Skessuhorn


Skessuhorn - 26.08.2015, Síða 13

Skessuhorn - 26.08.2015, Síða 13
MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 2015 13 SK ES SU H O R N 2 01 5 SÓKNARÁÆTLUN VESTURLANDS Saga líknandi handa Sýningin Saga líknandi handa er tileinkuð 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Um er að ræða fjölbreytta og skemmtilega sögu heilbrigðis þjónustunnar og nokkrum stórbrotnum konum gerð skil í máli og myndum. Allir hjartanlega velkomnir SÝNINGIN ER OPIN ALLA DAGA FRÁ KL. 13-17 Á SAFNASVÆÐINU Í GÖRÐUM Á AKRANESI Víkingafélagið Glæsir í Grund- arfirði fékk nokkuð sérstakt verk- efni síðastliðinn fimmtudag þeg- ar skemmtiferðaskipið The World átti viðkomu í Grundarfirði. Vík- ingarnir höfðu fengið fyrirspurn og beiðni fyrir nokkrum mánuð- um um að halda sýningu fyrir far- þegana þennan dag. Undirbúning- urinn hafði staðið í þó nokkurn tíma þegar að stóra deginum loks kom. Hugmyndin var að 90 far- þegar af skipinu myndu koma sjó- leiðina í Sandvík við bæinn Berg. Þar ætluðu Glæsismenn að taka á móti þeim, hneppa þá í ánauð og bjóða þeim svo upp á skyr og ann- að góðgæti við varðeld í tjaldbúð- um sem búið var að reisa þarna í fjörunni. En svo bregðast krosstré sem önnur tré, því öldugangur var með mesta móti út af Sandvíkinni og því treystu skipstjórnarmenn The World sér ekki til að ferja farþegana alla leið og því þurftu farþegabátarnir frá að hverfa og sneru aftur til skips. Þetta þótti forsvarsmönnum skemmtiferða- skipsins mjög miður því að mikil vinna hafði farið í allan undirbún- ing og voru þeir starfsmenn skips- ins sem voru í móttökunefnd far- þeganna í fjörunni mjög hrifn- ir hvernig víkingunum hafði tek- ist til. Því var brugðið á það ráð að taka upp á myndband bardagasenu með víkingunum í fjörunni og svo var þeim Glæsismönnum boðið til skips þar sem þeir héldu veglega sýningu fyrir farþegana um borð í The World. Þetta tókst með ein- dæmum vel og voru allir hlutað- eigandi mjög sáttir. tfk Víkingar hertóku skemmtiferðaskip í Grundarfirði Víkingarnir settu miklar erjur á svið fyrir kvikmyndatökulið skipsins. Daníel Helgason víkingur yljar sér á kaffibolla á milli atriða. Starfsmenn skipsins stilltu sér upp með víkingunum til að eiga í minningaalbúm- inu. Markús Ingi Karlsson stillir sér upp á hesti sínum. The World við festar á Grundarfirði.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.