Skessuhorn


Skessuhorn - 26.08.2015, Side 26

Skessuhorn - 26.08.2015, Side 26
MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 201526 Lagðist undir feld Í júnímánuði lagðist Alda Dís und- ir feld. Hún vann tíu milljónir þeg- ar hún sigraði í keppninni og hún vildi gefa sér smá tíma til að finna út hvernig peningunum yrði best varið. „Þegar ég vann þá fannst mér fyrst eins og ég gæti bara gert allt og mig langaði að gera allt. En það þarf aðeins að velja og hafna þegar mað- ur fær svona stórt tækifæri. Þann- ig að ég ákvað að taka einn mánuð í að vinna í þessu og finna út hvað ég vildi gera næst. Ég vildi ekki hoppa bara á eitthvað og gefa mér frekar tíma til að átta mig á hvað ég vildi gera.“ Var leitandi Næstu skref hjá Öldu Dís eru að mennta sig enn frekar á sviði tónlist- ar. Hún hóf nám í skapandi tónlist- armiðlun í Listaháskóla Íslands síð- asta mánudag, þar sem hún lærir að miðla tónlist á alls konar hátt. „Ég tók svona tvö ár eftir að mennta- skóla lauk þar sem ég var mjög leit- andi og vissi ekki alveg hvað ég ætlaði að gera. En nú er ég á rétt- um stað í lífinu,“ segir Alda Dís og brosir. Tónlistin á hug hennar allan og hún verður svolítið hugsi þegar hún er spurð um önnur áhugamál. „Mér finnst mjög gaman að skreyta í kringum mig og hef svolítinn áhuga á svona innanhússhönnun. Ég breyti til dæmis mjög oft heima hjá mér. En ég hef mest gaman af tónlist- inni,“ segir hún og brosir feimnis- lega. Ætlar að gefa út plötu Það er því nóg að gera hjá söng- stjörnunni frá Hellissandi. Ásamt því að mennta sig og syngja meira, stefnir hún nú á vinnslu fyrstu plöt- unnar sinnar. Sú plata verður unnin í samstarfi við Stop Wait Go, líkt og lagið nýja. Alda Dís segir alla þessa vinnu á algeru byrjunarstigi og hún viti lítið enn, annað en að nýja lag- ið verði á plötunni. Hún vonast þó til þess að hún verði með puttana eitthvað í gerð laganna. „Ég er samt mjög ný í því að semja. Ég gerði það aðeins þegar ég var yngri en það var bara smá fikt. Nú er ég að æfa mig í því og að æfa mig í að finna sjálfs- traustið sem þarf þegar maður sem- ur lög sjálfur.“ Alda Dís hlustar sjálf á flesta tónlist en segist líta mest upp til Celine Dion, Whitney Hou- ston og Arethu Franklin í söngnum. „En þegar snýr að því að semja tón- list þá finnst mér söngkonan Adele mjög flink. Hún er líka rosalega góð hvatning fyrir konur til að semja tónlist. Mig langar að koma að öll- um mínum lögum, að vera sýnileg fyrir öðrum ungum konum. Það eru svo fáar konur sem semja sína eig- in tónlist og eru sýnilegar,“ útskýr- ir Alda Dís. grþ Dag ur í lífi... Nafn: Antonía Hermannsdóttir. Fjölskylduhagir/búseta: Á unnusta - bý í Slóvakíu. Starfsheiti/ fyrirtæki: Lög- regluþjónn hjá embætti lögregl- unnar á Vesturlandi á sumrin, dýralæknanemi í Slóvakíu á vet- urna. Áhugamál? Dýralæknisfræði, fólk og útvist. Vinnudagurinn: Sunnudagur- inn 23. ágúst 2015. Hvað borðaðir þú í morgun- mat? Borðaði ekkert fyrr en í hádeginu þegar ég hafði tíma til, fékk lambalæri og með því. Hvenær fórstu í vinnu og hvernig? Mætti í vinnu klukk- an 8 og klukkan 9 fór ég í útkall vegna bílveltu. Fyrstu verk í vinnunni? Að af- greiða umferðaróhapp. Hvað varstu að gera klukk- an 10? Ennþá á vettvangi vegna umferðarslyssins. Hvað gerðir þú í hádeginu? Borðaði á Franciskussjúkrahús- inu í Stykkishólmi. Hvað varstu að gera klukkan 14? Skrifa skýrslu. Hvenær hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? Hætti klukkan 23 og tók eina eftirlitsferð um Stykkishólm. Hvað gerðir þú í eftir vinnu? Las bók og fór að sofa. Hvað var í kvöldmat og hver eldaði? Lifrarpylsu og hafra- grautur, Bónus eldaði! Hvernig var kvöldið? Rólegt í skýrsluskrifum og eftirliti. Hvenær fórstu að sofa? Um klukkan 00.30. Hvað var það síðasta sem þú gerðir áður en þú fórst að hátta? Burstaði tennur. Hvað stendur uppúr eftir dag- inn? Sú ánægja að enginn slas- aðist í umferðaóhappinu og geta aðstoðað fólk. Lögregluþjóns á Vesturlandi Snæfellingurinn og söngfuglinn Alda Dís Arnardóttir bar sigur úr býtum í annarri þáttaröð Ísland Got Talent í vor. Nú er hún nýkomin heim frá Bandaríkjunum, þar sem hún tók upp sitt fyrsta lag og spenn- andi tímar eru framundan hjá söng- konunni ungu. Alda Dís settist nið- ur með blaðamanni Skessuhorns og sagði frá því sem drifið hafði á daga sína frá því hún sigraði í keppninni. Ánægð með nýja lagið „Ég er bara nýkomin heim úr tíu daga ferð frá Los Angeles þar sem ég var að gera lag með strákunum Stop Wait Go,“ segir Alda Dís. Lagið ber heitið „Rauða nótt“ og fór í spil- un síðastliðinn föstudag. Hún segir textann upphaflega hafa átt að vera enskan en á endanum var ákveðið að hafa hann á íslensku. Textann samdi hún sjálf í samvinnu við Stop Wait Go og Ölmu Guðmundsdóttur og er Alda Dís ánægð með útkomuna. „Þetta er svona pínu ástarsorgar- lag, samt ekki rólegt. Ég er alveg fá- ránlega sátt við lagið. Þetta er fyrsta lagið sem ég hef tekið upp sem fer í spilun. Mér fannst mjög sérstakt að hlusta á sjálfa mig syngja og ég var fyrst efins um hvernig söngur- inn myndi koma út, en ég er mjög ánægð.“ Samhliða útgáfu lagsins hefur Alda Dís opnað vefsíðuna www.aldamusic.net í samvinnu við fyrirtækið Iceland sync. Dreymir um Eurovision Alda Dís er 22 ára og hefur sungið frá barnsaldri. Hún byrjaði snemma að koma fram, fyrst í söngvakeppn- um á Snæfellsnesi og í Grunnskóla Snæfellsbæjar. Hún lærði á píanó í Tónlistarskóla Snæfellsbæjar og hefur lagt stund á söngnám, bæði í klassískum söng í Söngskóla Reykja- víkur, í einkatímum hjá Margréti Eir Hjartardóttur og í Söngskóla Sig- urðar Demetz. Hún hefur sigrað í ýmsum söngvakeppnum en þekkt- ust er hún fyrir að hafa sigrað í Ís- land Got Talent í apríl á þessu ári. Hún segir að mikið hafi verið að gera fyrst eftir keppnina. „Fyrstu tvær vikurnar voru pínu „kreisí.“ Ég kom víða fram og fór í alls kon- ar viðtöl. En svo róaðist þetta og í sumar er ég bara búin að koma þægi- lega mikið fram,“ útskýrir Alda Dís. Hún segist hafa flutt heim á Hellis- sand í sumar og verið þar í mánuð. Þar var hún með söngnámskeið, líkt og í fyrra, en aðsóknin var þó meiri í ár. „Ég var með 17 nemendur í fyrra en núna voru þeir 30. Í fyrra vann ég fulla vinnu með þessu, tók svo krakka í tíma eftir vinnu en núna var ég bara í þessu þannig að ég gat gef- ið þessu mun meiri tíma.“ Þrátt fyrir að hafa sigrað í keppninni um hæfi- leikaríkasta Íslendinginn þá hefur hún ekki gefið upp alla drauma um keppnir. „Stærsti draumurinn og það sem mig myndi langa mest að gera er að taka þátt í Eurovision. Ég er svo mikill Eurovision aðdáandi,“ segir hún og hlær. „Ég er á réttum stað í lífinu“ - segir Alda Dís Arnardóttir, 22 ára söngkona frá Snæfellsnesi Alda Dís á æfingu fyrir lokakvöld Ísland Got Talent keppninnar. Alda Dís gaf nýverið út lagið Rauða nótt, sem heyrist nú reglulega á öldum ljósvakans. Ljósm. Kári Sverriss. Hress og kát að syngja í 90 ára afmæli afa síns, Cýrusar Daníelssonar frá Hellis- sandi. Myndin er tekin í júlí á þessu ári. Ljósm. SaebbiSku. Í útsýnisferð í Los Angeles.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.