Skessuhorn


Skessuhorn - 26.08.2015, Qupperneq 14

Skessuhorn - 26.08.2015, Qupperneq 14
MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 201514 Heiðar Mar Björnsson kvikmynda- gerðarmaður sem hefur undan- farin ár verið búsettur í Lond- on og Crawley á Englandi með- an Sara Hjördís Blöndal, sambýlis- kona Heiðars, lagði stund á nám í leikmynda- og búningahönn- un í Wimbledon College of Art. „Sara er einmitt á Edinborgarfesti- valinu núna með þrjár sýningar,“ sagði Heiðar þegar blaðamaður tók hús á honum á dögunum. Saman eiga þau Heiðar og Sara einn son, Skorra Birni Blöndal Heiðarsson. Fjölskyldan hefur ákveðið að flytja heim til Íslands og setjast að á Akra- nesi. „Ég og strákurinn komum fyrir þremur vikum síðan og erum við bara að koma okkur fyrir,“ seg- ir Heiðar. „Það er algjör snilld að vera kominn aftur á Skagann. Eng- land mun auðvitað alltaf eiga stað í hjarta mínu, þar áttum við frábær ár. Við fórum út sem kærustupar í ævintýraleit en komum heim sem lítil fjölskylda. En þar sem mað- ur ólst upp við mikið frelsi á Skag- anum þá var maður alltaf aðeins að pirra sig á veseninu og tillits- leysinu í stórborginni, sveitahjart- að var mun frekara en heimsborg- aradraumurinn. Nú er bara búið að taka bjarg af bakinu á mér og ég get svifið frjáls út um allar trissur,“ seg- ir Heiðar, léttur í bragði. „Ég er harðkjarna Skagamaður en það var samt Sara sem átti hug- myndina að því að flytja hingað. Ég þorði einhvern veginn aldrei að nefna það sjálfur. En ég varð auð- vitað alsæll þegar hún stakk upp á því,“ bætir hann við. Síðan Heiðar kom til landsins hefur hann unnið hjá BÓB sf. vinnuvélum, fyrirtæki í eigu föður síns og föðurbróð- ur. „Ég gat fengið gömlu vinn- una mína aftur. Það var vel þeg- ið að geta starfað á Akranesi með- an við erum að ná áttum og ég sé mig alveg vinna þar áfram ef þeir vilja hafa mig. En það gæti breyst á morgun,“ segir Heiðar en bæt- ir því við að honum þyki vörubíla- akstur og sérstaklega gröfuvinna mjög skemmtileg. „Þetta er líka fínt til að komast aftur inn í samfé- lagið og tengjast aftur fólkinu eftir 15 ár annars staðar.“ Kynntust við tökur á Hæ Gosa Heiðar nam á sínum tíma leik- stjórn- og framleiðslu í Kvik- myndaskólanum, auk þess sem hann er sjálflærður klippari. „Svo er ég búinn að taka fullt af handrita- kúrsum og námskeiðum, þannig að ég er eiginlega fyrst og fremst menntaður sem handritshöfund- ur,“ segir hann. Heiðar hóf að starfa alfarið á sviði kvikmyndagerðar árið 2007. Sem handritshöfundur skapaði hann, ásamt nokkrum félögum, meðal annars sjónvarpsþættina Hæ Gosa, sem sýndir voru við góðan orðstír á Skjá einum, fyrst árið 2010. Heið- ar kom að handritagerð og fram- leiðslu fyrstu tveggja þáttaraðanna en gekk úr skaftinu þegar Sara hóf nám í Englandi og þau fluttust út. Þess má geta að þau kynntust ein- mitt við tökur á Hæ Gosa norður á Akureyri, þar sem Sara aðstoðaði við búninga. „Við spiluðum mik- ið á mannlega þáttinn í Hæ Gosa. Skrifuðum til dæmis eiginlega enga „sketsa“ heldur lögðum áherslu á að karakterarnir og það sem þeir væru að gera eða segja væri upp- spretta grínsins.“ Óstöðugar tekjur en ánægjuleg vinna En ef við lítum til baka, hvað varð þá til þess að hann fór að starfa að kvikmyndagerð á sínum tíma? „Þetta byrjaði í Grundaskóla þeg- ar Flosi Einarsson kennari lét okk- ur skrifa stuttmyndahandrit. Svo rétti hann okkur myndavél og sendi okkur út til að búa mynd- ina til. Þarna vorum við, ellefu og tólf ára, með risamyndavél að skapa eitthvað. Í kjölfarið sóttum við stíft í að komast í tónmennt til Flosa og myndirnar urðu betri. Við lærðum að hugsa í senum og klipp- ingum og fórum meira að segja að „mixa“ okkur inn í bíómyndasen- ur. Við héldum að við værum rosa- lega klárir gæjar,“ segir Heiðar og brosir. „Svo lendir maður bara inni í hringrásinni, eins og ég held að flestir sem eru í þessu hafi gert. Ég tók aldrei ákvörðun um að verða kvikmyndagerðarmaður og þetta var ekkert endilega einhver draumur, þetta gerðist bara.“ Hann mælir þó ekkert endilega með því að fólk leggi þennan starfs- vettvang fyrir sig. „Það fer eftir því hvað þú sættir þig við að þéna í líf- inu. Ef þú vilt stöðugar tekjur og launaseðil um hver mánaðamót, þá nei. Á þeim tíma frá því vinna að efni er á frumstigi og þar til það er tilbúið til sýningar er tímakaup- ið nánast ekkert,“ segir hann. „En þetta er ógeðslega gaman. Það er frábært að fá tækifæri til að segja sögu með því að nota myndmál og koma því í þannig form að fólk hafi gaman af að horfa á þá sögu,“ bæt- ir hann við. „Svo þegar efni er til- búið heldur það áfram að gefa þér tekjur, þegar fólk leigir í gegnum veitur og slíkt. Maður á náttúru- lega höfundaréttinn af því efni og fær greitt til helmings á móti veit- unni. Stöðugleikinn er aftur á móti enginn.“ Í þessu samhengi leikur blaða- manni forvitni á vita um skoðanir Heiðars á höfundarréttarlögum og ólöglegri dreifingu höfundarétt- arvarins efnis á internetinu. Hann kveðst ekki hafa mikinn hug á því að ræða málin í þaula. Þess í stað ávarpar hann þá sem sækja höf- undaréttarvarið efni á persónulegri nótum. „Ef fólk stelur íslensku efni á netinu þá getur það ekki kraf- ist þess að áfram verði hágæðaefni búið til. Þetta eru tekjur sem fram- leiðendur verða af.“ Í því sam- hengi bætir hann því við að veit- ur sem bjóða fólki upp á að leigja efni séu nauðsynlegar til að koma til móts við það sem er í gangi á netinu. Fólk vilji nota þá tækni til að sækja efni og því séu veiturn- ar mikilvægar. „Þær eru meira að segja sumar byrjaðar að framleiða efni, sem er alveg frábært. En burt séð frá því er auðvitað ótrúlegt að hér á Íslandi, þar sem búa rúmlega 300 þúsund manns, sé framleitt svona mikið sjónvarpsefni.“ Vinnur að heimilda- mynd um Skagarokk Þessa dagana vinnur Heiðar að heimildamynd um Skagarokk, tónleika sem haldnir voru á Akra- nesi fyrir bráðum 23 árum. Jethro Tull og Black Sabbath, tvær af stærstu hljómsveitum rokksög- unnar, voru fluttar til landsins og léku á sitt hvorum tónleikunum í íþróttahúsinu á Vesturgötu 25. og 26. september 1992. Fengu þessir tónleikar nafnið Skagarokk. Heið- ar leikstýrir myndinni, er handrits- höfundur og framleiðandi. Aðr- ir sem að verkefninu koma eru Björn Þór Björnsson, handritshöf- undur og framleiðandi og Sigurð- ur I. Þorvaldsson, hljóðmeistari og meðframleiðandi. Vinna þeir að verkefninu hægt og rólega, enda vinna þeir allir að öðrum hlutum líka. „Björn Þór bróðir minn byrj- aði að safna myndböndum, blaða- greinum og útvarpsviðtölum sem tengjast þessum tónleikum og var kominn með fullt af efni sem hann hafið mikinn áhuga á að gera eitt- hvað við. Ég fór og skoðaði það hjá honum og sá að þetta var bara efni í mynd,“ segir Heiðar. „Björn Þór er að læra fjölmiðlafræði og kem- ur oft með skemmtilega vinkla og hugmyndir sem mér hefði aldrei dottið í hug. Hann sér þetta með öðrum augum en ég, sem er mjög gott.“ Til stendur að hitta þá sem stóðu að tónleikunum fljótlega og taka við þá viðtöl. „Það verður farið yfir hvað mönnum gekk til, hvern- ig þeir fengu hugmyndina og hvað þurfti að gera til að þessir tónleikar yrðu að veruleika. Það var ekkert grín, þetta voru með metnaðar- fyllri tónleikum sem haldnir voru hér á landi á þessum tíma,“ seg- ir Heiðar. „Það vill reyndar þann- ig til að maður sem vann við und- irbúninginn var oft með myndavél á lofti. Hann tók oft myndbönd, stutt viðtöl við mennina á bak við tjöldin og fleira í þeim dúr. Þann- ig að þetta verkefni var nokkuð vel dokúmenterað frá byrjun.“ Hann telur að myndin verði mjög mannleg og að áhorfendur muni tengja við mennina sem voru að reyna að gera eitthvað fyrir bæj- arfélagið sitt. „Þetta verður miklu meira um fólkið en endilega at- burðinn sjálfan, þó auðvitað verði einhverjar klippur frá tónleikun- um. En aðdragandinn, afleiðing- arnar og mennirnir sem stóðu að þessu verða í forgrunni,“ segir hann. Áhugasömum er bent á að hægt er að fylgjast með framgangi verk- efnisins og leggja því lið á www. skagarokk.is. Aðspurður segir hann að önnur verkefni við kvikmyndagerð ekki vera á döfinni. „Ekki nema ég fái eitthvað gott tilboð og það verð- ur þá að vera algjörlega á mín- um forsendum. Ég er mjög róleg- ur með allt slíkt. Skagarokksverk- efnið er skemmtilegt gæluverkefni sem heldur mér á tánum. En þang- að til eitthvað annað gerist ætla ég að vera áfram á gröfunni hjá BÓB. Það er mjög gaman,“ segir Heiðar Mar Björnsson að lokum. kgk Heiðar Mar Björnsson er nýkominn heim frá Englandi Varð alsæll þegar konan stakk upp á því að flytja á Skagann Heiðar Mar Björnsson kvikmyndagerðarmaður. Heiðar, Skorri Birnir og Sara Hjördís við útskrift Söru frá Wimbledon College of Art. Heiðar og Sara fóru út til Englands sem par í ævintýraleit en sneru heim sem lítil fjölskylda því Skorri Birnir fæddist þar í landi á meðan dvölinni stóð. Við tökur á heimildamynd sem Heiðar vinnur að og ber nafnið Hafið lokkar. Skorri Birnir með pabba sínum í gröfunni.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.