til aðstoðar. Alls ekki fólksbílafært um Kollafjarðarheiði Útsýnisskífu hefur verið komið fyr- ir á að nýju á Breiðinni á Akranesi. Eins og Skessuhorn greindi frá á dögunum þá hefur engin útsýnis- skífa verið þar síðan skífa frá 2008 var tekin niður í fyrrahaust. Skífa sú var orðin ljót enda mikið álag á henni í særokinu sem oft er þarna á ysta odda Akraness. Skífan nýja er glansandi fín, svo jafnvel er hægt að spegla sig í henni. Hún verður nú gestum Breiðarinnar til yndisauka og fróðleiks um hið fagra útsýni frá þessum stað sem verður stöð- ugt vinsælli bæði hjá heimafólki og ferðamönnum. mþh Ný útsýnisskífa á Breiðinni Skífan er mjög falleg. Í baksýn má sjá gamla vitann á Suðurflös. Búið er að lagfæra og endurbæta eldsneytisdælu Olís við Ferstiklu- skála í Hvalfirði. Fyrr í þessum mánuði var sagt frá því í Skessu- horni að hálfgert vandræðaástand væri uppi því dælan þar var búin að vera biluð um nokkurra daga skeið. Áður höfðu ýmis vandræði ver- ið með dæluna sem tók eingöngu við greiðslukortum. Nú hefur hins vegar verið bætt úr skák. Settur hefur verið upp nýr búnaður þar sem hægt er að greiða bæði með greiðslukortum og greiðslulyklum Olís. Hægt verður að taka elds- neyti við Ferstikluskála allan sól- arhringinn alla daga ársins. „Þetta er mikill munur. Dælan ætti nú að vera í góðu lagi. Það skiptir miklu máli fyrir ferðalanga sem eiga leið um Hvalfjörðinn en ekki síst heimafólk og aðra sem starfa hér á þessum slóðum. Fólk mun nota hana í auknum mæli ef það veit að búnaðurinn er góður og það getur treyst á að hún virki öllum stund- um,“ segir Kristján Karl Krist- jánsson veitingamaður í Ferstiklu. Eftir stendur þó að viðskiptavinir munu ekki geta greitt fyrir elds- neyti í Ferstikluskála með reiðufé þar sem dælan er veitingaskálanum óviðkomandi og því ekki tekið við greiðslum þar. mþh Nýr eldsneytissjálfssali við Ferstikluskála Kristján Karl Kristjánsson veitingamaður við nýja dælubúnaðinn sem settur hefur verið upp við Ferstikluskála.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.