Skessuhorn


Skessuhorn - 26.08.2015, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 26.08.2015, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 201524 Í Snæfellsbæ gleðst fólk yfir góðu gengi knattspyrnuliðs Víkings Ólafsvíkur og nánast hvert manns- barn fylgist með leikjum liðsins. Ejub Purisevic þjálfari Víkings hef- ur byggt upp nánast nýtt lið frá því á síðasta ári og árangur þess hefur farið fram úr björtustu vonum. Nú þarf liðið aðeins þrjú stig til við- bótar til þess að tryggja sér sæti í Pepsídeildinni næsta sumar. Vík- ingur þarf sex stig úr fjórum síð- ustu leikjum mótsins til að sigra í Fyrstu deildinni. Það yrði um leið besti árangur liðsins frá upphafi. Mikil eftirvænting var fyrir leik Víkings við Þór á Akureyri sem spilaður var fyrir norðan síðast- liðinn laugardag. Gátu hörðustu stuðningsmenn Víkings ekki setið heima og því var ákveðið að leigja rútu til þess að fjölmenna á leikinn. Fréttaritari Skessuhorns slóst með í för og fangaði hina skemmtilegu stemningu í ferðinni. Snemma á laugardagsmorgninum var farið á einkabílum í Borgarnes til móts við rútuna sem kom frá Reykjavík með þá stuðningsmenn sem þar búa. Farið var áleiðis norður klukkan átta um morguninn. Góð stemming var í rútunni á leið norður og menn spáðu vel í leikinn og stöðuna hjá hetjum sín- um. Gert var stutt stopp í Staðar- skála og Varmahlíð svo fólk gæti teygt úr sér og fengið sér snarl og kaffisopa. Klukkan 12 var svo kom- ið til Akureyrar og þar stoppað á veitingastaðnum Greifanum í há- degisverð. Komu þangað fleiri stuðningsmenn Víkings sem voru á Akureyri og nágrenni og samein- uðust þeim sem komu með rútunni. Að sjálfsögðu var bara rætt um fót- bolta og menn skiptust á skoðun- um og mikil bjartsýni var fyrir leik- inn gegn Þór. Tap kom einfaldlega ekki til greina. „Við erum með eitt besta lið sem Víkingur hefur átt til þessa,“ mátti heyra frá stuðnings- manni sem bætti við: „Þetta lið gefst aldrei upp, berst til síðasta blóðdropa.“ Höldum með Víkingi Farið var á Þórsvöll um klukkan 13.30 svo menn kæmu tímanlega á völlinn. Veður var gott og fjöl- margir áhorfendur mættir. Þórs- menn buðu upp á grillaður pyls- ur fyrir leikinn og buðu stuðn- ingsmenn velkomna. Óhætt var að segja að gestrisni hafi verið í fyrir- rúmi hjá Þórsmönnum þrátt fyrir að liðin hafi háð marga harða leiki að undanförnu en það var ekki að sjá á gestrisni heimamanna. Liðin hituðu upp áður en leik- urinn hófst. Á slaginu 14.00 var flautað til leiks og þrátt fyrir að stuðningsmenn Víkings hafi verið í minnihluta áhorfenda, heyrðist vel og vandlega í þeim og hreinlega yf- irgnæfðu þeir stuðningsmenn Þórs. Nokkrir Eyjamenn voru á leiknum og komu þeir til stuðningsmanna Víkings og gengu með þeim í lið og hvöttu Víking áfram og sögðu: „Við viljum frekar að Víkingur fari upp heldur en Þór.“ Strax á annarri mínútu skoraði Hrvoje Tokic fyrir Víking og allt varð vitlaust af fögnuði í röðum stuðningsmanna að sunnan. Mikil barátta var í báðum liðum framan af og ekki minnkuðu hrópin þeg- ar löglegt mark var dæmt af Vík- ingsliðinu. Víkingur sótti án afláts og var mikil harka í fyrri hálfleik en gestirnir voru með leikinn í sín- um höndum. Strax á annarri mín- útu seinni hálfleiks skoraði Tokic annað mark Víkings og hefur hann nú skorað átta mörk í sex leikjum. Sannkallaður happafengur fyrir Víking að fá hann til liðsins. En áfram hélt leikurinn og sama harkan sem fyrr. Síðustu 20 mín- úturnar sóttu Þórsarar án afláts og að lokun náði Orri Sigurjóns- son leikmaður Þórs að minnka muninn í 1-2. Stuðningsmönnum Víkings var hætt að lítast á hversu hart Þórsarar sóttu í sig veðrið en vörn Víkingsmanna stóðst áhlaup heimamanna og að lokum var leik- Slegist í för með Víkingsmönnum þegar þrjú stig voru sótt til Akureyrar Hluti stuðningmanna Víkings á Akureyri. Stefán Rafn Elinbergsson og Vagn Ingólfsson. Stuðningsmenn Víkings koma sér fyrir í áhorfendastúkunni áður en leikurinn hefst. Hópurinn í Greifanum í hádegismat eftir ferðina norður. Antonio Maria Ferrao Grave sjúkraþjálfari Víkings hafði í nógu að snúast í svona hörkuleik og hér teygir hann og togar markaskorarann Hrvoje Tokic. Hrvoje Tokic, sannkallaður markaskorari, hefur aðeins leikið 6 leiki en skorað í þeim átta mörk. Tomaz Luba réði sér vart fyrir fögnuði. Leikmenn Víkings fagna. Alfreð Már Hjaltalín og Kristófer Eggertsson leikmenn Víkings í Staðar- skála, kátir en laskaðir eftir hörkuleik.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.