Skessuhorn - 26.08.2015, Síða 19
MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 2015 19
Stykkishólmsbær
Hafnargötu 3, 340 Stykkishólmur - Sími: 433-8100
Starf byggingar- og skipulagsfulltrúa
Stykkishólmsbæjar er laust til umsóknar
Stykkishólmsbær auglýsir lausa til umsóknar stöðu byggingar- og skipulagsfulltrúa. Um er
að ræða mjög spennandi starf í áhugaverðu samfélagi. Leitað er eftir öflugum og metnaðar-
fullum einstaklingi sem er reiðubúinn að þróa starfið á traustum grunni. Byggingarfulltrúi
ber m.a. ábyrgð á skráningu mannvirkja, úttektum, staðfestingu eignaskiptayfirlýsinga,
gjaldtöku, skráningu, varðveislu og miðlun upplýsinga um mannvirki til íbúa. Ráðið verður
í starfið frá og með 1. október nk.Um er að ræða 100% starf og er umsóknarfrestur til og
með 31. ágúst nk.
Starfssvið byggingarfulltrúa er eftirfarandi:
• Framkvæmd skipulags- og byggingarmála.
• Áætlanagerð og eftirfylgni, mælingar, úttektir og útreikningar.
• Undirbúningur- og eftirfylgni funda skipulags- og byggingarefndar.
• Samstarf við aðila, utan og innan stjórnsýslunnar, sem sinna verkefnum á sviði
byggingarmála.
• Umsjón framkvæmda og eignasýslu í sveitarfélaginu.
• Önnur verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi menntun og löggildingu samkvæmt ákvæðum 8.
og 25. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010 og uppfylli kröfur 7. gr. skipulagslaga
nr. 123/2010.
• Reynsla af stjórnun æskileg.
• Þekking og reynsla af úttektum og mælingum.
• Þekking á lögum um mannvirki, skipulagslögum og byggingarreglugerð.
• Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur.
• Hæfni í mannlegum samskiptum, góðir samstarfs- og samskiptahæfileikar.
• Hæfni til þess að tjá sig í ræðu og riti á íslensku.
• Góð almenn tölvukunnátta.
Umsókn á að fylgja greinargóð starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir
ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Laun eru samkvæmt kjarasamningum stéttarfélaga við Samband íslenskra sveitarfélaga.
Umsækjendur eru beðnir um að senda umsókn á netfangið sturla@stykkisholmur.
is eigi síðar en 31. ágúst nk.
Umsókninni þarf að fylgja greinargott yfirlit yfir nám og störf þar sem umsækjandi gerir
sérstaklega grein fyrir hæfni til starfans út frá ofangreindum hæfnikröfum. Umsækjendur
eru beðnir um að tilgreina a.m.k. tvo umsagnaraðila í umsókn sinni.
Nánari upplýsingar veitir Sturla Böðvarsson, bæjarstjóri í
Stykkishólmi, í síma 433-8100 eða tölvupósti: sturla@stykkisholmur.is.
Stykkishólmi, 18. ágúst 2015, Sturla Böðvarsson
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
5
„Það eru þó aldrei nema 21 barn í húsi því tvö barnanna skipta einu plássinu á milli sín. Það eru þrjú ný börn
hjá okkur núna, tvö um 18 mánaða og eitt í elsta hópnum. Það voru tvö börn sem hættu hjá okkur í vor og fóru
í fyrsta bekk,“ segir Sjöfn Guðlaug Vilhjálmsdóttir leikskólastjóri. Hnoðraból er Grænfánaleikskóli og er mik-
ið lagt upp úr umhverfisvernd og heilsueflingu. „Við erum lítill sveitaleikskóli og við höfum nýtt okkur stað-
setninguna vel til að njóta náttúrunnar og skoða þær breytingar sem eiga sér stað í henni á milli árstíma, fylgjast
með dýralífinu og gera tilraunir. Við vorum t.d. að tína blóðberg og búa til te úr því í dag. Við förum af stað inn
í þetta skólaár á tíma uppskeru svo þessa dagana erum við að taka upp grænmetið okkar, skoða berin og gróður
og tína blóm,“ segir Sjöfn.
Búið er að manna allar fastar stöður og eru þrír starfsmenn háskólamenntaðir en 6,6 stöðugildi eru við leik-
skólann. „Skólinn fer mjög vel af stað og gaman er að segja frá því að allir starfsmenn leikskóla sem Borgar-
byggð rekur fóru saman á námskeið í síðustu viku. Námskeiðið fjallaði um innleiðingu Numicon sem er stærð-
fræðinámsefni. Numicon snýst um að kenna börnum stærðfræði með því að gera tölurnar raunverulegar, t.d.
með því að nota kubba, liti, pappír og slíkt. Þessi aðferð gefur börnunum jákvæða sýn á stærðfræðina og er þetta
námsefnið þróað frá Cambridge háskóla,“ segir Sjöfn að lokum.
Hraunborg á Bifröst
Leikskólinn Hraunborg á Bifröst er rekinn af
Hjallastefnunni samkvæmt samkomulagi við
Borgarbyggð. Fjöldi barna á leikskólanum sveifl-
ast mikið á milli anna í Háskólanum á Bifröst.
Þar er mikið um að fólk sé að koma og fara. Bára
Tómasdóttir er leikskólastjóri og Pálína Jörgens-
dóttir er meðstjórnandi. Í upphafi þessa skólaárs
eru 34 börn skráð í leikskólann og þar af eru 14
börn að hefja nám í haust. „Við fengum undan-
þágu í haust til að taka inn 12 mánaða börn vegna
skorts á dagmömmum. Undir venjulegum kring-
umstæðum komast þau inn við 18 mánaða aldur,“
segir Pálína.
Leikskólinn er fullmannaður fyrir haustið með
tíu starfsmenn og þar af þrjá faglærða leikskóla-
kennara. Ekki hefur verið mikið um mannabreytingar í haust en það er mjög misjafnt milli ára, segir Pálína.
„Við erum með þrjá kjarna, tvo eldri barna kjarna sem eru kynjaskiptir og einn kynjablandaðan kjarna fyrir
yngri börnin. Við vinnum samkvæmt hugmyndafræði Hjallastefnunnar, sem er byggð á hugsjónum um jafn-
rétti og velferð hvors kyns fyrir sig. Við reynum að mæta hverju barni eins
og það er og virða og viðurkenna ólíkar þarfi aldurshópa, kynja og einstak-
linga. Stuðlað er að því eftir fremsta megni með jákvæðni, gleði og kær-
leika að leiðarljósi sem sýnir sig í samskiptum starfsfólks, barna og for-
eldra,“ segir Pálína.
„Hér á Hraunborg nýtum við þessa frábæru náttúru sem skólinn er stað-
settur í. Við kennum börnunum að skynja náttúruna og njóta umhverfisins
ásamt því að nýta hana, ganga vel um og sýna henni virðingu. Hjallastefn-
unni er einnig ætlað að þjálfa aga og hegðun á jákvæðan og hlýlegan hátt,
ásamt hreinskiptni. Við reynum að skapa samfélag innan hvers skóla þar
sem þessir hlutir eru hafðir að leiðarljósi,“ segir Pálína að lokum.
Klettaborg í Borgarnesi
Leikskólinn Klettaborg í Borgarnesi er þriggja deilda leikskóli sem var
fyrst stofnaður árið 1975 en hóf starfsemi í núverandi húsnæði í október
1978. Á leikskólanum eru börn tekin inn við 18 mánaða aldur og er tekið
inn allt árið, þegar börnin hafa náð aldri. „Samtals er rými fyrir 65 börn og
er gert ráð fyrir að leikskólinn verði fullsetinn upp úr áramótum. Í Kletta-
borg starfa 21 kennari/leiðbeinandi, rúmlega helmingur er faglærður og
flestir hafa starfað lengi í leikskólanum. Einn af styrkleikum leikskólans
er stöðugleiki í starfsmannahaldi. Starfsmannahópurinn er samrýmdur og
vinnur vel saman. Í leikskólanum býr mikil reynsla og fagmennska og starf-
ið er í stöðugri þróun og endurskoðun,“ segir Steinunn Baldursdóttir leik-
skólastjóri í Klettaborg.
Í Klettaborg er starfað eftir hugmyndafræði John Dewey þar sem áhersla
er lögð á einstaklingsmiðað nám, leiðtogahæfni, leikskólalæsi og heilsuefl-
ingu. „Við erum að vinna í innleiðingu á verkefninu „Leiðtoginn í mér“
sem felst í því að innleiða leiðtogahugsun inn í skólastarfið. Með þessu
leggjum við áherslu á að hvert barn fái tækifæri til að byggja á eigin styrk-
leikum og er það okkar markmið að að koma á móts við öll börn þar sem
þau eru. Við hugum vel að börnum með sérþarfir og leggjum áherslu á að
þau hafi sömu tækifæri og önnur börn,“ segir Steinunn.
Ugluklettur í Borgarnesi
Leikskólinn Ugluklettur í Borgarnesi er þriggja deilda leikskóli sem tók
fyrst til starfa árið 2007 í nýju húsi. Í upphafi þessa skólaárs eru 45 börn í
leikskólanum en enn pláss fyrir fleiri. Í samtali við stjórnendur leikskólans
fengust þær upplýsingar að nú séu sjö ný börn að koma inn og aðlaganir
eru í fullum gangi. Þar er notast við þátttökuaðlögun og hefur það reynst
LEIKSKÓLAR
Börnin á Hraunborg í gönguferð.
Útivera er mikilvægur þáttur í leikskólastarfi með megináherslu á frjálsan leik og
hreyfingu.
High Tech rafgeymar.
Nýir og endurbættir
95 Ah, 800 Amper.
Endurhlaðast allt að 50% hraðar (Carbon boost).
Nýjar blýgrindur (3DX) = lengri ending.
Alveg lokaðir og viðhaldsfríir.
Mikið kaldræsiþol, örugg ræsing í miklum kulda.
Góðir fyrir jeppa með miklum aukarafbúnaði.
Mikið úrval - Traust og fagleg þjónusta.