Skessuhorn


Skessuhorn - 26.08.2015, Side 4

Skessuhorn - 26.08.2015, Side 4
MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 20154 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smáaug- lýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.573 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.230. Rafræn áskrift kostar 2.023 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 1.867 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir gudny@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Emilía Ottesen, markaðsstjóri emilia@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Black monday Þegar þetta er skrifað að kvöldi mánudagsins 24. ágúst hefur komið í ljós að fall á hlutabréfamörkuðum í dag var mikið, meira en á einum degi um margra ára skeið. Heimsbyggðin er minnt á mánudaginn 19. október árið 1987 þegar hlutabréfamarkaðir um allan heim hrundu eins og spilaborg, í Bandaríkjunum um 23% og Bretlandi um tæp 27% svo dæmi séu tekin. Það fór einnig um hérlendra fjárfesta því gengi íslenskra hlutabréfa féll um 2,5%. Kínverjum er kennt um að bresti í hinu ofþanda hagkerfi heimsins. Vanda- málið greint þannig að þeir séu orðnir svo stórir í alheimsmyndinni því efna- hagur allra landa tekur mið af gengi kínverskra fyrirtækja þar sem menn svíf- ast einskis til að ná betri afkomu. Þetta er nefnilega land þar sem börn eru t.d. látin vinna myrkranna á milli við afleit kjör og hótanir, allt til að þókn- ast ofsaríkum yfirboðurum sem ríkja í skjóli alþýðulýðveldis. Það eru farnar að renna tvær grímur á efnahagsmógúlana sem dásamað hafa styrk kínverska ofurríkisins. Kínverjar hafa, vegna ábatasamra viðskipta sinna við aðrar þjóðir á liðn- um árum, dundað sér við það í skjóli nætur að koma sér upp framleiðslu á ýmissi hrávöru, án þess að menn nánast hafi tekið eftir því. Við greinum frá því í frétt í Skessuhorni í dag að móðurfyrirtæki Norðuráls á Grundartanga er farið að herða sultarólarnar í rekstrinum til að mæta stöðugum undirboð- um kínverskra álframleiðenda inn á vestræna markaði. Talað er um að Kín- verjar séu markvisst að dæla of miklu áli inn á markaðina til að lækka verðið varanlega. Þetta þýðir ekkert annað en álverum í heiminum mun verða lokað hverju af öðru því framleiðsluna er einungis hægt að selja með tapi. Nú verð- ur bara að koma í ljós hvort styrkleiki eigenda þeirra þriggja álvera sem hér á landi eru rekin sé nógu mikill til að þau lifi af þessa meintu árás úr austri. En hvað sem öllum hlutabréfavísitölum, lækkuðu olíuverði og fallandi ál- verði líður, þá heldur lífið áfram. Að sjálfsögðu munu allar þessar sveiflur þó hafa áhrif á afkomu okkar og kjör með einum eða öðrum hætti á næstu miss- erum. Persónulega held ég að til lengri tíma litið sé ágætt að fá smá leið- réttingu á suma markaði sem hafa þanist út meira en innistæða var fyrir. Til dæmis held ég að hlutabréfavísitala á Íslandi hafi verið talsvert ofmetin. Helgast það af takmörkuðum fjárfestingarkostum hérlendis og því fáræði að lífeyrissjóðirnir íslensku eiga samkvæmt lögum að skila 3,5% ávöxtun. Þess- ir sjóðir og aðrir fjármagnseigendur eru alltaf að stunda viðskipti með sömu hlutabréfin og hækka um leið gengi þeirra án þess að fyrirtækin séu endi- lega að standa undir þeim hækkunum í raunvirði. Það sama og gerðist í að- draganda íslenska hrunsins 2007. En þeirri staðreynd hafa margir kosið að gleyma, því það hentar þeim. Þessi firring gerist á sama tíma og gjaldeyrishöft eru enn við lýði af því stjórnvöld hafa hvorki kjark né vilja til að afnema þau. Þessir blessuðu lífeyr- issjóðir sem okkur er talin trú um að við eigum, eru þannig sjálfkrafa settir í þá slæmu stöðu að geta ekki viðhaldið sjóðum okkar. Ég óttast mjög að þeg- ar ég verð t.d. kominn á lífeyristökualdur, eftir á að giska tvo áratugi, þá verði lífeyrissjóðurinn minn ekki búinn að auka höfuðstól minnar inneignar. Það eru í mínum huga litlar líkur á að hvorki þeim sjóði né öðrum takist að ávaxta peninginn á þessum tímum sem framundan eru með þokkalega öruggum hætti, því það verður einfaldlega ekki hægt. Ekki í ríki sem hefur einhvern veikasta gjaldmiðil í heimi, gjaldeyrishöft, háa verðbólgu, býr við slaka efna- hagsstjórn og séríslenska verðtryggingu til að reyna að viðhalda auði þeirra sem eiga peninga á kostnað almennings sem skuldar og hefur stöðugt minna milli handanna. Það þarf engan stærðfræðing til að sjá að dæmið gengur ekki upp. Þess vegna angrar mig mjög takmarkað að verð á hlutabréfamörkuðum falli. Það er fín áminning um hverfulleika slíkra fjárfestinga og fær vonandi ráðamenn og þjóðina til að hugsa að kannski sé komin upp kerfisvilla sem minnir óþægilega á aðdraganda hrunsins. Magnús Magnússon. Fiskistofa auglýsir á vef sínum eft- ir umsóknum um leyfi til veiða á kröbbum í Faxaflóa á komandi fisk- veiðiári. Vísað er til reglugerð- ar nr. 843 frá 23. september 2014, um veiðar á kröbbum í Faxaflóa. Umsóknum skal skila til Fiski- stofu í gegnum Ugga, þjónustugátt stofnunarinnar. Skal umsóknum fylgja upplýsingar um fyrri veið- ar á kröbbum, hvar veiðar eru fyr- irhugaðar og gerð gildra sem nota á til veiðanna. Undir reglugerð um veiðarnar falla allar krabbategundir, svo sem trjónukrabbi, grjótkrabbi og gaddakrabbi. Við afgreiðslu um- sókna og við úthlutun veiðisvæða hafa þau skip forgang sem áður hafa stundað veiðar á kröbbum og skal byggt á því á hvaða svæði og í hve langan tíma krabbaveiðar hafa ver- ið stundaðar. Auk þessa, í þeim til- vikum sem þess er þörf, skal litið til aflamagns. Að öðru leyti skal hlut- kesti skera úr um rétt umsækjenda til leyfis til krabbaveiða. Umóknar- frestur er til 1. september 2015 en nánari upplýsingar má finna á vef Fiskistofu og í reglugerðinni sem vísað er til hér að framan. mm Grjótkrabbi fannst fyrst við Ísland sumarið 2006 en hefur verið að fjölga. Auglýsa eftir krabbaveiði- mönnum á Faxaflóa Fyrr í sumar sagði Skessuhorn frá lakkríssölu Andreu Þ. Björnsdóttur til styrkta englaforeldrum á Akra- nesi. Englaforeldrar eru hópur for- eldra á Akranesi sem misst hafa börn sín og vilja leggja öðrum for- eldrum í sömu stöðu lið. Englafor- eldrar hafa á undanförnum árum safnað fé til að bæta aðstæður á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi og Akraneskirkju fyrir þá foreldra sem missa ung börn sín. Nú í sumar hefur staðið yfir söfn- un fyrir kælivöggu. Slík vagga er notuð fyrir andvana fædd börn og börn sem látast stuttu eftir fæðingu. Með þessari vöggu gefst foreldrum barnanna kostur á að hafa börnin hjá sér í allt að tvo sólarhringa í stað örfárra klukkustunda. „Slíkar vögg- ur eru nú þegar til á Sjúkrahúsi Ak- ureyrar og Landspítalanum og þeir foreldrar sem hafa þurft að nýta sér þær segja það skipta miklu máli að hafa barnið hjá sér þennan auka tíma,“ segir Hildur Karen Aðal- steinsdóttir. „Söfnunin fyrir vögg- unni hefur gengið vonum framar og hefur Slysavarnarfélagið Líf og styrktarfélagið Gleym mér ey lagt söfnuninni lið. Einnig hefur Andr- ea Þ. Björnsdóttir englaamma verið óþreytandi á hinum ýmsu mörkuð- um í sumar þar sem hún hefur selt lakkrís og hlaup til styrktar verk- efninu, með frábærum árangri,“ segir Hildur Karen. „Fyrir stuttu kom upp sú hug- mynd að standa fyrir leiksýn- ingu fyrir börn. Haft var samband við Brúðuloftið og tóku aðstand- endur þess vel í samstarf við okk- ur. Ætla þau að sýna Pétur og úlf- inn í Bíóhöllinni á Akranesi sunnu- daginn 6. september,“ segir Hild- ur Karen. Þessi vinsæla og fallega sýning var frumsýnd árið 2006 og hefur notið mikilla vinsælda með- al yngstu kynslóðarinnar. Hægt verður að nálgast miða í forsölu hjá Guðmundi B. Hannah frá 3. sept- ember. Einnig verður miðasala í Bíóhöllinni tveimur klukkustund- um fyrir sýninguna, miðaverð er 1.800 krónur. Allur ágóði af miða- sölu á sýninguna rennur til styrkt- arsjóðs Englaforelda. Þeir sem ekki komast á sýninguna en vilja leggja söfnuninni lið geta lagt inn á reikn- ing Englaforeldra: Reikningsnúm- er: 552-14-401811, Kennitala: 110371-3309 arg Kristján Þór Júlíusson heilbrigð- isráðherra hefur samþykkt breyt- ingu á reglugerð nr. 451/2013 um þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði sjúkratryggðra við tannlækning- ar. Heimilar reglugerðin Sjúkra- tryggingum Íslands að endurgreiða kostnað vegna tiltekinna tannlækn- inga ungmenna allt að 23 ára að aldri í stað 18 ára áður. Þetta á við þegar um er að ræða meðferð sem af faglegum ástæðum er ekki tíma- bært að veita fyrr en ákveðnum þroska er náð. Greiðsluþátttakan sem reglu- gerðarbreytingin tekur til nær til nauðsynlegra tannlækninga vegna alvarlegra fæðingargalla, slysa eða sjúkdóma, sem upp koma fyrir 18 ára aldur en ekki telst faglega rétt að veita fyrr en eftir þann aldur þar sem fullum vexti beina í höfuðkúpu eða kjálka er ekki náð. Sem dæmi má nefna ef tennur vantar vegna slyss, meðfæddrar tannvöntun- ar eða af öðrum ástæðum þar sem unnt er að bæta tannmissinn með ísetningu tannplanta. Við þessar aðstæður getur verið æskilegt að fresta aðgerð af fyrrnefndum ástæð- um. Sömuleiðis getur verið æskilegt að bíða með útdrátt endajaxla til að fá vissu fyrir því slíkar aðgerðir séu nauðsynlegar. Umrædd heimild nær að jafnaði ekki lengur en að 23 ára aldri. Sækja skal um greiðslu- þátttöku til Sjúkratrygginga Íslands vegna tannlækninga sem hér um ræðir áður en meðferð er veitt. mm Bernd Ogrodnik að sýna Pétur og úlfinn. Brúðuleiksýningin Pétur og úlfurinn til styrktar Englaforeldrum Reglur rýmkaðar um endurgreiðslur vegna tannlækninga

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.