Skessuhorn - 26.08.2015, Síða 12
MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 201512
„Glöggt er gests augað – Hver
er styrkur Hvalfjarðarsveitar og
möguleg sóknarfæri,“ er heiti
áhugaverðs verkefnis sem nem-
endur við Landbúnaðarháskóla Ís-
lands hafa unnið um Hvalfjarðar-
sveit og verður nú kynnt. Á Hval-
fjarðardögum um næstu helgi sýna
nemendur við umhverfiskipulags-
braut LbhÍ verkefni sem þau unnu
í áfanga í landslagsgreiningu þar
sem viðfangsefnið var Hvalfjarð-
arsveit. „Það eru fleiri tækifæri í
Hvalfjarðarsveit en stóriðja. Mark-
miðið var að draga fram staðhætti
og sérstöðu svæðisins með lands-
lagsgreiningu og setja síðan fram
framtíðarsviðsmyndir fyrir val-
in svæði. Það er gert svo hægt sé
að styrkja ímynd sveitarfélagsins út
á við, taka vel ígrundaðar ákvarð-
anir um framtíðarbyggð svæðisins,
varðveita helstu sérkenni og styrkja
landslagið,“ segir Helena Gutt-
ormsdóttir kennari við umhverf-
isskipulagsbraut LbhÍ. Hún segir
að allir staðir hafi sína sérstöðu og
sinn staðaranda.
„Staðarandinn ræður hughrifum
þeirra sem þangað koma. Það er því
mikilvægt að draga fram og styrkja
það jákvæða og sérstæða í staðar-
andanum. Efnið sem er sett fram
byggist á vettvangsskoðun á svæð-
ið, Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveit-
ar 2008-2020, frásögnum Arnheið-
ar Hjörleifsdóttur, Árbók Ferða-
félags Íslands frá árinu 1950 og
ýmsum öðrum fræðilegum heim-
ildum,“ segir Helena. Ulla Ped-
ersen landslagsarkitekt og leið-
beindi í hönnunarvinnu. Margar
afar áhugaverðar hugmyndir komu
fram eins og sjósundsaðstaða við
Kísilverksmiðju og sögusetur við
Fiskilæk. Sýningin verður opnuð í
Ráðhúsinu á sunnudag kl. 13.00 og
stendur út vikuna. mm
Unnu verkefni um Hvalfjarðar-
sveit í landslagsgreiningu
Við mögulegt Sögusetur á Fiskilæk í Melasveit.
Horft út á fjörðinn.
Við Botnsskála.
Hópurinn við braggahverfið á Miðsandi.
Kaupfélag Borgfirðinga heldur
sína árlegu sumarhátíð næstkom-
andi laugardag frá klukkan 12 til
16. Þetta er í áttunda skipti sem há-
tíðin fer fram og verður hún með
svipuðu sniði í ár og undanfarin
sumur. „Þetta er hátíð sem við vilj-
um halda fyrir okkar viðskiptavini
og alla aðra sem vilja kíkja í heim-
sókn. Boðið verður upp á ís, pylsur,
nammi og gos fyrir gesti og gang-
andi. Krýndir verða íslandsmeistar-
ar í reiptogi og keppt í hornstaura-
kasti þar sem skráð er á staðnum.
Gríðarlega öflugur prúttmarkað-
ur verður og hvetjum við alla til að
mæta góðir í prúttið,“ segir Mar-
grét Katrín Guðnadóttir verslunar-
stjóri KB í samtali við Skessuhorn.
Þá verða ýmis fyrirtæki með kynn-
ingu á vörum sínum og þjónustu og
jafnvel von á fleiri en síðustu ár. Þar
getur fólk smakkað og keypt ýmsan
varning á góðu verði. „Þarna verða
fyrirtæki á borð við MS, Eðalfisk,
N1, Glerborg, Frístundahús og R2
Agró, auk annarra. Húsdýr verða til
sýnis og teymt verður undir börn-
um á hestum í boði Reiðskóla Guð-
rúnar Fjeldsted.“ grþ
Sumarhátíð KB verður haldin
um næstu helgi í Borgarnesi
Frá Sumarhátíð 2014 þar sem börn gátu brugðið sér á bak. Það verður einnig
hægt í ár.
Sjósund nýtur vaxandi vinsælda hér
á landi en það hefur verið stundað
í Ólafsvík til margra ára. Nú hef-
ur aðstaða til sjósunds verið bætt
en Hafnarsjóður Snæfellsbæjar
setti á dögunum upp sturtu sem
er við grjótgarðinn þar sem geng-
ið er niður í fjöruna. Þórður hafn-
arvörður stendur við sturtuna, eina
sem vantar er úðarinn svo hægt sé
að skella sér í kalda sturtu.
þa
Sturta fyrir
sjósundsfólk
Eins og fram hefur komið í Skessu-
horni verða Hvalfjarðardagar
haldnir um næstu helgi. Hátíð-
in hefur vaxið að umfangi og fjöl-
breytileika og er ýmislegt nýtt á
döfinni. Meðal þess má nefna að
sunnudaginn 30. ágúst verður Ör-
lagasaga Hallgríms og Guðríð-
ar eftir Steinunni Jóhannesdóttur
flutt í Hallgrímskirkju í Saurbæ.
Höfundur flytur verk sitt og hefst
sýningin klukkan 16:30. Staldrað er
við mikilvægustu atriði í þroskaferli
skáldsins, tengsl þeirra hjóna við
háa sem lága á 17. öld, ástir þeirra
og átök við yfirvöld, fátækt sem
velsæld, börn þeirra og barnamissi,
skáldfrægð, sjúkdóm og dauða.
Sýningin var frumsýnd á Sögu-
lofti Landnámssetursins í Borgar-
nesi 2. apríl síðastliðinn við mjög
góðar undirtektir og sýnd þar fram
á vor. Steinunn var með gesta-
leik á Goslokahátíð í Vestmanna-
eyjum 4. júlí og í umsögn um sýn-
inguna í Eyjafréttum sagði m.a:
„Steinunn var ein á sviðinu allan
tímann og flutti tölu sína blaða-
laust og hiklaust, frásögnina mál-
aði hún sterkum litum, hvert smá-
atriði þaulhugsað. Hvergi var hik í
frásögninni sem leið áfram, flutt af
lærðri leikkonu en ekki síður tjáð af
ástríðu mikillar þekkingar og ein-
lægrar ástar til viðfangsefnisins.”
Steinunn Jóhannesdóttir hef-
ur um langt árabil fengist við ævi
þessara einstæðu persóna sem sett
hafa svo sterkan svip á sögu Ís-
lendinga á 17. öld, Hallgímur sem
eitt af mestu skáldum þjóðarinnar,
Guðríður sem konan sem komst
af frá Tyrkjaráninu 1627, sterk-
ari, víðförulli og lífsseigari en flest-
ar konur á hennar tíð. Steinunn
lék Guðríði í leikriti Jakobs Jóns-
sonar Tyrkja-Guddu í Þjóðleikhús-
inu á sínum tíma (1983-84). Hún
samdi og leikstýrði Heimi Guðríð-
ar, sem sýnt var í kirkjum víða um
land á árabilinu 1995-2000. Heim-
ildaskáldsagan Reisubók Guðríð-
ar Símonardóttur kom út 2001.
Heimanfylgja, skáldsaga um upp-
vöxt Hallgríms Péturssonar byggð
á heimildum um ættfólk hans og
samtíð kom út 2010 og barnabók-
in Jólin hans Hallgríms 2014. Að
auki hefur hún haldið fjölda fyrir-
lestra um efnið og birt um það rit-
gerðir.
„Framkvæmdaraðilar Hvalfjarð-
ardaga hvetja allt áhugafólk um
Hallgrím Pétursson og Guðríði
Símonardóttur að nýta sér þetta
einstæða tækifæri til þess að hlýða á
örlagasögu þeirra í Saurbæ á Hval-
fjarðarströnd, á þeim stað sem bestu
ljóð og sálmar Hallgríms urðu til.
Enginn aðgangseyrir er inn á sýn-
inguna og allir velkomnir á meðan
húsrúm leyfir,“ segir í tilkynningu.
mm
Örlagasaga Hallgríms og Guðríðar
á Hvalfjarðardögum