Skessuhorn


Skessuhorn - 22.07.2015, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 22.07.2015, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 2015 13 Það var létt yfir þeim, múrurun- um hjá Múrverki RG, sem eru þessa dagana að einangra lítið hús við Kirkjubraut 51 og búa undir múr. „Ég kalla þetta hús stundum „dúkkuhúsið.“ Þetta er lítið og lágt hús og minnir mig helst á dúkku- hús,“ sagði Ragnar Guðmundsson, múrari og eigandi Múrverks RG, léttur í bragði þegar blaðamaður tók múrarana tali á föstudaginn var. Verkið vinnur Ragnar sjálfur ásamt Ragnari syni sínum og Sverri Fann- bergssyni. „Það á að múra allt húsið upp á nýtt að utan. Við erum að einangra núna. Eftir helgi tekur við undir- múrun. Svo þarf að leyfa múrnum að standa í fjórar til sex vikur svo ekki springi,“ sagði Ragnar Guð- mundsson. „Næsta skref er svo yfirmúr, síðan steiningarlím og að lokum á að setja marmarasalla utan á húsið. Hann verður í mismunandi litum, svipað efni og er t.d. utan á Bíóhöllinni. Húsið verður alveg svakalega flott þegar þetta verður búið,“ bætir hann við. Aðspurðir sögðust þeir félagar bara vera nýbyrjaðir, búnir að vera tvo eða þrjá hálfa daga. Það fór heldur ekki illa um þá í veðurblíð- unni á Akranesi fyrir helgi. „Þetta er æðislegt. Við vinnum úti á sumr- in og inni á veturna,“ segir Ragn- ar. Þeir gengu hreint til verks kváð- ust hafa í nógu að snúast þessa dag- ana. „Við vorum hér í gærmorgun. Fórum svo á Jaðarsbrautina seinni partinn og vorum þar til sex. Síð- an fórum við upp í Kjós að vinna í sumarbústað og vorum komnir heim klukkan ellefu í gærkveldi.“ kgk Múrað í blíðunni á Akranesi Ragnar Ragnarsson sníðir til klæðningarplöturnar svo þær passi fyrir ofan úti- dyrahurðina. Ragnar Guðmundsson, Sverrir Fannbergsson og Ragnar Ragnarsson hjá Múrverki RG unnu við að einangra Kirkju- braut 51 á Akranesi þegar blaðamann bar að garði. Ragnar Guðmundsson borar fyrir festingunum. 24 föstudagur 25 laugardagur 26 sunnudagur 25 laugardagur 25 laugardagur 26 sunnudagur kl. 20.00 OPNUNARTÓNLEIKAR Karlakórinn Heimir kl. 13.00 FYRIRLESTRAR Í HÉRAÐI Páll Bergþórsson allar umVínlandsgátuna kl. 14.00 HÁTÍÐARGUÐSÞJÓNUSTA Sr. Geir Waage kl. 16.00 SÖNGTÓNLEIKAR Báran - svipmynd frá uppha tónleikahefðar á Íslandi kl. 20.00 KAMMERTÓNLEIKAR Litróf lágðlunnar kl. 16.00 LOKATÓNLEIKAR Myndir í tónum Verið velkomin á ölbreytta Reykholtshátíð! Forsala aðgöngumiða á midi.is reykholtshatid.is | snorrastofa.is 24.-26. JÚLÍ • 2015 Sígild tónlist í sögulegu umhverfi Dagskrá Snorrastofu Hátíðarguðsþjónusta SÓKNARÁÆTLUN VESTURLANDS S K E S S U H O R N 2 01 5 Tölvuumsjónarmaður Laust er til umsóknar 80% starf tölvuumsjónarmanns. Brýnt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Tölvuumsjónarmaður sinnir daglegri notendaþjónustu og kerfisstjórn í grunnskólum, leikskólum og öðrum stofnunum sveitarfélagsins. Helstu verkefni og ábyrgðarsvið • Umsjón og rekstur á Windows netþjónum ásamt umsýslu með Office 365. • Uppsetning á vél-, hug- og jaðarbúnaði. • Umsjón með tölvum og öðrum vélbúnaði. • Innkaup og ráðgjöf vegna vél- og hugbúnaðar. • Samskipti við birgja og þjónustuaðila upplýsingatæknilausna. • Stefnumótun og ráðgjöf á sviði upplýsingamála. • Námskeið og fræðsluefni fyrir notendur. Menntunar- og hæfniskröfur • Háskólagráða eða önnur menntun sem nýtist í starfi. • Starfsreynsla á sviði upplýsingatækni. • Góð þekking og reynsla við þróun og viðhald upplýsingakerfa. • Góð þekking og reynsla á innleiðingu hugbúnaðar. • Góð þekking á Microsoft Office, Office 365 og leyfismálum. • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð. • Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum. Umsóknarfrestur er til og með 31. júlí. Umsækjendur eru beðnir um að skila inn umsóknum á netfangið kolfinna@borgarbyggd.is. Með umsókn skal fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf. Í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar hvetur sveitarfélagið karla jafnt sem konur til þess að sækja um starfið.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.