Skessuhorn


Skessuhorn - 26.08.2015, Qupperneq 23

Skessuhorn - 26.08.2015, Qupperneq 23
MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 2015 23 www.kronan.is – óskar eftir þér! Atvinnutækifæri Sótt er um starfið á www.kronan.is Umsóknarfrestur er til og með 31. ágúst 2015 Vaktstjóri óskast í Krónuna Akranesi Um vaktavinnu er að ræða Starfslýsing: • Þjónusta við viðskiptavini • Verkstjórnun og þjálfun starfsfólks • Ábyrgð og umsjón með fjármunum • Vinna við undirbúning og fræmkvæmd vikutilboða • Vera staðgengill verslunarstjóra í fjarveru hans • Almenn verslunarstörf Hæfniskröfur: • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð • Tölvukunnátta til að leysa dagleg verkefni í Outlook og Excel • Góðir samskiptahæfileikar og þjónustulund Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Nýir ábúendur hafa tekið við rekstri fjárbúsins á Hesti í Borgarfirði. Það eru þau Snædís Anna Þórhallsdótt- ir og Helgi Elí Hálfdánarson bú- fræðingar frá Hvanneyri. Blaða- maður Skessuhorns tók sér bíl- túr upp í Borgarfjörðinn og kíkti í kaffi á Hesti. Snædís og hundurinn Lukka tóku vel á móti blaðamanni, Helgi kom svo að vörmu spori. „Ég kem frá Akureyri en Helgi ólst upp á Háhóli á Mýrum. Við kynntumst á Hvanneyri þegar við byrjuðum þar í námi árið 2009. Við vorum þá bæði í BS námi í búvísindum og útskrifuðumst úr því námi 2012. Okkur og fleirum úr okkar bekk þótti vanta eitthvað meira verklegt í námið svo við ákváðum að bæta búfræði við okkur og kláruðum það nám 2013. Samhliða búfræðinám- inu byrjuðum við í MS námi í bú- vísindum og Helgi lauk því námi nú í vor en ég stefni á að klára um jól- in,“ segir Snædís. Rekstur fjárbúsins á Hesti var, ásamt kúabúinu á Hvanneyri, í höndum Grímshaga ehf. en tek- in var sú ákvörðun að endurskipu- leggja rekstur þessara búa. Aug- lýst var eftir áhugasömu fólki með menntun í búfræði og reynslu af búrekstri til að reka búið á Hesti. Þau Snædís og Helgi voru valin úr hópi umsækjenda og tóku þau við búinu 1. júní. „Það hefði vel verið hægt að finna þægilegri tíma til að taka við svona búi en þetta er há- annatími,“ segir Snædís og hlær. „Það hefur þó allt gengið mjög vel,“ bætir hún við. Lukka var fyrsta verk Aðspurð um hvernig fyrstu mán- uðirnir hafa verið segjast þau fyrst og fremst hafa haft nóg að gera en að jafnframt hafi þetta verið mjög skemmtilegt. „Fyrsta verk var nátt- úrulega að fá sér fjárhundinn,“ segir Snædís og horfir á hana Lukku sem hoppar um kaffistofuna í von um að ná einni flugu. „Þegar við tók- um við voru allar ær bornar svo við fórum eiginlega bara beint í sumar- störfin. Við vorum að girða í tvær vikur í júní og svo kom heyskapur, en fyrri sláttur gekk mjög vel. Við fórum líka að reka á fjall, en þar sem þetta bú er kennslu- og tilrauna- bú þurfti að vigta öll lömb áður en þau fóru á fjall, það var hellings vinna. Einnig höfum við verið að taka til, þrífa og koma okkur fyr- ir hér. Fjölskyldur okkar hafa líka hjálpað mjög mikið og erum við mjög heppin með fólkið í kringum okkur,“ segir Helgi og bætir því við að þau séu afar þakklát allri þeirri aðstoð sem fjölskyldur þeirra hafa veitt þeim. „Foreldrar hennar Snæ- dísar búa á Akureyri en mamma hennar hefur örugglega verið hér samanlagt í mánuð að hjálpa okkur og pabbi hennar í svona þrjár vik- ur allavega. Svo hafa bara allir ver- ið tilbúnir að hjálpa, pabbi að keyra rúllur, mamma eldaði stórveislur í mannskapinn og systkini og frænd- fólk hafa komið og hjálpað til við ýmislegt,“ bætir Helgi við. „Já, mamma stökk nú bara á veggina og fór að þrífa og pússa,“ segir Snæ- dís og brosir og bætir því við að þau hafi mjög gott bakland. „Við höfum einhverjar hugmynd- ir um breytingar á búinu en það eru bara hugmyndir sem ég geri ráð fyr- ir að eigi eftir að þróast og breytast. Það er mjög erfitt að sjá út hvern- ig við viljum hafa hlutina þegar féð er enn úti. Fyrsta árið fer væntan- lega bara í að koma okkur fyrir og læra á allt, maður er nú enn að læra á allt á nýjum stað,“ segir Helgi og hlær. „Það er fullt af möguleikum fyrir hendi hér og sjálfri þykir mér spennandi að opna fjárhúsin fyrir almenningi, þá til að gefa fólki kost á að koma og sjá hvernig er á svona sauðfjárbúi. Einnig langar mig að prófa að selja beint frá býli,“ segir Snædís. Þau segjast samt vera búin að taka ákvörðun um eina breyt- ingu og það er að fækka fénu og hafa svona um 680-700 ær, allavega til að byrja með. Upplagt tækifæri Aðspurð hvort það hafi alltaf staðið til hjá þeim að fara út í búskap segja þau það alltaf hafa komið til greina. „Við gerðum kannski ekki ráð fyr- ir því að hefja búskap núna en það hefur alltaf komið til greina. Okk- ur langaði jafnvel að flytja að Há- hóli og koma eitthvað að búskapn- um þar. Við hefðum þó alltaf þurft að vinna úti líka og það er ekki mik- ið um laus störf sem tengjast okkar menntun hér í þessum landshluta. Við vorum bara að ljúka námi og rétt farin að hugsa hvað kæmi næst. Þegar við sáum svo auglýst hér þótti okkur þetta upplagt fyr- ir okkur, alveg frábært tækifæri. Við getum vonandi verið hér í ein- hvern tíma og svo er aldrei að vita, kannski flytjum við að Háhóli einn daginn,“ segir Snædís. Skólastarfið að fara af stað Nú er sumarið að líða undir lok og stefna þau Snædís og Helgi á að hefja seinni slátt í þessari viku. „Háarsprettan er misjöfn en von- andi næst hún af góðum gæðum,“ segir Helgi. Skólastarfið á Hvann- eyri fer að detta í gang á næstu dög- um og þá verður einnig mikið að gera á Hesti. Þangað koma nem- endur í verklega kennslu. „Nú fer sauðfjárskóli RML að byrja og þá koma nemendur hingað í kennslu um lambadóma. Við rekum þá inn lömb fyrir þau. Nýnemar frá Land- búnaðarháskólanum kíkja líka hing- að fljótlega og svo fer kennsla að hefjast. Námið hefur verið endur- skipulagt og það verður aukið vægi á verklegan hluta og því örugg- lega meira að gera hér líka,“ segir Helgi. „Smalamennskur byrja svo 15. september og svo þarf að velja ásetning og flokka sláturlömbin. Öll lömb eru vigtuð og bakvöðvi þeirra ómmældur og nemendur frá Hvanneyri munu væntanlega koma og taka einhvern þátt í því. Það er því eitt og annað framundan,“ segir Helgi að lokum. arg Helgi og Snædís ásamt hundinum Lukku með fallegt útsýni frá bæjarstæðinu í baksýn. Nýir ábúendur á Hesti í Borgarfirði

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.