Skessuhorn - 22.07.2015, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 2015 25
Í júní hóf veitingavagninn Finsens
fish & chips starfsemi sína á hafn-
arsvæðinu í Stykkishólmi. Hann
vekur athygli fyrir að vera nýjung
í veitingaflóru, bæði í Stykkishólmi
en einnig á Vesturlandsvísu. Þetta
er fyrsti, og enn sem komið er að
minnsta kosti, eini vagninn sem sel-
ur fisk og franskar og sérhæfir sig í
sölu á slíkum mat. Þetta er reyndar
mjög þekktur réttur víða erlendis,
ekki síst á Bretlandseyjum og víðar
í Evrópu. Hjá Bretum kallast þetta
„fish and chips“ og er hefur allt frá
19. öld verið vinsæll skyndibiti þar.
Fólk hélt hann
væri að grínast
Það eru þau Bjarki Hjörleifsson
og Jónína Riedel sem eiga og reka
Finsens-vagninn. Fyrir eiga þau
og reka pítsustaðinn Stykkið. „Við
erum búin að ganga með þá hug-
mynd nokkuð lengi að vera með
eitthvað meira en Stykkið. Okk-
ur langaði til að bæta við flór-
una í veitingarekstri hér í Stykkis-
hólmi og gera það á einfaldan máta.
Fyrst héldu allir að ég væri að grín-
ast þegar ég talaði um hugmyndina
um að koma á fót veitingavagni sem
seldi fisk og franskar. Margir skynj-
uðu fyrst að okkur væri alvara þeg-
ar við vorum búin að kaupa þennan
vagn og koma honum fyrir hérna
á hafnarsvæðinu í Stykkishólmi,“
segir Bjarki.
Það voru fregnir af velgengni í
rekstri sams konar veitingavagns
á Húsavík sem fékk þau Bjarka og
Jónínu til að gera alvöru úr hug-
myndinni. „Ég heyrði fregnir af
manni sem hafði tekið upp á því að
selja fisk og franskar við Húsavík-
urhöfn. Það gengi víst alveg stór-
vel. Þá ákváðum við að láta vaða.
Við fengum stöðuleyfi hjá bænum
og pöntuðum vagninn. Hann er ný-
smíði frá fyrirtæki í Reykjavík. Það
tók hins vegar tíma að fá hann til-
búinn og merktan eins og við vild-
um hafa hann. Þess vegna opnuð-
um við tiltölulega seint í sumar,“
útskýrir Bjarki en Finsens opnaði
26. júní síðastliðinn.
Sinna eftirspurn sem
var fyrir hendi
Þau Bjarki og Jónína segja að þó
reksturinn sé ekki búinn að standa
lengi þá hafi byrjunin verið vonum
framar. „Satt best að segja renndum
við blint í sjóinn með hvað við vær-
um að fara að gera. Móttökurnar
hafa verið mjög góðar. Það er ekki
að sjá að sala á fiski og frönskum sé
að hafa nein áhrif á veitingastaði
annars staðar í bænum. Fólk lítur á
fisk og franskar sem eins konar létt-
meti sem það myndi aldrei kaupa á
alvöru veitingastöðum. Til dæmis
koma margir viðskiptavinir hingað
sem eru nýkomnir úr siglingu yfir
Breiðafjörð með Baldri. Það fólk er
oft að flýta sér og vill bara grípa í
snarl áður en það heldur för sinni
áfram. Þau setja það ekkert fyrir
sér að borða undir berum himni
eða í bílnum. Það er mín tilfinn-
ing að við séum með þessum vagni
að sinna ákveðinni eftirspurn sem
vantaði að gera betur hér í Stykk-
ishólmi.“
Þrátt fyrir ungan aldur þá hefur
Bjarki nokkra reynslu af veitinga-
rekstri. Hann útskýrir þetta betur.
„Ég held að hamborgari og pylsa
eins og við Íslendingar þekkjum
það, nái einfaldlega ekki til margra
erlendra ferðamanna sem hingað
koma. Fólkið er ekki vant þessum
mat. Það vill eitthvað annað. Fjöl-
margir útlendingar kannast við fisk
og franskar. Það er skyndibiti mjög
víða um heim. Svo koma Íslend-
ingarnir og eru forvitnir og vilja fá
að prófa. Það er búið að vera nóg
að gera.“
Kaupa fiskinn
að sunnan
Þrátt fyrir að Stykkishólmur hafi
lengst af verið talinn rótgróinn sjáv-
arútvegs- og verslunarbær þá er fisk-
urinn sem seldur er í Finsens ekki
þaðan. „Fiskinn kaupum við frá
Fiskikónginum í Reykjavík. Það er
svo undarlegt að það er mjög erfitt
að fá keyptan ferskan fisk í Stykk-
ishólmi eða á Snæfellsnesi. Það
er helst að fiskur fáist úti í Ólafs-
vík hluta úr sumrinu. Við þurfum
hins vegar alltaf meðan við erum
í rekstri að hafa öruggan aðgang
að fiski. Hann kemur hingað kæld-
ur og ferskur frá Fiskikónginum
með bíl að sunnan, pakkaður með
ís ofan í frauðplastskassa,“ segir
Bjarki.
Þau leggja mikla áherslu á að
halda öllu sem snyrtilegustu. „Við
höldum planinu sem vagninn
stendur á eins hreinu og við get-
um. Við erum bæði búin að há-
þrýstiþvo það og spúla. Það skipt-
ir bæði okkur, og Ískofann sem
stendur hér við hliðina og selur
ís, mjög miklu máli að hér sé allt
þrifalegt.“
Minnist afa síns með
nafni vagnsins
Þegar komið er að litríkum vagn-
inum vaknar sú spurning hvernig
Finsen nafnið sé tilkomið. „Vagn-
inn heitir eftir manni sem hét Hin-
rik Finnsson og var afi minn,“ svar-
ar Bjarki. „Hann var yndislegur og
stórkostlegur maður í alla staði.
Hinrik Finnsson starfaði sem kaup-
maður hér í Stykkishólmi og versl-
aði með allt frá fatnaði upp í kjötvör-
ur. Afi rak lengst af eigin verslun sem
hét Þórshamar. Við Jónína höldum
því nafni enn í dag á veitingafyrir-
tækinu okkar sem er með þennan
vagn og Stykkið.“
Bjarki segir að frænka hans hafi
hannað útlitið á vagninum og vöru-
merkið sem fylgir. Það er andlits-
mynd af Hinrik Finnsyni með vind-
il í munni og til hliðar er nafnið Fin-
sens fish & chips. „Þessi frænka mín
heitir Lóa Dís Finnsdóttir og starf-
ar sem grafískur hönnuður. Við vor-
um eitthvað að grínast með það fjöl-
skyldan væri kölluð Finsen út af því
að svo margir bera Finnsnafnið. Það
er svo að Finsen er ekkert ættarnafn
hjá okkur eða neitt svoleiðis, það
er tilkomið sem gælunafn eða fjöl-
skyldugrín. Við minntumst afa þegar
við vorum að vinna með hugmyndina
að þessum rekstri. Þá fór þessi hug-
mynd að nafni og útliti bæði á vagni
og merki að fæðast. Hinrik Finnsson
afi okkar Lóu var svona gamaldags
kaupmaður og gekk alltaf í bláum
slopp og í skyrtu með bindi innan-
undir. Svo var hann í svörtum bux-
um og alltaf með tréklossa á fótum.
Þegar við hugsuðum þetta áfram þá
þótti okkur þetta stöðugt snjallara;
„Finsens Fish & Chips!“ Það muna
líka margir eftir afa hér í Stykkis-
hólmi. Hann var mikill músíkant,
ljúfur og góður maður. Það er vel
til fundið að halda minningu hans á
lofti með þessum hætti,“ sagði Bjarki
Hjörleifsson, en Hinrik afi hans lést
8. júní 2002. mþh
Ungir Hólmarar slá í gegn með fiski og frönskum
Svona lítur hann út rétturinn sem kallast fiskur og franskar og seldur er hjá Finsens fish & chips í Stykkishólmi. Þessi matur er afar ljúffengur.
Mikill erill af viðskiptavinum, bæði innlendum og erlendum, var við Finsens þegar
blaðamaður Skesshorns leit þar við.
Bjarki Hjörleifsson og Jónína Riedel eiga og reka Finsens fish & chips. Þau eru
einnig með pítsustaðinn Stykkið í Stykkishólmi.
Finsens og Ískofinn standa hlið við hlið á hafnarsvæðinu í Stykkishólmi. Hinrik Finnsson rak um árabil verslun sína Þórshamar í Stykkishólmi. Hér af-
greiðir hann Árna Helgason í verslun sinni við Aðalgötu árið 1987.