Skessuhorn


Skessuhorn - 26.08.2015, Page 2

Skessuhorn - 26.08.2015, Page 2
MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 20152 Akranes með, þar sem Fjölbrauta- skóli Vesturlands á Akranesi sá sér ekki fært að taka þátt. Viðfangs- efni rannsóknarinnar fólst í því að kanna hversu stór hluti ferðamanna var í viðskiptamannahópi verslana og var ferðamaður skilgreindur sem íbúi utan sveitarfélagsins. Rann- sóknin hafði jafnframt það hliðar- markmið að tengja saman atvinnu- líf og skóla. Nemendur framhalds- skóla voru því fengnir til að safna saman gögnum með þeim hætti að ræða við viðskiptavini þegar þeir komu út úr verslunum. Þetta unnu þeir í samstarfi við kennara sína og starfsmann SSV. Með þessu fengu nemendur kynningu á því hvern- ig félagsvísindamenn starfa og at- vinnulífið naut starfskrafta nem- endanna. Lagt var upp með ítarlega könnun og var því ákveðið að safna ýmsum áhugaverðum bakgrunns- upplýsingum um viðskiptavini og eiga þannig kost á að greina áhrif ýmissa þátta um kauphegðun neyt- enda. Ferðamenn versluðu flestir í Borgarbyggð Niðurstöður könnunarinnar benda til þess að 31% af veltu smávöru- verslunar í Borgarbyggð hafi verið vegna ferðamanna. Þá er útlit fyr- ir að umferð ferðafólks sé mest í gegnum Borgarnes. Einnig sýndu niðurstöður að 17% verslunar í Dalabyggð væri vegna ferðafólks en 8% á Snæfellsnesi. Ferðamenn gátu verið fólk á ferðalagi vegna vinnu eða í frítíma sínum, Íslendingar eða útlendingar. Bent er á að könnun- in var gerð í febrúarmánuði, þeg- ar ferðamennska var í lágmarki og vera kann að hlutfallið innan lands- hlutans sé annað á háannatíma. Karlar eyddu minna Þátttakendur í könnuninni voru 568 talsins og var meðalaldur þeirra 43 ár. Í niðurstöðum könn- unarinnar kom meðal annars í ljós að verslun hvers og eins var að jafnaði 4.908 kr. í hverri versl- unarferð á öllum svæðum. Meðal- verslun í Borgarnesi var 5.407 kr., 4.059 kr. í Búðardal og 4.372 kr. á Snæfellsnesi. Niðurstöður leiddu einnig í ljós að fólk í sambúð ger- ir innkaup fyrir 37% hærri upp- hæð í hverri verslunarferð en þeir sem búa einir og að þeir sem búa á Íslandi eyða minna í hverri versl- unarferð en þeir sem búa í öðrum löndum. Þá var vægur marktæk- ur munur eftir kyni viðskiptavinar á því hvað verslað var í hverri ferð en karlar keyptu fyrir 607 kr. lægri fjárhæð í hverri ferð. Þá kom fram að almennt gildir að eldri einstak- lingar keyptu fyrir hærri upphæðir en þeir yngri en upp að ákveðnum aldri þó. Einstaklingar sem voru 49 ára gamlir keyptu að meðaltali fyrir hæstu fjárhæðir í hverri verslunar- ferð. grþ Skessuhorn minnir á að tvær hátíðir, en þó af ólíkum toga, verða um helgina í lands- hlutanum. Hvalfjarðardagar verða haldnir hátíðlegir um næstu helgi með fjölbreyttri dagskrá út um alla sveit. Sumarhátíð KB verður á sínum stað við kaupfélagshúsið við Egilsgötu á laugardaginn frá klukkan 12-16. Þá má minna á að vestlenskir þátttakend- ur verða í hópi fleiri á Matarhátíð í Hörpu um helgina þar sem þeir sýna og selja vörur. Þetta og margt fleira er í boði. Spáð er hægum vindi og björtu veðri í landshlutanum fram eftir degi í dag, mið- vikudag. Hvessir og fer að rigna um kvöld- ið. Hiti á landinu verður 10 til 20 stig, hlýjast suðvestanlands. Á fimmtudag verður norð- austan 3 til 10 m/s, en 10-18 norðvestan til á landinu. Rigning eða súld fyrir norðan og austan en stöku skúrir á Suður- og Suð- vesturlandi. Hiti frá 7 stigum við norðvest- urströndina, upp í 17 stig suðvestanlands. Á föstudag spáir norðan 8-15 m/s, hvass- ast norðan- og vestanlands. Rigning á Vest- fjörðum og Norðurlandi, skúrir austanlands en bjartviðri á Suðurlandi. Hiti 4 til 12 stig, kaldast norðvestan til en 12 til 17 stiga hiti sunnanlands að deginum. Um helgina er útlit fyrir norðlægar áttir og léttskýjað verð- ur suðvestanlands. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Borðar þú oft skyndimat?“ 4,79% svarenda segjast aldrei borða skyndimat. Yfirgnæf- andi meirihluti þátttakenda, eða 77,93% borða skyndimat afar sjaldan. „Nokkrum sinnum í viku“ sögðu 15,43% svarenda en fæstir borða skyndimat á hverjum degi, eða 1,86% þátttakenda. Í næstu viku er spurt: Hver/jir sjá um þvottavélastjórnun á þínu heimili? Víkingsmenn í fótboltanum eru að gera góða hluti þessa dagana og eiga góða möguleika á að spila upp um deild. Þá eru Skagastúlkur að koma sterkar inn á síðari hluta mótsins, hafa skorað 23 mörk í þrem- ur síðustu leikjum og eru komnar í úrslita- keppni um laust sæti í úrvalsdeild. Þetta knáa knattspyrnufólk hlýtur sæmdarheitið Vestlendingar vikunnar. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Ungur myndlist- armaður opnar sýningu AKRANES: Skagamaðurinn Þorvaldur Arnar Guðmundsson mun opna myndlistarsýningu í Bókasafni Akraness föstudaginn 28. ágúst kl. 14. Sýningin verð- ur svo opin á opnunartímum safnsins en henni lýkur 21. sept- ember. Þorvaldur Arnar hefur teiknað og málað frá barnsaldri og verið undir áhrifum frá jap- anskri teiknimyndahefð en samt þróað með sér mjög persónu- legan stíl og farið mikið fram. Hugmyndir hans að myndefni hefur hann m.a. sótt í goðafræði sem hann hefur hrifist af. Hann útskrifaðist af starfsbraut Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akra- nesi á þessu ári, varð líka tvítug- ur á árinu og síðast en ekki síst komst hann inn í diplómanám í Myndlistaskóla Reykjavíkur, einn af tólf nemendum, og hef- ur þar nám nú í haust. Þetta ár er því viðburðaríkt í lífi hans og verður gaman að fylgjast með honum í framtíðinni. Þorvaldur Arnar hefur notið hefðbundinn- ar myndlistarkennslu í Grunda- skóla og Fjölbrautaskóla Vest- urlands, auk þess sem hann hef- ur notið leiðsagnar Hrannar Eggertsdóttur myndlistarkenn- ara í nokkur ár. –fréttatilk. Söfnuðu fyrir RKÍ Þau Berglind Huld, Fannar Atli og Victoria Þórey á Akra- nesi héldu tombólu og söfnuðu 6.841 kr. sem þau færðu Rauða krossinum að gjöf. RKÍ á Akra- nesi þakkar þeim kærlega fyrir þeirra framlag. -fréttatilk. S K E S S U H O R N 2 01 5 Opinn íbúafundur um rekstur og skipulag fræðslumála verður haldinn í Ársal Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri miðvikudaginn 2. september nk. kl 20:00 Dagskrá: 1. Fundarsetning 2. Kynning á ákvörðunum sveitarstjórnar um breytingar á rekstri og skipulagi Grunnskóla Borgarfjarðar, Hvanneyrardeild 3. Umræður og fyrirspurnir Sveitarstjórn Íbúafundur „Ég hef áhyggjur af vaxandi þyrlu- flugi með ferðamenn um þjóðgarða og vinsæla áfangastaði ferðamanna um allt land. Þetta finnst mér hafa vaxið mikið á yfirstandandi ári,“ segir Jón Jóel Einarsson sem starf- ar við leiðsögn og ferðaþjónustu meðal annars á Snæfellsnesi. „Það á ekki síst við um þjóðgarðinn Snæ- fellsjökul og hef ég orðið vitni að lendingum þyrla á Jöklinum, með ströndinni og bæði á Hellnum og Arnarstapa.“ Jón Jóel hefur auk þess heyrt af lendingum við Vatns- helli. Hann kveðst hafa náð tali af flugmanninum sem lenti þyrlu í liðinni viku ofan við Fjöruhúsið á Hellnum og sagðist sá hafa feng- ið leyfi fyrir lendindu hjá Fjöru- húsinu. „Það má vel sjá á myndun- um hver og hvaða fyrirtæki er hér á ferðinni. Frekjan finnst mér hafa náð hámarki núna 20. ágúst þegar lent var með tvo ferðamenn í kríu- varpinu við hlið styttunnar af Bárði Snæfellsás. Þetta finnst mér gal- ið.“ Jón Jóel biðlar til þjóðgarðs- ins og Náttúrustofu Vesturlands að starfsmenn þessara stofnana beiti sér fyrir því að settar verði reglur og hömlur á þessa, að hans sögn yf- irgengilegu truflun og frekju gagn- vart mönnum og dýrum, a.m.k. innan þjóðgarðsins. mm Hefur áhyggjur af vaxandi þyrluumferð Þyrlu var lent í kríuvarpinu við styttuna af Bárði Snæfellsás síðastliðinn fimmtu- dag. Það fannst Jóni Jóel og fleiri íbúum á svæðinu ganga of langt. Ljósm. jje. Í febrúar á þessu ári stóðu Sam- tök sveitarfélaga á Vesturlandi fyr- ir könnun á kauphegðun viðskipta- vina smávöruverslunar á nokkrum stöðum á Vesturlandi. Verkefnið var samstarf SSV, nemenda og starfs- fólks Menntaskóla Borgarfjarðar og Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Könn- unin náði til Borgarness, Búðar- dals, Stykkishólms, Grundarfjarðar og Ólafsvíkur. Ekki náðist að hafa Kauphegðun Vestlendinga könnuð Frá Nettó í Borgarnesi. Ljósm. úr safni; mm.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.